Morgunblaðið - 16.10.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.10.1986, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Það ber að semja um deilumál við vini sína eftirBjöm Dagbjartsson Daginn fyrir leiðtogafundinn í Reykjavík var samþykkt í öldunga- deild Bandríkjaþings á methraða viðbót við vamarsamning íslands og Bandaríkjanna, einskonar afbrigði frá gömlum og frægum bandarískum lögum sem kveða á um einkarétt Bandaríkjamanna á flutningum til eigin herstöðva um allan heim. Þar með lauk svokölluðu „Rainbow“-máli sem valdið hefur miklum leiðindum í samskiptum íslands og Banda- ríkjanna og nokkrum tekjumissi íslenskra skipafélaga en einkum þó verið notuð af ýmsum stjómmála- mönnum til að egna íslendinga til andstöðu við Bandaríkjamenn yfir- leitt Fæst í þeim málflutningi hefur verið flytjendum til sóma. Því hefur verið haldið fram að vamarliðsmönn- um á íslandi bæri að éta íslenskt két eingöngu. Tóbak, bensín og brennivín skyldu þeir kaupa jafndým verði og landinn. Bjór mætti að sjálfeögðu ekki koma innfyrir þeirra varir og alit sjónvarpsefni sem þeir sæu yrði að bera íslenskan texta. Ýmislegt fleira fáránlegt hafa háttsettir menn látið frá sér fara, en misst sjónar á sjálfu deilumálinu. Það hefur vissu- lega hvarflað að fólki að aðalatriðið hjá sumum væri sviðsljósið, ekki málefnið. Það er hálfdapurlegt til þess að hugsa að menn í æðstu stöð- um skuli tefla með öiyggis- og vamarmál íslands í pólitískri refskák stundarhagsmuna og augiýsinga- gleði. Okkur Islendingum hættir mjög til þess að líta á okkar hagsmuni sem qálfsögð réttlætismál, sem öðrum þjóðum ber að taka fram yfir allt annað. Dæmi um síka afstöðu er svokallað hvalveiðimál. Hitt er því miður fátítt að mönnum detti í hug að sjaldan veldur einn þá tveir deila og að oftast verður að semja um lausn á deilu milb vina. Dæmi um farsæla lausn af þessu tagi er sú sem fengist hefúr í deilunni um flutning- ana til vamarliðsins. „Rainbow“-málið Það er engin ástæða til að gera lftið úr því að þessi deila, sem í sjálfu sér spratt ekki af meridlegu táefni var orðin býsna harðsnúin og erfið viðureignar. Utanríkisráðherra hefur nú á Alþingi farið svo rækilega yfir málið að það er óþarfi að rekja stað- reyndimar. Mergurinn málsins er sá að bæði núverandi utanríkisráðherra, Matthíasi Á. Mathiesen, og fyrrver- andi, Geir Hallgrímssyni, var ljóst að þessa deilu var ekki hægt að leysa nema með samningum. Það var ekki raunhæft að ætla að neyða vamar- liðsmenn til að borða íslenskt kjöt, þar til þeir létu undan. Það að hóta uppsögn vamarsamningsins út af misklíð um smávægilega hagsmuni í vöruflutningum var gersamlega út í hött enda hagsmunum skipafélag- anna ekki verið borgið við það að vamarliðið hyrfi á braut. Bandarískum stjómvöldum kom það afekaplega mikið á óvart með hvílíku offorsi smávægilegir hags- munir skipafélaga væru sóttir svo fast af íslendingum, meira að segja ráðherrar hægri stjómarinnar íslensku, óskuðu þeim norður og nið- ur af þessum orsökum. Bandaríska skipafélagið hafði auðvitað lögin á bak við sig og vissi sem var að þing- ið mundi ekki breyta þeim lögum r t ún er sannarlega þess virði. Amsterdam F* er falleg og spennandi borg sem vert er að gefa gaum. Og nú færðu tækifæri til þess, því Úrval býður þér ódýrar ferðir beint í fjölskrúðugt lífið í Amsterdam, þar sem þú býrð á glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í miðbænum. Helgarveisla í Amsterdam \ frá aðeins kr. 14.540.