Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Morðið á séra Jerzy Popieluszko: Ódæðismennirnir fá mildari dóma Varsjá, AP. STJÓRNVÖLD í Póllandi hafa mildað fangeUisdóma þriggja lögreglumanna, sem myrtu póiska prestinn Jerzy Popielus- zko árið 1984.Í gær var jafn- framt tilkynnt að sefa Sylwester Zych, sem handtekinn var árið 1982 og sakaður tun aðild að morði á lögreglumanni, hefði verið sleppt úr haldi. Dómurinn yfir Aadama Pietr- uszka, sem var ákærður fyrir að hafa hvatt til þess að séra Popiel- uszko yrði myrtur, var styttur um tíu ár og mun hann eyða næstu 15 árum innan fangelsismúra. Fang- elsisvist þeirra Leszek Pekala og Waldemar Chmielewski var stytt um fimm ár. Hins vegar náði ákvörðun stjómvalda ekki til Grzeg- orz Piotrowski, sem dæmdur var í 25 ára fangelsi fyrir morðið á séra Pogieluszko. Árið 1982 var séra Sylwester Zych dæmdur í sex ára fangelsi en hann var sakaður um að hafa falið byssu tilræðismanns sem myrti lög- regluþjón í Varsjá í febrúarmánuði það ár. í tilkynningu stjómvalda voru mál séra Zych og morðingja’ Jerzy Popieluszko lögð að jöfnu og sagði þar að allir hefðu þessir menn sýnt sama „pólitíska ofstækið". Ennfremur sagði í tilkynningunni að með þessu vildu stjómvöld í Póllandi stuðla að „þjóðarasátt og einingu". Næsta sunnudag verða liðin tvö ár frá því séra Popieluszko var myrtur og er talið að mildun dóm- manna jrfir morðingjum hans muni vekja ólgu meðal katólikka í landinu. Sprengfing á Spáni: Bifreið borgaryfirvalda í Barcelona lagðist á hliðina gjöreyðilögð eftir sprenginuna á þriðjudagskvöld. Hryðjuverkamenn ETA eru grunaðir um tilræðið DsmiiIaiib AD ERLENT Barcelona, AP. ÖFLUG sprengja sprakk fyrir utan búðir lögreglunnar í mið- borg Barcelona á þriðjudags- kvöld með þeim afleiðingum að lögregluþjónn á vakt beið bana og átján manns særðust, þar af þrír lögregluþjónar. Talið er að hryðjuverkasamtök aðskilnaðar- hreyfingar Baska (ETA) beri ábyrgð á sprengjutilræðinu. Sprengingin átti sér stað þremur dögum áður en alþjóðaólympíu- nefndin f Lausanne í Sviss tilkynnir hvar ólympíuleikamir verða haldnir 1992. Barcelona hefur sótt um að haida leikana og hefur þótt líklegt að borgin hreppi hnossið. Augustin linares, lögreglustjóri í Barcelona, sagði að sönnunargögn bæm handbragði ETA vitni. Hreyf- ingin hefur lýst yfir ábyrgð sinni á 37 morðum á þessu ári, þar á með- al tólf þjóðvarðliðum, sem létu lífið í bflsprengju í júlf. Sprengjan sprakk kl. 22:15 á þriðjudagskvöld og hafði henni ver- ið komið fyrir í bifreið, sem lagt var um fímm metmm frá inngangi lögreglubúðanna. skjalasafna á skrifstofum Til þess að sem minnstur tími fari í að leita að gögnum þarf skjalasafn að vera skipulega uppbyggt og því vel við haldið. Markmið námskeiðsins er að kenna þeim sem bera ábyrgð á skjalasöfnum skipulagningu og uppsetningu þeirra. Efni — Kerfi fyrir skjalasöfn — Uppsetning skjalasafna — Daglegt viðhald — Notkun tölvu Lciðbeinandi: Vigdís Jónsdóttir. Lauk MA prófi í sagnfræði með skjalafræði sem sérgrein frá Florida State University í Tallahassee 1979. Hefur verið skjalavörður Alþingis frá 1982. Þátttakendur: Ætlað þeim sem bera ábyrgð á og vinna við skjálasöfn. Tími: 27.