Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Fylgjum stefnunní eftir eftirJón Magnússon Á verðbólguárunum var eðlilegt að gengi stjómmálamanna lækkaði í réttu hlutfalli við hækkun verð- bólgunnar. Við hverjar kosningar á fætur annarri fengu kjósendur sömu kosningaloforðin, að unninn yrði bug- ur á verðbólgunni, en allt kom fyrir ekki. Það var því ekki undarlegt þó ýmsir yrðu til að segja að það skipti ekki máli hveijir færu með stjóm landsins. Þetta væri hvort sem er sami grauturinn í misjöfnum skálum. Ekkert er þó jafn flarri sanni. Það skiptir öllu máli hvaða menn veljast til forustu í stjómmálum og hvaða flokkur heldur um stjómvölinn. Árangnr sem ekki máglata Stefiia Sjálfstæðisflokksins í efna- hagsmálum hefur nú vegna frum- kvæðis fjármálaráðherra og ábyrgðarstefnu launþegasamtak- anna náð að skila þeim árangri sem náðst hefur f viðureigninni við verð- bólguna. Þessum árangri má ekki giata. Nú þegar lán em verðtryggð myndi ný verðbólguholskefla valda því að fjöldi fólks sem ráðist hefur í kaup á eigin húsnæði tapaði eignum sinum og möig hjól atvinnulífsins stöðvuðust. Það hlýtur því að vera forgangsverkefni að varðveita þann árangur sem náðst hefur. Næstu misseri ráða úrslit um hvort sá stöð- ugieiki sem nú ríkir helst eða ekki. í því skyni er eðlilegt að slá á frest málum sem annars mættu ekki bíða. Nú ríður á, að aðhalds og spamaðar verði gætt í ríkisfjármálum. Forsenda stöðugleika Forsendur þess að það takist að kveða niður verðbólguna em einkum þijár. í fyrsta lagi að dregið verði úr ríkisbákninu og skattakerfið gert réttlátara. Þar ber helst að skoða hvort ekki beri að leggja telguskatt niður, vegna þess að hann er óréttiát- ur skattur, sem mismunar fólki og fyrir það hefur ekki verið girt þrátt fyrir ótal lagfæringar á skattakerfínu og hert skattaeftiriiL í öðm lagi verð- ur að endurskoða þá stefnu sem fylgt hefur verið í atvinnumálum. Mestu skiptir að atvinnustarfsemi sé arð- söm. Þeirri stefnu hefur of lengi verið fylgt að mismuna atvinnuvegum með tilliti til þess hvar atvinnustarfsemin fer fram. Sú stefiia hefur sett efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Stjómmálamenn gegna ekki því hlutverki að segja nákvæmlega fyrir um hvað skuli gera. Þeirra hlut- verk er að tryggja að allar atvinnu- greinar hafi söm og jöfn skilyrði til vaxtar. Traust stjóm efnahagsmála, eðlileg skattastefna og lánastarfeemi renna stoðum undir blómlegt at- vinnulíf. í þessu sambandi sldptir ekki máli hvar hluturinn er gerður eða hver gerir hann heldur hitt að þeir sem gera hlutina beri á þeim fulla ábyigð og fái að njóta árangurs- ins ef vel gengur. í þriðja lagi verður að leita annarra leiða til kjarabóta en launahækkana, sem skila fleiri krónum í launaumslagið en hækka verðlag í landinu að sama skapi. Væri skynsamlegri atvinnustefnu fylgt myndi veiðlag á brýnustu nauð- synjavörum lækka, en það er mikil- vægasta forsenda hagsældar í landinu og um leið að sigur vinnist á verðbólgunni. Að hafatrú á fólkinu Sumir stjómmálaflokkar fylgja þeirri skoðun, að hafa þurfí vit fyrir fólki í sem allra flestum