Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 á þessu tímabili, hinum „myrku mið- öldum" íslandssögunnar, og tókst að lýsa þar upp með þeim hætti, að þar varð bjart um að litast áður en yfir lauk. Árið 1957 flutti hann erindi á norrænu sagnfræðingamóti í Árós- um um ísland, Hansaborgimar og Norðurlönd, og á þessum og næstu árum ritaði hann yfírlitsgreinar um fjölmörg miðaldaefni í hina miklu alfræðibók „Kulturhistorisk Leksi- kon for nordisk middelalder;“ ennfremur annaðist hann útgáfu 16. bindis „íslenzks fombréfasafns", sem út kom í heftum á ámnum 1952-59 (og 1972). Af þessu má sjá að Bjöm Þorsteinsson hafði mörg jám í eldinum. Við fráfall Jóns Jóhannessonar, prófessors, vorið 1957, var einsætt, að þegar eftirmaður hans yrði ráð- inn, mundi Bjöm Þorsteinsson vera í fremstu röð þeirra, sem til greina kæmu í embættið. Þó fór svo, að í það var skipaður ágætur maður, Guðni Jónsson magister, enda var hann doktor að nafnbót fyrir merkt rit um byggðasögu í Ámessþingi, og Bjöm samfagnaði skólastjóra sínum og vini. Árið 1958—59 vann Bjöm að skjalarannsóknum í Hamborg og flutti fyrirlestur við háskólann þar um tengsl íslendinga og Hamborg- ara á 16. öld. Hann ritaði grein um Hinrik VIII og ísland (Andvari og Saga Book 1959) og greinar í tíma- rit Sögufélags, Sögu (1960), sem hann þá gerðist ritstjóri að, ásamt dr. Bimi Sigfússyni og vann að því að koma ritinu í nýjan búning. í janúar 1961 tók hann sæti í stjóm hins gamla fræðafélags, Sögufélags, (stofnað 1902) í stað dr. Þorkels Jóhannessonar, sem féll frá haustið áður. Bjöm var því, ef svo má segja, kominn í fremstu víglínu íslenzkra sagnfræðinga, lærðastur manna á sínu sviði, afkastamikill og hug- myndaríkur. Hann var því í raun sjálfkjörinn til hinnar akademisku sagnfræðikennslu við Háskóla ís- lands, þegar annað prófessorsem- bættið varð þar laust við fráfall Þorkels Jóhannessonar. Hann sótti að sjálfsögðu um embættið, en sök- um fádæma pólitískrar einsýni og einkennilegra geðþóttaákvarðana þeirra, sem með völdin fóm (og ekki er ný bóla hjá veitingarvaldinu) var vísindalegri hæfni kastað fyrir róða og gengið fram hjá Bimi við skipan í þetta embætti. Þar sem hann leyndi því aldrei, að hann var eindreginn sósíalisti að stjómmálaskoðun, var hann ekki þóknanlegur veitingar- valdinu og áhangendum þess, svo að á honum var níðst með auðsærri og fullkominni rangsleitni. Það kom líka í ljós, áður en á löngu leið, að hér hafði hinum hæfasta manni ver- ið vísað frá, og þá hvorki spurt um framgang fræðigreinar hans né vel- famað stúdenta í sagnfræði; fyrir það mátti sagnfræðikennslan gjalda um árabil. Bjöm Þorsteinsson var ekki maður þeirrar gerðar að sýta það þó stjómvöld yrðu sértil skamm- ar. Honum hlaut að falla þungt hið innra með sér að vera beittur slíkum bolabrögðum, en hið ytra lét hann sér fátt um fínnast, hnussaði við, ef á þetta var minnzt og vék því frá í hálfkæringi, glaður yflr því að fá að vera áfram með sínum ærsla- fengnu unglingum. Afram hélt Bjöm ótrauður á vísindabraut: Hann ritaði alllangar greinar í Sögu árin 1964 og 1965, Þætti úr verzlunarsögu Norðmanna fyrir 1350 og íslands- og Græn- landssiglingar Englendinga á 15. öld; árið 1965 gaf hann út bókina „Ævintýri Marcellusar Skálholts- biskups", fróðlega og skemmtilega