Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 fólk í fréttum Hér skenkir Anna Signrðardóttir Áslaugu Sigurðardóttur, dótturdóttur sinni, myndarlega tertusneið. María Pétursdóttir, formaður Kvenflagasambandsins og Lára V. Júlíusdóttir, formaður Kvenréttindafé- lags íslands fylgjast með. Fyrir aftan þær stendur Helga Magnúsdóttir frá Blikastöðum, fyrrverandi formaður Kvenfélagasambands íslands. María Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasambands íslands í ræðu- stól. Dr.Anna Sigurðardóttir lengst til vinstri. Kaffisamsæti til heiðurs •• Onnu Sigurðardóttur Kvenfélagasamband íslands og Kvenréttindafélag íslands héldu fyrir rúmri viku síðan kaffí- samsæti að Hallveigarstöðum í Reykjavík, til heiðurs Onnu Sigurð- ardóttur, en hún var útnefnd heiðursdoktor frá Háskóla íslands laugardaginn á.október s.l. Dr.Anna Sigurðardóttir er fædd árið 1905 á Hvítárbakka í Borgar- fírði. Hún giftist Skúla Þorsteins- syni skólastjóra á Eskifírði og bjó þar til 1957. Anna hefur starfað mikið að félagsmálum og kvenrétt- indamálum og ritað mikið um málefni og sögu kvenna. Hún er heiðursfélagi í Kvennréttindafélagi íslands og einn af stofnendum Kvennasögusafnsins. Meðal nýjustu ritverka Onnu er bókin „Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár“, sem hún tók saman. Anna Sigurðardótt- ir stundaði nám við Kvennaskólann í tvo vetur 1924-26 en er annars að mestu leyti sjálfmenntuð. Anna Sigurðardóttir mun vera fyrsta konan sem útnefnd er heið- ursdoktor frá Háskóla íslands. Fatlaðar dúkkur - af hveiju ekki? Það var 38 ára gömul kona frá Colorado í Bandaríkjun- um, Susan Anderson að nafni, sem fékk fyrir nokkrum árum þá hugmynd að búa til fatlaðar dúkkur. Hugmyndina fékk hún í kjölfar umræðna um málefni fatlaðra, og hún hikaði ekki við að framkvæma þessa hugmynd sína heldur hóf hún strax að sníða og sauma. Það var síðan árið 1983 sem leikfangaframleiðendumir Mattel Inc. höfðu samband við Susan oggerðu samning við hana um að hefja Qöldaframleiðslu á brúðunum. Hafíst var handa við að hanna nýja línu af brúðum sem nefndar vom eftir frægum skíðakennara, Hal O’Leary, sem hefur kennt fotluðu fólki á skíðum. Brúðumar, sem nefnast Hal’s Pals, („Vinir hans Hal“), em ekki ósvipaðar Kálgarðsbömunum í útliti, mjúkar og meðfærilegar. A meðal þeirra má m.a. fínna einfættan skíðamann, ballerínu með heymartæki, ein er með hækjur og spelkur og önnur með dökk gleraugu, hvítan staf og leiðsöguhund. Brúðumar em seldar á sem svarar um 2000 kr. og rennur allur ágóði af sölu þeirra til félagasam- taka sem vinna með fötluðum bömum. Fötluðu dúkkunum hefur verið hrósað óspart af bamasál- fræðingum, foreldmm, kennumm og læknum. Að sögn sérfræðinga hjálpa þær bömum til að sætta sig við fötlun sína og öðlast viðurkenningu jafnaldranna. Reynslan sýnir að þau eiga auðvelt með að tjá sig við og í gegnum brúðum- ar og þannig auðvelda þær þeim smám saman að tala um fötlun sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.