- J \.y /nnifalið er flug til og frá Amsterdam, gisting í tvær nætur á góðu hóteli og morgunverður. í Amsterdam nýtur þú heimslistarinnar í hrífandi umhverfi. Að auki er Amsterdam mjög góð verslunarborg og skemmtanalífið. veitingahúsin og mannlífið er ótrúlega fjölbreytt. i Hótel Úrvals í Amsterdam eru fyrsta flokks, með J öllum þægindum, s.s. baði, síma, útvarpi, jM sjónvarpi og míníbar. JÉJ Við minnum einnig á borgarferðir Úrvals til New York frá aðeins kr. 20.399.-, London frá kr. 12.570,- og Glasgow frá .^j kr. 12.440,- .. Ríflegur barnaafsláttur er í öllum þessum Æ ferðum. M Allar nánari H upplýsingar um ferðirnar veita sölu- fl og umboðsmenn m Úrvals um land allt. 1 Ferðaskrifstolan Úrval v/Austurvöll. Simi (91) 26900. Björn Dagbjartsson vegna þess hve miklir hagsmunir voru í húfi annars staðar í heiminum. En íslenska þjóðin var fljót að trúa sínum ábyrgðarlausu stjómmála- mönnum, að ópið „Herinn burt“ myndi hræða Bandaríkjamenn til að breyta sínum lögum íslenskum hags- munum f vil. Málið var komið í vondan hnút og það er raunar stór- merkilegt og jafhframt gleðilegt að það skyldi takast að leysa það á við- unandi hátt. Samningalipurð og samningavilji beggja aðila réði úrslit- um. Deila milli vina var leyst með samningum eins og vera ber, þó að pólitískir tækifærissinnar hefðu með- vitað kosið að magna deiluna enn með meiri kröfum og stóryrðum. Hvalveiðimálið Hvalveiðimálið _ er heldur óskemmtilegra fyrir íslendinga. Eins og í Rainbow-málinu er auðvelt að vekja þjóðemiskennd íslendinga í samstöðu, án þess að menn hugsi mikið um aðrar hliðar, sem öll deilu- mál auðvitað hafa. Alþingi íslendinga samþykkti að hlíta 5 ára hvalveiði- banni án þess að minnast á „vísinda- veiðar". Sendinefiid okkar hjá hinu undarlega hvalveiðiráði samþykkti sl. vor að afurða „vísindahvala" skyldi aðallega neytt innanlands. Báðar þessar samþykktir ætlum við að svikja og kenna síðan Bandaríkja- mönnum um afskipti af innanríkis- málum okkaril f þessu máli sem auðvitað er miklu verra fyrir okkur þar sem enginn hefur minnstu samúð með okkar málstað, virðist lítið hafa verið reynt til að semja sig út úr vandanum. Þetta er auðvitað orðið argasta klúð- ur og þó svo að við getum einhvem tíma losnað við þessar hvalafurðir sem til féllu sl. sumar verða það hin- ar síðustu um sinn og við höfum ekkert haft upp úr tiltækinu nema skömmina. Að þumbast við með þjóð- emisrembingi þýðir lítið gegn almenningsálitinu í heiminum. Það var með okkur í þorskastríðunum en það er á móti okkur núna. Við slíkar aðstæður er tilgangslaust að beita rökum um skynsamlega nýtingu auð- linda hafeins. Rannsókna- og vísinda- ást íslenskra sljómvalda er heldur ekki trúverðug í þessu eina máli, þar sem íslendingar veija allra menning- arþjóða minnstu fé til rannsókna og vísinda. Það er búið að „klúðra" þessu hvalveiðimáli svo rækilega að það má gott heita ef við fáum nokkum