Morgunblaðið - 16.10.1986, Page 59

Morgunblaðið - 16.10.1986, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁMÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Er akkur í heimsfrægðinni? Hvers eiga stórar kon- ur að gjalda? •• Ollum stórum konum svarað Hjá versluninni Jénný Frakkastíg 14, getur þú keypt kvensíðbuxur í hvaða stærð sem þú óskar. Fatagerðin Jenný hefur um 3ja ára skeið framleitt og selt kvenfatn- að í stórum númerum. Á lager eru framleiddar buxur upp í no. 38 tommur, en sé þörf á stærri fatnaði saumum við eftir máli. Við fram- leiðum bæði sígildan fatnað og tískufatnað, eftir okkar sniðum eða sniðum viskiptavina. Framkvæmdastjóri Stöð 2 bjargaði miklu Jóhannes Proppé skrifar: Stöð 2 bjargaði miklu þessa fjóra daga sem hún starfaði meðan að leiðtogafundurinn tröllreið öllum fjölmiðlum. Forsjónin hefur tekið f taumana og látið stöðina bila á þann hátt að hún gat einbeitt sér að skemmtiefni en ekki tekið þátt í „frétta" vitleysunni. Því miður sé ég mér samt ekki fært að kaupa „afruglarann", ekki vegna þess að mér líki ekki efni stöðvarinnar, þar hafa komið marg- ir stórgóðir og skemmtilegir amerískir þættir, heldur vegna þess að ég er neyddur til að kaupa tæk- ið á einum stað. Ekkert val, alger einokun. Það er helv... hart að stöð sem auglýsir sig sem boðbera frels- is og státar af því að hafa brotið einokun ríkisfjölmiðla á bak aftur skuli svo koma fram á þennan hátt. Ég bíð eftir fijálsri samkeppni. P.s. Mætti ég benda hinni nýju stöð á að halda sér við auglýsta tíma - ekki byija „pínulítið" á und- an. Og annað: getið þið ekki komið með Lucy Ball þættina. Að vísu eru þeir sumir í svart hvítu, en eru svo stórkostlegir að maður fær krampa af hlátri. „Ein á báðum áttum“ skrifar: Upplýsingar hfa borist úr ferða- þjónustunni um aukinn fjölda erlendra ferðamanna til íslands á þessu ári, ekki síst frá Bandaríkjun- um. Sumir rekja þetta til þess að Bandaríkjamenn þori ekki að ferð- ast til meginlands Evrópu af ótta við hryðjuverk, en þeim hafi verið bent á að hér úti á hjara gætu þeir verið óhultir því að hryðjuverka- menn hefðu aldrei látið á sér kræla hér á landi. Síðan kom leiðtogafundurinn upp í hendumar á okkur og rækilega auglýst að honum hefði verið valinn staður hér vegna þess að hér væm engir hryðjuverkamenn. Frétta- menn töngluðust á að meiri land- kynningu væri ekki hægt að hugsa sér og fólk á götum úti greip það á Jofti sbr. svör þess í fjölmiðlum: „Ágætis auglýsing fyrir ísland", „Góð landkynning", „Vekur athygli á íslandi sem ferðamannalandi", „Beinir athygli heimsins að íslandi" o.s. frv. Þessir hringdu . . . Gleraugu í Vesturbænum Kona hringdi: Ég týndi gleraugunum mínum í Vesturbænum, ég held á Ásvalla- götu, Hofsvallagötu eða Hring- braut. Vinsamlega láttu mig vita í s. 26423 ef þú hefur fundið þau. Upp á líf og dauða Kattarvinur hringdi: Á vegi mfnum, í Rafstöðvar- hverfinu, varð stór og bráðlagleg- ur högni. Hann er svartur með hvítar tæ_r, ljósan háls og hvít veiðihár. Ég bið eiganda kattarins að hafa samband sem allra fyrst upp í Víðidal á dýraspítalann þar, því þangað fór ég með högnann. Látið leik- tækjasam- stæðuna við Borgarleik- húsið standa Vigdís hringdi: Ég vil þakka borgaryfírvöldum það framtak að láta reisa leik- tækjasamstæðu við Borgarleik- húsið. Jafnframt vil ég vekja á því athygli að þetta er eina opna svæðið með leiktækjum í nýja