Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Minning: Björn Þorsteins- son prófessor Fæddur 20. marz 1918 Dáinn 6. október 1986 Dr. Bjöm Þorsteinsson prófessor og einn fremsti sagnfræðingur ís- lendinga er látinn eftir tveggja ára þrúgandi vanheilsu, þar sem tíminn leið stundum i meðvitundarleysi á sjúkrahúsi, stundum við skerta- starfsgetu heima. Hann var 68 ára, fæddist 20. mars 1918 á Þjótanda í Flóa og andaðist 6. þessa mánað- ar í Borgarspítalanum. Foreldrar i hans voru Þorsteinn Bjömsson, síðar kaupmaður á Hellu og bóndi í Selsundi á Rangárvöllum, og fyrri kona hans Þuríður Þovaldsdóttir kennari. Bjöm ólst upp á Hellu og í Sel- sundi, lauk stúdentsprófi 1941 og cand. mag.-prófí í íslenskum fræð- um við Háskóla íslands 1947. Árið 1946 kvæntist hann Guðrúnu Guð- mundsdóttur landsbókavarðar Finnbogasonar. Hún lifir mann sinn ásamt dóttur þeiira, Valgerði kenn- ara, sem gift er Ágústi Þorgeirssyni byggingaverkfræðingi, en þau eiga þijú böm, Kristbjörgu, Bjöm og Guðrúnu Þorgerði. Að sjálfsögðu vann Bjöm fyrir sér samhliða háskólanámi, hóf fljót- lega kennslu og kenndi við Gagn- fræðaskóla_ Vesturbæjar og víðar til 1967. Árið 1966-71 var hann kennari í sögu við Menntaskólann við Hamrahlíð, sem þá var nýstofn- aður. 1971 varð hann prófessor í sögu við Háskóla íslands og gegndi því starfi meðan heilsan leyfði. Ég veit að nemendur áttu hauk í homi meðal kennara þar sem hann var. Samhliða kennslustörfum stund- aði hann tímafrekar rannsóknir, bæði hér heima og erlendis, meðal annars á vegum háskólans í Ham- borg 1958 og 1959, og samdi íjölda bóka og ritgerða sem enn em að koma út. Hér skal það starf ekki rakið, aðrir eru mér færari til þess. En með ritum sínum og kennslu varpaði hann nýju ljósi á marga þætti íslandssögunnar, beitti sér fyrir nýjum og víðsýnni skilningi á samhengi sögu og þeirra þjóðfé- lagsafla sem mestu hafa ráðið á hveijum tíma. Samtímis kennslu og ritstörfum fékkst hann mikið við félagsmál, vann í Sósíalistaflokknum mörg ár, var formaður Tékknesk-íslenska vináttufélagsins 1955—70, en best þekki ég til formennsku hans í Rangæingafélaginu 1950—58 og Félagi íslenskra fræða 1951-58. Hann var mikill ferðagarpur, hjól- aði meðal annars eitt sinn einsamall suður Kjalveg; það mun hafa verið kringum 1950. I annað skiptið hjól- aði hann við annan mann norður og urðu þeir að fara yfir Hofsjökul sökum vatnavaxta. Mörg sumur var hann leiðsögumaður ferðamanna, fyrst innanlands og síðar á Græn- landi, þar sem hann kynntist náið landi og þjóð. Við þessi störf sá hann fram á nauðsyn betri leiðsagn- ar fyrir útlenda ferðamenn eftir því sem þeim fjölgaði hér, og kom því á fót námskeiði fyrir leiðsögumenn 1 á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins 1960, en upp úr því fór fræðslu- starf þeirrar stéttar að vera skipu- legt. Við forystu hans var áhuginn og dugnaðurinn hvarvetna smit- andi. Bjöm var í hópi okkar gæfu- manna sem nutum kennslu feðg- anna á Fellsmúla, séra Ófeigs yigfússonar og séra Ragnars Ófeigssonar. Hann nam þar allar greinar til stúdentsprófs, var þar til húsnæðis og fæðis nokkrar vikur i senn, hljóp svo kannski austur að Selsundi við Heklurætur með bækur sínar og las heima um hríð, um helgar og hátíðir eða ef aðrar að- stæður kröfðust þess. En Þorsteinn í Selsundi hafði mikið Qárbú og því þurfti að sinna mismikið eftir árstíma og tíðarfari. Þetta er háttur nemenda við slíkar aðstæður. Þegar Bjöm varði doktorsritgerð sína, Ensku öldina í sögu íslendinga, við Háskóla íslands 26. júní 1971, tók hann það fram