Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 hvemig foreldrar eiga að takaat á við andlegu hliðina í sambandi við uppeldi fatlaðra bama. Okkur hjónunum fannst í upphafi að við ættum kannski lítið erindi á þetta námskeið því að við ættum svo lítið fatlað bam, en þegar til kom var þama margt, sem okkur kem- ur að verulegu gagni. Móðir mín kom með okkur á námskeiðið og fannst það einnig mjög lær- dómsríkt." Guðrún Rafnsdóttir og Gunnar Gunnarsson með syni sina Þór, fjögurra ára og Árna Rafn, sex ára. Að nýta þá möguleika, sem fyrir hendi eru Rætt við Guðrúnu Ögmundsdóttur, Maríu Gunnarsdóttur og Guðrúnu Rafnsdóttur um námskeið fyrir aðstandendur fatlaðra Námskeið á vegum Sjálfsbjargar, Landssambands fatlaðra, Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélags vangefínna og Landssamtakanna Þroskahjálp, sem haldin eru fyrir aðstandendur fatlaðra bama hófust í nóvember 1984. Þá var fyrsta námskeiðið þeirrar gerðar haldið í Ölfus- borgum. I febrúar á þessu ári tók Guðrún Ögmundsdóttir, félagsr- áðgjafí, við stjóm þessara námskeiða og nú næstu daga hefst í Safamýrarskóla/Lyngási hið sjötta, sem hún hefur skipu- lagt. I samtali við Morgunblaðið sagði Guðrún að á námskeiðinu yrði m.a. kynnt starf svæðis- stjómar um málefni fatlaðra, Kristín Jónsdóttir flytur erindi um réttindi fatlaðra og aðstandenda bama gagnvart Tryggingastofn- un ríkisins, Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur, talar um kreppu- kenningar og Einar Hjörleifsson, sálfræðingur flytur erindi, sem hann nefnir „Að eignast fatlað bam“. Seinni daginn, sem nám- skeiðið stendur, talar Sveinn Már Gunnarsson, læknir, um fötlun bama og ýmis vandamál tengd greiningu og meðferð. Stefán J. Hreiðarsson, læknir flytur erindi um Greingar-og ráðgjafarstöð ríkisins, Snæfríður Egilson, iðju- þjálfí, talar um þroska baraa, leiki og hjálpartæki. Auk þess fara fram umræður og hópstarf og fyrirlesarar svara fyrirspumum. Einnig gefst foreldrum og að- standendum tækifæri til að tala einslega við fyrirlesarana. Fólki er gefínn kostur á bama- gæslu báða dagana og hægt verður að kaupa léttar máltíðir á staðnum. Guðrún sagði ennfrem- ur að markmiðið með þessum námskeiðum væri að styrkja for- eldra til að annast fötluð böm sín og hjálpa fólki til að nýta þá möguleika, sem fyrir hendi væm, fyrir slík böm. Tilgangur nám- skeiðanna er þríþættur: í fyrsta lagi upplýsingar um réttindi, í öðra lagi fræðsla um hvemig fötl- un grípur inn í daglegt líf Qölskyl- dunnar og í þriðja lagi til að styrkja tengsl á milli fólks, sem væri með fötluð böm í íjölskyldu sinni. Væntanlega verður nýtt námskeið í febrúar og getur fólk skráð sig í síma 18407 milli kl 20:00 og 21:00. Guðrún gat þess að vegna ein- dreginna óska foreldra, sem hafa verið á slíkum námskeiðum, era nú í deiglunni framhaldsnám- skeið, sem Guðrún mun skipu- leggja. Þau verða með öðra sniði, meira verður byggt á hópstarfí og óskum foreldra um fræðslu á stöðu fatlaðs bams, t.d. gagnvart systkinum og stórfjölskyldu. Framhaldsnámskeiðið verður þó þannig upp byggt að ekki er skil- yrði að hafa sótt hið fyrra. Morgunblaðið ræddi við tvær konur, sem verið hafa á námskeið- um fyrir aðstandendur fatlaðra Guðrún Ögmundsdóttir, fé- lagsráðgjafi María Gunnarsdóttir og Snorri Sigurður Karlsson Árni Rafn Gunnarsson bama. María Gunnarsdóttirá sex ára dreng. Hann heitir Snorri Sigurður Karlsson. Hann er spastfskur eftir bílslys. „Ég var ofsalega ánægð með námskeiðið," segir María „mér fínnst ég hafa fengið svo mikið af upplýsingum, sem ég hafði ekki fengið þrátt fyrir góða fræðslu á Landsspítal- anum, þar sem drengurinn minn lá í tvo mánuði eftir að slysið varð 19. júnf 1985. Hann varð undir 18 tonn holræsahreinsibfl. Hann var að horfa á bílinn vinna ásamt fleiri krökkum. Maðurinn, sem ók bflnum, tók þennan atburð mjög nærri sér og kannski þyrfti að koma til aðstoð við það fólk, sem lendir í því að valda slysum, ekki síður en þá, sem fyrir þeim verða. Maðurinn hefur enn sam- band við drenginn og okkur og virðist hafa mikla þörf fyrir að fylgjast með baminu. Aðstæður mínar hafa breyst mikið við að Snorri fatlaðist. Ég hef orðið að hætta að vinna úti, það má segja að það sé fullt starf að keyra drenginn til og frá í æfíngar. Engin ferðaþjónusta er á vegum Hafnafjarðarbæjar. Á námskeiðinu varð mér margt ljóst, sem ég hafði ekki hugsað út í áður, t.d. að það sé ofur eðlilegt að líða illa eftir svona atburð, en finna jafnframt til ánægju með þær framfarir sem verða. Snorra hefur vissulega farið mikið fram. Ifyrst eftir slysið var hann bund- inn við hjólastól, en nú gengur hann óstuddur. Ég vil geta þess hér að ég er mjög ánægð með skólann hans, Öldutúnsskóla í Hafnarfírði. Þar hefur verið komið mjög mikið til móts við hann og okkur foreldra hans.“ Guðrún Rafnsdóttirá sex ára gamlan dreng, sem fæddist með klofínn hrygg. Hann heitir Ámi Rafn Gunnarsson. Hann gengur einn og óstuddur, en notar spelkur upp að hnjám. Hann var að byija í sex ára bekk í Vogaskóla í haust og hann getur komist gangandi í skólann, sem er í næsta nágrenni við heimili hans. Guðrún hefur verið á námskeiði fyrir aðstand- endur fatlaðra og hafði þetta um námskeiðið að segja: „Ég er mjög ánægð með alla þætti á námskeið- inu, sérstaklega sérfræðingahor- nið. Þar gefa allir sérfræðingar, sem tala á námskeiðinu, fólki kost á einkaviðtölum. Þar gafst mér og manninum mínum í fyrsta skipti kostur á að ræða við sál- fræðing, sem mér fannst mjög gagnlegt. Út úr þeim viðræðum kom margt, sem við hjónin gátum unnið úr seinna í sambandi við strákinn okkar. Daginn eftir að við ræddum við sálfræðinginn fengum við viðtal við bamalækni, sem hefur fötlun bama sem sér- grein. Það er ýmislegt sem Ami Rafn þarf að ganga í gegnum vegna fötlunar sinnar, sem veitist honum erfíðara vegna þess að hann er algjörlega andlega heil- brigður. Mér fannst kannski vanta á námskeiðinu meiri fræðslu um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.