Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖsÆdAGUR 21. NÓVEMBER 1986 43 Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík: Þrjú framboð í fjórða sætí listans FRAMBOÐSFRESTUR fyrir prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík rann út á miðnætti í fyrrinótt. f prófkjörinu er kosið um fjögur efstu sæti listans og hafa aðeins flokksbundnir al- þýðuflokksmenn kosningarétt. Frambjóðendur geta aðeins boð- ið sig fram í eitt ákveðið sæti. Aðeins eitt framboð með tilskyld- um meðmælendum barst í hvert þriggja efstu sætanna, en þrjú framboð í fjórða sæti listans. í fyrsta sætið Jón Sigurðsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, í annað sætið Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður, og í þriðja sætið Jón Baldvin Hannibalsson alþingismað- ur og formaður Alþýðuflokksins. í fjórða sætið bjóða sig fram Björgvin Guðmundsson fram- kvæmdastjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi, Jón Bragi Bjamason prófessór í lífefriafræði, og Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur ASÍ og formaður Kvenréttindafélags íslands. Morgunblaðið ræddi stutt- lega við þessa þijá frambjóðendur: til að kynnast þeirra helstu stefnu- málum og fara viðtölin hér á eftir. „Ég mun beita mér fyrir bættum kjörum hinna lægstlaunuðu og sér- stökum ráðstöfunum í húsnæðis- Bókarkynning féll niður í MORGUNBLAÐINU í fyrradag birtist ritdómur eftir Erlend Jóns- son, sem bar fyrirsögnina: „Meðan Rómaborg brann". Þau mistök urðu við vinnslu rit- dómsins, að niður féll kynning á bókinni, en hún er þannig: Michael Grant: Neró. Dagur Þorleifsson þýddi. Öm og Örlygur hf. Reykjavík 1985. málum ungs fólks, auk þess sem ég mun vinna sérstaklega að mál- efnum Reykjavíkur og þá einkum á sviði atvinnumála," sagði Björg- vin Guðmundsson framkvæmda- stjóri þegar Morgunblaðið spurði hann um helstu stefnumál. Björgvin sagði aðspurður að vel gætu orðið snörp átök um 4. sætið, enda sýndist honum það sæti koma til með að verða baráttusæti í kom- andi alþingiskosningum. Björgvin sagði að fyrir prófkjörið myndu stuðningmenn hans hafa samband við flokksfélaga í Reykjavík en sjálfur hefði hann ekki hugsað sér að fara í auglýsingastríð, þar sem lokað prófkjör fyrir flokksmenn ein- göngu væri annars eðlis en opið, og best væri að reka sem minnstan áróður út á við. „Mitt aðalbaráttumál er vald- dreifing úr forræði í lýðræði. ístenska þjóðin er á það háu menn- ingar- og menntunarstigi, og býr við það góðar samgöngur og fjar- skipti, að hún þarf ekki að afsala sér völdum til fulltrúa á löggjafar- samkomunni af sögulegum ástæð- um. Ég vil ná fram verulegum breytingum þannig að allir þjóð- félagsþegnar geti kosið um fnim- vörp og þingsályktunartillögur sem þá varðar," sagði Jón Bragi Bjama- son prófessór þegar Morgunblaðið spurði hann fyrir hveiju hann hygð- ist helst beita sér. Sem önnur baráttumál sín nefndi Jón Bragi að ná fram jöfnu vægi til alþingiskosninga, að gildi þing- skipaðra rannsóknamefnda verði aukið, að ráðherrar sitji ekki á þingi, að efnt verði til þjóðfundar um stjómarskrána, og ýmislegt fieira sem allt miðar að aukinni valddreifíngu í þjóðfélaginu. Jón Bragi Bjamason er boðinn fram með stuðningi Félags fijáls- Basar systrafélagsins Alfa SYSTRAFÉLAGIÐ Alfa heldur sinn árlega basar í safnaðar- heimili Að ventkirkj unnar, Ingóifsstræti 19, sunnudaginn 23. nóvember og hefst hann kl. ... lyndra jafnaðarmanna, en kjami þess félags em þeir félagar úr Bandalagi jafnaðarmanna sem gengu í Alþýðuflokkinn í