að af kennurum sínum teldi hann sig eiga mest að þakka þeim Fellsmúlafeðgum. Það mun engan undra sem til þekkir. Slíkri menningarstarfsemi íslenskra klerka meðan ungmenni áttu lítinn eða engan kost skólagöngu hafa ekki ekki verið gerð þau skil sem skyldi. Við hjónin þökkum þeim Bimi og Guðrúnu áralöng kynni, en að leiðarlokum þakka ég honum sér- staklega samstarf, fræðslu og alla viðkynningu, fyrst á námsárum, síðan á starfsvettvangi þess sem á að leiðbeina. Arni Böðvarsson Bjöm Þorsteinsson sagnfræðing- ur, fyrrverandi prófessor við Háskóla íslands, hefur hlýtt því kalli, sem fyrr eða síðar bíður okk- ar allra. Með honum er genginn einhver hugmyndaauðugasti, ötul- asti og litríkasti sagnfræðingur okkar á þessari öld. Enginn var ótrauðari en hann að ráðast í stór- ræði, bijótast um torleiði að settu marki, beijast fyrir góðu málefni. Afstaða hans mótaðist aldrei af hagkvæmnisástæðum, hann hljóp ekki eftir dægurþyt vinsælda eða lét annað en eigin sannfæringu segja sér fyrir verkum. Bjöm var af kunnum ættum, meira og minna tengdum Húna- þingi, fæddur í Ámessýslu nærri bökkum Þjórsár, alinn upp í Rang- árþingi, en vann megnið af ævi- starfi sínu í og við Reykjavík. Enginn staður batt hann svo að hann færi ekki hans vegna ferða sinna lengst af um dagana. Var hann víðförull ferðagarpur innan lands og utan og hafði mikil og heilladijúg áhrif á íslenzk ferðamál með ritun leiðalýsinga, leiðsögn, fararstjóm og fleiri störfum. Sann- leikurinn er sá að þessi afkastamikli fræðimaður var ósvikið bam útivist- ar og íslenzkrar náttúm. Rifjast í þessu sambandi upp fyrir mér, þeg- ar ég hitti hann á aðfangadag jóla fyrir næstum tveimur árum, sárt leikinn af þeim sjúkdómi sem hijáði hann síðustu misserin. Hann hafði þá iamazt svo í kverkum að hann átti örðugt um mál og ekki vand- kvæðalaust að skilja hann. En við þessar örðugu aðstæður snerist ræða hans um þau áform hans að kaupa vörugám, sem boðinn var til sölu! Til hvers? Jú, úr honum mætti fyrirhafnarlítið gera skýli, sem hann þyrfti nú nauðsynlega að koma sér upp í landareign sinni í Hafnarfjarðarhrauni, þar sem hann á liðnum ámm hefur komið sér upp álitlegum tijálundi. Um þetta ræddi hann af lífi og sál, og þetta þoldi enga bið, því að með vordögum ætlaði hann að leita út í guðsgræna náttúmna. Yrði slíkt að venju allra meina bót. Ég kynntist Bimi fyrst haustið 1945. Þá var hann einn þeirra eldri stúdenta við nám í íslenzkum fræð- um svo kölluðum í Háskóla íslands, sem gaf sér tíma til að ræða við þá sem vom að feta þar fyrstu spor- in. Þá þegar hafði hann hafíð langan kennaraferil, kenndi í gagn- fræðaskóla þeim sem kenndur var við Ágúst H. Bjamason prófessor. Löngu seinna urðum við um stund- arsakir samkennarar við þann ágæta skóla, sem þá hét Gagn- fræðaskóli Vesturbæjar. Þaðan fór Bjöm að Menntaskólanum við Hamrahlíð, þegar hann tók til starfa. Á þessum ámm stýrði Bjöm Sögufélaginu af miklum stórhug og skömngsskap, og hefur sá skrið- ur haldizt á skútu þess síðan, sem þá komst á hana. Enn lágu leiðir okkar Bjöms saman í heimspeki- deild Háskóla íslans. Orðaði Bjöm það einhvem tíma svo að okkur væri komið fyrir sínum í hvorri sell- unni við sama gang í Ámagarði. Lýsir það Bimi nokkuð að hann felldi sig illa við þá einsemd, sem vinnuherbergi háskólakennara bjóða innhverfum og kyrrlátum fræðaiðkumm. Hann naut sín bezt í návist fólks, ræddi við það áhuga- mál sín og þess, gerði grein fyrir þeim hugmyndum sem í honum vom að bijótast og var ávallt opinn fyrir skoðunum annarra, eins þó að þær biytu í bága við