Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 50
50______________________________ hennar innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki. Að lokum. Hafi hann þökk fyrir samfylgdina og vináttuna. Fari vel, bróðir og vinur. Hvíli hann í friði. Einar Laxness Það er ekki ætlun mín að rita hér langt mál um mág minn, Bjöm Þorsteinsson, heldur aðeins fáein kveðju- og þakkarorð. Þótt við værum samtímis í háskólanum á árunum 1943—1946, tókust ekki veruleg kynni með okkur fyrr en hann gekk að eiga Guðrúnu, systur mína, sumarið 1946 og fluttist á Suðurgötu 22, þar sem þau bjuggu um daga móður minnar eða til 1960. Við vorum þar hins vegar samtímis í hálft sjötta ár eðan þang- að til seint á árinu 1951, að ég hélt vestur um haf til að starfa þar. Ég minnist með þakklæti Suður- götuáranna og samvistanna þar, og eins nokkurra mánaða, er ég dvald- ist þar í sumarleyfum næstu árin á eftir. Ég man, að í brúðkaupsveizlu Bjöms og Guðrúnar 29. júní 1946 sagði móðir mín í ræðu — og tók þar í gamni nokkuð kostulega til orða, að hún hefði alltaf gert sér háar vonir um tengdasoninn, þ.e. að hann yrði hávaxinn eins og dótt- irin. En móðir mín varð hvorki um það né annað fyrir vonbrigðum, því að hið bezta fór á með hjónunum og þeim móður minni og öðm heim- ilisfólki. Þótt Bjöm væri mikið starfandi út á við við kennslustörf og í féiagsmálum, var hann jafnan sælastur heima, við rannsóknir sínar og ritstörf. Sumartíminn varð honum þá löngum dtjúgur, þótt hann verði hveiju sumri jafnffamt að nokkru til ferðalaga og útivist- ar, ekki sizt eftir að hann hóf ásamt nokkmm félögum sínum skógrækt f hrauninu sunnan Hafnarfjarðar. Hann var í föðurætt af léttu heiða- mannakyni, sem vflaði ekki fyrir sér bæjarleiðina, eins og ég orðaði það stundum við hann. En afi hans var Bjöm í Grímstungu Eysteins- son. Bjöm Þorsteinsson sótti að vísu léttleika einnig í móðurætt sína, afi hans þeim megin, fræði- maðurinn sr. Þorvaldur Bjamason á Melstað, og kona hans, Sigríður Jónasdóttir, vom hvert um sig bamabam sálmaskáldsins og fjör- mannsins, sr. Þorvalds Böðvarsson- ar. Þótt Bjöm væri ekki skáld í hinni venjulegu merkingu þess orð, kenn- ir oft skáldlegra tilþrifa í verkum hans, yfir þeim einhver blær, er gerir þau aðlaðandi og skemmtileg. Seinustu dæmi þessa mátti sjá i nokkmm greinum, er birtust eftir hann f Lesbók Morgunblaðsins ekki alls fyrir löngu. Þar varpaði hann einnig fram nýjum og um sumt nýstárlegum kenningum, er hann var að glíma við, þegar bráði af honum í erfíðum veikindum, er hann átti við að stríða síðustu tvö árin og sýndu bezt, hvert þrek- menni hann var. Ég kveð Bjöm mág minn með þökk og söknuði og votta Guðrúnu systur minni, Valgerði dóttur þeirra, fjölskyldu hennar og öðmm vandamönnum innilega samúð. Finnbogi Guðmundsson Að kvöldi mánudagsins 6. októ- ber barst mér hingað til Stokkhólms fregn um að Bjöm Þorsteinsson hefði látist eftir langvarandi veik- indi. Ég kynntist Bimi fyrir réttum tíu ámm er ég kom heim frá BA- námi í sagnfræði í Englandi og leitaði til hans vegna áhuga míns