frásögn um þennan þýzka ævintýra- mann á 15. öld, sem skipaður var biskup í Skálholti, en komst aldrei til fslands. Árið 1966 var Bjöm tek- inn til að nýju við ritun þjóðveldis- sögunnar en það ár kom út „Ný íslandssaga“, þar sem hann tók ýmsa hluti til endurskoðunar, brydd- aði enn upp á nýjungum í riti þeirrar sögu; hann fellir inn í frásögnina alUangan kafla um land og náttúru, tengir enn betur en áður atburði hérlendis við sögu Evrópu, ekki sízt þróunina í Noregi, svo og tengsl kirkju hérlendis við skipan hins al- þjóðlega kaþólska kirkjuvalds. Hlutverk kirlqugoðanna varð í þessu riti og löngum síðar umhugsunar- og rannsóknarefni, sem Bjöm fékkst við til æviloka. Því miður hélt hann ekki áfram söguritun í þessum dúr, svo vel sem hann fór af stað, enda hlóðust önnur verkefni á hann jafn- hliða kennslustörfum. Haustið 1965 tók Bjöm að sér forsetastarf í Sögufélagi, þegar Guðni Jónsson baðst þar lausnar. Frá upphafi varð metnaður Bjöms fyrir hönd Sögufélags mikill; hann vildi efla það með ráðum og dáð, auka útgáfu ísl. heimildarita eftir föngum og styrkja Sögu, hið eina faglega tímarit í sagnfræði á ís- landi, en bæði þessi verkefni eru aðalviðfangsefni félagsins. Hann var vakinn og sofinn yflr velferð Sögufé- lags næstu 12 árin, aflaði handrita til útgáfu, m.a. hina merku Stjómar- ráðssögu Agnars Kl. Jónssonar og ritgerða próf. Jóns Steffensens, „Menning og meinsemdir", leitaði stuðnings opinberra aðila, kom á samvinnu félagsins og Reykjavíkur- borgar um útgáfu „Safns til sögu Reykjavíkur“ og ráðstefnu þessara aðila um sögu Reykjavíkur (1974 og 1977); hann kom viðamestu útg- áfu félagsins „Alþingisbókum Is- lands", á öruggan gmndvöll með samvinnu við Alþingi, svo að nokkuð sé nefnt. Bjartsýni hans, elja og ósérplægni skilaði Sögufélagi langt fram á veginn, svo að segja má, að hann hafl í raun endurreist félagið, lagt gmndvöll að velgengni þess, þegar samkeppni í bókaútgáfu fór vaxandi og erfíðleikar vegna verð- bólgu steðjuðu að. Hann kom á fót fastri afgreiðslu fyrir félagið 1975, með föstum starfskrafti, en af því leiddi fljótlega aukinn félagsmanna- íjölda og gróskumikla starfsemi. Eldmóður hans eggjaði menn til dáða í þágu Sögufélags, og honum tókst að laða til samstarfs fólk úr ýmsum áttum í þessu skyni. Bjöm lét af störfum fyrir félagið 1978, en einlægt fylgdist hann með starfsemi þess af áhuga og hafði reglulegt samband við afgreiðslu þess, svo og undirritaðan, sem tók við forseta- starfi eftir hann, og gladdist með okkur yflr framgangi félagsins. Síðustu samskipti Bjöms og Sögufé- lags vom í ágúst sL, þegar við undirrituðum samning um útgáfu vandaðrar íslandssögu, frá upphafl til okkar tíma, sem hann er aðal- höfundur að. Fyrir forystustarf hans í Sögufélagi um rúmlega 12 ára skeið em honum færðar hugheilar þakkir nú að leiðarlokum. Sumarið 1965 urðum við Bjöm samstarfsmenn hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs við samningu upp- flettirits í fslandssögu í Alfræði Menningarsjóðs, sem var undir rit- stjóm Ama Böðvarssonar. Því miður féll verkið niður um sinn, er það var komið á nokkum rekspöl. Það kom í minn hlut nokmm ámm síðar að halda því áfram til loka, og veitti Bjöm mér þá mikilsverðan stuðning og hvatti mig á alla lund; auðveld- aði þetta mér verkið