Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 53 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Fjárfestingar og erlent fjármagn: Umræða vakin eina ferðina enn - og síðan ekki söguna meir Velvakandi. Verslunarráð íslands hefur nú nýlokið ráðstefnu sinni um hið sígilda málefni, sem „fj'árfestingar og erlent samstarf" er, einu sinni á ári eða svo. Inn í þetta mál blandast svo alls kyns efni, sem skeggrætt er fram og til baka, erlend skuldasöfnun, aukið fijálsræði í viðskiptum og einnig það mál, sem enginn þorir að taka á en er sígilt umræðuefni á ráðstefnum, nefnilega það, hvort tengja eigi íslensku krónuna traust- um erlendum gjaldmiðli. A þessum ráðstefnum tala menn venjulega tveimur tungum í sömu andrá. Annars vegar eru þeir hlynntir breytingum í fijálsræðisátt og fullyrða, að veigamikil rök séu fyrir breytingum, t.d. þetta með tengingu gjaldmiðilsins við annan erlendan, — hins vegar hafa menn mikinn fyrirvara á um breytingar, og það jafnvel í sömu málsgreininni í ræðuflutningnum. Það eru nánast flestir sem telja verður, að vit hafí á fjármálum hér, sammála um, að við íslendingar séum of fámenn þjóð og vanþróuð í milliríkjavið- skiptum til að reka eigð gjaldeyris- kerfí. Ennfremur, að það sé til góðs, að landið verði opnað fyrirerlendum aðilum og íslensk fyrirtæki hafí gott af að fá samkeppni, um leið og þeim gefíst tækifæri á að eign- ast hlutdeild í atvinnutekjum annarra þjóða. Þrátt fyrir þetta verða litlar sem engar breytingar. Fjárlög eru sett fram ár eftir ár með halla og hlut- verk ríkisins eykst ár frá ári. Samþykki löggjafarvaldsins fæst naumlega og stundum aldrei til að gera breytingar í þjóðfélaginu, sjálfsagðar breytingar, sem leysa afdalamennskuna af hólmi í um- gengni og samskiptum. Ráðamenn ota hver sfnum tota og standa saman um „fullveldi gamla tímans", og hinir yngri stjómmálamenn eru fljótir að að- laga sig þinum rótföstu og hefð- bundnu aðferðum sem notaðar em til að drepa í fæðingu allar hug- myndir sem kunna að lyfta umræðunni upp úr nefndafargani á framkvæmdastig. Fastheldni á bann við sölu á áfengu öli er gott dæmi, en auðvit- að lítilvægt miðað við fjáfestingar og erlent fjármagn hér á landi. Bjór- bannið er hins vegar glöggur vottur um þá niðurlægingu og kotungs- hátt, sem við búum við hér á landi á sama tíma og ríkisvaldið situr að sölu á eldvatni til þjóðarinnar. Allir sem vilja landi sínu og þjóð vel, sjá þá þversögn, sem felst í því að lúta valdboði ofan frá um fram- kvæmd sem landsmenn eru almennt á móti, og telja heyra liðna tímanum til, ef það þá hefur tilheyrt ein- hveijum tíma. Mikilvæg samtök og sterk eins og Verslunarráð íslands eiga nátt- úrulega ekki að láta umræður einar nægja, og það ár eftir ár. Þau eiga að setja stjómmálamönnunum stól- inn fyrir dymar, líkt og gert er við landsmenn, og krefjast skilyrðis- lausra tilslakana á þeim höftum, sem íslenskt atvinnulíf er hneppt í með einskis nýtum gjaldmiðli og banni við erlendum íjárfestingum hér á landi, nema í samfloti við hið opinbera. Það er hætt við, að fólk hætti að taka mark á þessum og hinum ráðstefnunum, þegar þær eru haldnar í þeim einum tilgangi að „vekja upp umræður" eins og það heitir