Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 61 Nóg að gera 29. október: Landsleikir gegn Austur-Þjóðverjum íhandknattleik og knattspyrnu á sama deginum ÞAÐ er ekki oft sem svo undar- lega hittist á að leiknir eru landsleikir við sömu þjóðina í tveimur íþróttagreinum á einum og sama deginum - og í sitt hvoru landinu. En 29. október nœst- komandi leika landslið (slands og Austur-Þýskalands landsleik í handknattleik f Laugardalshöll- inni á sama tíma og knattspyrnu- landslið þjóðanna eigast við í Evrópukeppninni í knattspymu í Karl Marx Stadt f Austur-Þýska- landi. Fyrirhugað er að sýna knatt- spyrnulandsleikinn í beinni útsend- ingu í sjónvarpinu og því hefði mátt búast við að HSI reyndi að færa leikinn til, því varla er hægt að reikna með mörgum áhorfend- um í Höllina, ef leikinn þar ber upp á sama tíma og knattspyrnuleik-- inn. En að sögn Jóns Erlendssonar hjá HSÍ var samið um þessa leik- daga snemma í vor.áður en vitað var um knattspyrnuleikinn - og al- veg útilokað hefur reynst að breyta leikdögunum. „Austur-Þjóðver- jarnir eru á keppnisferð, þeir koma hingað frá Sviss og fara héðan til Noregs, og það var ekki til um- ræðu af þeirra hálfu að breyta tímasetningum", sagði Jón Er- lendsson. Jón sagði að úr því sem komið væri þá litu þeir á það sem skemmtiiega tilviljun að leika gegn sömu þjóðinni ítveimur vinsælustu íþróttagreinunum á sama degi - og taldi að það myndi ekki kom^gs svo mjög að sök því knattspyrnu- leikurinn yrði búinn þegar hand- knattleiksleikurinn bvriaði. Jón G. úr KRíÍR JÓN G. Bjarnason, sem verið hef- ur leikmaður með KR undanfarin ár, og var miðdepill „Jónsmáls- ins“ svokallaða sumarið 1985, hefur tilkynnt félagaskipti yfir í ÍR, sem mun leika f 2. deild á nœsta ári f fyrsta skipti í sögu fólagsins. Jón G. Bjamason • Kristján Arason, sem hór sést f lelk með Hameln á sfðasta vetri, er nú að finna sig hjá Gummersbach. Á ekki oft eftir að skora tíu mörk í leikjum Gummersbach - segir Kristján Arason „ÞAÐ hefur ekki gengið neitt allt- of vel hjá mér að undanförnu er þetta fer þó stöðugt batnandi“, sagði Kristján Arason, landsliðs- maður f handknattleik f samtali við Morgunblaðið, en hann er nú farinn að leika á fullu með Gum- mersbach, eins og kunnugt er af fréttum. „Það eru mikil viðbrigði að leika með þessu liði eftir að hafa verið hjá Hameln", sagði Kristján. „Ég hef t.d. ekki trú á því að ég verði oft með 10 mörk í leikjum Gumm- ersbach. Hér í liðinu eru 4 þýskir landsliðsmenn - mjög góðir leik- menn í öllum stöðum og það geta allir skorað. Þetta er jafnt og gott lið". Að sögn Kristjáns hefur liðinu ekki gengið vel, en allt horfir þó til betri vegar. „Þjálfarinn hefur veriö gagnrýndur harkalega fyrir slælega frammistöðu liðsins, enda er honum aðallega kennt um að geta ekki búið til gott lið úr þeim sterku einstaklingum sem hér leika. Gummersbach leikur að mínum dómi skemmtilegan hand- knattleik, frjálsan og hraðan, en hann byggist mjög mikið á því að leikmennirnir þekki hver annan mjög vel. í kerfishandbolta byggist velgengnin á því að þekkja kerfin vel, en í frjálsum bolta byggist þetta allt á því að þekkja sam- herjanna mjög vel. Það hefur t.d. óneitanlega háð mér að milli miðju- mannsins og mín hefur oft komið upp misskilningur - ég er ekki al- veg með á því sem hann er að gera, og hann sendir mér