málum. Þessi sjónarmið leiða tíl mUdUa afekipta 1ANGAKERFI I FORRITUNAR- OG KERFISFRÆÐINÁMI Stjórnunarfélag íslands hefur undanfarin þrjú misseri starfrækt tölvuskóla, þar sem kennd er forritun og kerfisfræði. Námið byggir að verulegu leyti á hönnunar- og forritunarverkefnum sem hafa það markmiö að nemendur öðlist færni í að beita þeim aóferðum sem kenndar eru. Sum verkefni eru tekin beint úr atvinnulífinu, önnur eru tilbúin, en leitast er við að láta þau endurspegla raunveruleikann. Námstlmi er 280 klst., kennt er 4 klst. á dag, frá kl. 8 á morgnana til 12 á hádegi, alla virka daga 114 vikur. Þessi tími dagsins er erfiður fyrir þá sem vilja stunda vinnu jafnhliöa námi. Þetta nám er nú hægt að stunda I áföngum á kvöldin. Sama náms- efni er þá kennt I 7 áföngum. í forritunaráföngum geta nemendur valið milli ýmissa forritunarmála, s. s. Pascal, C, Fortran eöa Cobol. Einnig dBase III+ , sem kennt verður I tengslum við gagnasafns- fræði. Ekki er nauösynlegt aó Ijúka náminu, hver og einn getur tekið þá áfanga sem honum hentar. Fyrsti áfanginn hefst mánudaginn 27. október. grunnur 40 KLST KLST KLST 40 , KLST KLST FBAMHALO FORH>tun " forr>tun 11 KERF'SHONNUN kerfisgrbning_ FORR'tuN ' GRUNNUR kaiii Besta bytiendanimsk^ “^Hnnum og'^a en bnnut námskeið. Qtv/nkerfið MS-DOS. Ánanaust 15._ ssœsssk" Stjórnunarfélag islands TÖLVUSKOLI Ánanaustum 15 ■ Sífni: 6210 66 ríkisins af borgurunum. Sjálfetæðis- flokkurinn byggir á öðru. Hann byggir á trúnni á manninum og getu hans til að leysa best sín eigin vanda- mál. Þessari stefnu verður Sjálfstæð- isflokkurinn að fylgja, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Þess vegna verður að leysa upp þau miðstýring- ar-, einokunar- og haftakerfí, sem raska eðlilegri markaðsstarfeemi og byrgja fólki, sem vill ráðast í fram- kvæmdir, sýn í skógi eftirlits-, leyfa- og úthlutunamefiida. Þær leiðir sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir stefnu sína á hafa hvarvetna sýnt, að þær duga til að leysa þau möigu og flóknu vandamál sem við er að etja í hveiju þjóðféiagi. Mannúð og manngildi Sjálfetæðisstefnan er grunduð á því, að einstaklingamir séu mismun- andi. Þess vegna gerum við kröfu til þess að mótað sé fjölbreytt þjóðfélag, sem tekur tillit til mismunandi hæfí- leika, langana og þarfa fólksins. Það er andstætt okkar lífeskoðun að alla skuli steypa í sama mót. í samræmi við þessi gónarmið verður að taka tillit til þeirra sem þurfa á hjálp sam- félagsins að halda. Fijálsljmd félags- málastefna Sjálfstæðisflokksins er því eðlileg og miðar að því að tryggja borgurunum öryggi ef eitthvað bjátar á. Þó okkur kunni nú að finnast þær lausnir, sem valdar hafa verið, ekki þær bestu, þá megum við ekki falla í þá gryfju að fordæma alla félags- lega samhjálp. Samhjálpin er sú innri tiygging í þjóðfélaginu sem veitir okkur öryggiskennd, sem við viljum ekki vera án. Markmið okkar er að hjálpa þeim sem þess þurfa til sjálfe- hjálpar þar sem það er mögulegt, en forðast að gera alla að styrkþegum ríkisins með einum eða öðrum hætti. Sú íslenska stefiia mannúðar, manngildis og trú á getu fólksins og rétt þess, er og á að vera stefiia Sjálf- stæðisflokksins enda samofin sögu þjóðarinnar frá upphafi. Það má ekki þrengja hana, það verður að leyfa mismunandi sjónarmiðum að rúmast í Sjálfetæðisflokknum. Það er styrkur hans. Jón Magnússon „Þeirri stefnu hefur of lengi verið fylgt að mis- muna atvinnuvegum með tilliti til þess hvar atvinnustarfsemin fer fram.