Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 Samþykkt að hefja virkjun jarðhitans að Nesjavöllum Stofnkostnaður 2600 milljónir króna SAMÞYKKT var í borgarstjórn í gærkvöldi að hefja nú þegar framkvæmdir við virkun jarðhitans að Nesjavöllum fyrir Hita- veitu Reykjavíkur. Fyrsti áfangi verður virkjun upp á u.þ.b. 100 MW og er heildarstofnkostnaður metinn 2600 milljónir króna. Einnig var samþykkt að áður en hafist verður handa við annan áfanga virkjunarinnar verði aflþörf endurmetin og virkjunarhraða breytt í samræmi við slíkt mat. Pyrsti áfangi Nesjavallavirkj- sem borgarstjóm hefí haft til Tillögunni greiddu atkvæði full- trúar allra flokka nema Alþýðu- bandalagsins. Þeir greiddu atkvæði gegn tillögunni á þeirri forsendu að ekki væri búið að vinna nógu rækilega markaðsspá. unar felur í sér 100 MW varma- skiptastöð að Nesjavöllum, kaidavatnslögn frá Grámel við Þingvallavatn að virkjuninni og leiðslu fyrir heitt vatn frá Nesja- völlum að Grafarholti, fyrir 400 MW virkjun. Páll Gíslason (S) formaður stjómar veitustofnana sagði þegar hann mælti fyrir tillögunni að þetta væri ein mesta framkvæmd umfjöllunar í langan tíma. Sagði hann að á núvirði hefði þegar verið varið 800 milljónum króna til rannsókna og borana að Nesja- völlum. Kostnaður við þær framkvæmdir sem nú yrði ráðist í næmi um 1800 milljónum króna. Páll sagði að orkuverð frá fyrsta áfanga yrði 0,29 krónur hver kílówattstund en orkuverð í dag er 0,38 kr/kwst. Ólafur Laufdal kaupir Sjallann Morgunblaðið/Einar Falur ÓLAFUR Laufdal, veitingamað- ur, hefur fest kaup á veitinga- húsinu Sjallanum á Akureyri. Ólafur keypti allt húsið, með rekstri og lausamunum og er kaupverðið 75 milljónir króna. Ólafur sagði í samtali við Morg- * Agreinmgur um hækkun á kindakjöti Agreiningsefninu vísað til sátta- semjara ríkisins NEYTENDAFULLTRÚAR í verðlagsnefnd búvara (sex- mannanefnd) hafa neitað að fallast á framreikning verðlags- grundvallar sauðfjárafurða þann 1. desember næstkomandi þar sem þeir telja vafa leika á að bændur eigi rétt á viðbótar- greiðslum fyrir innlagt kindakjöt í haust sem þeir hafa þegar selt og eigi að fá að fullu greitt fyr- ir 15. desember næstkomandi. Var ágreiningnum vísað til sátta- semjara rikisins. Ágreiningur hefur verið um um- ræddar viðbótargreiðslur. í búvöru- lögunum segir að bændur skuli fá hækkanir grundvallarins en sumir tólja að þessi ákvæði stangist á við önnur ákvæði laganna. Neytenda- fulltrúar í sexmannanefnd gera nú ágreing um þetta atriði til að reyna að fá úr því skorið hvemig beri að túlka lögin. Neytendafulltrúamir óskuðu eft- ir því að ágreiningnum yrði vísað strax til yfímefndar en þar sem bændafulltrúamir neituðu þvf gengur ágreiningurinn til sátta- semjara sem á að leitast við að fínna málamiðlun. Beri sáttaumleitanir ekki árangur innan tiu daga skal skipa þriggja manna yfímefnd, með fulltrúum beggja aðila og odda- manni frá Hæstarétti, er felli fullnaðarúrskurð. unblaðið að málið hefði borið mjög brátt að, en samningar um kaupin milli hans og Iðnaðarbankans tók- ust síðdegis í gær. Hann kvaðst vera bjartsýnn á áframhaldandi rekstur hússins og bjóst við að starfsemin gæti hafist um næstu helgi. „Það er allt tilbúið til að hefj- ast handa og ég hef hugsað mér að setja mikinn kraft í þennan rekstur strax í upphafí. Sjallinn er og verður söguleg staðreynd í skemmtanalífí Akureyringa og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að það sé áfram góður grundvöll- ur fyrir rekstri hússins", sagði Ólafur. Hann sagði að ákveðin tengsl yrðu á milli rekstrar Sjallans og Broadway, sem meðal annars fælist í því að samnýta skemmtikrafta í þessum tveimur húsum og rekstur Sjallans yrði að miklu leyti sniðinn eftir rekstri Broadway. Ólafur sagði að ekkert hefði verið ákveðið með ráðningu framkvæmdastjóra enn sem komið væri og kvaðst hann myndu stjóma rekstrinum sjálfur til að byija með. Fagnað íleikslok ÍSLENZKI dansflokkurinn frumsýndi í gærkvöldi þtjá balletta í Þjóðleikhúsinu. Myndin er tekin að tjaldabaki i lok sýningarinn- ar. Fiskmarkaður í Reykjavík: Aætlaður stofnkostn- aður 16,4 milljónir Rekstrarkostnaður 19 millj. á ári í hafnarstjóm Reykjavíkur hefur verið lögð fram áætlun um stofn- og rekstrarkostnað vegna fiskmarkaðar í Faxaskála. Stefnt er að stofnun hlutafélags um reksturinn í næstu viku. Að sögn Guðmundar Hallvarðs- sonar formanns nefndarinnar er gert ráð fyrir að breytingar á Faxa- skála muni kosta 4,4 milljónir. Áætlaður kostnaður vegna tækja og annars búnaðar er um 12 millj- ónir og rekstarkostnaður er áætlað- ur 19 milljónir á ári. Miðað er við að 25 þús. tonn af físki fari