Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 33
I^GABÐlAGUft3. ,JÍÍ»MEMQEa) ie»6 33 Sala á fullvirðis- rétti er skattskyld Skattlagningunni má þó dreifa á 4 ár, eða færa á nýjar eignir f myndinni „Frelsi“ leikur Alan Alda (t.v.) rithöfund sem verður fyrir því óláni að kvikmyndahandritshöfundur, leikinn af Bob Hosk- ins, misþyrmir söguþræði bókar hans. Frelsi í Laugarásbíó LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir gam- myndaréttinn kaupa stórlaxar í anmyndina „Sweet liberty", eða „Frelsi“, sem Alan Alda leikstýr- ir. Sá skrifar einnig handrit, og fer meða aðalhlutverkið. Myndin segir frá Michael Burg- ess sem er sögukennari í rólegum smábæ. Hann hefur skrifað hug- ljúfa bók um borgarastyijöldina í Bandaríkjunum. Öllum að óvörum verður hún metsölubók, og kvik- Hollywood. Þegar kvikmynda- gerðamenn koma til heimabæjar rithöfundarins umturnast allt á einni nóttu. Hugmyndir leikstjórans ganga þvert á viðteknar venjur í bænum, og handrit myndarinnar á lítt skylt við upprunalegu söguna. margt óvænt hendir sögupersón- urnar. Meðal leikenda eru Michelle Pfeiffer og Michael Caine. Reykhólakirkja fær altarisdúk að gjöf Við frágang eftirfarandi fréttar hér í blaðinu síðastliðinn fimmtu- dag misritaðist nafn Elínar Sigríðar Benediktsdóttur á ein- um stað, eins og reyndar mátti ráða af framhaldinu. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum leiðinlegu mistökum og birtir hér á eftir fréttina leið- rétta. Midhúsum, Reykhólasveit. VIÐ barnaguðsþjónustu í Reyk- hólakirkju sunnudaginn 2. nóvember færði Guðrún Valdim- arsdóttir ljósmóðir, sem er fædd 1897 að Strandseljum í Ögur- hreppi, Reykhólakirkju og söfnuði hennar, að gjöf fagran altarisdúk. Altarisdúkurinn er gefinn til minningar um frænku hennar og systur sóknarprests- ins, séra Braga Benediktssonar, Elínu Sigríði Benediktsdóttur, sem var fædd 20. október 1938 að Hvanná í Jökuldal. Elín Sigríður dó 23. febrúar 1972, aðeins 33 ára gömul, frá eig- inmanni sínum, Óla Stefánssyni í Merki í Jökuldal og fímm börnum þeirra. Guðrún dvelur nú á heimili fyrir aldraða að Dalbraut í Reykjavík og afhenti hún dúkinn sjálf. Þessi alt- arisdúkur er hinn þriðji sem hún saumar. Einn gaf hún kapellu arheimilisins að Dalbraut og annan gaf hún Árbæjarkirkju í Reykjavík. Guðrún var einn mánuð að sauma þennan fallega altarisdúk með Harðangurs- og Klaustursaumi. Sóknarpresturinn, séra Bragi Ben- ediktsson, þakkaði gefanda fyrir hönd sóknarnefndar og safnaðar. Sveinn. RÍKISSKATTSTJÓRI hefur gef- ið út álit um skattalega meðferð sölu fullvirðisréttar bænda og aðrar greiðslur Framleiðnisjóðs til þeirra vegna búháttabreyt- inga. Telur ríkisskattstjóri að við sölu fullvirðisréttar sé um að ræða sölu á réttindum og teljist greiðslurnar því að fullu til skatt- skyldra tekna á söluári. í áliti ríkisskattstjóra segir að í þessu efni skipti ekki máli hve lengi skattaðili hafi átt þessi réttindi. Bændum er þó heimilt að dreifa skattlagningu hins selda fullvirðis- réttar á 4 ár vegna þess að þeir fá sölualdvirðið greitt að hluta með skuldaviðurkenningum til þriggja ára eða lengri tíma. Telji bændur sér slíka dreifingu á skattlagningu ekki hagfellda telur ríkisskattstjóri að viðkomandi bændur geti farið fram á frestun skattlagningar sölu- hagnaðar um tvenn áramót frá söludegi, enda afli þeir sér sams konar eignar eða íbúðarhúsnæðis til eigin afnota innan þess tíma og færist þá söluhagnaðurinn til lækk- unar á stofnverði hinnar nýju eignar. Allt er þetta ákveðnum skil- yrðum háð, samkvæmt ákvæðum skattalaganna. Ef bændur vilja ekki fá fullvirðis- réttarsöluna til tekna á söluári hafa þeir samkvæmt þessu heimild til þess að dreifa skattlagningunni á fjögur ár eða fresta henni með því að færa hana yfir á aðrar eignir sem þeir kaupa í atvinnurekstrar- skyni (t.d. loðdýrahús) eða íbúðar- hús með því að fyma þessar eignar sérstaklega sem þessu nemur. í