“ Flokkur lýðræðisins Sjálfetæðisflokkurinn hefur mark- að sér stöðu í íslensku þjóðfélagi sem opinn valddreifður lýðræðisflokkur. í þeim anda verður hann að starfa og varast miðstýringu og flokksræði sem er í raun andstætt þeim við- horfum sem sjálfstæðisstefnan byggir á. Framundan eru tímar sem munu reyna á þrek og þol þjóðarinn- ar til að takaast á við möig vandamál. Þau vandamál eru til að sigrast á og það er hægt ef vilji er fyrir því að beita nútímalegum vinnubrögðum og ferskum hugmyndum til að leysa þau. Við slíkar aðstæður mega sjálf- stæðismenn ekki gieyma kjama þeirra lýðrasðishugmynda sem tengja okkur saman í einum flokki. Verði Sjálfetæðisflokkurinn trúr þeirri stefiiu sem saga hans og starf hefur mótað, á hann möguleika á meira kjörfylgi en nokkru sinni fyrr. Sjálfetæðisstefnan er ekki byggð á kennisetningum eða spámönnum framtíðarlandsins, hann er íslenskur flokkur, sprottinn úr íslenskum jarð- vegi og á að velja þær leiðir sem hæfa íslensku þjóðinni. Höfundurer varaþingmaður Sjúlf- stœðisflokksina iReykjavfk. Hörpudisksmið aðeins steinsnar frá Olafsvík ól&fsvík. HÖRPUDISKUR hefur fundist i veiðanlegu magni skammt aust- an við Olafsvík nánar tiltekið ?. til 3 mílur norðaustur af Fróðár- skerjum. Er aðeins hálftíina sigling frá Ólafsvík þangað. Blasa bátamir við okkur þar sem þeir eru að veiða. Það er einnig ljóst að Ólafsvikingar fá ekki að hagnýta sér skel þessa til vinnslu. Það var Sigurvík SH frá Ólafsvík sem fann þessa bleyðu en báturinn vinnur fyrir skelvinnsluna á Bijáns- læk. Hefur báturinn tekið dagskvót- ann sinn auðveldlega á svæðinu og fleiri hafa nú bæst við. Þetta svæði er utan hins reglu- gerðarbundna skelveiðisvæðis á Breiðafirði. Kom því strax fram hugmynd um að nýta þetta svæði héðan frá Ólafsvík. Guðmundur Bjömsson framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss ólafsvíkur tjáði fréttarit- ara að hann hefði haft samband við sjávarútvegsráðuneytið og lýst áhuga sínum á að fyrirtæki sitt fengi að hagnýta sér þessa skel til vinnslu jafnvel þó fyrst í stað yrði ef til vill aðeins um handskurð að ræða. Leitaði hann eftir því að umsókn um skelvinnsluleyfi sem l&gið hefur í ráðuneytinu fengi af- gíeiðslu. Hann kvaðst hafa fengið þau svör að það yrði ekki leyft. Ekki yrði fjölgað skelvinnsluleyfum við Breiðafjörð. Veiðisvæði þetta yrði trúlega hagnýtt fyrir þær stöðvar sem leyfi hefðu fyrir og breytti engu þó þessi nýju mið væm utan við hefðbundna skel- veiðisvæðið. Það em því allar líkur á að Ól- afsvíkingar fái enn ekki nema reykinn af réttunum. Helgi T-Jöföar til JLJL fólks í öllum starfsgreinum! REDOXON Mundir þú eftir C-vítamíninu í morgun?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.