I á kandidatsnámi í sögu við HÍ. Bjöm var þá prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands og ég fann þegar á fyrsta fundi okkar að til hans var gott að leita. Þótt ég hefði ekki hitt Bjöm að máli fyrr en sumarið 1976 hafði ég fyrr kynnst verkum hans af bókum og átti í huga mér 15 ára gamla mynd af honum sunnan úr Hafnarfírði þar sem við vomm grannar um skeið í Kinnunum. Þar hafði hann upp úr 1960 keypt sér „hús og belgskóda fyrir afganginn", eins og hann komst einhvem tíma að orði við mig. Ég sat í tímum hjá Bimi veturinn 1976—77. Þá kenndi hann nám- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 skeið um efhi sem mjög var á dagskrá um þær mundir og honum var einkar hugleikið, nefnilega landhelgisdeilur íslendinga og Breta. Fyrir jólin 1976 kom út rit hans um þetta efni: „Tíu þorska- stríð". Þetta var eina formlega námskeiðið sem ég sat hjá Bimi. Þar kom berlega fram hversu lagið honum var að vekja áhuga nemenda sinna á kennsluefninu og gera það ljóslifandi fyrir þeim. I tengslum við þetta námskeið fékk Bjöm m.a. léð varðskip og áhöfn og fór vítt og breitt um innanverðan Faxaflóa með nemendahópinn og nokkra inn- vígða aðra til að komast í „stríðsham" og í framhjáhlaupi kanna meintar miðaldahafnir, skreiðarbyrgi og síldarmið úr réttu sjónarhomi. Þetta námskeið Bjöms verður mér þó minnisstæðast fyrir þær sakir að upp úr því tókust með okkur vaxandi kynni. Á þessum ámm átti ég ófáar samverustundir með Bimi og konu hans, Guðrúnu Guðmundsdóttur, á heimili þeirra í Kópavogi, og alloft leit Bjöm við í kaffi hjá okkur Berglind í Hafnar- firði. Ékki ber síður að minnast stuttra ferðalaga og vettvangs- kannana í grennd við höfuðborgar- svæðið. Ógleymanlegastar verða skógarferðimar út í hraunið upp af Straumi, en þar skammt suður og vestur af Straumsseli hófu Bjöm og nokkrir jafnbjartsýnir félagar hans skógrækt skömmu fyrir 1960. Sjálfur sleit ég bamskónum að nokkm á Vatnsleysuströnd, þar sem ég var hjá frændfólki mínu í sveit allmörg sumur. Hafandi klungrast þar um urðir í eltingar- leikjum við ljónstyggar tvílembur átti ég ekki von á því að nokkmm manni kæmi í hug að freista þess að rækta skóg í hraunum Reykja- ness. Tilraun þeirra félaga hefur þó borið nánast ótrúlegan árangur og var unun að því að ganga til skógar með Bimi, að ekki sé talað um að fá að hjálpa honum að planta. Var þá ýmislegt skrafað, ekki síst um sagnfræði, þótt á milli reyndist stundum nauðsynlegt að biðja fyrir lífdögum fyrirgengilegra sprota. Aðrir verða vafalaust til að rekja ævi- og starfsferil Bjöms, og skal það því ekki gert hér. Ég vil aðeins geta þess að eftir hann liggja um- fangsmeiri rannsóknir og ritverk en flesta aðra íslenska sagnfræð- inga. í mikinn hluta hinnar gífur- legu vinnu sem að baki þeirra liggur réðist hann, eins og í skógræktina, án þess að ytri aðstæður væra eins ákjósanlegar og skyldi. Bjöm Egndi aðeins störfum við Háskóla ands skamma hríð, eða 1971-1978 og 1979-1980. Flest ritverk sín (sjá ritaskrá fram til 1978 í greinasafninu „Á fomum slóðum og nýjum") skrifaði