Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986
29
Það krefst leikni að kunna á „útstöðvamar" sem lesa af getrauna-
seðlum íslenskrar getspár og gefa þáttakendum kvittun fyrir
þáttöku. 160 tölvur verða settar upp á bensínstöðvum, í myndbanda-
leigum, kaupfélögum og söluturnum um allt iand, og munu þær
mynda fullkomnasta sölunet sinnar tegundar í heiminum. TU að
læra meðhöndlun vélanna sækja umboðsmenn íslenskrar getspár
tölvunámskeið og var hópur þeirra önnum kafinn í gær.
fyrr en stundarfjórðungi áður en
dráttur fer fram. Eftir að búið er
að draga tölumar út í sjónvarpsal,
með því að láta útdráttarvél velja
fímm númeraðar kúlur, tekur það
móðurtölvuna tvær klukkustundir
að finna út hversu margir hafí hlo-
tið fyrsta, annan og þriðja vinning.
íslensk getspá er stofnuð með
lögum frá Alþingi nr. 26/1986, sem
heimiluðu dómsmálaráðherra að
veita þessum samtökum leyfí til að
starfrækja talnagetraunir. Af heild-
arveltu getraunanna verður 40%
veitt til verðlauna, en hreinn ágóði
skiptist milli samtakanna þannig
að ÍSÍ hlýtur 46,67%, Öiyrkja-
bandalag Islands 40% og Ung-
mennafélag íslands 13,33%. íslensk
getspá er undanþegin skattskyldu
og vinningar verða tekjuskatts-
ftjálsir. Að sögn Þórðar Þorkelsson-
ar, stjómarformanns, er búist við
að „potturinn" verði aldrei minni
en 2 milljónir króna, og að stærsti
'vinningurinn verði því ekki lægri
en ein milljón króna. Þegar enginn
er með fimm rétta bætist vinnings-
upphæðin við pott næstu viku.
Verðmæti tölvukerfísins, út-
stöðvanna sem verða 160 talsins
og móðurtölvunnar er um 80 millj-
ónir króna. Búnaðurinn er fenginn
með kaupleigusamningi frá banda-
ríska fyrirtækinu GTECH Corpor-
ation sem hefur sérhæft sig í að
hanna hug- og vélbúnað fyrir get-
raunir. íslensk getspá greiðir enga
leigu fyrstu sex mánuðina, en síðan
ákveðið hlutfall af veltu. Miðað við
þær forsendur sem kynntar voru á
fréttamannafundinum í gær, að
vinningar verði a.m.k. 2 milljónir
króna á viku, gæti leiga tölvubúnað-
arins numið a.m.k. 18-19 milljónum
króna á ári. Stofnkostnaður innan-
lands er áætlaður á 10-12 milljónir
króna.
Samanburður á rafmagnsverði í Evrópu:
Lægra á íslandi
en í ellefu
löndum af átján
en hærra en á öðrum Norðurlöndum
VERÐLAG á rafmagni til heim-
ila án skatta var í október
síðastliðnum lægra á íslandi en
í ellefu Evrópulöndum af átján,
sem tekin voru til samanburðar.
Hins vegar var verðið hærra hér
en á hinum Norðurlöndunum að
Þröstur Þórhallsson hampar hér
„Morgunblaðsbikarnum", sigur-
verðlaununum á Unglingameist-
aramóti íslands í skák.
Danmörku undanskilinni. Þessar
upplýsingar koma meðal annars
fram í skýrslu, sem Ásgeir Vald-
imarsson, hagfræðingur, hefur
unnið fyrir Samband islenskra
rafveitna um samanburð á raf-
magnsverði milli íslands og átján
annarra landa í Evrópu.
f skýrslunni kemur fram að verð-
lag á rafmagni til heimila án skatta
var lægra á íslandi heldur en í
Austurríki, Þýskalandi, Belgíu,
Hollandi, Sviss, Luxemborg, Eng-
landi, Frakklandi, írlandi, Italíu og
Skotlandi. Verðlag var svipað á ís-
landi og í Portúgal, á Spáni og í
Danmörku en hins vegar hærra en
í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og
Grikklandi.
