Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Nafn Islands w Ifréttum AP fréttastofunnar í fyrradag var þess getið að senni- lega yrðu niðurstöður Reykjavíkur- fundarins helsta kosningamálið í hinum aðvífandi þingkosningum í Bandaríkjunum. Og svo segja sumir að Reykjavikurfundurinn hafi haft lítil áhrif. Hvílík reginfirra. Þessi fundur hefir ekki aðeins gert al- menningi fært að taka afdráttar- lausa afstöðu til hinna undurflóknu afvopnunarmála og þar með stillt valdsmönnum upp við vegg heldur réðist í raun og veru pólitísk framtíð Reagans forseta í Höfða. Sovétmenn eru snjallir skákmenn og í Höfða leiddu þeir Reagan inn í völundarhús sem hann rataði ekki út úr enda réðu Sovétmenn bæði inn- og út- gönguleiðinni. Gorbachev bauð til fundarins með framrétta sáttarhönd að því er virtist. Og báðir lýstu því yfir að hér væri aðeins um vinnu- fund að ræða en svo eru alls óvænt lagðar fram „stórkostlegustu" af- vopnunartillögur sögunnar og fregninni lekið á fundi sem Sovét- menn efndu til en þar með var „fréttabannið" rofið og tryggt að allur heimurinn fylgdist grannt með svari Reagans við tillögum Sovét- manna. En Reagan gaf ekki eftir geimvamaáætlunina þrátt fyrir þá staðreynd að samkvæmt skoðana- könnunum eru aðeins 30% Banda- ríkjamanna sannfærðir um ágæti þessarar áætlunar. Já, það er villu- gjamt í völundarhúsi stjómmálanna. Þannig hafði fundurinn í Höfða ekki aðeins mikil áhrif á afvopnunarum- ræður stórveldanna heldur hvílir hann eins og skuggi yfir stjóm- málabaráttunni í Bandaríkjunum. En hvað kemur okkur íslendingum þetta við? AÖ selja ísland Eins og áður sagði skýrði frétta- maður AP í Washington frá þvi að helsta átakamál þingkosninganna í Bandaríkjunum verði Reylgavíkur- fundurinn og almenningur um heim allan ræðir nú um fund þennan og skipast menn í fylkingar með og á móti geimvamaáætluninni rétt eins og Sovétmenn vildu. í hvert skipti sem þetta mál ber á góma á nafn íslands eftir að hljóma, eyjunnar mitt á milli Moskvu og Washington, þar sem aðeins munaði hársbreidd að leiðtogamir féllust í faðma. Það er nú einu sinni svo að menn muna helst þau ástarsambönd er fóru út um þúfur á síðasta augnabliki. Ingvi Hrafn hóaði í nokkra valin- kunna menn í sjónvarpssal á þriðju- dagskveldið að ræða hvemig við íslendingar gætum best nýtt okkur þessa mikilfenglegu landkynningu. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra, Guðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi, Baldvin Jónsson aug- lýsingastjóri, Þráinn Þorvaldsson formaður Útflutningsráðs og Kjart- an Lárusson framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu ríkisins mættu til leiks. Þessir ágætu menn vom sam- mála um að íslendingar yrðu að hamra jámið á meðan það væri heitt og skipuleggja ferðamálin og út- flutninginn með langtímasjónarmið að leiðarljósi. í þessu sambandi benti Baldvin Jónsson á auglýsingaherferð er bandarísk auglýsingastofa stóð fyrir um árið að beiðni Jamaica-stjómar. Auglýsingameistaramir settu sér það markmið að koma Jamaica á landakortið á 15 ámm og tókst það bærilega eða efar það nokkur f dag að Jamaica sé ferðamannaparadís. Þá gat Kjartan Lámsson um vand- aða skýrsiu um ferðamál er tveir Þjóðveijar sömdu að beiðni íslenskra stjómvalda í kjölfar viðureignar Spasskís og Fischers ’72. Að sögn Kjartans var þessari skýrslu stungið undir stól og við tók áratugar sinnu- leysi á sviði íslenskra ferðamála. Ólafur M. Jóhannesson ÚTYARP / SJÓNVARP Mezzoforte beint ■i Bylgjan mun út- 00 varpa beint frá blaðamanna- fundi með hljómsveitinni Mezzoforte í dag kl. 15:00, þar sem hljómsveitarmeð- limir sitja fyrir svömm og leika síðan lög af nýrri hljómplötu, sem kemur út í lok mánaðarins. Þetta er í fyrsta sinn sem útvarpsstöð á íslandi út- varpar beint af blaða- mannafundi með hljóm- sveit, en slikar útsendingar em algengar erlendis. Blaðamenn frá ölium helstu Qölmiðlum landsins verða viðstaddir fundinn og spyija þá Eyþór Gunn- arson, Friðrik Karlsson, Gunnlaug Briem, Jóhann Ásmundsson og Steinar Berg í þaula. Tilefni