Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 29 Óhugnanleg lífsreynsla: Yissi ekki af byssukúlunni í bna.kka.num SARA Hamilton, sem er tíu ára gömul bresk stúlka, gekk í þijá mánuði um með byssukúlu í höfðinu án þess að vita af því. Læknar telja það ganga krafta- verki næst að hún skuli vera á lífi. í júlímánuði var Sara á göngu ásamt vinkonu sinni og fann þá skyndilega fyrir miklum sársauka í hnakkanum. Hún taldi að ein- hver hefði kastað í hana steini og fór til læknis sem lét hana hafa smyrsl á sárið. Þremur mánuðum síðar var bróðir hennar að þvo henni um hárið og sá þá að ekki var allt með felldu. Hún var flutt á sjúkrahús og þar fjarlægðu læknar byssukúlu úr höfði hennar. Lögreglan hefur rannsakað kúluna og telur hana vera úr byssu með 22 kalibera hlaupvídd. Að sögn lögreglunnar er ekki vit- að hvort skotinu var vísvitandi beint að Söru Hamilton en unnið er að rannsók málsins. Sara gengur nú um með sára- bindi og tekur þessari reynslu með Sara Hamilton bendir á byssuk- úluna, sem fannst í höfði hennar. einstöku jafnaðargeði. Móðir hennar sagði: „Þetta var hræðileg lífsreynsla. Ég gat ekki trúað því að hún hefði gengið um svo lengi með byssukúluna í höfðinu. Það er einstök mildi að hún skuli vera á lífi.“ Mynd þessi var tekin við opnun sýningar á verkum Pablos Picasso á Kjarvalsstöðum nú í sumar. Frú Jqueline Picasso er fyrir miðri myndinni en henni á hægri hönd er Hrafn Gunnlaugsson, formaður framkvæmdastjórnar Listahátiðar. Jaqueline Picasso látm Cannes, AP. JAQUELINE Picasso, ekkja spænska málarans Pablos Pic- asso, fannst látin í gær á heimili sinu i Mougin á frönsku Rivier- unni. Hún var 59 ára að aldri. Að sögn lögreglu er ljóst að hún stytti sér aldur. Hún hafði um nokk- urt skeið átt við erfiðan sjúkdóm að stríða. Franska fréttastofan Agence-France-Presse hafði eftir nánum vini frú Picasso að undan- farið hefði mjög dregið úr lífsþreki hennar. • Jaqueline giftist Pablo Picasso árið 1961 þá 35 ára gömul en áður hafði hún starfað sem danskennari. Pablo Picasso lést þann 8. apríl 1973. Jaqueiine Picasso var íslending- um að góðu kunn. Hún kom hingað tvívegis, fyrst í fyrrasumar þegar hún skoðaði sýningaraðstöðu að Kjarvalsstöðum. í samtali við Morg- unblaðið 31. maí 1985 kvaðst Jaqueline Picasso hafa lofað sjálfri sér og íslendingum að Picasso- sýn- ingin skyldi haldin hér á landi. „Nú fínnst mér svo skemmtilegt að þessa sýningu skuli bera ugp á 200 ára afmæli Reykjavíkur. Ég vona að borgarbúar njóti hennar," sagði hún ennfremur. Frú Picasso kom hingað aftur nú í sumar og var við- stödd opnun sýningarinnar „Ex- position Inattendue" á verkum eiginmanns hennar. Fyrir brottför sína gaf hún íslensku þjóðinni verk- ið „Jaqueline" sem forseti íslands, Vigdís Finnabogadóttir, veitti við- töku fyrir hönd íslendinga. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollara var fremur stöðugt gagnvart helstu gjaldmiðlum heims þegar mörk- uðum var lokað síðdegis í gær. í London kostaði sterlingspundið 1,4370 dollara (1,4380) þegar gjaldeyrisviðskiptum lauk. í Tókýó kostaði dollarinn 154,05 japönsk jen síðdegis í gær og var það óbreytt staða frá þriðjudegi. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 1,9735 vestur-þýsk mörk (1,9745), 1,6135 svissneska franka (1,6165), 6,4595 franska franka (6,4725), 2,2285 hollensk gyllini (2,2340), 1.365,25 ítalskar lírur (1.367,50) og 1,38875 kanadíska dollara, sem var óbreytt frá þriðjudegi. SJÁLFSTÆÐISMENN Veljum Guðmund H. Garðarsson í ^ sæti Kosningaskrifstofan er opin á jarðhæð Húss verslunarinnar, gengið inn Miklu- brautarmegin. Lítið inn. Skrifstofan er opin frá kl. 9—22 og símar eru 681841 og 681845. Bílasímar á prófkjörsdaginn 681841 og 681845. Stuðningsmenn SJÁLFSTÆÐISMENN. KJÓSUM VILHJÁLM EGÍLSSON ÍÖRUGGTSÆTT. ÞVl OFAR, PVÍ BETRA. Kosningaskrifstofan er í Haga viö Hofsvallagötu, sími 27866 og 28437.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.