það sem almennt var viðtekið. Enginn má misskilja mig svo, að Bjöm hafi vikizt undan þeirri skrif- borðsvinnu, sem óhjákvæmilega er samfara sagnfræðiiðkunum. En einnig á þeim vettvangi vildi hann keppast við og var ef til vill um of frábitinn nostri og jrfirlegu. Má full- yrða að fátt var honum ógeðfelldara en prófarkalestur. Var hann því löngum fegnastur ef aðrir vom fá- anlegir til að taka þann kaleik frá honum. Hann var þó manna lausastur við sérhlífni, en skapgerð hans gerði honum prófarkimar sér- lega leiðar. Ólíklegt finnst mér að Bjöm hafi talið kennslu upp og ofan sérlega ánægjulegt starf, en lengi framan af ævi hans fannst mörgum vinum hans kröftum hans illa varið í ein- tóma ungiingakennslu, þegar hann hefði átt að hafa tíma og aðstæður til þess að sinna fræðistörfum. En kennslan veitti honum sem betur fer oft mikla ánægju, góða og sinn- uga nemendur hafði hann í háveg- um, og fyrir þá taldi hann ekkert erfiði eftir sér. Þá naut hann þess að aðstoða unga nemendur í félags- starfi þeirra. Munu eflaust margir gamlir nemendur hans úr gagn- fræðaskóla ævilangt minnast hans með þakklæti fyrir leiðbeiningar og uppörvun, þegar þeir þreyttu frum- raun sína á ritvelli, í ræðupúlti eða á sviði. Bjöm var maður geðríkur og skapstór, en kvartsjúkur var hann ekki. Hann barmaði sér ógjaman, skopaðist þá fremur Iítillega að sjálfum sér og er það aðferð sem fleiri ættu að reyna. Hann var í flestu tilliti gæfumaður, og mun hann sjálfur réttilega ekki hafa talið það sízta lán sitt á lifsleiðinni að eignast góðan fömnaut þar sem var Rona hans, Guðrún Guðmundsdótt- ir. Engum lifandi manni vildi hann fremur gera hvað eina til geðs. Er nú mikill harmur að henni kveðinn, en um langt skeið hefur sjúkdóms- kross bóndans hvflt þungt á herðum hennar. Henni, dóttur þeirra og öðmm ástvinum votta ég einlæga samúð mína og minna á þessum degi. Samstarfsmenn hans kveðja hann með eftirsjá og trega. Hann var sannur vinur vina sinna, þó að hann temdi sér ekki við þá fremur en aðra að haga orðum sínum eftir því sem eyran klæjaði. En öllum okkar samfagna ég vegna þeirra ágætu verka sem Bjöm hefur eftir sig látið og við fáum að nota og njóta um ófyrirsjáanlega framtíð. Bergsteinn Jónsson Við andlát Bjöms Þorsteinssonar sækja á hugann minningar frá fjög- urra áratuga kynnum, allt frá haustinu 1945, er hann varð kenn- ari minn í íslenzku í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (Ágústarskóla), og tveimur ámm síðar sögukennarí í sama skóla. Þessi kynni urðu nán- ari, sem tímar liðu, og um langt skeið átti ég við hann nánari sam- vinnu en flesta aðra menn. Við sátum saman í stjóm Sögufélags, vomm sögukennarar í Menntaskól- anum við Hamrahlíð, unnutn að samningu íslandssögu í Alfræði Menningarsjóðs, og ég aðstoðaði hann við útgáfu eigin bóka. Þetta samstarf leiddi til tíðra samfunda, bæði í starfi í önn dagsins svo og á gleðistundum, og ég minnist þess einlægt með mikilli ánægju, en jafn- framt söknuði, nú þegar Bjöm er fallinn frá um aldur fram eftir þung- bær veikindi síðustu tvö árin. Eg minnist þessa góða vinar míns sem hins lífsglaða og örgeðja eldhuga, sem ávallt var fijór af hugmyndum, ákafur að koma þeim á framfæri og gera að vemleika. Það var skemmtilegt og hressandi að fá hann gustmikinn óvænt inn úr dyranum í því skyni að eiga þægilegt spjall yfir kaffibolla og vindli, heyra hann af ákafa viðra hugmyndir sínar, framtíðarsýnir og áætlanir um fram- gang íslenzkra sögurannsókna og útgáfu sögurita. Fyrir þessi löngu kynni okkar, sem urðu að náinni vináttu, get