Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 „Það er mér með- fætt að elska liti“ Tryggvi Ólafsson mynd- listarmaður við tvö verka sinna sem hann sýnir nú í Gallerí Borg. Morgunblaðið/ÓI.K.M. 7 segir Tryggvi Olafsson mynd- listarmaður sem nú sýnir verk sín í Gallerí Borg TRYGGVI Ólafsson, myndlist- armaður, heldur nú sýningu á verkum sínum í Gallerí Borg- við Austurvöll. Sýningunni lýk- ur á þriðjudag og hefur hún þá staðið i tæpan hálfan mánuð. „Ég hef aldrei lagt mig sérstak- lega fram um að hafa myndimar litskrúðugar, það er mér meðfætt að elska liti,“ sagði Tryggvi, þeg- ar hann var inntur eftir því hvers vegna myndir hans væra í jafn skæram litum og raun ber vitni. „Þessir litir hafa alltaf fylgt mér, en ég varð hins vegar að læra að teikna til að geta byggt myndim- ar upp á minn hátt. Ég byijaði snemma að mála fjöllin og bátana á Norðfirði og svo fór ég í nám til Kaupmannahafnar. Þar var ég í Listaakademíunni, en strandaði alveg í listinni árið 1967, eftir sex ára nám. Ég málaði abstrakt og gerði tilraunir með allt mögulegt. Það virtist allt útlit fyrir að ég væri hættur að mála að eilífu og ég ætlaði að fara að vinna annað. Ekki vegna þess að ég vildi verða ríkur, þvi þá hefði ég nú farið strax að vinna hjá Hafskip eða eitthvað slíkt. Jæja, svo haldið sé áfram með söguna þá fór ég frá Kaupmannahöfn til Spánar og rölti um listasöfn. Allt í einu átt- aði ég mig á því að þetta abstrakt dót var bara hluti af svo miklu stærri heild og ég var í raun stadd- ur í blindgötu. Þá fór ég að mála eins og mig langaði til að mála og nú er ég farinn að nálgast það að geta komið hugmyndum mínum á framfæri í myndum. Ég vil þó ekki fara að gefa einhveijar yfirlýsingar um stíl, svoleiðis tal er bara yfirborðskennd della.“ Ekki erfði listamaðurinn það við Kaupmannahöfn að dvöl hans þar hafði næstum gert út af við feril- inn, því hann hefur búið í borginni síðustu 25 ár. Tryggvi hefur tekið þátt í fjölda samsýninga um öll Norðurlönd og einkasýningamar era farnar að nálgast annan tuginn. Hann sagði aðspurður að salan hafi gengið vel hjá sér á þessari sýningu. „Eg hef engan sérstakan áhuga á sölu- mennsku, markaður myndverka er ekki mín uppfinning. Myndir era hugsanir í sjáanlegu formi og peningar eiga ekki að ráða neinu um það hveijir fá að njóta mynd- anna. Myndir ættu helst að vera á söfnum eða í opnum stofnunum, en enda oft inni á einkaheimilum. Maður ræður raunveralega litlu um það samhengi sem þær lenda í. Mér finnst ríkið nota vel þá peninga sem fara til kaupa á lista- verkum og það verður að hafa það í huga að málarar vinna eins og hvert annað fólk. Þeir sem fylgjast með mér vinna geta séð það að ég vinn tæpast minna en fólk í frystihúsum. Því miður þá neyðist ég til að selja myndimar mínar, því þetta er jú vinnan mín og ég lifí af henni. En ég verð aldrei búinn að mála. Ég vinn nefnilega ekki af skyldu, heldur af því að ég get leyft mér að gera hlutina af kærleik. Ástin og vinnan verða samofnari eftir því sem árin líða og skipta mig æ meira máli.