Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 t Systir okkar, SIGRÍÐUR LIUA ÁMUNDADÓTTIR bókavörður, Eiríksgötu 35, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 14. október. Guðmundur Ámundason, Guðrún Ámundadóttir, Loftur Ámundason. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR frá Hellissandi, síðast Bröttukinn 27, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 14. október. Dætur hinnar látnu, Petrea Finnbogadóttir, Kristjana Finnbogadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA S. GUÐMUNDSDÓTTIR WAAGE, Réttarholtsvegi 41, Reykjavík, lést að morgni þriðjudagsins 14. október í Landspítalanum. Erla Jósepsdóttir, Gunnar Guðnason, Reynir Jósepsson, Ingibjörg Harðardóttir, Björg Jósepsdóttir, Grímur Björnsson, Sigurlaug Jósepsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginkonu minnar og móður okkar, STEFANÍU VALDIMARSDÓTTUR, Múla, Biskupstungum, fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 18. okt. kl. 14.00. Jarð- sett verður í Haukadal. Egill Geirsson og börn. t Eiginkona mín og móðir okkar, LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR, Safamýri 34, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. okt. kl. 15.00. Magnús Kristjánsson, Svanfrfður Magnúsdóttir, Kristján Magnússon, Borgþór Magnússon. t Móðir okkar og tengdamóðir, MARÍA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR frá Lambhaga, Hrísey, Gilsbakkavegi 11, Akureyri, verður jarðsungin frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 18. október kl. 2 e.h. Minningarathöfn verður frá Akureyrarkirkju að morgni sama dags kl. 9.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Börn og tengdabörn. t Útför föður míns, sonar okkar og mágs, PÁLS BALDURSSONAR, húsasmiðs, Hrafnhólum 6, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. okt. kl. 13.30. Magnús Andri Pálsson, Guðný Pálsdóttir, Þóra Björk Baldursdóttir, Baldur Sveinsson, Ragna Sigurðardóttir, Aðalbjörg Baldursdóttir, Gyifi Skúlason. t Kveðjuathöfn um bróður okkar, KARL GUÐMUNDSSON frá Ólafsvík, Holtsgötu 41, Reykjavik, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. október kl. 10.30. Jarðsett veröur í Ólafsvík laugardaginn 18. október. Fyrir hönd aðstandenda, Fanný Guðmundsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson. Minning: Jóhann J. E. Kúld Fæddur 31. desember 1902 Dáinn 7. október 1986 Hann Jóhann í Litlagerði hefur verið kallaður burt frá okkur. Það er staðreynd, sem erfítt er að sætta sig við eftir að hafa hitt hann nær daglega síðastliðin 12 ár. Eg man svo glöggt, hvemig kynni okkar hófust. Ég var að fara með elzta son minn á gæzjuvöll og fór fram hjá Litlagerði 5. í garðin- um við húsið var roskinn maður að störfum. Drengurinn vildi staldra við og maðurinn leit upp og brosti til hans. Þar sem leið mín lá þama um daglega jukust þessi kynni smám saman. Órfá orð fóm á milli okkar og í fyrstu, en fljótlega varð að vana að nema þama staðar og ræðast við. Þessi aldraði maður, Jóhann Kúld, var svo bamgóður, alúðlegur og nærgætinn, að við vomm nánast komin inn á gafl hjá honum áður en við vissum af. Oft dmkkum við morgunkaffi með þeim Jóhanni og Geirþrúði, konu hans, og ævinlega fómm við léttari og glaðari af þeirra fundi, já, nær al- veg fram á síðustu stund. Jóhann var alltaf svo heill og hreinn í framkomu. Hann vissi svo margt og