Morgunblaðið - 16.10.1986, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986
37
AKUREYRI
Verð á nýjum
vetrarhjól-
börðum nokk-
uð mismunandi
MIKIL hálka var i gær á vegum
á Öxnadalsheiði og í Ólafsfjarð-
armúla. Lágheiðin er fær en þar
var einnig mikil hálka. Þá var
hálka í Víkurskarðinu i gær-
morgun.
í framhaldi af fréttum af hálku
á vegum má líta til gamans á verð-
könnum sem Neytendafélag
Akureyar hefur gert í samvinnu við
Akureyrartíðindi og birt var í blað-
inu í gær. Þar er kannað verð á
vetrarhjólbörðum á nokkrum stöð-
um á Akureyri - en skýrt skal tekið
fram að um mismunandi gerðir hjól-
bjarða er að ræða þannig að varla
er rökrétt að gera beinan saman-
burð.
Mesti verðmunur var á 13 tommu
hjólbörðum. Ódýrustu hjólbarðam-
ir, sem eru kanadískir, fást hjá
Smurstöð Shell og Olís og kosta
2.690 krónur stykkið. Hjá Hjól-
barðaþjónustu KEA kosta Michelin
hjólbarðar af sömu stærð hins veg-
ar 4.658 krónur stykkið. Munurinn
1.968 krónur - og því 7.872 krónur
ef keypt eru flórir nýir hjóibarðar.
Þá má geta þess að 15 tommu
hjólbarðar (Barum Polar) kosta
4.508 krónur hjá Höldi sf. en 3.210
hjá Tómasi Eyþórssyni, hjólbarða-
þjónustu.
Á öðrum stærðum virðist verð
vera svipað á öllum stöðum, einnig
er verð á slöngum svipað og um-
felgun kostar alls staðar það sama
- 1.276 krónur ef viðskiptavinurinn
tekur sjálfur undan en 1.576 ef
verkstæðið tekur hjólbarðana und-
an bílnum.
Mimiing-
arsjóður
um Sölva
Sölvason
STOFNAÐUR hefur ve-
ríð minningarsjóður um
Sölva Sölvason, sjómann,
af skipsfélögum hans.
Markmið sjóðsins er að
reisa minnisvarða um
drukknaða og týnda. Á
sjómannadögum verður
þeirra síðan minnst og
lagður blómsveigur að
minnisvarðanum.
Sjóðurinn hefur opnað
gíróreikning. Þeir sem vilja
styrkja þetta málefni geta
lagt inn á gíróreikning númer
57400-7, pósthólf 503, 602
Akureyri, með eða án nafns
síns, ftjáls framlög. Gírós-
eðlar fást í öllum pósthúsum,
bönkum og sparisjóðum.
Einnig er hægt að greiða til
sjóðsins gegn sérstökum
kvittunum og er þá haft sam-
band við Ingimund Bem-
harðsson, Reykjasíðu 14
Akureyri, sími 25572 og
vinnusími 25033 og gefur
hann allar nánari upplýsing-
ar.
Mikill hugur er ríkjandi um
að hægt verði að afhjúpa
minnisvarða þennan á sjó-
mannadaginn 1987.
Fréttatilkynning.
liorgunbUAið/Slupti Hallgrimnon.
Krakkamir kunnu vel að meta söng og leik vísnasöngkonunnar.
Therese Juel söng
í barnaskólimum
SÆNSKA visnasöngkonan
Therese Juel hélt tónleika á
Akureyri I gærkvöldi ásamt
blásarasextettinum Luijamt-
arna. í gær og fyrradag
heimsótti hún skóla bæjarins
og lék og söng fyrir krakkana.
Á þriðjudaginn heimsóttu sjö-
menningamir Glerárskóla og
Síðuskóla og f gærmorgun fóru
þau svo í Lundarskóla, Oddeyrar-
skóla og Bamaskóla Akureyrar
en þar voru meðfylgjandi myndir
teknir.
Ekki var annað að sjá en
sænska söngkonan næði vel til
krakkanna - söng m.a.s. eitt lag
á íslensku - og var klappað lof í
lófa eftir þau lög sem blaðamaður
heyrði.
Theresea Juel syngur I einum
bamaskólanna.
Markmiðið að viðhalda
gömlum vinnuaðferðum
Þórey Halldórsdótdr leiðbeinir á vefnámskeiði. Hotgunbiaðíð/Guðmundur
-spjallað við Þóreyu
Eyþórsdóttur for-
mann Nytjalistar
FÉLAGIÐ Nytjalist var stofnað
á Akureyri í ársbyijun 1985.