boltann ýmist of seint eða of fljótt miðað við það sem ég helst vildi", sagði Kristján, sem koma mun heim í landsleikina gegn Austur-Þjóðverj- um eftir tvær vikur. Margir landsliðsmenn verða fjarverandi - ílandsleikjahrinunni um mánaðamótin Bayern Munchen vill kaupa Maradona BAYERN MÖNCHEN hefur áhuga á að kaupa argentínsku stjörnuna Armando Diego Maradona til fé- lagsins að þvf er segir í frétt frá AP f gær. Það var framkvæmda- stjóri félagsins, Uli Höness, sem skýrði frá þessu á blaðamanna- fundi f gær en til hans boðaði Höness til að skýra frá nýgerðum kaupum á danska leikmanninum Lars Lunde frá Young Boys f Sviss. „Við höfum mikinn áhuga á að kaupa Maradona en ég reikna ekki með að slíkt sé hægt enn sem komið er," sagði Höness. Hann bætti því síðan við að það væri stefnan hjá sér að gera Bayern Munchen að stórveldi í knatt- spyrnunni í Evrópu á nýjan leik. „Ég ætla að vera með besta liðið í Evróðu árið 1987 og gera þannig Bayern að stórveli aftur," sagði hann á fundinum. Bayern varð Evrópumeistari í knattspyrnu þrjú ár í röð, 1974-1975 og 1976, og síðasta árið unnu þeir einnig „Super Cup" en síðan hafa þeir ekki unnið Evrópukeppni. Þeir hafa orðið þýskir meistarar síðustu tvö árin og eru núna í efsta sæti deildarinn- ar en félagið hefur unnið þessa keppni átta sinnum alls. Daninn ungi sem Bayern keypti á dögunum frá svissneks félaginu Young Boys á að spila stórt hlut- verk hjá Höness í að gera Bayern að stórveldi í knattspyrnunni á nýjan leik. Lars Lunde er aðeins 22 ára gamall sóknarmaður og þykir mjög skemmtilegur leikmað- ur enda fókk Young Boys litla hálfa milljón dollara fyrir kappann frá Bayern. Talsvert vantar upp á að hægt verði að tefla fram sterkasta landsliði íslands í þeirri landsleikjahrinu í hand- knattleik sem hefst eftir tvær vikur. Á tímabilinu 22. októb- er til 12. nóvember, eða íþrjár vikur, verður gert hló á keppn- inni í 1. deild og leiknir sex landsleikir. En í leikjunum verður að notast við hálfgert b-lið, ef fer sem horfir. Fyrst mun landsliðið leika tvo leiki við Austur-Þýskaland i Laugardalshöllinni 28. og 29. október. Þann þriðja nóvember fer svo landsliðið til Hollands og leikur þar fjóra leiki á móti með Hollendingum, Norðmönn- um, Egyptum og Bandaríkja- mönnum. Nokkuð víst er að Kristján Arason, Páll Ólafsson, Einar Þorvarðarson og Sigurður Gunnarsson koma í leikina gegn Austur-Þjóðverjum hérna heima. En þeir Alfreð Gíslason, Sigurður Sveinsson, Atli Hilm- arsson, Þorbergur Aðalsteins- son koma að öllum líkindum ekki. Enginn þessara leikmanna getur verið með í leikjunum í Hollandi, því þeir verða þá allir að leika með félagsliðum sínum. Þá verður því nánast alfarið að notast við leikmenn sem leika með liðum á íslandi. Bogdan landsliðsþjálfari hef- ur dvalið í Póllandi undanfarna mánuði í leyfi frá störfum. Hann kemur hingað til lands 20. okt- óber. KMTTSPYRNIJMAÐUR Sænskt íþróttafélag óskar eftir knattspyrnumanni. í boði er: Starf, húsnæði og fjárhagsleg aðstoð. Áhugasamir um nánari upplýsingar skrifi á íslensku til: IF Atom Lövshult, 360-30 Lammhuít Sverige K.S.I K.S.I. A-stigs þjálfaranámskeið verður haldið í Reykjavík 24.-26. október. Þátttaka tilkynnist skrifstofu K.S.Í. íþrótta- miðstöðinni Laugardal fyrir 22. okt. Sími 84444. Tæknlnofnd K.S.Í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.