ég aldrei fullþakkað, og mér er sannarlega tregt tungu að hræra við fráfall míns góða vinar og félaga. Bjöm Þorsteinsson fæddist á íjót- anda í Villingaholtshreppi á bökkum Þjórsár 20. marz 1918, sonur Þor- steins Bjömssonar (1886—1973) og fyrri konu hans Þuríðar Þorvalds- dóttur (1892—1945). Föðurafí Bjöms var Bjöm Eysteinsson (1848—1939), hinn alkunni heiða- bóndi, sem reisti sér nýbýli á Réttarhóli á Amarvatnsheiði árið 1886, og þar fæddist faðir Bjöms sama ár; síðast bjó Bjöm Eysteins- son að Grímstungu í Vatnsdal. Gaf Bjöm Þorsteinsson út sjálfsævisögu afa síns 1957 (2. útg. 1980). Móður- afi Bjöms var klerkurinn sr. Þorvald- ur Bjamarson á Mel í Miðfirði (1840—1906), mikill lærdómsmaður og búforkur. Átti Bjöm því til traustra stofna að rekja nyrðra. Foreldrar hans slitu samvistir, móðir hans gerðist kennari í Húnaþingi, en hann ólst upp með föður sínum í Rangárþingi, m.a. að Vetleifsholti og frá 1927—35 að Hellu við Ytri- Rangá; þar varð Þorsteinn upphafs- maður byggðar, rak þar verzlun fyrstur manna, einnig sláturhús og stundaði búskap; rekstur hans varð fyrir miklum áfollum á kreppuámn- um, svo að Þorsteinn hætti þar starfsemi; keypti hann þá, ásamt Klein kaupmanni í Reykjavík, jörð- ina Selsund á Rangárvöllum, við Heklurætur, og þar sleit Bjöm sonur hans unglingsskónum, áður en hann hleypti heimdraganum. Hugur Bjöms Þorsteinssonar hneigðist til mennta og langskóla- náms. Undirbúning undir stúdents- próf hlaut hann hjá þeim feðgum sr. Ófeigi Vigfússyni og sr. Ragnari syni hans, sem kenndu námfúsum sveitaunglingum undir skóla, eins og þá tíðkaðist enn samkvæmt göml- um og góðum íslenzkum sið. Eftir að hafa fengið góða undirstöðu hjá þessum flölmenntuðu feðgum, lauk Bjöm stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík, utanskóla, vorið 1941. Settist hann síðan í Háskóla íslands og lauk þar kandidatsprófi í íslenzkum fræðum með sögu að sérgrein vorið 1947. Kennarar hans í sögu vom þeir Ámi Pálsson, Jón Jóhannesson og Þorkell Jóhannes- son, en alla mat Bjöm mikils og hefur minnst þeirra í ræðu og riti. Lokaritgerð hans fjallaði um „kon- ungseignir í Rangárþingi fyrir siðaskipti". Samhliða háskólanámi stundaði Bjöm kennslu, var fyrst stundakenn- ari í Iðnskólanum (1942—45) og síðan í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga frá 1943, en fastur kennari síðar. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga var þá og til ársins 1948 e.k. annar mennta- skóli í Reylgavík (stofnaður 1928), og var þar kennt allt upp í fjórða bekk menntaskólanáms, þar sem þá var takmörkuð innganga nemenda í MR. Stóðu til þess vonir, að Gagn- fræðaskóli Reykvíkinga yrði form- lega gerður að öðmm menntaskóla í Reykjavík, en skammsýni réð því að svo varð ekki, og var skólinn lát- inn falla inn í hið almenna fræðslu- kerfi skv. lögum 1946 sem gagnfræðaskóli (Vesturbæjar). I þessum skóla kenndi Bjöm við góðan orðstír íslenzku og sögu, og ég hygg, að honum hafi líkað vistin þar einstaklega vel. Þar var sam- valið kennaralið hinna ágætustu manna, sem hver framhaldsskóli mátti telja sig fullsæmdan af, enda fór fjöldi nemenda þaðan síðar inn í menntaskólann og stóð sig yfirleitt með prýði, að ekki sé meira sagt um suma. Bjöm féll vel inn í þennan kennarahóp, það var samstæð heild og vinátta í milli. Hér vom frábærir tungumálakennarar, eins og Bjöm Bjamason í ensku, Bína Kristjánsson í dönsku, sögukennarar, auk Bjöms, eins og skólastjórínn Knútur Am- grímsson og Sverrir Kristjánsson, Guðni Jónsson í íslenzku, Steinþór Guðmundsson í