og fyrir það er ég honum ævinlega þakklátur. • Haustið 1966 varð Bjöm Þor- steinsson skipaður sögukennari í hinum nýstofnaða menntaskóla, sem þá var að rísa við Hamrahlíð; þar starfaði hann næstu flmm árin, eða til ársins 1971. Við vomm þar báðir samkennarar þessi ár og það var ánægjulegur tími. Bjöm var áhuga- samur og lifandi kennari, ekki síður en hann hafði verið forðum, þegar ég sat hjá honum á skólabekk; hann hafði rík áhrif á nemendur sína, hvatti þá óspart til dáða með miklum árangri, vann stöðugt að endumýjun kennslunnar, leysti úr tilflnnanleg- um kennslubókarskorti með fmm- samningu og þýðingu slíkra rita, þ.á m. almennrar miðaldasögu í sam- vinnu við Amgrím ísberg. Ég og aðrir kennarar gátum ekki annað en smitazt af þessum áhuga og vor- um áður en varði famir að bera okkur til að ganga í fótspor þessa dugmikla forsvarsmanns sögunnar í MH, með því að leggja okkar litla skerf fram í kennslubókagerð. í fé- lagslífi kennara MH var Bjöm hrókur alls fagnaðar, ávallt bráð- skemmtilegur og góður félagi, sem gott var að samneyta í leik og starfí. Það var sannarlega eftirsjá að hon- um frá MH, þegar hann hvarf þaðan til kennslustarfa í Háskóla fslands. Árið 1969 hafði Bjöm gefið út „Enskar heimildir um sögu íslend- inga á 15. og 16. öld,“ og í framhaldi af því sendi hann frá sér viðamikið vísindarit, „Enska öldin í sögu ís- lendinga", 1970; var það tekið gilt til doktorsvamar við heimspekideild Háskóla íslands, og fór hún fram 26. júlí 1971. í þessu riti sínu lagði Bjöm fram niðurstöður ítarlegra rannsókna sinna um margra ára skeið á því tímaskeiði í sögu okkar, sem hann nefndi „ensku öldina", og greina frá tengslum íslendinga og Englendinga á 15.—16. öld, er Eng- lendingar sigldu hingað á norðurslóð stórum flota, og þau átök, sem þar fylgdu í kjölfarið. Hér er ekki rúm til að fara frekari orðum um þetta rit Bjöms, sem hann að verðleikum hlaut hina æðstu lærdómsnafnbót fyrir. Þessi frami Bjöms varð til þess, að ekki var lengur stætt á því að ganga framhjá honum við veit- ingu kennaraembættis f háskólan- um; lektorsstarf í sögu, sem auglýst hafði verið laust um vorið, var veitt honum 1. júlí 1971. Svo hittist á um þær mundir, að Magnús Már Lárusson, prófessor í sögu, sem gegndi embætti háskóla- rektors, fékk sig leystan frá kennslu; var Bjöm þá settur prófessor í hans stað og gegndi því starfl, þar til Magnús fékk lausn frá embætti, en þá var Bjöm skipaður í það, árið 1976. Það var ekki um að villast, að þar var réttur maður á réttum stað sem háskólakennari, þar sem Bjöm Þor- steinsson var. Áhugi hans, dugnaður og hinn sífrjói hugur hvatti nemend- ur til dáða og hlaut að laða fram jákvæð viðhorf og viðleitni til at- hafnasemi í námi; ég hygg, að Bjöm hafi haft þá eiginleika til að bera, sem háskólastúdentar kunna bezt að meta í fari kennara sinna. Ég hygg einnig, að fyrstu ár sín í há- skólanum hafl hann notið sín einna bezt, þó að hann hafl kannski stund- um fyllzt óþolinmæði og jafnvel vandlætingu yflr því, hversu hægt miðaði ýmsum málum á vettvangi sagnfræðinnar, því að framgangur hennar var honum hjartans mál. Það var mikið mein, að Bjöm bjó alltof skamman tíma við óskerta starfsorku sem háskólakennari, beztu ár hans vom senn að baki, heilsu þessa vinnuvíkings hnignaði, svo