Morgunblaðið - 08.11.1986, Side 57

Morgunblaðið - 08.11.1986, Side 57
MORGtMBItAÐIÐ, LAUGARDAGUR,8l NÓVEMBER'íaae S7 Eyðni besta orðið Bréfritari vill benda á það meðal annars að orðið „grindhvalur" er færeyska en samsvarandi íslenkt orð er marsvín. Hin illræmda veiki „aids“ hefur fengið þrjú heiti á íslensku: Al- næmi, ónæmistæring og eyðni. Þegar ég sá það siðast nefnda fannst mér strax að það bæri af hinum. Gladdist ég því þegar sá mikli málsnillingur, Helgi Hálf- dánarson, tók þessi orð til athugun- ar og mælti mjög með því að eyðni yrði notað. Alnæmi er villandi. Ónæmistær- ing skýrir vel áhrif v eikinnar, en er langt og óþjált. Til dæmis verður ónæmistæringarsjúklingur æði stirt í munni. Eyðni bendir á áhrif veik- innar. Það er stutt og lipurt og þjált í tengslum við önnur orð. Ég vil skora á forkólfa nýyrða, Ríkisútvarpið, blaðamenn og aðra áhrifamenn um málfar, að taka upp heitið eyðni á þessari veiki. Breytingin á fréttatíma sjónvarps hefur hrundið af stað hörðum mót- mælum og vil ég taka undir þau. Þessi breyting er óhentug fyrir fjölda fólks. Að vísu þykir mörgu fíimlu fólki, sem er óbundið störf- um, gott að framhaldsþættir og fleira efni er fyrr á kvöldin eftir breytinguna. Ég hlusta mikið á rás 1 og finnst mér ástæða til að hrósa því efni sem þar er boðið fram. Þó hefur mér þótt leikritaval útvarpsions frekar misheppnað. Ýmislegt í málfari manna, sem láta til sín heyra í útvarpi og sjón- varpi, lætur illa í eyrum. Flestir stagiast á því að hlutir gerist „í dag“, þrátt fyrir að þeir nái yfir langan tíma. Og enn eru menn búnir í þann gamla, þrautleiðinlega stakk, sem ólíkt öðrum klæðnaði virðist aldrei fara úr tísku. „Alla- vegana" og „sem slíkur" mættu alveg missast. Fréttaþulir bafa und- anfarið haft margt að segja um „grind" og „grindhvali". Þeir mættu nú gjaman vita að þessi dýr heita á íslensku marsvín. „Grind" er fær- eyska. Mér þótti leitt, þegar kennari lýsti aðferð við lestrarkennslu bama, og sagði hvað eftir annað „akkúrat“ og Jú“ á danska vísu. Fyrir nokkru birti kona í dálkum Velvakanda brot úr enskum texta, sem sunginn var á rás 2. Var hún hneyksluð á að slíkt skyldi heyrast í Ríkisútvarpinu. Enda var þetta svo argvítugt klám að gömlu íslensku klámvísumar komust ekki í hálf- kvisti við enska tgxtann. Ég vil biðja forráðamenn rásarinnar að reisa slíkum tekstaflutingi skorður. Þórunn Guðmundsdóttir Þessir hringdu . . . Flóamarkaður- inn frábær G. F. hringdi og vildi þakka fyrir frábæran flóamarkað á Bylgjunni. A að selja nýja útvarpshúsið? H. J. hringdi: Þessa dagana er mikið tálað um hugsanlega sölu á rás 2. Mig langar til að vita hvort það sé rétt að einhveijir þingmenn séu að pota því fram að selja nýja útvarpshúsið? Ef af því verður þá eru væntanlega dagar rásar 2 taldir, eða hvað? Eru þeir síma- sambandslausir hjá Veðdeild Landsbankans? Guðrún hringdi: Ég hef oft reynt að ná sam- bandi við Veðdeild Landsbanka íslands símleiðis en án árangurs. Yfirleitt er á tali en ef svarar þá er það kona í Garðabæ sem seg- ist ekki óvön að fá slíkar upp- hringingar. Samt hringi ég í s. 621662 en það númer er gefið upp á greiðsluseðlum frá stofnun- inni. Jafnvel starfsmenn í aðal- bankanum segja mér að það sé vonlaust að ná sambandi við veð- deildina. Hvemig stendur á þessu? Telja forsvarsmenn bankans að það sé honum til