—28. október, kl. 8.30—12.30. Ánanaustum 15 • Franska eða flæmska? Tungnmáladeilur valda enn á ný stj órnarkreppu í Belgíu Á bæjarstjórinn í Fourons að tala flæmsku? Þessi spuraing hefur haldið áfram að vefjast fyrir samsteypustjóra Wilfried Martens í Belgiu, en að henni eiga aðild kristilegir demó- kratar og fijálslyndir. Það er ótrúlegt en satt, að ríkisstjórnin hefur átt lif sitt komið undir þessari spurningu undanfaraar tvær vikur og svo fór, að hún varð banabiti stjómarinnar. Á þriðjudag lagði Mertens forsæt- isráðherra fram lausnarbeiðni fyrir stjóm sína. Fourons er raunar nokkur þorp, sem tengd eru saman og standa við hollenzku landamærin nærri Maastricht. íbúar þar um 4000. Bæjarfélagið hefur lengi verið í fremstu vfglínu í tungumálastríð- inu í landinu. Árið 1963 var það aðskilið frá Liegehéraðinu, þar sem franska er töluð og sameinað Limburghéraði, þar sem flæmska er töluð. í rauninni tala bæjarbúar „platt- þýzku“, nær óskiljanlega þýzka mállýzku, en engu að síður telja tveir þriðju áf íbúunum sig tilheyra hinum frönskumælandi hluta landsins, enda tala þeir það mál einnig. Þeir hafa líka ætíð verið afar andsnúnir því að verða sam- einaðir hinum flæmska hluta landsins. Bæjarstjórinn í Fourons, Jose Happart, er herskár baráttumaður frönskunnar og var efstur á flokks- lista, sem kallaði sig „Retour a Liege" (Snúum aftur til Liege) í bæjarstjómarkosningunum 1982. Hann leiddi fiokk sinn til sigurs í þessum kosningum og stuðnings- menn útnefndu hann strax til að vera bæjarstjóri. Samkvæmt stjómarskrá landsins eru bæjar- stjórar skipaðir af konunginum { samræmi við tilnefningu ríkis- stjómarinnar, en sjálfsagt þykir, að sá, sem bæjarstjómin á viðkom- andi stað mælir með, sé valinn 1 embættið. Wilfried Martens, forsætisráð- herra Belgíu. Allir ráðherramir í ríkisstjóm- inni, sem voru úr röðum flæmsku mælandi manna, brugðust hins vegar öndverðir við og hótuðu að segja af sér, ef Happard yrði gerð- ur að bæjarstjora. Þeir ráðherrar, sem vom frönskumælandi, svömðu þá í sömu mynt og sögðust mundu segja af sér, ef Happart yrði ekki skipaður bæjarstjóri. Með miklum erfiðismunum tókst Mertens forsætisráðherra þó að koma á nokkuð sérstæðri mála- miðlun, en hún var á þann veg, að Happart fékk fyrirmæli um að læra nógu mikið f flæmsku til þess að geta fullnægt skyldum sínum sem bæjarstjóri. Ári síðar hratt héraðsráðið í Limburg þessari málamiðlun með því að fyrirskipa Happart að koma og taka próf í flæmsku. Bæjar- stjórinn^ sem I miilitfðinni hafði verið lqörinn á Evrópuþingið fyrir sósfalista, neitaði að taka prófið og þá gerði héraðsráðið sér lítið fyrir og setta hann af. Happart kærði þennan úrskurð til svo- nefnds rfkisráðs, sem er að nokkru dómstóll og á að vera ríkisstjóm- inni til ráðgjafar um stjómarskrár- atriði. Ráðið for að öllu með gát í þessu máli og tók sér óvenjulengan tíma til þess að dæma í því. Almennt var þó talið, að úrskurðurinn yrði Happart í óhag, en hver svo sem niðurstaðan yrði, þá var það ljóst, að hún ætti eftir að setja allt í bál og brand hjá öðru hvomm tungu- málahópnum. Úrslitin urðu líka þessi. Ríkisr- áðið komst að þeirri niðurstöðu, að ógilda bæri embættistöku bæj- arstjórans, þar sem hann héldi fast við frönsku en neitaði að tala flæmsku. Þeir ráðherrar í ríkis- sljóminni, sem vom úr röðum Vallóna það er frönskumælandi manna, tóku strax afstöðu með Happart og deilumar innan ríkis- stjómarinnar urðu strax það harðar, að Martens sá sig tilneydd- an til þess að leggja fram lausnar- beiðni fyrir sljóm sína. „Þessi stjómarkreppa er óskilj- anleg og fráleit," er haft eftir Guy Verhofstadt aðstoðarforsætisráð- herra. „Álit manna á okkur um víða veröld hefur beðið mikinn hnekki." Baudoin konungur hefur enn ekki viljað fallast á lausnarbeiðn- ina, en hefur hana til athugunar. Enda þótt það virðist vera frá- leitt, að tungumáladeilur af þessu tagi geti orði til þess að neyða nokkra rfkisstjóm til þess að segja af sér á ofanverðri 20. öld, má ekki gleyma því, að annað eins hefur gerzt áður. Árið 1973 og svo aftur árið eftir neyddist ríkisstjóm Belgfu til þess að segja af sér vegna tungumáladeilnanna f landinu. (Þýtt og endursagt úr The Economist o. fl.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.