“ Það var greinilegt á þeim stutta tíma sem blaðamaður stóð við í Gallerí Borg að Tryggvi er upp- tekinn maður. Hann talaði í símann, svaraði tveimur spum- ingum, fór síðan aftur í símann, heilsaði gestum á sýningunni og greip svo símtólið á ný. „Þetta er svona hjá mér, ég þegi og held mér við efnið þegar ég er að vinna, en um leið og ég sleppi penslinum þá verð ég mjög mál- gefínn og veð úr einu í annað. Þú verður að virða mér það til betri vegar,“ sagði hann um leið og hann kvaddi. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: Fylgisstraumur frá Alþýðu- bandalagi til Kvennalista Fylgisaukning Alþýðuflokks er á kostnað Sjálfstæðisflokks STARFSMENN Félagsvísinda- stofnunar hafa unnið frekar úr könnun stofnunarinnar á fylgi flokka, sem gerð var fyr- ir Morgunblaðið í fyrstu viku þessa mánaðar og birt hér í blaðinu í síðustu viku. Með- fylgjandi tafla sýnir hreyfingar sömu kjósenda milli flokka. Niðurstöðumar era byggðar á spumingum um hvaða flokk svar- endur kusu í alþingiskosningun- um 1983 og hvaða flokk þeir segjast munu kjósa nú. Svör feng- ust frá 1.130 manns eða 75,3% af 1.500 manna úrtaki könnunar- innar. Þeir sem svöraðu báðum spumingum era 1.025 og era eft- irfarandi upplýsingar byggðar á þeim fjölda. Vinstra megin í töflunni er sýnt hvaða flokk svarendur segjast myndu kjósa nú, en efri ásinn sýnir hvaða flokk þeir segjast hafa kosið 1983. Töfluna ber að lesa á eftirfarandi hátt. Ef fínna á t.d. hvað þeir sem fylgja Al- þýðuflokki nú kusu árið 1983 er lína Alþýðuflokksins lesin frá vinstri til hægri. Þannig kemur fram að 36,2% þeirra sem nú segj- ast ætla að kjósa Alþýðuflokk kusu hann einnig 1983, 2,3% kusu Framsóknarflokk og 21,8% kusu Sjálfstæðisflokk. Þá er einnig sýnt að 11,5% þeirra sem ekki höfðu kosningarétt 1983 ætla nú að kjósa Alþýðuflokk og einnig 11,5% þeirra sem ekki kusu neinn flokk árið 1983. Niðurstöðumar fyrir Alþýðu- flokk og Kvennalista era einnig sýndar á línuritum. Meginniðurstöðumar era þær að Alþýðuflokkurinn fær fylgis- aukningu allvíða að, en þó mest frá kjósendum Sjálfstæðisflokks, og minnst frá kjósendum Fram- sóknarflokks og Kvennalista. Framsóknarflokkurinn dregur lítið að frá öðram flokkum en heldur hlutfalli sínu meðal nýrra kjósenda all vel. Svipaða sögu er að segja um Sjálfstæðisflokk, enda er fylgi hans samkvæmt könnuninni minna en verið hefur undanfarið. Þó fær flokkurinn hæst hlutfall nýrra kjósenda eða 15,1%. Alþýðubandalag dregur heldur ekki fylgi frá öðram flokk- um svo heitið geti, en heldur hlut sínum meðal nýrra kjóssenda all vel. Af þeim sem segjast ætla að kjósa Kvennalista kusu 34,4% hann árið 1983, en 31,1% kusu Alþýðubandalag þá. Fylgjendur flokkanna í nóvember 1986 og hvað þeir kusu í alþingiskosningum árið 1983. Kusu Afl. 1983: Ffl. Sfl Abl. BJ. Kl. Án kosninga- réttar 1983 Kaus ekki Alls Kjósa nú: Alþýðuflokk 36,2 2,3 21,8 5,7 9,2 1,7 11,5 11,5 100 Framsóknarfl. 1,6 68,8 5,6 2,4 0,0 1,0 12,0 8,8 100 Sjálfstæðisfl. 2,1 2,1 73,0 0,0 2,1 1,0 15,1 4,9 100 Alþýðubandal. 1,0 3,6 2,7 64,3 1,8 1,0 12,5 13,4 100 Kvennalista 11,5 3,3 4,9 31,1 4,9 34,4 1,6 8,2 100 Hvaðan koma kjósendur Kvennalistans? Afl. Ffl. Sfl. Abl. BJ. Kl. Nýir Kausekki kjósendur 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.