hafði svo skemmtilega og lifandi framsögn, að tíminn flaug burt án þess að eftir því væri tek- ið. A þessum ámm eignaðist ég tvo aðra drengi. Öllum var þeim eins farið, að sækja til Jóhanns og hæn- ast að honum. Hann var þeim líka svo einstaklega hlýr og góður. Söknuður okkar er því mikill og djúpur. Hins vegar munu minning- amar, margar og ljúfar, bærast lengi í btjóstum okkar. Jóhann vissi síðustu vikumar, að hann var með banvænan sjúkdóm, krabbamein. Hann var þó ákveðinn í að beijast gegn honum eins lengi og unnt væri og stóð meðan stætt var. Á spítalanum undraði marga, hve lítið hann kvartaði. Hann vildi jafnvel ekki taka sterkustu deyfílyf- in til þess að eiga þau eftir, þegar líðanin yrði enn verri. Okkar kæra Jóhanni þökkum við innilega samfylgdina og allar skemmti- og fræðslustundimar. Þær verða sonum mínum hollt veganesti. Fyrir mér verður hann ætíð sem styrkur faðir. Guð varðveiti Geirþrúði hans. Fríða Jóhann J. E. Kúld var fæddur á Ökmm í Hraunhreppi á Mýrum. Foreldrar hans vom hjónin Eiríkur Kúld og Sigríður Jóhannsdóttir. Jóhann lærði ungur bókband í Reykjavík, en hóf að því loknu störf við fískvinnslu og sjómennsku. Fyrst í Reykjavík, síðar fór hann til Noregs og stundaði þar sjó- mennsku á fískiskipum, m.a. var hann við selveiðar í Norðurhöfum. Þá leiðbeindi hann einnig um salt- fiskverkun um borð í norskum skipum, en á þeim ámm stóðu ís- lendingar Norðmönnum mun framar í þeirri grein. Einnig vann hann íjölþætt störf við fískverkun í landi. Er Jóhann kom aftur til íslands settist hann að á Akureyri. Þar og æ síðan tók hann mikinn þátt í félagsmálum. Hann var einn af stofnendum Sjómannafélags Norðurlands og fyrsti formaður þess. Á Akureyrarámnum veiktist Jó- hann af berklum og dvaldist nokkur ár á heilsuhæli. Á þeim ámm vann hann mikið að stofnun Sambands íslenskra berklasjúklinga og hóf rit- störf, en alls vom gefnar út eftir hann 10 bækur, endurminningar, skáldsögur og ljóð. Jóhann fluttist til Reykjavíkur árið 1941. Þar stundaði hann ýmis störf, var m.a. í björgunarsveit breska flotans og starfaði á Reykjavíkurflugvelli. Árið 1950 hóf Jóhann störf við fískmat og fékkst að mestu við físk- mats- og eftirlitsstörf á annan áratug. Hann var fiskvinnsluleið- beinandi á vegum sjávarútvegs- ráðuneytisins á ámnum 1958-60 og fulltrúi við Fiskmat ríkisins frá árinu 1971 til ársloka 1974, en lét þá að mestu af störfum sökum ald- urs. Það var í sambandi við störf að málefnum sjávarútvegs að leiðir okkar Jóhanns lágu saman. Jóhann var vel undir fískmats- störf búinn. Hann hafði um langt árabil stundað sjómennsku og margvísleg störf við fískvinnslu. Atvinnugrein þessa þekkti hann því vel fyrir. Hann lagði sig mjög fram við matsstörfín og þrátt fyrir það að hann væri kominn á miðjan ald- ur náði hann á nokkmm ámm slíkri hæfni og aflaði sér svo vítækrar þekkingar á fiskmati, að hann átti sér nánast engan jafningja. Fiskmatsmannsstörf í íslensku þjóðfélagi, sem á allt sitt undir snurðulausum útflutningi fískaf- urða og velgengni á mörkuðum, er vandasamt og mikið ábyrgðarstarf. Þar nægir ekki að hafa eingöngu faglega þekkingu. Fiskmatsmaður verður einnig að sjá til þess að fyrir- mælum sé framfylgt og hann verður að hafa ömgga og sjálfstæða fram- komu gagnvart þeim, sem hann umgengst í starfí. Að sameina þetta allt er erfítt og verður aðeins gert með langri