Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁMÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Er akkur í heimsfrægðinni? Hvers eiga stórar kon- ur að gjalda? •• Ollum stórum konum svarað Hjá versluninni Jénný Frakkastíg 14, getur þú keypt kvensíðbuxur í hvaða stærð sem þú óskar. Fatagerðin Jenný hefur um 3ja ára skeið framleitt og selt kvenfatn- að í stórum númerum. Á lager eru framleiddar buxur upp í no. 38 tommur, en sé þörf á stærri fatnaði saumum við eftir máli. Við fram- leiðum bæði sígildan fatnað og tískufatnað, eftir okkar sniðum eða sniðum viskiptavina. Framkvæmdastjóri Stöð 2 bjargaði miklu Jóhannes Proppé skrifar: Stöð 2 bjargaði miklu þessa fjóra daga sem hún starfaði meðan að leiðtogafundurinn tröllreið öllum fjölmiðlum. Forsjónin hefur tekið f taumana og látið stöðina bila á þann hátt að hún gat einbeitt sér að skemmtiefni en ekki tekið þátt í „frétta" vitleysunni. Því miður sé ég mér samt ekki fært að kaupa „afruglarann", ekki vegna þess að mér líki ekki efni stöðvarinnar, þar hafa komið marg- ir stórgóðir og skemmtilegir amerískir þættir, heldur vegna þess að ég er neyddur til að kaupa tæk- ið á einum stað. Ekkert val, alger einokun. Það er helv... hart að stöð sem auglýsir sig sem boðbera frels- is og státar af því að hafa brotið einokun ríkisfjölmiðla á bak aftur skuli svo koma fram á þennan hátt. Ég bíð eftir fijálsri samkeppni. P.s. Mætti ég benda hinni nýju stöð á að halda sér við auglýsta tíma - ekki byija „pínulítið" á und- an. Og annað: getið þið ekki komið með Lucy Ball þættina. Að vísu eru þeir sumir í svart hvítu, en eru svo stórkostlegir að maður fær krampa af hlátri. „Ein á báðum áttum“ skrifar: Upplýsingar hfa borist úr ferða- þjónustunni um aukinn fjölda erlendra ferðamanna til íslands á þessu ári, ekki síst frá Bandaríkjun- um. Sumir rekja þetta til þess að Bandaríkjamenn þori ekki að ferð- ast til meginlands Evrópu af ótta við hryðjuverk, en þeim hafi verið bent á að hér úti á hjara gætu þeir verið óhultir því að hryðjuverka- menn hefðu aldrei látið á sér kræla hér á landi. Síðan kom leiðtogafundurinn upp í hendumar á okkur og rækilega auglýst að honum hefði verið valinn staður hér vegna þess að hér væm engir hryðjuverkamenn. Frétta- menn töngluðust á að meiri land- kynningu væri ekki hægt að hugsa sér og fólk á götum úti greip það á Jofti sbr. svör þess í fjölmiðlum: „Ágætis auglýsing fyrir ísland", „Góð landkynning", „Vekur athygli á íslandi sem ferðamannalandi", „Beinir athygli heimsins að íslandi" o.s. frv. Þessir hringdu . . . Gleraugu í Vesturbænum Kona hringdi: Ég týndi gleraugunum mínum í Vesturbænum, ég held á Ásvalla- götu, Hofsvallagötu eða Hring- braut. Vinsamlega láttu mig vita í s. 26423 ef þú hefur fundið þau. Upp á líf og dauða Kattarvinur hringdi: Á vegi mfnum, í Rafstöðvar- hverfinu, varð stór og bráðlagleg- ur högni. Hann er svartur með hvítar tæ_r, ljósan háls og hvít veiðihár. Ég bið eiganda kattarins að hafa samband sem allra fyrst upp í Víðidal á dýraspítalann þar, því þangað fór ég með högnann. Látið leik- tækjasam- stæðuna við Borgarleik- húsið standa Vigdís hringdi: Ég vil þakka borgaryfírvöldum það framtak að láta reisa leik- tækjasamstæðu við Borgarleik- húsið. Jafnframt vil ég vekja á því athygli að þetta er eina opna svæðið með leiktækjum í nýja miðbænum og þvf kærkomið böm- um