þeim tilvikum sem Framleiðni- sjóður leigir fullvirðisrétt eru greiðslumar skattskyldar að fullu á þeim árum sem greiðslumar koma Yfirlýsing frá BJ MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Bandalagi Jafnað- armanna þar sem segir að heimildarmenn fréttar um Stef- án Benediktsson á Stöð 2 séu ekki innan vébanda bandalags- ins. Orðrétt er yfírlýsingin á þessa leið; „Almennur fundur haldinn í Bandalagi Jafnaðarmanna fímmtu- daginn 6. nóvember 1986 í Templ- arasundi 3, lýsir því yfir að launárás eins og fram kom á Stöð 2 á Stef- án Benediktsson með dylgjum og ónafngreindum heimildarmönnum kom ekki frá Bandalagi Jafnaðar- manna. í jafn viðkvæmum málum og þessum er það siðferðileg krafa að heimildarmanna sé getið." ©' INNLENT Athugasemd frá Grönlandsfly vegna fréttar um sjúkraflug VEGNA fréttar á forsíðu Morg- unblaðsins 7. nóvember af sjúkraflugi 2. nóv. sl. frá Aasiaat (Egedsminde) og Ilulissat (Jak- obshavn) til Nuuk (Godthaab), óskar Grönlandsfly eftir að birt- ar verði eftirfarandi upplýsingar um staðreyndir málsins: „Sunnudaginn 2. nóvember kl. um það bil 18.40 óskaði Landspítal- inn í Nuuk eftir sjúkraflugi frá Ilulissat til Nuuk með ungbarn, sem þjáðist af heilahimnubólgu. Skömmu seinna var flugdeild Grönlandsfly búin að ná í flugmann til flugsins, en vegna veðurs og annarra ástæðna þurfti 2 flugmenn í flugið til Ilulissat. Rétt eftir kl. 19.00 lenti áætlunarvélin frá Reykjavík í Nuuk og flugstjóri þeirrar vélar samþykkti að fara í sjúkraflugið. Þess skal getið að Grönlandsfly hefur ekki menn á vakt til að sinna sjúkraflugi sérstaklega og flugið þvi að nokkru háð góðum skilningi félagsins og flugmanna þess á erfíð- um aðstæðum í Grænlandi. Þegar flugvélin var tilbúin til brottfarar kl. 19.30 bárust fregnir um, að einnig þyrfti sjúkraflug frá Aasiaat. Hér var um ungbam að ræða, sem var haldið smitandi heila- himnubólgu. Þurfti að flytja bamið með þyrlu frá Aasiaat til Ilulissat í veg fyrir flugvélina til Nuuk. Var því um 2 sjúklinga að ræða frá Ilul- issat til Nuuk. Fyrir brottför frá Nuuk áttu flug- mennimir tal við lækninn, sem átti að fara í sjúkraflugið, ásamt yfir- lækni sjúkrahússins, um smithættu. Hér var einungis um að ræða öflun upplýsinga um smithættu og á eng- an hátt mótbárur um að fram- kvæma flugið. . Skömmu eftir kl. 20.00 fór S61N þurla frá Ilulissat til að sækja sjúkl- til. Ríkisskattstjóri segir að skatt- skylda greiðslna vegna niðurskurð- ar vegna riðuveiki fari eftir eðli samninganna, samanber það sem fram kemur hér að ofan. Þar er einnig vísað í áður útgefíð álit ríkis- skattstjóra vegna riðuveikiniður- skurðar í Reykjafjarðarhreppi í fyrrahaust þar sem segir að um- ræddar bætur eigi að telja til tekna á því ári sem greiðslurnar falla til. Ríkisskattstjóri segir að greiðslur Framleiðnisjóðs vegna þeirra af- urða sem til falla við kaup á fullvirð- isrétti, svokallaður förgunarkostn- aður, eigi að færast til tekna á landbúnaðarskýrslu á þvf ári sem förgunin fer fram, en á móti er gjaldfærð bússtofnsskerðing. Að lokum er í áliti ríkisskatt- stjóra fjallað um greiðslur Fram- leiðnisjóðs vegna stofnkostnaðar hjá þeim sem taka upp annan at- vinnurekstur en mjólkur- og kjöt- framleiðslu á lögbýlum. Framlög þessi eiga bændur 'að draga frá kostnaðarverði viðkomandi bygg- inga eða tækja og færast þau því ekki beint til tekna en lækka fym- ingargrunn eignarinnar. Basar fyrir Karlakór Reykjavíkur Kvenfélag Karlakórs Reykjavík- ur heldur basar í félagsheimili kórsins, Freyjugötu 12, annarri hæð, i dag og hefst hann klukkan tvö. í fréttatilkynningu frá félaginu segir, að á boðstólum verði ýmsar vörur, sem félagskonur hafí pijónað og saumað til styrktar kómum, og einnig úrval af ýmsu brauðmeti. Þorbjörn Broddason sendir félagsmála- ráðherra kærubréf inginn í Aasiaat og kl. 20.48 fór flugvélin frá Nuuk til að mæta þyrl- unnni í Ilulissat, þegar hún kæmi til