að hann kaus að láta af föstu starfí árið 1978, er hann varð sex- tugur, og gefa þá öðrum yngri tækifæri til að komast að, en stunda- kennslu hafði hann þó á hendi næstu árin. Árið 1976 sendi Bjöm frá sér ri- tið „Tíu þorskastríð" í tilefni þess að landhelgismálið leystist endan- lega á því sama ári. Og eftir að hann minnkaði við sig kennslu hélt hann ritstörfum áfram eftir mætti; „íslensk miðaldasaga" kom út í tveimur útgáfum á vegum Sögufé- lags, 1978 og 1980, en hún var um nokkurt skeið notuð til kennslu í framhaldsskólum. Árið 1979 sendi hann frá sér bókina „Kínaævintýri" á forlagi Bókaútgáfu Menningar- sjóðs, skemmtilega frásögn, byggða á dagbókarblöðum frá 1956, er hann fór í boðsferð til Kína, ásamt átta þjóðkunnum íslendingum, m.a. Magnúsi Jónssyni, prófessor, Jóni Helgasyni, Jakobi Benediktssyni, Ólafi Jóhannessyni, Brynjólfi Bjamasyni o.fl. Þegar Bjöm varð sextugur 1978 gaf Sögufélag út afmælisrit honum til heiðurs, „Á fomum slóðum og nýjum", með ýmsum greinum hans, auk tabula gratulatoria, sem þar til heyrir, svo og ritskrá Bjöms frá upphafí. Siðasta ritverk Bjöms var íslands- saga frá upphafí til okkar dags, yfírlitsverk, sem þýtt var á dönsku og geflð út af Politikens Forlag í fímm binda ritröð um sögu þeirra landa, sem fymim tilheyrðu danska ríkinu. Þetta er allstór bók, yfír 300 bls., myndskreytt og vönduð í alla staði, til sóma fyrir höfund og útgef- anda. Rit þetta mun Bjöm hafa samið að undirlagi vinar síns danska sagnfræðingsins dr. Svend Ellehoj, sem vissi Bjöm allra manna hæf- astan til að færast þetta í fang; ég hygg, að þetta verkefni hafa verið mjög að skapi Bjöms, svo oft sem hann hafði rætt um nauðsyn útgáfu íslandssögu á erlendum málum. Svanasöngur Bjöms á ritvelli er þó enn ósunginn, því að á næsta ári mun Sögufélag gefa út eftir hann íslandssögu í einu bindi, sem stefnt er að, að verði ekki síðri að búningi en danska útgáfan; texti Bjöms verður hér fyllri, og samstarfsmenn hans, Bergsteinn Jónsson og Helgi Skúli Kjartansson, munu endur- semja sögu 20. aldar. Til viðbótar þeim umfangsmiklu ritstörfum, sem Bjöm Þorsteinsson innti af. hendi og hér hafa verið nefnd, þó hvergi tæmandi, má til- greina ýmis önnur útgáfurit, smærri og stærri. sem hann vann að: Kafla í „Sögu íslands" III. bindi 1978 (Þjóðhátíðarsagan) og í IV. bindi, sem enn er óútkomið, kafla um Þing- velli í „Landið þitt", 5. bindi; hann ritaði fjölda leiðarlýsinga fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins, þar sem hann gegndi fararstjórastarfí á ár- unum 1950—62, og um Grænland, en fararstjóri var hann í Grænlands- ferðum á vegum Flugfélags íslands 1962-72. Bjöm hefur samið ógrynni blaða- og tímaritsgreina um söguleg efni, ritdóma um bækur, auk skrifa um önnur hugðarefni, t.d. stjómmál, en hann var alla tíð einlægur sósíalisti og lét oft til sín taka í þágu þeirrar hugsjónar, var meira að segja fram- bjóðandi Sósíalistaflokksins í Vest- ur-Húnavatnssýslu 1953 og Alþýðubandalagsins í Rangárvalla- sýslu 1956, ennfremur í bæjarstjóm- arkosningum í Hafnarflrði fyrir Alþýðubandalagið 1962, en þá var hann búsettur þar. í pólitískum efn- um var hann heill og traustur félagi, sem aldrei léði máls á því að bera sannfæringu sína á sölutorg sjálfum sér til upphefðar. Bjöm ferðaðist ungur