um markaðinn ár hvert. Guðmundur sagði að Reykjavík- urhöfn mundi leggja til húsnæðið með þeim búnaði sem til þarf en ekki hefur verið tekin ákvörðun um húsaleigu né afla- og bryggjugjöld. Þá á löggjafinn eftir að setja lög um lágmarksverð, hvemig uppboðin skuli fara fram og heilbrigðisyfír- völd að samþyklqa húsnæðið. Georgio Belladonna við komuna til Reykjavikur í gærkvöldi. Borgarstjóri og ráðherr- ar spila við Belladonna TVEIR ráðherrar og borgar- stjórinn í Reykjavík etja kappi við einn besta bridsspilara heims fyrr og síðar í sérstöku móti sem haldið verður í Höfða á sunnudag. ítalski bridsspilarinn Georgio Belladonna kom hingað til lands í gær tii að vekja athygli á árlegu bridsmóti sem haldið er í Portoroz í Júgóslavíu. Belladonna er stiga- hæsti bridsspilari í heimi enda vann hann heimsmeistaratitilinn 13 sinnum á árunum 1957 til 1975 og þar að auki tvo Ólympíu- titla. í tilefni af komu Belladonna til íslands verður haldið bridsmót með þátttöku 30 para á Hótel Loftleiðum, föstudagskvöld og laugardag, þar sem öll sterkustu bridspör á íslandi ætla að etja kappi við Belladonna. Auk þess verður sérstakt mót haldið á Höfða eins og áður sagði, og þar munu sveitir borgarstjóra og ríkisstjóm- arinnar spila 24 spila einvígisleik. f liði borgarstjórans, Davíðs Oddssonar, verða Belladonna og spilafélagi hans, Júgóslavinn Jer- etic, og Jón Steinar Gunnlaugsson. í liði ríkisstjómarinnar verða ráð- herramir Halldór Ásgrímsson og Matthías Á. Mathiesen og fá þeir sterkt bridspar til liðs við sig. © INNLENT Könnun á námi og starfi 7 ára barni í Reykjavík: Einkaskólar betri en rík- isskólar að mati foreldra FORELDRAR í Reykjavík eru áberandi ánægðari með þá þjón- ustu sem einkaskóli veitir heldur en ríkisskólar, samkvæmt könnun sem Bragi Jósepsson, dósent við Kennaraháskóla ís- lands, hefur framkvæmt á viðhorfum foreldra sjö ára barna til kennslu og skólastarfs fyrir þau. í könnuninni kemur einnig fram talsverður munur á mati kennara og foreldra á þeirri þjónustu sem skólinn veitir og er þessi munur meiri þegar um ríkisskóla er að ræða heldur en einkaskóla og langmestur þegar svonefnd- ir opnir skólar eiga í hlut. í könnuninni er spurt um sam- skipti skóla og foreldra, tillit sem skólinn tekur til námshæfíleika og andlegs og líkamslega þroska bamanna, líðan bama í skólunum, skipulag og framkvæmd kennsl- unnar, kennslu og námsárangur og um heimanám og sjálfstæð vinnubrögð bama. Könnunin náði til rúmlega þriðjungs foreldra og kennara sjö ára barna í Reykjavík og var svörun foreldra rúm 80% og kennara 100%. í svörum foreldrana kemur einkaskólinn nær undantekning- arlaust betur út en ríkisskólamir, sem flokkaðir voru í þrjá flokka, skóla í eldri hverfum, skóla í nýrri hverfum og opna skóla, en þeir leggja áherslu á opið skólastarf. Einkaskóli veitir foreldrum skýr- ari upplýsingar um kennslu og skólastarf og þar eru samskipti skóla og foreldra einnig betri. Þá sinnir einkaskólinn betur uppeld- islegum þáttum skólastarfsins og bömum í einkaskóla lfður betur f skólanum en bömum í almennum grunnskóla. Þá benda niðurstöður könnunarínnar til þess að að kennslan sé markvissari og betur skipulögð í einkaskóla en í al- mennum grunnskóla og ber kennurum og foreldrum í einka- skólanum saman um þetta. í almennum grunnskóla telja kenn- arar hins vegar að kennslan sé betur skipulögð og markvissari en hún er að mati foreldra. Kennslan í undirstöðugreinum, lestri, skrift og reikningi í opnum skóla er mun lakarí en í hinum skólunum og best f einkaskóla og skólum í nýju hverfunum. Náms- árangur f öðrum greinum en þessum þremur er betri að mati foreldra bama í einkaskólum en að mati foreldra bama í almenn- um grunnskólum, áhugi bama á heimanámi er þar og í nýjum skóla meiri, en í opnum skólum og í skólum í gömlu hverfunum og böm í þessum skólum sýna meiri fæmi í sjálfstæðum vinnu- brögðum. Það er nokkuð áberandi í könn- uninni að foreldrar bama í skólum í nýju hverfunum, Selja-, Breið- holts-, og Árbæjarhverfi telja böm sín betur stödd í námi og sjálf- stæðari, en foreldrar bama í opnum skólum og í skólum í eldri hverfum borgarinnar. Em skól- amir í þessum hverfum í sumum tilvikum fremri einkaskólanum hvað þetta snertir eða ganga næst honum. ísaksskóli er sá einkaskóli sem gengið er út frá í könnuninni. Bragi kannaði einnig hvort munur væri á félagslegum aðstæðum foreldra bama f einkaskólanum og f öðmm skólum og kom í ljós að enginn marktækur munur er á þessum aðstæðum. Kennaraháskóli íslands kostaði rannsóknina, en Skólaskrifstofa Reykjavíkur gefur skýrsluna út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.