framdráttar að hafa símasambandslaust við veð- deildina? Hugsið um ör- yrkja Gunnar Sverrisson hringdi: Ég vil ekki vera neikvæður en mig langar til að benda ráða- mönnum á það að öryrkjar eiga sífellt erfiðara með að láta sínar örorkubætur endast mánuðinn á enda. Margt gott hefur verið gert fyrir öryrkja hér á landi á undan- fömum áratugum en eru menn nokkuð búnir að gleyma þeim? Rúskinsjakki tekinn í misgrip- um Ungur maður hringdi og sagði frá því að jakkinn hans, sem er millibrúnn rúskinsjakki, hefði ve- rið tekinn í misgripum á veitinga- staðnum Uppi og Niðri á föstudagskvöldið 31. okt. í jakk- anum var bankabók, lyklakippa, trefill og vettlingar. Sá sem lenti í því óláni að fá þennan jakka í misgripum er beðinn að hringja í s. 13753. Hvítt BMX hjól fundið Bryndís hringdi: Hér fyrir utan hjá okkur hefur lengi staðið lítið hvítt BMX reið- hjól með áletmninni Team. Enginn virðist eiga það af þeim sem hér búa f nágrenninu en þeir sem kannast við að sakna slíks hjóls getað athugað með það í Gnoðavogi 76. S.37173. Svört hliðar- taska týndist Kvenmaður hringdi og kvaðst hafa tapað svartri hliðartösku ein- hversstaðar á leiðinni frá Þórscafé að Dalalandi. Þetta var á föstu- dagskvöldið 31. okt.. í henn i vom meðal annars skilríki og fleira sem hún getur illa án verið og er finnandi beðinn að hringja í s. 77664. Vill að meira sé aðgert G. hringdi: Ég er ein af þeim sem hef gef- ið til Hjálparstofnunar kirkjunnar og ég verð að segja að ég er af- skaplega óhress með viðbrögð stofnunarinnar við þeirri fjár- málaóreiðu sem er þar á bæ. Ég vil að skipt verði þar um menn í æðstu stöðum, að öðmm kosti er ákaflega hætt við að traust fólks á stofnuninni rými mjög. Jónina verður að gæta orða sinna betur Kona hringdi: Ég hringi fyrir nokkrar mann- eskjur og viljum við beina þeim tilmælum til Jónínu Benedikts- dóttur að hún gæti orða sinna betur í morgunleikfiminni. Stund- um sýnir hún hlustendum sínum og sérstaklega þeim er reyna að hreyfa sig með henni ákaflega mikla lítilsvirðingu, talar jafnvel um kjötskrokka og flissar í tíma og ótíma. Af hverju mishiti á vatninu? Sundlaugargestur hringdi: Ég fer oft í sund á morgnana í Laugardalslaugina. Ég hef tekið eftir því að hitinn á vatninu úr sturtunum og í nýja nuddpottinum er ákaflega breytilegur. Fyrir nú utan það að vatnið í nuddpottinum er á stundum kalt svo fólk helst þar ekki við. Hefur ekki eitthvað farið úrskeiðis hér? í annan stað vildi ég biðja um að keypt yrði klukka og staðsett við nuddpottinn því illa sést á klukku úr honum og stundum jafnvel ekkert þegar gufa eða myrkur liggur yfir. ■ ■ Okukennsla - endurhæfing Kenni á Opel Ascona. Hagkvæmt og árangursríkt. Gunnar Helgi, sími 78801 Athugið, að Húsasmiðjan í Reykjavík hefur tekið við söluum- boði okkar af BYKO. EVRÓPUFRUMSÝNING Aftur f Hann fer aftur í skóla fimmtugur til að vera syni sínum til halds og trausts. Hann er ungur í anda og tekur virkan þátt í skólalífinu. Hann er líka virkur í kvennamálunum. Rodney Dangerfield grínistinn frægi fer á kostum í þessari best sóttu grínmynd ársins í Bandaríkjunum. Aftur í skóla er upplífgandi í skammdeginu. LEIKSTJÓRI ALAN METTER BURT YOUNG AÐALHLUTVERK RODNEY DANGERFIELD KEITH GORDON SALLY KELLERMAN NED BETTY Sýnd kl. 5.10, 7.10 og 9.10. DOLBY STEREO |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.