Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 40
-I
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986
Postuli Grænlands:
300 ár frá fæðíngu norska
kristniboðans Hans Egede
eftír Pétur Pétursson
í þessari viku er sérstök dagskrá
á vegum Norræna hússins og guð-
fræðideildar Háskóla ísland sem
helguð er minningu Grænlandstrú-
boðans Hans Egede, en í ár eru liðin
300 ár frá fæðingu hans. Þessi dag-
skrá er einnig liður í 75 ára hátíða-
haldi Háskólans. Af þessu tilefni
hefur prófessor Nils Egede Bloch-
Hoeil verið boðið til landsins, en hann
er manna fróðastur um Grænlands-
trúboðann sem oft hefur verið kallað-
ur postuii Grænlands. Hann veitir
forstöðu sérstakri stofiiun sem kenn-
ir sig við Egede og fæst við rannsókn-
ir í trúboðsfræði og kirkjusögu. Eins
og nafnið bendir til er prófessor
Bloch-Hoell í ætt við Hans Egede,
en hann er kominn út af systur hans
sem hét Kirsten og hafa forfeður
hans einnig verið trúboðar á Græn-
landi.
í dag stunda allar Norðurlanda-
þjóðimar ytra trúboð, eða heiðingja-
trúboð eins og það er stundum kallað,
og telst það nú af flestum vera sjálf-
sögð köllun hins kristna safnaðar að
styðja það. Þetta á ekki síst við í
Noregi en þaðan eru nú gerðir út
nálægt 2.000 trúboðar til starfa í
hinum ýmsu löndum.
Afkomendur norrænna
manna á Grænlandi
útdauðir
Hans Egede var fyrsti norski trú-
boðinn eftir siðaskiptin. Hann starf-
aði sem prestur í nokkur ár við
Lofoten, en fór til Grænlands árið
1921 sem konungiegur danskur trú-
boði og nýlendustjóri. Markmið hans
var að endurreisa kristindóm afkom-
enda íslendinga og Norðmanna á
Grænlandi sem höfðu verið sam-
bandslausir við Evrópu frá því á 15.
öld. Það voru mikil vonbrigði fyrir
Egede og föruneyti hans þegar þeir
urðu þess vísir að byggð norrænna
manna hafði eyðst og þar vom engir
eftir nema frumbyggjamir, eskimóar
á steinaldarstigi.
Egegde tók nú til við að boða
þessu fólki kristna trú. Málið var
mikil hindmn á vegi hans einkum
vegna þess að það bjó ekki yfir þeim
óhlutkenndu hugtökum sem tengd
em kristindóminum. En hann dó
ekki ráðalaus. Hann kenndi fyrstu
nemendum sínum biblíusögur með
því að teikna myndir af fólki og at-
burðum Nýja testamentisins. Hann
lagði á sig að lifa meðal frumbyggj-
anna, einkum til að vinna traust
þeirra og læra málið. Við það hafði
hann ómetanlega aðstoð frá sonum
sínum tveimur, Nils og Paul, sem
umgengust frumbyggjana og töluðu
brátt málið eins og innfæddir og
lærðu af þeim veiðiskap og íþróttir.
Smám saman byggði Egede upp
grænlenska málfræði og hóf að þýða
Nýja testamentið en Paul sonur hans,
sem síðar varð biskup yfír Græn-
landi, lauk því verki og kom það út
árið 1766. Asamt sonum hans tóku
fleiri ættmenn og afkomendur þátt
í kristniboðinu á Grænlandi en það
var sérstaklega Paul sem varð mikið
ágengt og á hans tíma varð vakning
meðal Grænlendinga. Hans Egede
dvaldi 15 ár á Grænlandi við ótrúlega
erfiðar aðstæður. Síðustu ár hans þar
geysaði bólusóttin og kona hans lést.
Flutti hann þá niðurbrotinn á sál og
líkama til Kaupmannahafhar og
fannst sér flest hafa mistekisL En
kristniboðið óx og dafnaði undir
stjóm lærisveina hans og Egede
Nils Egede Bloch-Hoell
fylgdi brautryðjendaverki sínu eftir
með stofnun grænlensks kennara-
skóla í Kaupmannahöfn sem hann
veitti forstöðu. Þessi stofnun varð
miðstöð grænlenskrar tungu og
menningar. Kirkja og skóli urðu nán-
ast eitt og hið sama á Grænlandi.
Kennaramir vom um leið djáknar
og predikarar og skólinn og kirkjan
vom í sama húsinu einkum á dreif-
býlissvæðum. Hélst þessi skipan þar
til nýlendufyrirkomulagið var afnum-
ið með nýjum landslögum árið 1953.
Hans Egede
Á undan sinni samtíð
En þessi ferill er ekki ósvipaður
ýmissa annarra trúboðshetja sögunn-
ar fyrr og síðar. Hvað er það þá sem
gerir Grænlandstrúboð Hans Egede
svo merkilegt og sérstætt? í hinu
klassíska riti sínu um kristniboðssög-
una fram á okkar daga gefúr Stephen
Neill Hans Egede meira rými en öll-
um öðmm norskum trúboðum til
samans.