hann því samhliða erilsamri kennslu við gagnfræða- og menntaskóla, auk þess sem hann fékkst við önnur störf, t.a.m. stofnaði hann til leið- sögumannanámskeið og gegndi fararstjóm innanlands og í Græn- landsferðum. Þá var Bjöm á annan áratug forseti Sögufélags og einn af ritstjómm tímarits þess, Sögu. Er með ólíkindum hveiju hann af- rekaði við þessar aðstæður og ekki örgrannt um að hin ótrúlega elja hans við ijölbreytt og vandasöm störf meðan hann enn var á besta skeiði hafí átt einhvem átti í þeim sjúkdómum er hann átti við að stríða hin síðari ár. Einn meginkost fræðimennsku Bjöms tel ég vera hversu iðulega hann setti fram fmmlegar og ögrandi hugmyndir og kenningar um gang sögunnar, og hversu tilbú- inn hann var til að endurskoða fyrri skrif sín í ljósi nýrrar þekkingar. í ritstörfum sínum naut hann þess hversu góður rithöfundur hann var og hversu yfirgripsmikla þekkingu hann hafði á sögu Evrópu. Fáir íslenskir sagnfræðingar hafa að mínu mati tengt rannsóknarverk- efni sín betur sögu álfunnar en Bjöm gerði. Þannig margendur- skoðaði hann í prentuðum ritum þá mynd af miðaidasögu íslands, sem hann fyrst setti fram í ritunum „ís- lenska þjóðveldið" og „íslenska skattlandið" á sjötta áratugi aldar- innar. Síðari rit hans um þetta efni, „Ný íslandssaga", „Enska öldin“, og „íslensk miðaldasaga" og nú síðast yfirlitsrit hans (ásamt Berg- steini Jónssyni og Helga Skúla Kjartanssyni) á dönsku um sögu íslands hafa öll miðað í þá átt að tengja sögu íslands betur sögu álf- unnar. Þannig hefur hann, svo nokkur dæmi séu nefnd, öðram skýrar bent á áhrif lénsskipulagsins á stjómhætti „goðaveldisins", en það hugtak innleiddi hann í stað „þjóðveldisins". Hann sýndi fram á hvemig ísland varð að bitbeini Dana og Englendinga á 15. öld, leiddi rök að því að sú reynsla af siglingum sem Bretar fengu af veið- um sínum á íslandsmiðum frá þvf á 15. öld hefði skipt vemlegu máli þegar tekið var til við uppbyggingu breska flotans og setti fram hug- myndir um hvemig ísland hefði komist á breskt valdsvæði í Norð- ur-Atlantshafi þegar á fyrstu áratugum 19. aldar. Rit hans um íslandssögu sem út kom á dönsku fyrir liðlega ári hefur og vakið mikla athygli á Norðurlöndum, enda fyrsta heildaryfirlit um sögu lands og þjóðar eftir Islenskan sagnfræð- ing sem aðgengilegt er á erlendu máli. Bjöm lagði alla tíð mikla áherslu á að íslenskir sagnfræðing- ar tækju virkan þátt í norrænu rannsóknarsamstarfi og reglulegu þinghaldi norrænna sagnfræðinga. Bjöm Þorsteinsson var stórbrot- inn maður í hugsun og framgöngu og svo sem títt er um slíka menn gátu hugmyndir hans og verk verið umdeild. í stuttu samtali gat hann lagt gmnnað í fjölmörgum rann- sóknarverkefnum. Hann var óspar á hugmyndir og ráðleggingar, hafði unun af því að miðla þekkingu sinni og fræðum, sýndi lifandi áhuga á viðfangsefnum og velferð nemenda sinna. Við fráfall hans er stórt skarð höggvið í raðir þeirra sem fást við rannsóknir á íslenskri sögu og menningu, skarð sem seint verður fyllt. Ég er að leiðarlokum þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eignast