Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 nánar að samvinnu okkar Bjöms. Sjálfsagt er ég gott dæmi um mann sem Bjöm virkjaði í þágu sagnfræð- innar, einn af fjölmörgum. I minn hlut kom að hjálpa Bimi við að stofna Sagnfræðingafélagið 1971 og sitja með honum í fyrstu stjóm. Ég hafði ekki fyrr lokið kandidats- prófi 1972 en Bjöm hafði ráðið mig til að rita í Sögu íslands. Þá beitti hann sér fyrir því að ég tók sæti í stjóm Sögufélags 1973 og hafði ég umsjón með tveimur útáfubókum þess 1974 og 1975. Á þessum árum safnaði Bjöm um sig fólki til að ferðast saman og kanna söguslóðir. Hann var sér-“ staklega áhugasamur um fomleifa- rannsóknir og var hugurinn slíkur að hann hljóp við fót þar sem vænta mátti tótta eða annarra ujnmerkja sem hann hafði ekki séð fyrr. Marg- ir munu eiga góðar endurminningar um þessar eða aðrar ferðir með Bimi og búa að þeim. Ég dvaldist í Noregi lengst af árin 1975—8. Þangað komu Bjöm og Guðrún og gistu hjá mér fáeinar nætur og vom kærir gestir. En hinu nána samstarfi okkar Bjöms var sjálfhætt þessi árin, ég naut ekki hinnar föðurlegu forsjár hans leng- ur. Eftir sem áður vomm við mjög góðir félagar og vinir. Margir sagnfræðingar af yngri kynslóðinni munu geta sagt svipaða sögu og ég og eiga ljúfar minning- ar um Bjöm. Bimi var svo margt vel gefið að hann hlaut að hrífa menn með sér, með ákafa sínum, hnyttni, skarpri hugsun, fmmleika, ósérhlífni, stílgáfu pg fordómaleysi. Metnaður hans vegna fræðigreinar- innar var lítt takmarkaður svo að nálgaðist óþol á stundum og hann viidi allt til vinna að vegur sagn- fræði við Háskóla íslands yrði sem mestur. Fyrir andlát sitt lauk Bjöm við íslandssögu sem út mun koma næsta haust, 1987. Hann vildi að höfundarlaunin rynnu til að styrkja sagnfræðirannsóknir og hafa erf- ingjar hans stofnað Sagnfræðisjóð Bjöms Þorsteinssonar. Sjóðnum er ætlað að styðja stúdenta í kandi- datsnámi svo og kandidata og er það mjög í anda Bjöms. Minningu Bjöms Þorsteinssonar verður sýndur mestur sómi með því að við samferðamenn hans úr röð- um sagnfræðinga fylgjum því fordæmi sem hann gaf og höldum merki sagnfræðinnar hátt á loft. Helgi Þorláksson Bjöm bróðir minn er fæddur að Þjótanda í Ámessýslu, 1918, og því 12 árum eldri en ég. Þegar litið er til baka yfir farinn veg, nú þegar hann er allur, er svo margs að minnast í fari mannsins og bróður- ins að ég tel að þörf sé að það komi fram. Ég mun ekki fara að tíunda æviferil hans, það eftirlæt ég öðmm er hans munu minnast. Mynd mín af honum sem bróður og manni breyttist aldrei, hvaða starfi sem hann gegndi, eða hvaða lífsáfanga hann náði. Fyrstu minningar mínar em frá leik á Hellu, t.d. er Högni bróðir okkar var í heimsókn. Þó sitja sennilega þær lengst er hann hvatti mig til forvitni um lífið í kringum mig, nágrennið og til hverskonar lestrar og náms. Stundimar sem hann gekk með mér um valllendi og hraun í Selsundi og sýndi mér hveija plöntuna af annarri og út- skýrði fyrir mér leyndardóma þeirra og tilgang í ríki náttúmnnar. Ekki var hann síðri fræðari um sögu staðarins og umhverfísins. Ömefnin og hver var sagan að baki þeirra var næsta leyndarmálið er hann Iauk upp fyrir mér. Gekk hann m.a. þar svo langt að ásamt skóla- stjóranum á Strönd gróf hann upp dys, sem var álitin hafa inni að halda bein útilegumanns. Árangur þeirra rannsókna varð að vísu að- eins sá að beinagrind af hesti kom í ljós, en þá var þó svipt þeirri hulu af staðnum, að þama lægju greftr- uð mannabein utan kirkjugarðs. Honum var ekki nóg að ég var snemma orðinn læs. Það var til lítils ef fæmin var ekki notuð á réttan hátt. Hvatti hann mig því óspart til hverskonar lestrariðkunar og með ýmsum ráðum. Gaf hann mér t.d. fímm binda verk um Jón Sigurðsson og hét mér ákveðnum bókum ef ég laési það verk og gæti sagt sér innihaldið. Meðal slíkra bóka var t.d. Saga mannsandans eftir Ágúst H. Bjamason. Er mér til efs að ég hefði lesið hana, a.m.k. ekki sem bam, hefði ekki hvatninga hans notið við. Þannig var hann allt frá því ég man, á 4. árinu, sífellt að vinna með mér og hvetja til eins og