baka. Þyrlan lenti í Ilulissat kl. 21.51 og flugvélin frá Nuuk kl. 22.09. Skömmu seinna var flugvélin tilbú- in til að fljúga til baka til Nuuk. Annar flugmaðurinn varð eftir í II- ulissat, þar sem breyttar aðstæður leyfðu einn flugmann. Brottfor til Nuuk tafðist í 1.18 mín. af ástæðum, sem Grönlandsfly gat ekki haft áhrif á. Flugvélin fór frá Ilulissat kl. 23.27, aðeins með sjúklinginn frá Aasiaat um borð. Samkvæmt framangreindu telur Grönlandsfly, að sjúkraflugið hafi verið framkvæmt á þann hátt, að umræður um öryggislega ábyrgð vegna flutnings sjúklings með smit- sjúkdóm, hafi ekki haft áhrif á framkvæmd þess, enda mættust þyrlan og flugvélin í Ilulissat svo til samtímis." ÖSSUR Skarphéðinsson (Abl) skýrði á fundi borgarstjórnar á fimmtudag frá þvi að Þorbjörn Broddason, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í skólamála- og fræðsluráði hefði sent félags- málaráðherra kærubréf þar sem hann fer fram á að ráðherra hlutist til um að farið verði að lögum við framkvæmd fræðslu- mála í Reykjavík. Einnig skýrði hann frá því að Þorbjöm myndi ekki sitja fundi skólamála- og fræðsluráðs meðan beðið væri eftir úrskurði og vara- maður kæmi ekki í hans stað. Össur sagði að í bréfí sínu hefði Þorbjöm farið fram á að formaður fræðslunefndar, Ragnar Júlíusson, yrði „knúinn" til að halda fundi í samræmi við lög og að skorið verði úr um rétt kennara og fræðslu- stjóra til setu í skólamálaráði. Sagði Össur að verið væri að svipta fræðslustjóra og kennarafulltrúa völdum þar sem þeir hefðu stundum haft aðrar skoðanir á málum en meirihluti borgarstjórnar. Sigutjón Fjeldsted sagði fundi vera haldna í fræðsluráði og fundar- gerðir til vitnis um það. Það væri líka „bull“ að verið væri að bola kennarafulltrúum út úr skólamála- ráði. Þeim hefði verið boðið að skipa tvo fulltrúa en þráast við að skipa þá. Auk þess hefðu skólastjórar og SAMFOK, Samtök foreldra og kennara, sitt hvom fulltrúann. Fræðslustjóri aftur á móti væri embættismaður ríkisins og því óeðlilegt ef hann fengi að sitja alla fundi þar sem verið væri að ræða málefni sveitarfélagsins. Einnig sagði Siguijón að í umsögn borgar- lögmanns og lögmanns Kennarafé- lags Reykavíkur um Skólamálaráð hefði komið fram að stofnun þess væri fyllilega í samræmi við lög. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði Þorbjöm vera með „furðulega tilburði" í þessu máli. Það væri ekki á valdssviði félagsmálaráð- herra að úrskurða um þetta heldur menntamálaráðherra þó málinu hefði verið vísað til félagsmálaráð- herra af einhveijum „undarlegum ástæðum". Sigrún Magnúsdóttir (F) sagðist eindregið styðja ákvörðun Þor- bjöms Broddasonar. „Við þetta ófremdarástand er ekki hægt að búa“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kv) lýsti einnig yfír stuðningi við ák- vörðun Þorbjöms um að fá úrskurð félagsmálaráðherra. Ágreiningur- inn snérist um það hver væri yfirmaður skólamála í Reykjavík og menn vildu vita hvort þeir væm að taka þátt í löglegri stjómvaldsað- gerð, stofnun skólamálaráðs, eða ekki. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði Þorbjöm ekki biðja um úr- skurð um lögmæti stofimn skóla- málaráðs í brefí sínu heldur áðumefnd þijú atriði. Tónabær: Tónver fyrir bíl- skúr shlj óms veitir ÞEIM sem iðka tónlist I sk. „bílskúrshljómsveitum" er boðið að taka þátt í námskeiði sem fram fer í Tónabæ, segir í frétt- atilkynningu sem blaðinu hefur borist. Þar hefur verið komið fyrir sérstöku tónveri með full- komnum hljóðfærum. Leiðbein- andi, sem er tónlistarmaður, mun leiðsegja um undirstöðuatriði í popptónlist, þar á meðal hvemig gera megi frumsamin lög. Á fyrsta námskeiðið komast fjór- ar hljómsveitir. Á fímm vikna tímabili fá þær 30 klukkustunda tilsögn. Fyrsta námskeiðið hefst 10. nóvember og stendur til 15. des- ember. Innritun fer fram í Tónabæ hjá Ólafi eða Konráði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.