á „fagmálinu" — en síðan ekki söguna meir! Geir R. Andersen Helgi Þór má vera hreyk- inn af starfs- fólki sínu Nú á þessum siðustu og verstu þegar vart verður svo opnað blað að ekki bregði þar fyrir óánægju- hneggi og jafnvel óbótaskömmum vegna slælegrar þjónustu á öllum hugsanlegum sviðum, fínnst mér að prísa megi það að ósekju sem góðra gjalda er vert. Föstudaginn 24. október brugð- um við okkur starfsfélagamir ásamt frúm og öðru fríðu föruneyti til Hveragerðis að kýla vömb okkar og þreyta síðan diskódans fram eftir nóttu. Það þarf ekki endilega að orð- lengja það, en þjónustan reyndist það góð að mörg „fyrirmyndar- hótelin" á Reykjavíkursvæðinu mættu hengja haus. Maturinn var fyrsta flokks og ekki skorínn við nögl. Þjónustufólk var ötult og við- kunnanlegt og „uppartaði" hvem mann eins og þar sæti sjálfur Reag- an eða félagi Gorbachov. Sérstak- lega er mér minnisstæður brosmildur starfskrfatur, sem Hrefna heitir, og á svo sannarlega skilið rós í hnappagatið fyrir indæla og lipðra þjónustu. Já, Helgi Þór Jónsson má vera hreykinn af starfsfólkkji sínu og það var samhljóma álit okkar sextyíumenninganna, sem héldum austur fyrir fjall, að þetta hefði verið ein best lukkaða og eftirminni- legasta kvöldstund sem við höfum átt í mörg ár. Birgir Bragason Leitar vinkonu sinnar Ég leita gamallar skólasystur minnar, Amdísar Thorvalds- dóttur. Árin 1965 til 1966 vorum við saman í skóla f Bryne. Amdís hafðu nú samband við mig. Annars gæti ég vel hugsað mér að skrifast á við íslending en hann verður að skrifa dönsku. Ég er 41, gift og á 18 'ára stúlku og hund. Eg hef mikinn áhuga á tónlist og handavinnu. Eg hleyp mikið og æfi júdó. Karin Hansen, Karl Rasmussensvei 19, 9910 Björnevatn, Norge. □ □ □ HEILRÆÐI Á heimilunum leynast viða hættur, sem fjölskyldan verður að vera sér meðvitandi um. Gæta verður þess að höldur og sköft ílátanna á eldavélinúi snúi til veggjar, þannig að stuttir handleggir geti ekki teygt sig í þau og steypt yfir sig sjóðandi og brennheitu innihaldinu. Alltof oft hef- ur það hent að böm hafa stungið sig og hlotið djúp sár á eggjárnum sem skilin hafa verið eftir í hirðuleysi að aflokinni notkun. Aldrei er það nógsamlega brýnt fyrir foreldrum að hafa ömggan umbúnað á opnanlegum gluggum og svalahurðum eða áréttuð þau vamaðar- orð að láta ekki lyf eða önnur hættuleg efni liggja á glámbekk. Sacco sæti unga fólksins bólstraðir með Pollon. Margir litir. af fallegum hlutum hjá okkur. . . HIGH REOL V/ Stærðir: B66xH160xD29 Kr. 4.610,- Stærðir: B66xH104xD29 Kr. 2.990,- Hvítar — svartar — og margir aðrir hillumöguleikar. SPEGLASULUR 20x20x50 kr. 1.380,- 20x20x70 kr. 1.670,- 45x45x45 kr. 2.510,- Maxi speglar 4 stk. í pakka 39,6 x 60 cm með öllum festingum. Kr 1.370,- M UNO SMABORÐ Fást í öllum litum. Stærð 55x55 cm. Verð kr. 1.890, Svartir — hvítir. Kollar Svartir — hvrtir — rauðir. Verö 1.120,- stykkið. húsgagn&Jiöllin BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410 PS PúAar í fallegum litum Dinty 30x30 200 kr. stk. Dinty 40x40 300 kr. stk. Tuft 30x30 350 kr. stk. Tuft 40x40 650 kr. stk. Silki 30x30 350 kr. stk. Silki 40x40 650 kr. stk. i -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.