annars er til góðs mátti verða í menntun og uppeldi með móður minni. Það skilst kannski aðeins þeim sem notið hafa, hversu mikils virði slík hjálp og hvatning er. Minntist ég þess oft síðar á ævinni að hafa notið góðs af. Þar er mér minnisstæðast hversu oft í háskólanámi mínu ég minntist þess er ég hafði lesið, á þennan hátt, .og slíkt kom mér þá að góðu haldi. Auk þess sem ég svo oft, bæði í sálfræði og uppeldis- fraéðinámi, sá fyrir mér fyrirmynd- ina sem hann hafði gefið sem sá er „motiverar", hvetur, og leiðir til verka, þann er hann uppfræðir. Af þeim ummælum er ég hefi heyrt frá öðrum nemendum hans var þetta ekki einsdæmi gagnvart mér. Hann var fæddur uppfræðandi. En sem bróðir og vinur var hann ekki síðri í gerðum sínum. Ég minnist þess ekki, að hann hafi vantað á nokkurri stórri stund í lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hvort sem það var stund gleði eða erfíð- leika. Allra helst er erfiðleikar steðjuðu að, eða slys, þá var hann fyrsti maður á vettvang með um- hyggju og huggun. Hann átti sjálfur aldrei svo erfitt, að hann hefði ekki eitthvað aflögu til að miðla af, og þrátt fyrir langar og erfiðar sjúk- dómslegur á síðari árum var hann alltaf reiðubúinn að ræða áhugamál og ýmis efni svo maður fór frá honum glaðari og með veganesti hveiju sinni. Á síðari árum vann hann að rann- sókn á hversu víðfeðm íslensk menning var á miðöldum í skjóli kaþólsku kirkjunnar. Ekki aðeins voru íslendingar fengnir til að skrá konungasögu hinna Norðurlanda- þjóðanna, heldur og voru þeir kallaðir til, ef gera þurfti stóra hluti í Guðs kristni, á Norðurlöndum. Svo sem gera konunga að dýrlingum og setja á fót nýja erkibiskupsstóla. Var þetta sökum þess að íslending- ar sóttu menningu sína vítt um veröld og þekktu menningar- strauma öðrum þjóðum betur. En einmitt þetta gerði hann sjáifur. Hann leitaði heimilda og fanga til verka sinna svo vítt, að hann gat sett fram nýjar hugmyndir og kenn- ingar, svo sem í síðustu íslendinga- sögu sinni er út kom í Danmörku í fyrra. Þegar maður horfir á eftir slíkum bróður yfir móðuna miklu, þá skilj- ast betur orðin „Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi“. En ekki aðeins var hann stór á sínu starfs- og fræðasviði, heldur ekki síður sem bróðir og vinur. Bjöm ólst fyrst upp hjá ömmu minni og afa, en síðar hjá föður okkar og móður minni, sem alla stund var honum sem móðir og studdi hann dyggilega í uppfræðslu minni. Uppeldi þetta og mannkostir hans sjálfs urðu honum það vega- nesti er dugði til stórra átaka. En hann var ekki aðeins stórtækur sjálfur. Hann sá og viðurkenndi alltaf hjá öðmm það sem vel var gert. Ég minnist orða hans við gröf afa okkar er hann sagði: „Löngu eftir að við öll, sem hér emm nú, emm gleymd, mun Bjöm Eysteins- son lifa með þjóðinni vegna sjálfs- ævisögu sinnar, sem er sú best ritaða er komið hefir út á þessari öld.“ Þessi ummæli hans tel ég samt 51 að megi yfirfæra á sum verka hans sjálfs, eins og íslandssögu þá er áður er nefnd. Fráfall slíks manns fyrir aldur fram er þungt. Ekki síst þeim sem næstir standa. Er ég hringdi til dóttur minnar í Bandaríkjunum og sagði henni lát hans, varð henni að orði: „Guð hjálpi mér, pabbi, hvemig á ég að fara að því að segja Davíð frá þessu?" Davíð er sonur hennar. Þetta sýnir kannski betur en löng frásögn hverrar ástar og virðingar hann naut hjá fjölskyld- unni. Guðrúnu, Valgerði, tengdasjmi og bamabömum votta ég samúð og virðingu. Sigurður H. Þorsteinsson . skemmir ekki tennur Frá aldaöðli hefur maðurinn sóst eftir sætubragði. Sykur gefur gott sætubragð, en hann hefur líka marga galla. Einn er sá, að hann skemmir tennur. NutraSweet veitir sætubragðið án þess að hætta sé á tannskemmdum. Öll sætuefni eru borin saman við sykur, og þar hefur NutraSweet vinninginn, því vörur sem sættar hafa verið með NutraSweet þekkjast ekki frá sykruðum vörum. Ef þér er annt um tennurnar, þá velur þd vörur með NutraSweet, náttúrulega. Þær vörur sem bera þetta merki, innihalda hið eina sanna NutraSweet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.