hann að vini þótt aldursmunur væri mikill. Því miður bar fúndum okkar allt of sjaldan saman síðustu ár vegna búsetu minnar erlendis og veikinda hans og tíðrar sjúkrahúsvistar er ég hef verið heima. Ég þakka hon- um allar samvemstundimar, ábendingar, hvatningu og ekki síst fyrir sérstaka umhyggju þeirra Guðrúnar fyrir mér og mínum. Guðrún hefur ekki síður verið hon- um styrkur í erfiðum veikindum sfðustu ár en í lífsstarfi hans öllu. Við Berglind sendum henni, Val- gerði dóttur þeirra og hennar fjölskyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. _ Gísli Agúst Gunnlaugsson Bjöm Þorsteinsson var allt í senn: sagnfræðingur, rithöfundur, kenn- ari, sósíalisti, náttúmunnandi, skógræktarmaður og leiðsögumað- ur, en umfram allt hinn mesti mannvinur. Mikið og gott orð fór af Bimi Þorsteinssyni sem kennara. Hann var vinsæll af nemendum sínum að orð fór af. Bækur hans og rit hafa verið aufúsugestir enda lagði Bjöm metnað sinn í að skrifa gott og vandað fslenskt alþýðumál. Víða er textinn kryddaður með margskonar hnyttnu smásmygli sem hittir beint í mark. Bjöm var leiðbeinandi og fræðari af guðs náð. Seint þreyttist hann að uppljúka hinum ýmsu kynngi- mögnuðu leyndardómum íslands- sögunnar fyrir fróðleiksfúsum áheyrendum eða lesendum. Hvers vegna hófust klaustur á jaðarsvæð- um höfðingja en ekki beint á áhrifasvæði þeirra? spurði Bjöm eitt sinn nemendur sína. í þeim hémðum sem klaustur vom stofnuð þar sem vom áhrifasvæði höfðingja, átti það til að draga úr umsvifum og völdum viðkomandi höfðingja (Dæmi: Viðey). í kennslu hafði Bjöm að leiðar- ljósi að vekja með nemendum sínum sem mestan áhuga á viðfangsefninu með því að leggja fram krefjandi og áleitnar spumingar sem kröfðust frekari lesturs og athugana. í riti Bjöms „Enskar heimildir um sögu Islendinga á 15. og 16. öld“, sem var undanfari doktorsrit- gerðar hans, kemst höfundurinn svo að orði: „Saga íslendinga er hörmu- lega á vegi stödd, sökum þess að heimildir hennar á löngum tíma- skeiðum em lítt rannsakaðar og óútgefnar, og fáir hafa hingað til reynst færir um að segja hana á viðunandi hátt kynslóðum á síðara hluta 20. aldar," (bls. 5). Bjöm var ekki aðeins vakinn og sofínn við að rannsaka og skrifa sögu þjóðar sinnar. Á sviði leiðsagn- ar og landkynningar var hann góður liðsmaður. Og boðskap Voltaires var hann tryggur og trúr, „að sér- hver maður skyldi rækta garðinn sinn“. Skógræktarstörf hans í Hafnarfjarðarhrauni bera vott um óijúfanleg tengsl manns og náttúm sem Bjöm vildi viðhafa. Gróðurvana landið okkar hefur þörf á meiri umhyggju og friðun sem Bimi var ljóst rétt eins og skortur á rann- sóknum, hæfum mannafla og fjármunum til útgáfu íslenskra rita um sögu. Fyrir nokkmm ámm gekkst Landvemd fyrir heilmikilli ráð- stefnu um landnám Ingólfs. Var þar meginþemað gróðurvemd og land- nýting þessa gróðurvana lands- hluta. Lenti eg, undirritaður, í umræðuhópi með nokkram bænd- um og Þingvallaklerki sem tók að sér að mótmæla fyrir hönd bænda sjónarmiðum undirritaðs sem gekk út á friðun Reykjanesskagans