stærðfræði, listmál- arinn Jóhann Briem í teikningu o.fl. Þarf ekki frekar vitnanna við til að staðfesta hvílíkt mannval var hér á ferðinni, og þvi vel fyrir námi þeirra unglinga séð, _ sem vom á þessari menntabraut. Ég minnist þeirra allra með hlýhug og þakklæti. Mér er Bjöm Þorsteinsson einlægt minnis- stæður frá því hann kom fyrst í bekkinn okkar á haustdögum 1945, þegar skólinn var nýfluttur í gamla Stýrimannaskólahúsið við Öldugötu. Hann var góður kennari, áhugasam- ur, örgeðja og kvikur á fæti, eðlis- þættir, sem alla tíð einkenndu Bjöm Þorsteinsson. Tveimur ámm síðar varð hann kennari minn í íslands- sögu, kenndi hina kjammiklu bók Amórs Siguijónssonar (sem var sögð samin fyrir greinda Þingey- inga!), og greinilegt var, að hinn ungi kennari var í essinu sínu, er hann kenndi þá grein, sem hann hafði nýlokið prófi í við Háskólann. Það sýndi sig fljótt, að sagnfræð- ingurinn ungi hugði ekki á gagn- fræðaskólakennslu einvörðungu, þó honum félli vistin vel innan um ungl- ingana. Veturinn 1948—49 var Bjöm í framhaldsnámi í sagnfræði við háskóla í London með styrk frá British Council. Hann stefndi mark- visst að því að hasla sér völl á sviði sagnfræðirannsókna og síðan rit- störf í beinu framhaldi, og það var ljóst, að þar var ötull og glöggur verkmaður kominn til starfa þar sem Bjöm var. Fyrir utan ýmsar alþýð- legar greinar um söguleg eftii í dagblöðum á næstu ámm, ritaði hann viðameiri þætti í tímarit, t.d. um siðaskiptin og Jón Arason (1950), fslandsverzlun Englendinga á fyrri hluta 16. aldar (Skímir 1950), Siglingar til íslands frá Bisk- ups Lynn í afmælisriti Sigurðar Nordals (Á góðu dægri 1951), Sendi- ferðir og hirðstjóm Hannesar Pálssonar og skýrsla hans (Skímir 1953). Fall Bjöms Þorleifssonar á Rifi og afleiðingar þess (Safn til sögu Islands, 1956). Með þessum ritgerðum stefndi hann óðfluga inn á það svið, sem átti eftir að verða sérgrein hans í sagnfræði, 15. öldin. Á þessum ámm er Bjöm Þor- steinsson farinn að semja yfirlitsverk um íslandssögu, sem þá skorti mjög á markaði, þar sem í raun var ekki til neitt slíkt verk, nánast aðeins skólabækur, þótt undarlegt megi virðast. Fyrsta bindi þessa verks Bjöms var „íslenzka þjóðveldið", sem út kom 1953, viðamikið rit um sögu íslands frá upphafi til Gamla sáttmála 1262. Hér mddi Bjöm nýja braut að ýmsu leyti, fítjaði upp á nýrri efnismeðferð, hafði aðrar áherzlur, en áður tíðkaðist, tengdi söguna meir almennri þróun í Evr- ópu, fjallaði ítarlega um þróun atvinnuhátta og þjóðfélagsskipunar, gerði minna úr atburðarás Sturl- ungaaldar en áður var gert o.fl. Það var ekki að ástæðulausu, að jafn ágætur sagnfræðingur og Ólafur Hansson kvæði upp úr um það í rit- dómi, að útgáfu þessa rits bæri að telja til „stórtíðinda" í ísl. sagnfræði og ritið „stórfróðlegt og bráð- skemmtilegt aflestrar". Þessi ánægja yfir lofsverðu framtaki hins unga og efnilega sagnfræðings mun þó ekki alls staðar hafa verið ríkjandi, því að sumir töldu hann fara leyfislaust inn á svið, sem aðrir menn, honum eldri, hefðu helgað sér og ættu forgangsrétt, ef nokkuð væri! Bjöm lét þó ekki deigan síga og gaf út framhaldið „Islenzka skattlandið I“, sögu íslands frá 1262 til 1400, ritað á svipuðum gmnd- velli og bókin um þjóðveldið. Nú var hann kominn að því tímabili íslands- sögunnar, þar sem fmmrannsóknir skorti mjög, til þess að unnt væri að rita fullnægjandi yfirlitsrit, þar sem var 15. öldin. Þess vegna fór svo, að næsta áratug sökkti hann sér af mikilli elju niður í rannsóknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.