Verðlag á rafmagni til heimila
með sköttum var lægra á íslandi
en í Þýskalandi, Belgíu, Danmörku,
Frakklandi, Hollandi og írlandi,
svipað og í Austurríki, Sviss, Eng-
landi, Skotlandi, Spáni, Portúgal,
Ítalíu og Luxemborg, en hærra á
íslandi en í Svíþjóð, Noregi, Finnl-
andi og Grikklandi.
Verðlag á rafmagni til iðnáðar
án skatta var lægra á íslandi en í
14 af þessum löndum, svipað og í
Noregi, Finnlandi og Frakklandi og
hærra en í Svíþjóð. Verðlag á raf-
magni til iðnaðar með sköttum var
lægra hér á landi en { Þýskalandi,
Austurríki og Ítalíu og hærra en í
Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en
svipað og í hinum löndunum 12.
AF ERLENDUM
VETTVANGI
Rúmenía:
• •
„Ograndi spurningar“
ekki leyfilegar
tilkynna ber innan 24 klukkustunda samband við útlending
SPURULL ferðamaður getur ekki búist við því að fá að dvelja
lengur en eina viku í Rúmeníu, að því er reynsla bandarísks ferða-
manns nýlega bendir til. Að morgni sjöunda dags dvalar hans í
landinu, bönkuðu tveir sviplitlir, en þægilegir embættismenn upp
á hjá honum i Búkarest og sögðu að hann þyrfti að mæta á skrif-
stofu þá er sæi um vegabréf vegna „smámáls". Er þangað kom
greindi jafn þægilegur starfsmaður skrifstofunnar honum frá
hinum alvarlegu staðreyndum málsins. Svo virtist vera að nokkr-
ir rúmenskir borgarar hefðu kvartað yfir „ögrandi spurningum"
er hann hafði lagt fyrir þá . Að spyija slíkra spuminga samræm-
dist ekki stöðu hans sem ferðamanns, því yrði hann að hverfa
úr landi, þegar í stað.
Samkvæmt skilgreiningu
starfsmannsins var ferða-
maður sá sem heimsótti ferða-
mannastaði, við Svartahaf.eða
annars staðar og ekki vissi hann
Það sem hafði hins vegar kom-
ið honum á óvart var, að nokkur
skyldi þora að opna munninn og
hafa uppi gagnrýni í þessu kom-
múnistalandi þar sem harðýðgi
alandi og Austur-Þýskalandi, er
vegna þess að rúmenska leýnilög-
reglan sé svo sterk, eða vegna
þess að Rúmenar hafa í gegn um
aldimar haft tilhneigingu til að
hlýða yfírvöldum og sætta sig við
örlögin.
Illræmd tilskipun, sem
aldrei hefur verið birt
Ríkisstjóm Ceausescu gefur út
mikið af tilskipunum, fjöldi þeirra
er birtur í hveijum mánuði, en
sumar þeirra birtast hvergi opin-
berlega. Hin illræmda tilskipun
nr. 408 er e.t.v. besta dæmið um
Ekki spyija okkur, við bara búum hér.
hveijir höfðu kvartað til yfírvalda
vegna spuminganna. Bandaríkja-
maðurinn spurði þá hvort það
gæti ekki talist eðlilegt, að hann
sem fræðimaður spyrðist fyrir um
efnahags- og menningarmál, en
var bent á að sem slíkur, hefði
hann átt að hafa samband við
Vísindaakademíuna rúmensku, er
séð hefði honum fyrir fólki til að
tala við. Ekki var möguleiki á því
að hann fengi að hafa samband
við bandaríska sendiráðið, það
væri aðeins gert ef um handtöku
væri að ræða og svo var ekki í
þessu tilfelli, eða hvað.