miðbænum og þvf kærkomið böm- um í hverfínu sem hingað til hafa leitað í freistandi hættur sem fylgja hverfum í byggingu. Eg vona að leiktækin fái að standa sem lengst. En er þessi auglýsing á landinu til góðs? Erum við viðbúin að axla þá ábyrgð að hingað flykkist erlend- ir ferðamenn í auknum mæli? Erum við viðbúin að taka á móti þeim á sómasamlegan hátt? Höfum við til þess nægilega þjálfað fólk? Hvemig er staðið að menntun fólks í ferða- þjónustu hér á landi? Getum við eftirleiðis tryggt ferðamönnunum það öryggi sem við höfum gumað af? Hvað ef hryðjuverkamenn upp- götva ísland, að ekki sé talað um þá staðreynd sem vinkona forseta okkar auglýsti svo rækilega í einu dagblaðinu um daginn, að við for- setasetrið væri engin öryggisgæsla? Er ekki ansi tvíeggjað að opinbera þetta í fjölmiðlum og velqa á því athygli? Síðast liðinn laugardag birtist svo frétt á baksíðu Morgunblaðsins þar sem látið var liggja að því að hryðju- verkamenn væra eða hefðu verið á leið til íslands. Mér era því ofarlega í huga spumingar sem ég vil beina til annarra: Er okkur slíkur akkur í heimsfrægðinni sem látið er í veðri vaka? Getur það ekki líka verið kostur að búa afskekkt, fjarri heimsins glaumi? Hefur það ekki einmitt verið það sem ferðamenn- imir hafa verið að sækjast eftir hér, fámenni, öryggi og kyrrð? Og hvað um okkur sjálf? SJÁLFSTÆÐISMENN REYKJAVÍK! RÚNAR Á ÞING Kosningaskrifstofa, Klapparstíg 26 e.h. s. 28843. Iðnaðarhúsnædi Höfum til leigu 270 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð, við Dalbrekku í Kópavogi. Uppl. í síma: 46688 og 30768. Hjartanlegar þakkir til barna minna, tengda- barna, barnabarna, vina og vandamanna sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum, blóm- um og skeytum á 70 ára afmœli mínu þann 11. október sl. Sérstakar þakkir flyt ég kven- félaginu Gefn fyrir mikinn höföingsskap mér til handa. GuÖ blessi ykkur öll. Sigrún Oddsdóttir, Nýjalandi, Garði. Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim einstakling- um, félögum og stofnunum er sýndu mér hlýhug og vinsemd á 80 ára afmceli mínu 5. októbersl. með nœrveru sinni, gjöfum, blómum og skeytum. Sigurður Gunnlaugsson. Hlíðarvegi 22. Siglufirði. STJÓRNANDINN OG HLUTVERK HANS Stjórnendur fyrirtækja hafa oft tilhneigingu til að leggja áherslu á atriði er lúta að lausn ákveöinna verka þar sem árangurinn kemur fljótt I Ijós. En hlutverk stjórnenda ætti öðru fremur að beinast að markaðssetningu, stefnumótun, gerð áætlana og starfshvatningu. Einnig þurfa stjórnendur að gera sér grein fyrir hlutverki og tilgangi fyrirtækisins. Markmið: Að gera stjórnendur hæfari til aö meta á raunhæfan hátt starfssvið fyrirtækja sinna, sem auðveldar þeim að ná fram markvissara verkefna- vali, einfaldari og árangursríkari stjórnun. Efni: ■ Stefnumótun fyrirtækja og deilda ■ Setning markmiða — stjórnun markmiða. • Áætlanagerð. ■ Stjórnunarstílar. ■ Ákveðni í stjórnun. ■ Viðurkenning — starfshvatning. ■ Eftirlit — bakveiti (feed-back). * Gæðaeftirlitshringir kynntir. Leiðbeinandi: Höskuldur Frímannsson, rekstrar- hagfræðingur. Forstöðumaður rekstrarráðgjafar- deildar Skýrsluvéla rlkisins og Reykjavíkurborgar. Timi: 27,—30. október 1986, kl. 14.00—18.00. ______________________A_________________________________ Scjórnunarfélag------------------ islands Ananaustum 1S S>mi 6210 6«

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.