Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 60
MORGUNBLAJDIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986
Þurfum að halda alþjóðlegt
skíðamót sem fýrst á íslandi
- segir Hafsteinn Sigurðsson, landsliðsþjálfari í alpagreinum
SKÍÐAÍÞRÓTTIN er nœst fjöl-
mennasta íþróttin, sem iðkuö er
innan íþróttahreyfingarinnar á
íslandi. Samkvæmt skýrslum eru
um 12.000 fólagsbundnir eln-
staklingar sem stunda skfða-
íþróttina, auk þúsund annarra
sem fara á skíði nokkuð reglu-
lega. Nú þegar tfmi vetraríþrótta
er að renna upp er tilhlíðilegt að
ræða stuttlega við landsliðsþjálf-
arann f alpagreinum, Hafstein
Sigurðsson, frá ísafirði. Haf-
steinn hefur nú starfað sem
landsliðsþjálfari hjá SKÍ f 4 ár.
Hann er sjálfur gamalreyndur
skfðakappi en hefur nú alfarið
snúið sér að þjálfun og hefur
sótt mörg námskeið erlendis að
þvf tilefni.
Verða að stunda heils-
ársþjálfun til að ná
árangri
Hafsteinn varfyrst spurður hvað
þyrfti til að fslenskir skíðamenn
næðu góðum árangri á alþjóða-
mælikvarða.
„Til að ná árangri verða kepp-
endur að stunda heilsársþjálfun.
Það er ekki nóg að æfa og keppa
bara yfir veturinn. Við höfum ágæt-
-*iis aðstöðu hér heima, getum
stundað alhliða líkamsþjálfun hér
á sumrin. Við höfum Kerlingafjöll
og fleiri sumarskíðastaði og getum
æft sumarskíðun og tækni eins og
aðrir. Með því að lengja þetta tíma-
bil getum við flýtt fyrir árangri
erlendis. Einnig er mjög mikilvægt
aö samræma grunnaþjálfunina út
um allt land. En það er Ijóst að
þeir bestu þurfa að dvelja nokkuð
mikið erlendis við æfingar og
keppni, meðan veðrið og myrkrið,
hamlar skíðaiðkun hér heima, "
sagði Hafsteinn.
' Daníel hefur sýnt
miklar framfarir
„Þetta er fjórða árið sem keyrt
er svona heilsárs áætlun með
Daníel Hilmarsson, en hann er eini
A-landsliðsmaðurinn sem eftir er
af þeim sem byrjuðu og hefur hann
sýnt miklar framfarir á þessum
tíma. Þegar hann byrjaði var hann
t.d. með 90 fis-punkta í svigi en
er nú með 57. Stúlkurnar eru að
byrja sitt annað tímabil með sömu
heilsársáætlun og eiga lengra í
land. En þetta virðist vera á góðri
leið."
Hafsteinn er nú staddur f Hint-
ertux í Austurríki þar sem hann
er með A-liðin og endurnýjunar-
liðin f æfingabúðum og verður
þar í um mánaðartíma. Nú má
ætla að þessi ferðalög kosti
landsliðsmenn mikla peninga.
Hvernig fjármagna þeir þessar
ferðir eríendis til æfinga og
keppni?
Þetta kostar mikla
peninga
„Þetta kostar allt mikla peninga,
*en þau vinna á sumrin og svo
styðja bæjarfélögin myndarlega
við bakið á sumum eins og Daníel,
sem hefur fengið mikinn stuðning
frá Dalvik, og gerir það honum
kleyft að stunda þetta af kappi.
Skíðasamband íslands borgar
þriðjung af kostnaði hvers kepp-
anda, skíðaráðin á viðkomandi
stöðum greiða annað eins og
þriöja hlutann verður skíðamaður-
inn að borga sjálfur. SKÍ sér svo
alfarið um kostnað vegna þjálfara
og annað sem tilheyrir því."
Skíðamenntaskólinn
er lífsvonin
Skíðabraut við Menntaskólann
á ísafirði er nú starfrækt annað
árið í röð og eru bundnar miklar
vonír við þennan möguleika
keppnisfólks. Nemendur sem
vilja stunda nám samhliða skíða-
iðkun fá þarna upplagt tækifæri
á að samræma skíðin og námið.
Lengi hefur það veríð mikill höf-
uðverkur unglinga og foreldra
þeirra, að þjálfun og keppnis-
ferðalög hafa stangast á við
skólann, með þeim afleiðingum
að uppgjör á milli fþróttarinnar
annars vegar og skólans hins
vegar hefur verið óumflýjanlegt.
Með skíðabraut MÍ ætti slíkt að
vera úr sögunni.
-Hvaða þýðingu hefur skiða-
brautin við MÍ fyrir framgang
skfðafólsins að þínu mati?
„Ég mundi segja að þessi nýja
skíðabraut væri lífsvonin í þessari
langtíma skíðaþjálfun. Þessi skfða-
braut var öll endurskipulögð núna
í vor, miðað við reynslu síðasta
árs, og vonandi að takist betur til
núna. það tekur tíma að þróa
þetta. Nemendur sem stunda nám
á þessari braut fá sérstaka að-
stöðu. Þau eru ekki í þessari föstu
íþróttakennslu í skólanum, heldur
fá sérþjálfun. Þarna er hópur sem
er líkur að getu, sem æfir saman,
og ætti það að vera kostur miðað
við að æfa hver í sínu héraði."
Þurfum að halda al-
þjóðamót á íslandi
Áhugi almennings virðist ekki
vera eins mikill fyrír keppnisí-
þróttinni eins og áður. Hvað er
hægt að gera til að auka áhuga
almennings á skíðamótum?
„Það þarf að halda alþjóðlegt-
skíðamót hér á íslandi. Við þurfum
fyrst að vinna okkur sess, láta vita
af okkur, og fá keppendur til að
koma hingað. Ef keppendur koma
hingað upp þá verða að vera nokk-
ur mót í röð fyrir þá. Við fáum
ekki keppendur hingað til að taka
þátt í einu móti. Svo er líka mikill
kostnaður við svona mótahald."
Hafsteinn hefur lagt fram
iangtíma áætlun fyrir alla lands-
liðsmennina og hefur hann alfariö
unnið það sjálfur og er mjög í sam-
ræmi við það sem aðrar skíðaþjóð-
ir eru að gera. Þetta fyrirkomulag
hefur skilað árangri og á eftir að
gera það enn frekar í framtíðinni.
Hafsteinn sagði að það væri liðin
tíð að senda keppendur á heims-
meistaramót og á Olympíuleika án
þess að hafa nokkuð þangað að
gera.
„Ef við ætlum að ná árangri eins
og aðrir verðum við að æfa eins
mikið og þeir. Það er mikil vinna
sem liggur í þessu og verða kepp-
endur að gefa sig alfarið í þetta
ef árangur á að nást, “ sagði Haf-
steinn Sigurðsson.
Hafsteinn Sigurðsson hefur nú verið landsliðsþjálfari í alpagreinum f
4 ár: „Skíðamenntaskólinn er Iffsvonin f þjálfun afreksfólksins".
Ýmsilegt getur komlð fyrir á skfðamótum. Á þessari verðlaunaljósmynd Franco Vlllani, sem tekln var á heimsbikarmóti f fyrra, hefur skíðamað-
urlnn mlsst hárbandið fyrir augun og er að reyna að ná þvf af sór f miðri braut.