í hverfínu sem hingað til hafa leitað í freistandi hættur sem fylgja hverfum í byggingu. Eg vona að leiktækin fái að standa sem lengst. En er þessi auglýsing á landinu til góðs? Erum við viðbúin að axla þá ábyrgð að hingað flykkist erlend- ir ferðamenn í auknum mæli? Erum við viðbúin að taka á móti þeim á sómasamlegan hátt? Höfum við til þess nægilega þjálfað fólk? Hvemig er staðið að menntun fólks í ferða- þjónustu hér á landi? Getum við eftirleiðis tryggt ferðamönnunum það öryggi sem við höfum gumað af? Hvað ef hryðjuverkamenn upp- götva ísland, að ekki sé talað um þá staðreynd sem vinkona forseta okkar auglýsti svo rækilega í einu dagblaðinu um daginn, að við for- setasetrið væri engin öryggisgæsla? Er ekki ansi tvíeggjað að opinbera þetta í fjölmiðlum og velqa á því athygli? Síðast liðinn laugardag birtist svo frétt á baksíðu Morgunblaðsins þar sem látið var liggja að því að hryðju- verkamenn væra eða hefðu verið á leið til íslands. Mér era því ofarlega í huga spumingar sem ég vil beina til annarra: Er okkur slíkur akkur í heimsfrægðinni sem látið er í veðri vaka? Getur það ekki líka verið kostur að búa afskekkt, fjarri heimsins glaumi? Hefur það ekki einmitt verið það sem ferðamenn- imir hafa verið að sækjast eftir hér, fámenni, öryggi og kyrrð? Og hvað um okkur sjálf? SJÁLFSTÆÐISMENN REYKJAVÍK! RÚNAR Á ÞING Kosningaskrifstofa, Klapparstíg 26 e.h. s. 28843. Iðnaðarhúsnædi Höfum til leigu 270 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð, við Dalbrekku í Kópavogi. Uppl. í síma: 46688 og 30768. Hjartanlegar þakkir til barna minna, tengda- barna, barnabarna, vina og vandamanna sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum, blóm- um og skeytum á 70 ára afmœli mínu þann 11. október sl. Sérstakar þakkir flyt ég kven- félaginu Gefn fyrir mikinn höföingsskap mér til handa. GuÖ blessi ykkur öll. Sigrún Oddsdóttir, Nýjalandi, Garði. Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim einstakling- um, félögum og stofnunum er sýndu mér hlýhug og vinsemd á 80 ára afmceli mínu 5. októbersl. með nœrveru sinni, gjöfum, blómum og skeytum. Sigurður Gunnlaugsson. Hlíðarvegi 22. Siglufirði. STJÓRNANDINN OG HLUTVERK HANS Stjórnendur fyrirtækja hafa oft tilhneigingu til að leggja áherslu á atriði er lúta að lausn ákveöinna verka þar sem árangurinn kemur fljótt I Ijós. En hlutverk stjórnenda ætti öðru fremur að beinast að markaðssetningu, stefnumótun, gerð áætlana og starfshvatningu. Einnig þurfa stjórnendur að gera sér grein fyrir hlutverki og tilgangi fyrirtækisins. Markmið: Að gera stjórnendur hæfari til aö meta á raunhæfan hátt starfssvið fyrirtækja sinna, sem auðveldar þeim að ná fram markvissara verkefna- vali, einfaldari og árangursríkari stjórnun. Efni: ■ Stefnumótun fyrirtækja og deilda ■ Setning markmiða — stjórnun markmiða. • Áætlanagerð. ■ Stjórnunarstílar. ■ Ákveðni í stjórnun. ■ Viðurkenning — starfshvatning. ■ Eftirlit — bakveiti (feed-back). * Gæðaeftirlitshringir kynntir. Leiðbeinandi: Höskuldur Frímannsson, rekstrar- hagfræðingur. Forstöðumaður rekstrarráðgjafar- deildar Skýrsluvéla rlkisins og Reykjavíkurborgar. Timi: 27,—30. október 1986, kl. 14.00—18.00. ______________________A_________________________________ Scjórnunarfélag------------------ islands Ananaustum 1S S>mi 6210 6«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.