Þetta er áhugamannafélag sem
hefur það meðai annars að mark-
miði að vekja Fiuga á nýsköpun
nytjahluta „og viðhalda gömlum
vinnuaðferðum," eins og Þórey
Eyþórsdóttir, formaður félags-
ins, sagði í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins.
Upphafið að stofnun félagsins
má segja að hafi verið að Þórey
fluttist heim frá útlöndum! Nánar
um það frá henni sjálfri: “Þegar
ég kom sá ég að mjög lítið úrval
var af vönduðum heimilisiðnaðar-
vörum á boðstólnum. Ég ætlaði að
kaupa gjafir handa vinum mínum
erlendis en fann að úrvalið var lítið.
Ég vissi að mikið af fólki vann við
þessa hluti og velti því fyrir mér
hvar það væri og hvað það væri
að gera. Það má segja að þetta
hafi verið kveikjan að félaginu."
Þórey segist hafa verið mjög
bjartsýn þegar hún fór af stað. “Ég
vildi komast yfir Nýja Bíó og stofna
þar verkstæði - og vera með söluna
frammi í anddyri. Þama hefði getað
orðið listmiðstöð í hjarta bæjarins
og hefði orðið mjög skemmtilegt
mál. Ég fékk fullt af fólki með mér
í þetta og það var mjög spennt fyr-
ir hugmyndinni með Nýja Bfó. En
það varð ekkert úr þessu. Við héld-
um að bærinn myndi styðja við
okkur en við höfum ekki fengið
fyrirgreiðslu frá bænum," segir
Þórey.
Starfsemi félagsins fer nú fram
í gamla útvarpshúsinu við Norður-
götu - “Reykhúsinu" svokallaða.
Ekki er vitað hve lengi félagið fær
þar inni en ríkið á húsið.
Félagið er með námskeið f njdja—
list, “þar sem við erum að gera
hluti með ákveðnar listrænar kröfur
í huga ásamt því að þeir hafí ákveð-
ið notagildi," segir formaðurinn. í
vikunni lauk námskeiði í vefnaði,
tuskubrúðugerð og fijálsum út-
saumi og annað slfkt námskeið er
að fara af stað fljótlega á ný.
Þá hefur félagið staðið fyri
tveimur sölusýningum - sú fyrri var
í fyrrasumar og sú sfðari í vor og
fyrir síðustu jól var félagið með
gallerí í Hafnarstræti 85. Að sögn
Þóreyjar gengu sölusýningamar
mjög vel og hefur gróska verið í
starfi félagsins. “Á sfðari sölusýn-
inguna komu til dæmis tæplega 400
manns og hlutir seldust vel - en
sýningin stóð aðeins eina helgi.“
Þórey sagði Nytjalist ætla að
vera með fræðslufundi fyrsta mið-
vikudag í hveijum mánuði í vetur
og þá verður alltaf opið hús á
fimmtudögum “svo framarlega sem
við fáum húsið,“ eins og Þórey
sagði.
Félagar í Nytjalist eru um 90 -
á öllu Norðurlandi; Húnavatnssýslu
og Þingeyjareýslu auk EyjaQarðar.
Aðalfundur félagsins er á laugar-
daginn kemur í gamla útvarps-
húsinu við Norðurgötu og hvatti
Þórey alia til að mæta á fundinn
sem hefst kl. 14.00. “Þetta er
áhugamannafélag fyret og fremst
og ég hvet nýja félaga endilega til
að koma. Það eru allir velkomnir,"
sagði Þórey.
Lokahóf KRA
LOKAHÓF Knattspymuráðs Ak-
ureyrar, KRA, verður haldið i
félagsmiðstöðinni Dynheimum á
laugardaginn og hefst kl. 15.00.
Þar verða veitt verðlaun fyrir
sigur í Akureyrarmóti allra flokka
og boðið upp á veitingar. Þá verða
og sýndar knattspymumyndir af
mynbandi.
Á lokahófinu verður heiðraður
markahæsti leikmaður sumareins f
mótum KRA og hápunktur samko-
munnar verður - eins og verið hefur
undangengin 11 ár - að lýst verður
kjöri Knattspymumanns Akureyrar
fyrir nýliðið leiktímabil verður lýst.
Það eru eflaust margir kallaðir að
þessu sinni, eins og alltaf, en aðeins
einn útvalinn. Það eru fulltrúar fé-
laganna í KRA sem velja Knatt-
spymumann ársins.