Á leiðinni út á flugvöll minntist
hinn brottrekni ferðamaður aldr-
aðs Rúmena, er spurt hafði hann,
með tvírætt bros á vör, hvort
nokkuð hefði komið honum á
óvart í ferð hans um landið. Er
hann fór að hugsa málið fannst
honum að margt hefði verið eins
og hann bjóst við, s.s. endalausar
biðraðir fólks er beið þess að festa
kaup á heldur óhijálegri matvöm;
myrkvaðar götur eftir sólsetur;
skortur á þokkalegum veitinga-
stöðum í Búkarest, er eitt sinn
var kölluð „París Austur-Evrópu"
og skiltin er hvarvetna blöstu við,
þar sem lýst var yfír óendanlegri
ást landsmanna á „besta syni
rúmönsku þjóðarinnar" Nicolae
Ceausescu, forseta.
er hvað mest. Hann hafði hitt
ýmsa er opinskátt höfðu gagnrýnt
stjómvöld. í litlu þorpi hafði karl-
maður á miðjum aldri engst
sundur og saman af hlátri, er
vestrænn ferðamaður tók ljós-
myndir af skilti, þar sem fagnað-
arerindið „Við lifum á tímum
Ceausescu" var letrað. Síðan hafði
Rúmeninn, er heim til hans var
komið, gagnrýnt stjómvöld harð-
lega. Ungverskur kennari, er
sendur hafði verið til lítils þorps
í Rúmeníu og skipað að starfa þar
í þijú ár, var ófeiminn við að láta
í ljósi óánægju sína með þá ráð-
stöfún. Rithöfundur nokkur,
kvartaði yfír ritskoðun er kæfði
allan frumleika og sagði að í stjóm
rithöfundasambands landsins
sætu ekki aðrir en undirlægjur
yfírvalda. Aldraði maðurinn, er
áður var að vikið, hafði og verið
ómyrkur í máli, er hann gagn-
týndi stjómvöld og reyndar
þjóðfélagið allt, sem að sögn hans
er gegnsýrt af ótta og aumingja-
skap.
En slfk afstaða var undantekn-
ing, óttablandinn kvíði, varkámi
og andstaða við skipulagt andóf
virtist ríkjandi. Eflaust má um það
deila hvort sú staðreynd að and-
ófshreyfing hefur ekki náð fót-
festu í Rúmeníu eins og t.d. í
Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ungveij-
„rúmenskt réttarfar" —„Jus Ro-
manescu". Þar er kveðið á um
það, að allir Rúmenar er hafí sam-
band við útlending, verði að
tilkynna yfírvöldum slíkt innan
24 klukkustunda, en enginn
minnist þess að hafa séð texta
þessarar tilskipunar birtan opin-
berlega. Á undanfömum árum
hefur verið bætt við þessa tilskip-
un, og felur ein viðbótin það {
sér, að það telst glæpsamlegt at-
ferli að skjóta skjólshúsi yfír
útlendinga yfír nótt. Önnur viðbót
bannar rúmenskum rithöfundum
að ræða við erlenda starfsbræður
sína, þ.m.t. frá öðrum kommúnist-
aríkjum, nema hafa áður fengið
til þess leyfí frá réttum yfírvöld-
um. Nýjasta viðbótin er sögð
banna Rúmenum nánast algjör-
lega að ræða við útlendinga.
Engin af þessum viðbótum hef-
ur verið birt opinberlega frekar
en tilskipunin sjálf. í þess stað
hafa hópar manna (t.d. rithöfund-
ar) verið kallaðir á fund opinberra
embættismanna, tilskipunin verið
lesin fyrir þá og þeir síðan látnir
skrifa nöfn sín á blað sem stað-
festingu á því, að hafa heyrt efni
hennar. Þó þetta hljómi ótrúlega
hefur fjöldi manns staðfest að
svona gangi hlutimir fyrir sig og
lýst framgangi mála í smáatrið-
um. The Economist