tíma frið til að hefja hvalveiðar aft- ur. Hér eftir verðum við tortryggðir fyrir að reyna að ganga á bak sam- þykktum og reyna að ljúga okkur út úr vandræðum sem við höfum sjálfir komið okkur í. Það breytir engu þó að einstakir ráðamenn reyni að egna íslenskan almenning á móti Bandaríkjamönnum. Það gerir ekki annað en efla óvinafagnað. Höfundur er annar afþingmönnum SjáWstæðisflokks fyrirNorður- úmdskjördæmi eystra. Uppgangur á Ströndum: Nýtt fiskiræktarfyrirtæki og tvö ný hótel í uppsiglingu Laugarhóli: NÝSTOFNAÐ er hlutafélag um fiskirækt í Hveravík í Kaldrana- neshreppi og hefur fyrstu flot- kvinni verið komið fyrir í sjó. Þá hafa heimamenn og utanað- komandi sótt um a.m.k. tvær lóðir undir stór hótel i Hólmavik. Það má segja að Strandamenn hafi heldur betur tekið við sér að því er varðar fiskirækt i sjó og ferðamannaiðnað nú i haust. Nýstofnað hlutafélag, Hveravík hf., hefur þegar sett út fyrstu flotkvína með seiðum í sjóinn undan samnefndum stað. Að hlutafélaginu standa jarðir þær sem land eiga að víkinni, Hveravík og Hafnarhólmur, nokkrir hreppsbúar ásamt kaup- félaginu og mönnum frá Selfossi. f Hveravík rennur um 90 gráðu heitt vatn til sjávar og yljar nota- lega upp þama í kring. Þó hefur skarfurinn verið duglegur við að reka gogginn inn um netin og næla sér í seiði. Þama mun vera hin ákjósanlegasta aðstaða til fiski- ræktar og ef vel tekst til er líklegt að þama geti risið stórt og blóm- legt fyrirtæki á næstu ámm. í haust vom þau ummæli höfð eftir ferðamálafrömuðum að Strandir væm meðal fárra lands- hluta, sem enn væm nær ónumið land varðandi ferðamennsku og þar væm miklir möguleikar. Nú er svo komið að fyrir sveitarstjóm Hólmavíkurhrepps liggja tvær um- sóknir um lóðir til byggingar stórra hótela miðað við aðstæður hér. Er þar um að ræða umsókn frá eig- anda núverandi hótels á Hólmavík annars vegar og Sigrúnar Ólafs- dóttur, sem rekið hefur sumar- hótelið að Laugarhóli hinsvegar. Og þama er ekki um neina smáfjár- muni að ræða. Hvort hótel um sig mun kosta tugi milljóna króna mið- að við teikningar og þær áætlanir er fram hafa verið lagðar. Gefur þá auga ieið að mikill ágóði hlýtur að hafa verið af hótelrekstri hér að undanfömu. Því að ekki fæm þeir aðilar, sem rekið hafa hér hót- el og þekkja því til, að hætta svo miklum ijármunum í vafasaman rekstur. Miðað mun við að hvor byggmg fyrir sig geti risið á einu ári. Vafalaust mun ætlunin að reka í þessu sambandi ferðir um Strandasýslu, hvort sem það nú verður á vegum viðkomandi aðila eða hópferðaaðila, sem þá yrðu með hópferðir á Strandir og nýttu hótel- in til gistinga fyrir ferðamennina. Heimamenn hyggjast samt sem áður halda áfram rekstri sumar- hótelsins á Laugarhóli, en það yrði þá í samkeppni við þessi nýju hótel og eðlilega með lægri verð en þau. Það yrði svo ferðamannsins að velja hve mikið hann vill borga og hvem- ig hann kýs að búa. Einhvers staðar stendur „Seint koma sumir en koma þó“. Virðist því að ekki hafi þurft nema þessi ummæli í haust til að Strandamenn tækju við sér og gætu að ári verið komin hér tvö hótel með sölum og börum og öllu sem því fylgir. j Fréttaritari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.