blaðamannafund- arins er hljómleikaferð, sem Mezzoforte er að leggja upp f þann 24. októ- ber og hefst förin með hljómleikum í Broadway. Þá heldur hljómsveitin utan til Evrópu og snýr heim um miðjan desember. Nýja hljómplatan með Mezzo- forte ber enska titilinn „No Limit" og kemur hún út 31. október. Lög af hljóm- plötunni verða frumflutt í beinu útsendingunni í dag, sem lýkur um kl. 17:00. Umsjónarmenn útsend- ingarinnar og blaðamanna- fundarins verða þeir Pétur Steinn og Páll Þorsteins- son. Bowie leysir frá skjóðunni ■■ I kvöld verður á 00 rás 2 fyrsti þátt- urinn af þremur um tónlistarmanninn David Bowie. Bowie, sem réttu nafni heitir David Jones, fæddist árið 1947 og vakti fyrst á sér verulega at- hygli um 1970. í þáttunum verða einnig leiknar eldri upptökur með söngvaran- um og saga hans rakin all-ítarlega allt frá því hann fór fyrst að fást við tónlist og til dagsins í dag. Sumar af þessum upptökum eru gerðar á hljómleikum og hafa aldrei komið út á hljómplötum. Einnig verða leiknar hljóðritanir frá BBC þar sem David Bowie leysir frá skjóðunni varð- andi ýmsa þætti ferils síns og einkalífs. David Bowie var stór- stimi á fyrri hluta sfðasta áratugar en datt síðan nokkuð úr móð, um það leyti sem diskótónlistin haslaði sér völl. Á síðustu árum hefur hann á hinn bóginn sýnt að hann er enn í fullu flöri og hefur ekki sungið sitt sfðasta. Umsjónarmenn þátt- anna um David Bowie eru þeir Skúli Helgason og Sbnorri Már Skúlason. Tónlistar- krossgátan no: 63 Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1, 108 Reylgavik Merkt Tónlistarkrossgátan ÚTVARP FIMMTUDAGUR 16. október 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Páll Ben- ediktsson, Þorgrímur Gestsson og Guömundur Benediktsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Fljúgandi stjarna" eftir Ursula Wöfel. Kristin Steinsdóttir les þýðingu sína (2). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.36 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 9.46 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir 10.30 Ég man þá tíö Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Söngleikir á Broadway. Ellefti þáttur: „Tango Arg- entino". Árni Blandon kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir I 12.46 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn - Efri ár- in. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Guðjón S. Brjánsson. 14.00 Miödegissagan: „Undir- búningsárin", sjálfsævisaga séra Friðriks Friörikssonar. Þorsteinn Hannesson les (8). 14.30 í lagasmiðju Gunnars Þórðarsonar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Frá svæðisútvarpi Rvíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö Stjórnendur: Kristín Helga- dóttir, Sigurlaug M. Jónas- dóttir og Vernharöur Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónskáldatími. Leifur Þórarinsson kynnir verk eftir Jón Leifs. 17.40 Torgið — Menningar- mál. Síðdegisþáttur um samfélagsmál. Meðal efnis er fjölmiðlarabb sem Bragi Guðmundsson sagnfræð- ingur flytur kl. 18.00. (Frá Akureyri.) Umsjón: Óðinn Jónsson. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 17. október 17.66 Fréttaágrip á táknmáli. 18.00 Litlu prúðuleikararnir. (Muppet Babies). Lokaþátt- ur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.26 Grettir fer f grímubún- ing. — Endursýning. Teiknimynd um öskudag- sævintýri þeirra Grettis og Odds í draugabæli. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.60 Auglýsingar og dag- skrá. 19.00 Spítalalff. (M*A*S*H). Þriðji þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur sem gerist á neyðar- sjúkrastöð bandaríska hersins í Kóreustríðinu. Að- alhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.30 Fréttir og veður. 20.00 Auglýsingar. 20.10 Sá gamli. (Der Alte.) 18. Magdalena. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aðalhlutverk Siegfri- ed Lowitz. Þýðandi Veturliöi Guðnason. 21.10 Þingsjá. 21.26 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. 21.66 Á döfinni. 22.00 Seinni fréttir. 