fyrir sauðkindinni. Svo sem geta má nærri var slíkt hjal líku því að nefna snöm í hengds manns húsi, enda hefur sauðkindin verið fátækum hjarðbændum íslands sem þeirra helgasti dýrgripur. Þegar bændur með Þingvallaklerk þjörmuðu sem mest í mótmælum sínum reis upp roskinn maður, dálítið lotinn í herð- um en hinn bjartasti yfirlitum. Kvaðst hann vera samþykkur því sem póstmaðurinn lagði til enda gerðu rollur honum sífelldar skrá- veifur með því að eta hríslur sínar og lúpínur sem hann væri ásamt fleimm að baslast við að koma til. Var þar kominn Bjöm Þorsteinsson og lék við hver sinn fingur þó ekki væri hann sem hraustastur. Og nú er Bjöm allur. Góðar minn- ingar em tengdar þessum ógleym- anlega sagnfræðingi sem svo elskur var að öllu, hvort sem það var sagn- fræði, leiðsögn eða lúpínumar sem gróðursettar em sem frumkvöðlar nýs landnáms gróðurs á íslandi. Hann var einn mesti húmanisti íslenskur á þessari öld. Guðjón Jensson Bjöm Þorsteinsson var kennari minn nær samfellt í átta ár, og þó sat ég einungis fáar kennslustundir hjá honum í skóla. Ég heyrði Bjöms Þorsteinssonar fyrst getið, þegar ég var nemandi í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Nemendur urðu þá að notast við fjölritað hefti um sögu íslands, því að bókakostur um það efni var ekki fjölskrúðugur. Til að bæta úr þessu las kennarinn stund- um í tímum úr nýlegri bók, sem hét Ný íslandssaga og var eftir mann að nafni Bjöm Þorsteinsson. Heyrðist mér bókin vera hin for- vitnilegasta og ályktaði, að höfund- ur hennar hlyti að vera merkur maður. Næst lágu leiðir okkar saman, þegar ég hóf nám í sagnfræði við Háskóla íslands haustið 1972. Tímasókn mín var stopul af óviðráð- anlegum ástæðum, en kennsla Bjöms er mér mjög minnisstæð. Áhugi kennarans og andagift var slík, að ég varð í fyrstu agndofa, og hygg ég, að svo hafi verið um fleiri nemendur. Erfitt gat verið að fylgja kennaranum eftir á fluginu, en hver og einn gerði sitt besta. Annað var ekki hægt. Þegar ég hóf framhaldsnám, bjóst ég við að njóta handleiðslu Bjöms, en hann var þá í leyfi. Ann- ar góður kennari og sagnfræðingur hafði hlaupið í skarðið. Einhvetju sinni birtist Bjöm óvænt í kennslu- stuhd og tók þátt í umræðum. Að kennslu lokinni bað hann mig um að staldra við. Þegar allir vom fam- ir, þrýsti hann mér að sér og sagðist vera svo glaður að sjá, hvað ég virt- ist véra við góða heilsu. Frá þeirri stundu átti ég því láni að fagna að teljast í hópi lærisveina Bjöms. Þá hófst hið raunveralega nám mitt hjá Bimi. Þær vom ánægjulegar stundim- ar, þegar ég sat inni í vinnuherbergi Bjöms og hlýddi á hann ræða um hugðarefni sín og okkar beggja. Ekki spillti fyrir að eiga von á góðri hressingu hjá Guðrúnu. Og ógleym- anlegar em gönguferðimar með Bimi um skógarlandið, sem hann hafði ræktað í hrauninu við Straum. Einu gilti um hvað var rætt, hugur hans var jafnan vökull og fijór. Hann reyndi sífellt að komast að kjama málsins, öðlast dýpri skilning á viðfangsefni sínu og sjá sam- hengið í rás sögunnar. Þetta var iðja hans fram til hinstu stundar. í minum