Morgunblaðið - 16.10.1986, Page 42

Morgunblaðið - 16.10.1986, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Ljósm./Erlingur Hansson Frú Vigdis Finnbogadóttir forseti íslands heimsótti Geðdeild Barn- aspítala Hringsins sl. vor og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Með henni á myndinni eru frá vinstri Sigurður Sigurðsson hjúkruna- rframkvæmdastjóri, Halla Þorbjörnsdóttir læknir, Vigdís Finnboga- dóttir, Guðrún Theodóra Sigurðardóttir sálfræðingur, Páll Ásgeirsson yfirlæknir og Þorgeir Magnússon sálfræðingur. Sala á K-lykli til styrkt- ar unglingageðdeild Kátir kærleiksbirnir um tíma á dag- eða legudeild. Á næsta ári er áformað að auka starf- semina með stofnun legudeildar fyrir unglinga og hefur rikið að því tileftii keypt húsnæði Vistheimilis- ins á Dalbraut. Vegna breytinga á húsnæðinu hefur Kiwanishreyfíng- in ákveðið að styrkja heimilið. „Páll Ásgeirsson yfírlæknir geðdeildar- innar hefur margsinnis bent á, að ef unglingageðdeild hefði verið starfandi síðustu 10 til 15 ár hefði verið hægt að bjarga 15 til 20 mannslífum," sagði Eyjólfur Sig- urðsson íjölmiðlafulltrúi Kiwanis- hreyfíngarinnar. „Það hefur lengi vantað unglingageðdeild og sérs- takiega nú síðustu ár því flest geðræn vandamál má rekja til eitur- lyfjá." Kjörorð Kiwanishreyfíngarinnar er „Gleymum ekki geðsjúkum" og hefur hreyfíngin allt frá árinu 1974 safnað fé til málefnisins. Byggður hefur verið upp vemdaður vinnu- staður við Kleppsspitala og endur- hæfíngarstöð í samvinnu við Geðvemdarfélag íslands við Álfa- land. Pennavinir Sautján ára franskur piltur, sem á heima við Nantes, með áhuga á ferðamálumog nemur au fræði Florian Mallet, 3 rue de L’ Ardeche, F-44800 Saint-Herblain, France. Fjórtán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist o.fl.: Keiko Takagi, 184 Venohara-machi, Kitatsuru-gun, Yamanashi-ken, 409-01 Japan. Sænskur námsmaður, 21 árs, með áhuga á frimekrjum, mynt og seðlum og póstkortum: Jan Josefsson, Aeengsgatan 11, S-15300 Jaema, Sweden. ítali, 24 ára , með mikinn ís- landsáhuga: Giovanni Di Mauro, c.i.50176097 Fermo Posta, 95100 Catania, Italy. Sextán ára Ghanapiltur með ihuga á íþróttum, dansi, póstkort- ím, tónlist o.fl.: Peter Dadzie, P.O.Box 15, Abura Dunkuea Via, Cape-Coast, Ghana. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Kærleiksbirnirnir (The Care Bears). Sýnd í Austurbæjarbíói. Stjöraugjöf: ☆ ☆ Bandarisk. Leikstjórí: Arna Selznik. Handrít: Peter Sauder. Framleiðendur: Michael Hirsh, Patríck Loubert og Clive Smith. Tónlist: Carole King, Lou Adler og John Sebastian. Raddir: Mickey Rooney og Ge- orgia Engel t.d. Ef yngstu krakkamir hafa orð- ið eitthvað skelkaðir við illmennin í teiknimyndinni Svarti potturinn, ættu þeir að geta farið óhræddir á Kærleiksbimina í Austurbæj- arbíói, því í henni er lítið annað en góðvild og ást og hlýja ef frá er talinn Illi andinn, sem næstum tekst að spilla öllu saman. Kær- leiksbimimir em fyrir allra yngstu kvikmyndahúsagestina, þá sem fara helst ekki í bíó nema með pabba og mömmu eða afa og ömmu. Kærleiksbimimir em indælir, litlir bangsar, sem búa í vinaleg- um skýjum hátt yfir jörðinni og passa uppá að engum krakka llði KIWANISHREYFINGIN gengst fyrir fjársöfnun til styrktar upp- byggingu unglingageðdeildar við Dalbraut helgina 18. til 19. október. Þá munu um 1.300 Kiw- anismenn og fjölskyldur þeirra um allt land ganga í hús og selja K-Iykilinn. Um 16 ára skeið hefur Geðdeild Bamaspítala Hringsins verið til húsa á Dalbraut. Þangað hafa leitað yfir 2000 böm og fjölskyldur þeirra og um það bil 250 böm verið vistuð Kim og Jason í góðum vinahópi í teiknimyndinni Kærleiksbirnirn- ir. illa af því að hann er einmana og dapur. Þeir koma til dæmis Kim og Jason til hjálpar en þeir em of seinir að bjarga Nikulási frá hinum Illa anda, sem fær Nikulás í lið með sér til að eyða öllum kærleika og vináttu í krökkum á jörðinni. Það er ekki oft sem hingað koma myndir fyrir yngstu bömin og þá er átt við þriggja, fjögurra til sex eða sjö ára krakka (Bíóhöll- in hefur verið ansi iðin við að sýna teiknimyndir). Á undan aðal- mjmdinni í Austurbæjarbíói er önnur stutt teiknimynd og áður en Kærleiksbimimir hefst er krökkunum skýrt frá efni hennar. Og myndin er nógu glaðleg og góðleg til að skemmta yngstu áhorfendunum og kynna fyrir þeim það sem pabbi og mamma em að meina þegar þau tala um að skreppa kannski í bíó í kvöld. |Her inn á lang JL flest heimili landsins! Káhrs-parket níðsterkt og endist íheilan mannsaldur Kahrs Sænskt gæðaparket Fulllakkað (8 umferðir). Auðvelt að leggja, stærð borða 240 sm x 20 sm, 15 mm. lager A beyki A beyki B, birki, hlynur, valin eik, kvistótt eik, reykt eik, eik Holland, fura, askur. Oak, Ef þú vilt fjárfesta í gólfefni velur þú parket. Parket er okkar fag. 50 ára parketþjónusta. ffis "..Skeí Egill Árnason hf., Parketval, Skeifunni 3, sími 82111.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.