í stuttu máli má segja að Egede
var langt á undan sinni samtíð, ekki
bara áratugum heldur heilli öld. Hann
er eiginlega fyrsti trúboðsfræðingur
Norðurlanda og gaf hann út bækur
og bæklinga um kristniboðið á Græn-
landi og kristniboð ahnennt Á hans
tíma og lengi eftir það töldu mótmæl-
endur sér yfirieitt ekki skylt að leggja
stund á kristniboð. Þeir vom upp-
teknir af innri þrætum og við það
bættist að ríkiskirkjufyrirkomulagið
takmarkaði hina kristnu meðvitund
við landamæri ríkisins. Þjóðhöfðingj-
ar, sem samkvæmt regium siðbótar-
innar vom yfirmenn kirkjunnar, álitu
frelsun sálna utan eigin umdæmis
ekki í sínum verkahring. Guðfræði-
lega var þessi afstaða réttlætt á þann
veg, að kristniboðsskipun Nýja testa-
mentisins hefði aðeins náð til postul-
anna og að fagnaðarerindið hefði
þegar á dögum frumkirkjunnar verið
boðað öllum lýðum. Þeir sem ekki
hefðu tekið á móti því þá máttu sjálf-
um sér um kenna. Heittrúarmenn á
Þýskalandi höfðu þó aðra skoðun á
þessu, en Egede var trúr sini or-
þódoxu lúthersku, þótt hann þekkti
rit heittrúarmanna og mæti þá mik-
ils í sumum greinum.
„Komyfirtíl
Makedóníu“
Það að skipið „Vonin“ lagði úr
höfn sumarið 1921 með stefnu á
Grænland verður, hvað sem öðm
líður, vart skilið nema menn geri sér
grein fyrir persónu Egede og skap-
gerð hans. Hann fékk trúboðsköllun
árið 1708. Orð Makedómumannsins,
sem birtist Páli postula í draumi,
stóðu honum lifandi fyrir hugskots-
sjónum og létu hann ekki friði. Þar
heyrði hann ákall ianda sinnæ „Kom
yfir til Makedóníu og hjálpa oss."
(Post. 19:9.)
Þá var hann aðeins 22 ára aðstoð-
arprestur. Hann var strangur og
siðavandur og fullur af g'álfstrausti
og metorðagimd. Trúboðsköllun hans
virðist þó hafa gengið í berhögg við
framamöguleika hans, þessa unga
manns sem hafði lokið guðfræðiprófi
frá Kaupmannahafiiarháskóla á
mettíma, einu og hálfú ári. Vinir
hans og vandamenn reyndu að af-
stýra fyrirtækinu, en þó fór svo að
eiginkona hans snerist á sveif með
honum í þessari ævintýralegu áætlun
hans. Eftir margra ára þóf við verald-
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
fm
3
FRÆÐSLUMIÐSTOÐ IÐNAÐARINS
Málmiðnaðarmenn —
vélstjórar — iðnnemar
Námskeið í hlífðargassuðu verður haldið á
Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti, dag-
ana 20.-25. okt., ef þátttaka verður næg.
Upplýsingar og innritun í símum 687000 og
6874400.
Smurt brauð
Tökum að okkur að smyrja brauð eftir pönt-
unum fyrir öll tækifæri. Heilar og hálfar
sneiðar, kaffisnittur, kokteilpinnar og brauð-
tertur.
Fljót og góð þjónusta.
Sel-bitinn,
Eiðistorgi 15,
Sími 611070.
Ráðstefna
í tengslum við aðalfund Öldrunarráðs íslands
verður haldin ráðstefna um ýmsa þætti öldr-
unarmála föstudaginn 17. október kl. 13.00
í Borgartúni 6. Ráðstefnan er öllum opin.
Öldrunarráð íslands.
ha
Útgerðarmenn
Frystihúsin í Vestmannaeyjum óska eftir
bátum og togurum í viðskipti nú í haust.
Getum útvegað kvóta. Nánari upplýsingar
veittar á skrifstofu SAMFROST í Vestmanna-
eyjum, sími 98-1950. Frystihúsin
í Vestmannaeyjum.
húsnæöi óskast
Salarkynni
óskast til leigu. 250-400 fm. Til greina kemur
iðnaðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði hvers kon-
ar, skrifstofuhúsnæði, penthouse, vöru- og
geymsluhúsnæði. Staðsetning sem næst
miðbænum. Öruggar greiðslur.
Upplýsingar í síma 622087 allan daginn.
Bókaforlagið
Svart á hvítu
óskar að taka á leigu ca 100 fm þrifalegt
lagerhúsnæði helst miðsvæðis í borginni.
Tilboð sendist augldeild Mbl. merkt: „S.Á.H.
- 1954“.
Aðalfundur
Samband veitinga- og gistihúsa heldur aðal-
fund sinn að hótel KEA, Akureyri, föstudag-
inn 31. okt. nk. og hefst hann kl. 9.00.
Þátttaka óskast tilkynnt sem fyrst í símum
27410 eða 621410 fyrir hádegi í síðasta lagi
17. okt. nk.
Stjórnin.