huga er Bjöm samt mestur fyrir það, sem hann var sjálfur. Um það vitna glöggt við- brögð hans í sjúkdómsraunum. Aldrei var hann svo þjáður, að hann léti sér ekki fyrst og síðast annt um skjólstæðinga sína: nemend- uma, sem vom að festa rætur í viðsjálum heimi, og viðkvæman gróður í úfinni hraunbreiðunni. Það var gott veganesti að hafa kynnst Bimi Þorsteinssyni. Ég kveð hann með söknuði. Hann hvíli í friði. Gunnar F. Guðmundsson Bjöm Þorsteinsson kenndi mér í landsprófi; það var í Gaggó Vest við Selvör fyrir aldarfjórðungi; þá var kalt stríð og Bjöm var sagður vera kommúnisti og varla fyrr far- inn að kenna okkur en einn af strákunum tilkynnti honum að rúss- neskar ljósapemr væm drasl, eins og það væri Bimi að kenna. En óðar en varði var Bjöm orðinn vin- ur okkar og það var fart í íslensku- kennslunni. Kalda stríðið var tekið af dagskrá. Að loknum kennsludegi hófst skólastarf Bjöms fyrir alvöra; hann var lífið og sálin í öllu félagslífi og hreif fólk með sér. Fyrir einhvem ofurmátt hans og áhuga urðu ólík- legustu menn frambærilegir rithöf- undar og svo léku menn og sungu með tilþrifum og gátu ekki annað því að Bjöm fékk helsta leikstjóra þjóðarinnar til að leiðbeina. Sumir teiknuðu, aðrir ortu og sömdu leik- rit og úr öllu saman varð mikil jólaskemmtun, enn meiri árshátíð og Ijörlegt skólablað. Einhvem veg- inn fínnst mér í endurminningunni að Bjöm hafi vélritað blaðið og Qöl- ritað en það er víst misminni. Hins vegar var hann hinn mikli frum- kvöðull og drifkraftur í útgáfunni með öðm. Mörgum er sagt til hróss að þeir hafi notið sín með ungu fólki og átt auðvelt með að setja sig í spor þess. Þetta verður líka sagt um Bjöm. En ekki aðeins þetta, ungt fólk naut sín með honum, hann var fljótur að tileinka sér hugmyndir þess og hjálpa því að hrinda þeim í framkvæmd. Þetta vom virkjunar- framkvæmdir, nýtilegar hugmyndir vom beislaðar, starfsorka virkjuð og sköpunarþrá beint í farveg. Bjöm var bæði faðir og félagi í ftjóu starfi, sönnu skólastarfí. Svo liðu tíu ár, Bjöm varð pró- fessor í sagnfræði og ég fyrsti nemandi hans í kandidatsnámi. Enn var hann sem faðir og félagi, og það var fart í kennslunni eins og fyrri daginn. Bjöm réðst til atlögu við vanahugsun og hefðbundnar skoðanir. Stundum var hann líka alveg ósammála þeim Birni Þor- steinssyni sem gaf út Nýja íslands- sögu fimm ámm fyrr en nálgaðist æ meira þann Bjöm Þorsteinsson sem gaf út íslenska miðaldasögu 1978. Hann var örlátur á nýjar hugmyndir og varð glaður og reifur þegar nemendur lýstu hugmyndum og skoðunum sem gátu talist nýj- ungar. Og þegar rætt var um óunnin verkefni, sem honum þóttu mikilvæg og aðkallandi, fylltist hann eldmóði. Á ámnum 1972-5 var samstarf okkar Bjöms allmikið. Hann var þá forseti sögufélags en starfsemi þess tók mikinn fjörkipp 1974, enda tókst Bimi að virkja fólk til starfa. Dæmi um það er Reykjavíkurráð- stefnan 1974; þar fluttu ófáir fræðimenn erindi sem Sögufélag gaf síðan út í bókinni Reykjavík í 1100 ár. Ég leyfi mér að vfkja nokkm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.