22.06 Skálkurinn. (L’escroc). Frönsk bíómynd frá 1971. Leikstjóri Claude Lelouch. Aðalhlutverk: Jean Louis Trintignant, Daniele Delorme, Christine Lelouch og Charles Denner. Bíræf- inn afbrotamaöur sleppur úr fangelsi. Hann á drjúga fjárfúlgu geymda og býr sig með mestu kænsku til brott- flutnings vestur um haf. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 00.00 Dagskráriok. 19.40 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. 19.46 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Listámannahverfiö Schwabing. Arthúr Björgvin Bollason tók saman þáttinn. Lesari með honum: Guðrún Þorsteinsdóttir. (Áður út- varpaö i þáttaröðinni Söguslóðir i Suöur-Þýska- landi i ágúst í sumar). 20.30 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar (slands f Háskólabíói. Fyrri hluti — bein útsending. Stjómandi: Petri Sakari. Einleikari: Sig- urður I. Snorrason. a. „Tapiola", sinfónískt Ijóð, op. 112 eftir Jean Sibelius. b. Klarinettukonsert eftir Paul Patterson. Kynnir: Jón Múli Árnason. 21.20 „Fyrirlestur i Dramm- en", smásaga eftir Knut Hamsun. Gils Guðmunds- son þýddi. ErlingurGíslason les. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Fimmtudagsumræöan — Stjórnmálaviðhorfið í byrj- un kosningavetrar. Stjórn- andi: Elías Snæland Jónsson. 23.10 Á slóðum Jóhanns Seb- astians Bach. Þáttaröð frá fMSTÖDTVÖ W? FIMMTUDAGUR 17.30 Myndrokk 17.66 Teiknimyndir 18.25 íþróttir 19.26 Fréttir 19.60 Bjargvætturinn (The Equalizer) Sakamálaþáttur 20.40 Fyrstu skrefin (First Steps) Bandarísk sjónvarpskvik- mynd byggð á sannsögu- legum atburði. 22.10 Tískuþáttur 22.40 Elsku mamma (Mommie Dearest) Kvikmynd um ævi leikkon- unnar Joan Crawford með Faye Dunaway og Steve Forest í aöalhlutverkum. 00.45 Dagskráriok. austur-þýska útvarpinu eftir Hermann Börner. Jórunn FIMMTUDAGUR 16. október 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur, Kristjáns Sigurjóns- sonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Guðríður Haraldsdóttir sér um barnaefni kl. 10.03. 12.00 Létt tónlist 13.00 Hingað og þangað um dægurheima með Inger Önnu Aikman. 16.00 Djass og blús Vernharöur Linnet kynnir. 16.00 Hitt og þetta Stjómandi: Andrea Guð- mundsdóttir. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti rásar tvö Gunnlaugur Helgason kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. Viðar þýðir og flytur. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 21.00 Um náttmál Gestur Einar Jónasson sér um þáttinn. (Frá Akureyri.) 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Kinverskar stelpur og kóngulær frá Mars. Fyrsti þáttur af þremur um tónlist breska söngvarans Davids Bowie. Umsjón: Snorri Már Skúlason og Skúli Helga- son. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr- ir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. Má ég spyrja? Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. M.a. er leitað svara viö áleitnum spuming- um hlustenda og efnt til markaöar á markaðstorgi svæðisútvarpsins. 16. október 6.00—7.00 Tónlist í morgun- sárið Fréttir kl. 7.00. 7.00—9.00 Á fætur með Sig- urði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00—12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir við hlustendur til hádegis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðardótt- ur. Jóhanna leikur létta tónlist, spjallar um neytendamál og stýrir flóamarkaöi kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spilar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrimur Thor- steinsson i Reykjavík siðdeg- is. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00—20.00 Tónlist með létt- um takti. 20.00—21.30 Jónína Leósdóttir á fimmtudegi. Jónina tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist eftir þeirra höfði. 21.30—23.00 Spurningaleikur. Bjarni Ó. Guðmundsson stýrir verðlaunagetraun um popp- tónlist. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta- menn Bylgjunnar Ijúka dag- skránni meðfróttatengdu efni og Ijúfri tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.