Morgunblaðið - 16.10.1986, Side 58

Morgunblaðið - 16.10.1986, Side 58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 58 mnmn * Ast er... eitthvað sem breytir lífí þínu. TM Reg. U.S. Pal. Oft.-all rights reserved ® 1986 Los Angeles Times Syndicate Fjandmaðurinn mun ekki telja Veit pabbi að jólasveinninn er þetta hættulegt, en í því er kúlu- pabbi minn? penni, faldar tvær myndavélar, segulbandstæki og senditæki. HÖGNI HREKKVfSI Stórar konur og smáar Kæri Velvakandi: Ég get ekki látið hjá líða að senda þér þetta bréf vegna bréfs þjáninga- systur minnar, sem skrifar í „Velvakanda" föstudaginn 3. októ- ber, þar sem hún segir að það sé til háborinnar skammar að hálfu innflytjenda og saumastofa hér- lendis, að gera ekki ráð fyrir að kvenfólk noti stærri buxur en núm- er 32. Er ég henni alveg sammála en ég var svo heppin, að mér barst lausn á þessu vandamáli mínu. A sl. sumri gaf dóttir mín mér saumasnið sem heitir Bonfít. Hún hafði keypt sniðið úti á landi. Þetta er buxnasnið sem er svo einfalt í meðforum að núna er hreinn bama- leikur fyrir mig^ að sauma mér passandi buxur. Ég hef frétt að til séu bæði pilsa og blússusnið en ég hef ekki rekist á þau í búðum hér í Reykjavík og bið ég þig Velvak- andi góður að upplýsa mig um, ef þú getur, hvar þessi snið fást. Þetta bonfít buxnasnið mitt spannar allar stærðir frá mittismáli 58 - 116 sm og mjaðmamáli 83-118 sm. Rúna Grænn kven- frakki Grænn kvenfrakki var tekinn í misgripum í Þjóðleikhúsinu sl. föstudag. í vasa frakkans er ferða- passi sem áríðandi er að komist sem fyrst til eigandans. Sá sem tók frakkann er beðinn að hringja í síma 4 55 02. Barnareiðhjól La'tið bamareiðhjól fannst úti á götu í Kleppsholtinu nú um helg- ina. Upplýsingar í síma 3 46 83. Ronson kveikjari Ronson kveikjari ágrafínn stöf- unum „GSV“ tíndist um helgina, sennilega í miðbænum. Er fínnandi vinsamlegast beðinn að hafa sam- band við Öldu í síma 1 49 59. Hvar er stunduð venjuleg leikfimi? Kæri Velvakandi: Ætli venjuleg leikfími sé ekki lengur fáanleg fyrir kyrrsetumenn? Nú heitir þetta freestyle, aerobic, aero 1. 2. 3. og 4., þrekæfíngar, judo o. fl. Svo eru boðin gufu- og Villur í Vísu vikunnar Leiðinleg villa varð í Vísu vikunn- ar síðast liðinn laugardag. í annarri braglínu átti að standa began í stað Regan, og í þriðju braglínu ghost í stað gost. Vísumar voru sendar símleiðis og þess vegna varð þetta klúður. Hákur lætur sér þetta að kenningu verða og mun eftirleiðis aðeins nota ylhýra málið. ljósböð, jafnvel nýjar ljósaperur (!) á eftir. Eg gæti vel hugsað mér að komast í venjulega alhliða leikfimi eins og kennd var hér áður ásamt góðu sturtubaði á eftir einu sinni eða tvisvar í viku, en ég sé hvergi alhliða leikfími auglýsta. Stóð ekki til að setja upp ein- hvem æfingasal í kjallara sundlaug- anna í Laugadal. Eg er viss um að ef einhver íþróttakennari væri þar með góðar leikfimiæfingar fengi hann margan kyrrsetumanninn til æfinga milli kl. 16 og 19 á daginn. Staðsetningin væri góð þar sem önnur aðstaða, böð heitir pottar og sundlaug er fyrir hendi en þetta er tilvalið að stunda eftir slíkar æfing- ar. Valdi Víkveiji Víðfömll kunningi Víkverja er óánægður með þá landkynn- ingu sem hann segir að við íslend- ingar fáum á veðurkortum erlendra sjónvarpsstöðva. Honum fínnst hún vægast sagt bágborin. Hann nefnir sem dæmi Noreg þar sem hann dvaldist um hríð í sumar og glápti að sjálfsögðu á veðurfréttimar á skjánum að hætti allra góðra íslendinga. Norðmönn- um fínnst alveg nægilegt að hafa hitastigið fyrir gjörvallt þetta ey- land okkar bara eitt og hið sama hverju sinni; kannski fínnst þessum frændum okkar ísland svona óvem- legt. XXX Að því er heimildarmaður okkar segjr var einhverra hluta vegna líka engu líkara en að þeir norsku hefðu ævinlega nælt sér í hitastig dagsins einmitt á þeim blettinum sem þá var svalast hér heima. Þeir gætu raunar líka, að hann hyggur, hafa verið með hitann í Reykjavík — það er að segja í kringum sólampprás eða svo. Víst er um það að á veðurkortum norska sjónvarpsins komst hitinn hjá okkur skrifar sárasjaldan yfír tíu gráður í sumar og það á dögum þegar fyrrgreindur kunningi Víkvetja hafði þær fréttir héðan að hálf þjóðin væri að stripl- ast um götur og torg og holt og hæðir í tuttugu stiga hitabylgju. Stundum var jafnvel heitara norður á Svalbarða á þessum óláns- kortum Norðmannsins en hér á íslandi. Norsku veðurfræðingamir rausnuðust enda til að sýna hita- stigið á tveimur og stundum þemur stöðum á Svalbarða; þeir þekkja sem sagt þegar þeim hentar þau alkunnu sannindi að þó að veðrið sé hráslagalegt fyrir sunnan (svo að dæmi sé nefnt) þá getur það verið skínandi fagurt norður á Ak- ureyri. XXX egar íslenska veðráttan, þótt hryssingsleg sé á stundum, gerir ekki betur en hanga í við veð- urfarið á Svalbarða, þá er eitthvað rotið í Danaveldi, eða réttara sagt í Noregi í þessu tilviki. Þessar myndskreyttu veðurfregnir þeirra sýnast alla vega afleit landkynning eins og fyrr er sagt. Maður heyrir næstum hljóðin í útlendingunum: „Tíu stiga hiti og það í miðjum júlfl Guð hjálpi mér! Nei, þangað færi ég ekki þó að mér væri borgað fyr- ir það.“ Það er spuming hvort ferðamála- forsprakkaramir okkar ættu ekki að benda Norsaranum á það í fullri vinsemd að blessuð eyjan okkar er raunar svo væn að yfír þijú hundr- uð kflómetfar skilja nyrsta oddann frá þeim syðsta og að það er nær fímm hundmð kflómetra sprang frá tánni á vestasta annesinu fram á ystu brún þess austasta. íslands er næststærsta eyja Evr- ópu, Norðmenn góðir. Og flatarmál- ið er yfír eitt hundrað þúsund ferkflómetrar. XXX ær gerast sífellt merkilegri námsbrautimar sem æskufólk- ið okkar getur valið um í skólunum. Víkveiji veit ekki hvort þeir hafa fundið þetta á sér með leiðtogafund- inn forsvarsmenn Lýðháskólas í Skálholti eða hvort þeir eru bara alltaf svona framsýnir og stórhuga. En víst er um það að þar á bæ er nemendum nú boðið að spreyta sig á „leiðtogabraut".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.