þjálfun og einbeitni. Jóhann Kúld var fulltrúi alls þess besta sem einkennir góðan físk- matsmann. Hann var alltaf eftir- sóttur matsmaður. Samhliða matsstörfum upplýsti og fræddi hann framleiðendur þá, sem hann starfaði fyrir, um það hvemig best væri að meðferð og vinnslu staðið. Þá gerði hann ætíð grein fyrir því hveijar væm orsakir og hvemig mætti koma í veg fyrir þá galla er fram komu í afurðunum sem metn- ar vom. Hann var ætíð reiðubúinn að miðla öðmm af þekkingu sinni og reynslu, enda var oft leitað álits hjá honum þegar erfið og vandasöm mál komu upp í fiskmati. Jóhann var einn af stofnendum samtaka fískmatsmanna og átti sæti í stjórn þeirra frá upphafi. Hann var áram saman kennari á námskeiðum um fískmat. Hann samdi ijölda upplýsinga- og fræðslurita, sem gefín vom út og dreift af fiskmatinu. Þá skrifaði hann mikið um sjávarútvegsmál í tfmarit, auk fastra dálka er hann skrífaði í Þjóðviljann f áratugi. Meðal þess er hann skrífaði um físk- mat og gæðamál sjávarafurða er margt af því besta, sem ég hef les- ið um þau efni. Skrif Jóhanns einkenndust af góðu valdi á íslensku máli og víðtækri þekkingu og skarpskyggni Kristgerður E. Gísla- dóttir - Minning Fædd 28. mars 1887 Dáinn 3. október 1986 í dag, þegar ég fylgi elskulegri ömmusystur minni og vinkonu, Kristgerði Eyrúnu Gísladóttur, til hinstu hvíldar langar mig að færa henni þakkir mínar, fyrir allt sem Birting afmælis- og minningargreina Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðs- ins i Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta' ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. hún gaf mér, það var hreint ekki svo lítið. Hún hefði orðið 100 ára á næsta ári, fædd 28. mars 1887, og hafði lifað tímana tvenna eins og sagt er. Hún gaf mér ekki aðeins vináttu sína heldur aðgang að sínu góða hjarta og það tækifæri greip ég fegins hendi. Hún var ímynd mín að þeirri ömmu sem allir þrá að eiga og hún varð því „mín amrna" og er þó ekkert frá öðmm tekið. Þegar ég talaði um þetta við hana brosti hún og klappaði mér á kinnina. Það var elskulegt viðmót og brúnu augun hennar brostu við mér. Það var gott að fínna að vænt- umþykjan var gagnkvæm. Kristgerður var tvígift, fyrri maður hennar var Símon Ólafsson og áttu þau saman 4 böm, Ólaf, Guðrúnu, Ingibjörgu og Gísla. Seinni maður Kristgerðar var Jón Ólafsson, en hann lést fyrir allmörg- um ámm. Þeirra heimili var í Meðalholti 21 hér í Reykjavík og alltaf var jafn gott að koma þang- að. Eftir lát Jóns bjó Kristgerður ein og óbuguð í Meðalholti 21 en það var svo fyrir þrem ámm að heilsan gaf sig og hún varð að hætta að búa ein. Minningamar era margar og ljúf- ar. Það var yndislegt að vera bam, eigandi sér góða foreldra, systkini og frændfólk sem hittist og glödd- ust saman. Svo er maður sjálfur orðinn fullorðinn og með þá ábyrgð að koma bömum til manns. Það tókst henni Kristgerði með sóma. Ég held að ég hafí haft þau forrétt- indi að kalla þau hjón, Kristgerði og Jón Ólafsson, aldrei annað en Kristu og Ólafsson, ekki man ég upphaf þessa tiltækis míns en þeg- ar ég lít til baka fínnst mér þetta hafa verið aðalstign, fyrir mér. Gott er að fá að sofna frá löngum vinnudegi, með góða samvisku og sína trú á Guð og annað líf, því trúði Krista mín og ekki trúi ég öðm en vel hafi verið tekið á móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.