Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 14
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Borgarráð; Uppbygging dagvistarrýma verkefni sveitarfélaga Á FUNDI borgarráðs á mánu- dag voru lagðar fram þijár bókanir frá þeim Ingibjðrgu Sólrúnu Gísladóttur, fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í ráðinu og Siguijóni Péturssyni vegan til- lagna ríkisstj órnarinnar um hlutdeild rikissins í stofnkostn- aði dagvistarheimila. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bókaði mótmæli gegn tillögu ríkis- stjórnarinnar um að skerða hlutdeild ríkisins í stofnkostnaði dagvistarheimila. Bókunin var felld með flórum atkvæðum gegn einu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svo hljóðandi bókun, sem samþykkt var samhljóða með 4 atkvæðum: „Borgarráð telur út af fyrir sig eðlilegt að uppbygging dagvistarrýma sé alfarið verkefni sveitarfélaga fremur en ríkisins. En eðlilegar forsendur fyrir slíkri breytingu eru: a. að sveitarfélög- um sé bættur tekjumissir vegna breyttrar skipunar, ef af verður. b. að sveitarfélögin hafi algert forræði um rekstur og skipan innri málefna dagvistarstofnana." Sigurjón Pétursson, lét bóka að hann væri í meginatriðum sam- mála bókun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur en taldi að vel kæmi til greina að sveitarfélögin sjái sjálf um uppbyggingu dagvistar- rýma enda séu þeim tryggðir tekjustofnar til þess. Hann taldi þó óhjákvæmilegt að til væru lög sem tryggðu að böm, hvarvetna á landinu njóti þeirra uppeldis og þroskamöguleika sem vel rekin dagvistarheimili bjóða upp á. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét þá bóka að bókun meirihlutans, sem samþykkt var fæli í sér stefnumörkun borgarráðs í dag- vistarmálum. Hún varaði við seinni hluta hennar sem fæli í sér að borgin þurfi ekki að hlýta nein- um lögum og reglugerðum varðandi dagvistarstofnanir. STÖD 7VÖ TVOTÆKl Lykillinn aö Stöð 2 er einnig lykillinn að frábærum kjörum því kaupirðu myndlykil þá færðu 5% AUKAAFSLÁTT af öllum sjónvarpstækjum. Tvær stöðvar kalla á tvö sjónvarpstæki. Við erum sveigjanlegir í samningum. <ö> Heimilistækí hf SÆTÚNI 8, SÍMI 27500 — HAFNARSTRÆTI 3 SÍMI 20455 Albert Guðmundsson við fslenska sýningarbásinn á sýningunni í Cannes. Albert Guðmunds- son á erlend- um vettvangi eftir bigvar Nielsson Brautryðjendur og hæfíleikamenn eru undantekningalaust umdeildir. Atgervi þeirra og ósérhlífni bera góð- an ávöxt og vekja öðrum öfund og illkvittna gagnrýni. Síst hefur Albert Guðmundssyni verið hlíft Hann hefúr gengið heill hildi frá, ætíð látið hagsmuni lands og þjóðar sitja í fyrirrúmi, en eigin málefni mæta afgangi. Albert er verðugur fulltrúi lands síns á erlendum vettvangi. Virðuleg og háttvís framkoma hans vekur at- hygii og ekki verður honum skota- skuld úr því að mæla á erlendum tungum. A nýafstaðinni fagsýningu, sem haldin var samtímis alþjóðlegri ráð- stefnu um orkumál í Cannes í Suður-Frakklandi, gafst ágætt tæki- færi til að fylgjast með sjálfsöryggi og stefnufestu Alberts Guðmunds- sonar. Hann kvaddi sér hljóðs á fundum og í fjölmiðlum með hnitmið- uðum vísbendingum um ágæti jarðhita fyrir orkubúskap heimsins. Vakti þetta að sjálfsögðu feikna at- hygli á hinum sérstæðu yfírbuiðum okkar íslendinga í þessum efnum. Ef dæma má árangurinn af þess- ari markvissu kynningu Alberts á landi og þjóð eftir þeirri aðsókn sem var að sýningarbási íslands, þá var hann verulegur. Fólk bókstaflega flykktist til að sjá með eigin augum hvað þetta litla, fjarlæga eyland hefði upp á að bjóða. Enginn fór erindisleysu, sýningin var í alla staði vel úr garði gerð og hafði Albert g'álfúr verið með f ráðum frá upphafí. í byijun orkuráðstefnunnar voru flestir sammála um að þeim mögu- Ingvar Nielsson ieikum, sem jarðhiti biði upp á, væri of lítill gaumur gefinn. Lokaályktun fúndarins taldi hinsvegar jarðhita einn snarasta þátt í Iausn orkuvanda heimsins. Albert Guðmundsson lagði þama drjúgan skerf af mörkum til að koma íslandi og íslenzkri séiþekkkingu á framfæri. Að lokum: Við eigum ekki marga hæfileika- menn á borð við Albert Guðmunds- son, sem ávallt eru reiðubúinn að vinna að hagsæld og heill lands og þjóðar. Slíkum mönnum ber að sýna fyllsta traust Kjósum Albert Guðmundsson. Höfundur er verkfrteðingur. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^stóum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.