Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 19 Hvers vegna veita gálfstæð- ismenn góðum málum lið? eftir Guðmund H. Garðarsson Meinleg dálkavíxl urðu við uppsetningu greinar Guðmundar H. Garðarssonar í gær, og er hún því birt hér aftur. — Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Að hvaða málum munt þú helst vinna á Alþingi? Að þessu hefi ég verið spurður vegna prófkjörs Sjálf- stæðisflokksins. Á stjómmálajferli mínum hefi ég einkum leitast við að vinna að atvinnu-, utanríkis-, trygginga- og heilbrigðismálum, jafnframt umfjöllun um launa- og kjaramál. Þessir málaflokkar krefj- ast mikillar athygli. Þeir eru umfangsmiklir og snerta alla lands- menn meira og minna. Mannúð — um- burðarlyndi Tökum daemi: Lífeyris- og trygg- ingamál. í nútímasamfélagi er mikilvægt að málefnum aldraðra, lífeyrisþega, öryrkja og sjúkra sé sinnt af skilningi og réttsýni. í ýmsum tilvikum verður að nálgast lausn þessara mála með sjónarmið mannúðar og umburðarlyndis í huga. í þeim efnum geta íslending- ar haft ákveðna sérstöðu borið saman við framkvæmd þessara mála hjá öðrum þjóðum. Land allsnægta Fýrir nokkru var ég staddur í London. Undir samræðum við breskan vin minn, sem þekkir vel til íslands, sagði hann m.a.: „Ég þekki enga þjóð, sem býr við jafn góðar aðstæður og íslendingar." Hér talaði víðförull maður. Mér lék forvitni á að vita nánar, hvað hann ætti við. Svarið var í stuttu máli: „íslendingar eru aðeins um 240.000 manns í stóru og gjöfulu landi. Þeir eru almennt velupplýstir og ágætlega menntaðir. Jafnfræði ríkir milli manna. Skilningur er á milli stétta." Þá sagði hann: „Helsti útflutningur ykkar, fiskurinn, sem kemur úr ómenguðum hafsvæðum, er eftirsótt fæða hinna efnuðu í auðugustu ríkjum jarðarinnar. Verðlag á sjávarafurðum er hátt. Efnahagur íslendinga er þar af leið- andi góður borið saman við aðrar stærri þjóðir. Mikið er til skiptanna fyrir fámenna þjóð.“ Enn hélt hinn breski vinur minn áfram og sagði: „Þið íslendingar búið í vemduðu landi með mikið hafsvæði á milli ykkar og þéttbýlla ríkja. Enn eigið þið marga ónotaða möguleika í nýtingu landsins og þeirra gæða er það býr yfir. Fólk í hinum stóru, iðnvæddu og þétt- býlu ríkjum þráir mest að geta einhvers staðar notið heilnæms lofts og ómengaðrar náttúru í kyrru og hljóðlátu umhverfi. Slíkum stöðum Guðmundur H. Garðarsson fækkar óðum í heiminum. Að búa við ákveðna einangrun er að verða mikils virði. Allt þetta og meira hafið þið íslendingar," sagði hinn breski vinur minn að lokum. Nóg tíl skiptanna Meðal annars með þetta í huga, verður mér hugsað til þess að í hita hinnar pólitísku umræðu um efna- hags- og peningamál, vilja ýmsir ofurhugar í stjórnmálum oft gleyma ábyrgð okkar allra og skyldum gagnvart þeim, sem miður mega sín í íslensku þjóðfélagi. Við megum ekki láta kalda peningahyggju blinda okkur með þeim hætti að heilbrigðis- og tryggingamál, sem eru öðrum þræði líknarmál, verði vanrækt. Hafi nokkur þjóð mögu- leika til að búa vel að öldruðum og sjúkum eru það íslendingar. í þeim efnum eiga Sjálfstæðismenn að hafa forystu. Jákvætt starf Á umliðnum árum hefur mikið og gott starf verið unnið í öldrunar- málum og í þágu öryrkja. Er minnt á frumkvæði Gísla Sigurbjömsson- ar á Gmnd, Odds Olafssonar á Reykjalundi og Péturs Sigurðssonar hjá DAS. En það eru ótal fleiri sem hér hafa komið við sögu, ýmist sem sjálfboðaliðar eða starfsmenn. Of langt mál væri að telja allt það ágæta fólk upp í stuttri blaðagrein. Að heilbrigðismálum starfa hæfír læknar og hjúkrunarfólk, ásamt miklum fjölda aðstoðarmanna. Þetta fólk ber að efla í starfí, m.a. með jákvæðri umfjöllun þessara mála og skilningi á mikilvægi þess sem hér um ræðir. Aldraðir og líf- eyrisþegar í trygginga- og lífeyrismálum er enn mikið verk að vinna. Nauðsyn- legt er að endurskoða almenna tryggingakerfið og stöðu lífeyris- sjóðanna í heild með það að markmiði að enginn verði afskiptur í þessum efnum og allir landsmenn njóti sama réttar til mannsæmandi lífeyris að starfsævi lokinni. Árið 1976 var að frumkvæði Geirs Hallgrímssonar, þáv. forsætisráð- herra, stofnað til samstarfsnefndar aðila vinnumarkaðarins og ríkis- valdsins til að vinna að eflingu lífeyrisgreiðslna og samræmingu þessara mála á sviði lífeyrissjóð- anna. Um svipað leyti lagði ég fram frumvarp til laga um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Síðan hefur þessum málum þokað nokkuð áfram, en þó ekki sem skyldi. Enn búa þúsundir manna við ófullnægj- andi lífeyrisréttindi: en ríkir mikið misrétti í lífeyrismálum, og enn ríkir ringulreið í tryggingarmálum í heild. Fjöldi lífeyris- og trygginga- þega býr við mikla óvissu og þekkir ekki sinn rétt. Allir njóti sama réttar Þetta verður að lagfæra. Allir verða að njóta sama réttar í lífeyris- málum. Endurskipulagning lífeyris- og tryggingamála er eitt af stærstu verkefnum Alþingis í nánustu framtíð. Að því verkefni vil ég vinna, hljóti ég kosningu á Alþingi. í þessum efnum finnst mér ég eigi ólokið ákveðnu og þýðingarmiklu verkefni. Ég leita því eftir stuðningi Sjálf- stæðismanna í Reykjavík í prófkjöri 18. október 1986, til að vinna að framgangi lífeyrismála. Til þess þarf ég öruggt sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í næstu Alþingis- kosmngum. Ég veit, að Sjálfstæðismenn í Reykjavík veita ætíð góðum málum lið. Bankastræti 10, sími 13122 Garðakaupum, Garðabæ, sími 656812 lOára í tilefni 10 ára afmælis okkar bjóðum við 20°/o staðgreiðsluafslátt af öllum vörum þessa viku, þ.e. 13.-20. október. (KOSTA) V _____/ ÍBQOAJ V____ J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.