til Tékkó- slóvakíu og varð síðan mikill vinur Tékka, og lengi formaður í félagi, sem hélt uppi vináttutengslum við þá. Það varð honum því mikið harmsefiii, þegar Sovétríkin réðust inn í landið í ágúst 1968 og hand- tóku helztu forystumennina og fluttu þá nauðungarflutningi til Moskvu. Mér er minnisstætt, er Bjöm sagði mér fyrstur manna þessi ægilegu tíðindi, og ég man hversu ótrauður hann vann að mótmælafundi með fjölda ræðumanna, sem fordæmdu harðlega framferði Rússa gegn vin- veittri þjóð, sem vildi freista þess að koma á hjá sér „mannúðlegum sósíalisma“ vorið og sumarið 1968. Það var ekki „skriðdrekasósíalismi", sem Bjöm Þorsteinsson og sam- heijar hans voru að beijast fyrir. Þá skal þess getið, að rangæskum æskustöðvum sínum sýndi Bjöm mikla ræktarsemi, sem m.a. kom fram í störfum hans fyrir Rangæ- ingafélagið í Reykjavík, en þar gegndi hann formennsku á árunum 1950-58. Meðal hugðarefna Bjöms vom ræktunarstörf, og hann vann í frístundum að ræktun tijálundar í Hafnaifyarðarhrauni, ásamt frænd- um sínum um alllangt skeið, og þangað fór hann oft til að hlynna að og fylgjast með gróðrinum. Vorið 1985 hlaut hann viðurkenningu fyrir þessi störf sín. Það var með ólíkind- um, hveiju Bjöm kom í verk, og á mörgum sviðum hafði hann sannar- lega goldið torfalögin. Bjöm Þorsteinsson kvæntist 29. júní 1946 Guðrúnu Guðmundsdótt- ur, dóttur Guðmundar Finnbogason- ar, landsbókavarðar, og konu hans, Laufeyjar Vilhjálmsdóttur. Þau eiga eina dóttur, Valgerði, sem er kenn- ari að mennt, gift Ágústi Þorgeirs- syni, verkfræðingi, og eiga þau þijú böm. Síðsumars 1984 varð Bjöm Þor- steinsson fyrir því áfalli á heilsu sinni, að hann náði aldrei fyrri þrótti og dvaldist mörgum sinnum í sjúkra- húsum, oft milli heims og helju. Óvenjulegt eðlislægt þrek og óbug- andi lífsvilji leiddi þó til þess, að af honum bráði á stundum, hann hélt andlegum styrk og gat komizt ferða sinna með góðri hjálp konu sinnar, en hann varð aldrei samur og fyrr. Hann lézt hinn 6. október sl., 68 ára gamall. Við leiðarlok kveð ég minn gamla kennara, samstarfsmann, samherja og vin eftir okkar löngu kynni. Nú þegar þessi vegferð er á enda, miklu fyrr en ég hafði vænzt, er mér sökn- uður í huga, en ég vil segja, að ferðin var viðburðarík og minnis- stæð. Það er skarð fyrir skildi, þegar slíkir menn falla í valinn eins og Bjöm Þorsteinsson en minning hans mun einlægt lifa í huga mínum, — minningin um heilsteyptan, skemmtilegan og góðan dreng, sem gaman var að eiga samfélag með. Ég færi Guðrúnu og fjölskyldu vörur ÚRVALAF REKSTRAR- VÖRUM FYRIR ÚTGERÐ OG FISK- VINNSLU Æíuldiru BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLÍUOFNAR GASLUKTIR OLÍUHAND- LUKTIR OLÍULAMPAR • GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INN- LEGGS SLONGU- KLEMMUR ALLAR STÆRÐIR EINNIG ÚR RYÐFRfU STÁLI • SVISSNESK ÚRVALS TRÉÚTSKURÐARJÁRN OG ALLS KONAR VERK- FÆRI FYRIR SKÓLA — VERKSTÆÐIOG HEIMILI - VASAHNÍFAR • FÖNDURGARN SÍSAL — LfNUR OG TÓG GALVANISERAÐ BAK- JÁRN • SKIPA-OG BÁTA- SAUMUR BORÐASTREKKJARAR — MARGAR GERÐIR STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR KULDAFATNAÐUR REGNFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR ÁNANAUSTUM Sími 28855 OPIÐ LAUGARDAGA 9 -12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.