haust. Þegar Jón var spurður hvort þessi stefnumál, sem mörg hver vom gmndvallaratriði í stefnuskrá BJ höfðuðu til annara Alþýðuflokks- manna, svaraði hann: „Eg held að þau geri það enda vom þau áður mörg hver á stefnuskrá Alþýðu- flokksins." „Ég er í hópi góðs fólks sem vill beijast fyrir jöfnuði í þjóðfélaginu," sagði Lára Júlíusdóttir lögfræðing- ur ASÍ þegar Morgunblaðið spurði hana hver hennar helstu baráttumál væm. „Það er þó ljóst," sagði Lára, „að vegna starfa minna og félagsmála- þátttöku hef ég meiri áhuga á ákveðnum málaflokkum en öðmm, og þar má nefna kvennamál og jafn- réttismál, og launamál og verka- lýðsmál. Þá hef ég sem móðir áhuga á málefnum bama, svo sem dagvist- unar- og skólamálum, svo og málefnum aldraðra," sagði Lára. Þegar Lára var spurð hvort hún ætlaði að heyja harða kosningabar- áttu sagði hún að þess hefði eindregið verið farið á leit við hana að hún tæki þátt í prófkjörinu og stuðningsmenn hennar ætluðu að leggja einhveija vinnu á sig. Magnús Pálsson myndlistarmaður og Daði Harðarson yfirhönnuður hjá Glit hf. Vinnur lág’myndir fyrir Snælandsskóla HJÁ GLIT HF. hefur verið starf- andi sérstök listasmiðja siðan 1983. Þar hafa nokkrir þjóð- kunnir listamenn fengið aðstöðu til að vinna að hugðarefnum sínum og geta notfært sér þá stóru ofna sem Glit hf. hefur yfir að ráða, segir í frétt frá fyrirtækinu. Um þessar mundir er Magnús Pálsson myndlistamaður að vinna að stóru verki fyrir Snælandsskóla í Kópavogi í Listasmiðjunni. Um er að ræða 12 stórar lágmyndir, 10 útimyndir en 2 innimyndir. Verða þær stærstu allt að 15-20 m2. Er verkið byggt á ævintýrinu um Karlsson, Lítil, Trítil og fuglana. Er búist við að fyrstu hlutar verks- ins verði settir upp í byrjun næsta sumars. Aðspurður segir Magnús að hann sé mjög ánægður með aðstöðuna hjá Glit hf. Bæði sé alveg einstakt að hafa húsnæði til að vinna stór verk í, aðgang að ofnunum og síðast en ekki síst ómetanlega aðstoð við tæknilegar framkvæmdir, en Daði Harðarson hefur verið hans sérleg- ur aðstoðarmaður. Daði Harðarson hefur sfðastliðið ár unnið við vöru- þróun og tæknilega aðstoð hjá Glit hf. Búðardalur: Aiikning í slátrun en fallþungi minnkar - Menn uggandi vegnar þróunar landbúnaðarins 14.00. Þar verður á boðstólum allskonar handavinna, heimabakaðar kökur ofl. Allur ágóði rennur til líknar- mála. Þessar ungu stúlkur i Hafnarfirði efndu tíl hlutaveltu til ágóða fyr- ir Hjálparstofnun kirkjunnar og söfnuðu rúmum 900 krónum. Þær heita Hera Elvarsdóttir, Linda Sigurðardóttir, Bergþóra Björns- dóttir, Eva Lind Helgadóttir og Ingibjörg Eðvaldsdóttír. Búðardal. SAUÐFJÁRSLÁTRUN þjá Kaup- félagi Hvammsfjarðar, Búðar- dal, lauk þann 30. október sl. með aukadegi. Alls var slátrað 31.673 fjár og innvegið kjötmagn var 490.104 kg. í fyrra var slátr- að 25.900 fjár og innvegið kjötmagn var 408.105 kg. Aukn- ing á milli ára stafar af fijósemi og að um það bil 3.000 fjár var flutt til slátrunar frá Snæfells- nesi til Búðardals vegna þess að Kaupfélag Stykkishólms og Kaupfélag Grundfirðinga slá- truðu ekki hjá Sláturféiagi Snæfellinga að þessu sinni. Skipting fjárins var þannig: Dilk- ar 28.106 og fullorðið 3.567. Skipting þyngdar var: Dilkar 409.990 kg, fúllorðið 80.114 kg. Meðalþyngd dilka var því 14,59 kg í ár sem er aðeins minna en á fyrra ári þegar hún var 14,95 kg. I O- flokk, sem er verðfelling vegna fitu, fóru 1.114 dilkareða 21.014 kgsem er 4% af fjölda og 5,1% af þyngd. Allmiklar umræður fara nú fram í héraðinu vegna fullvirðisréttar bæði í sauðfjárframleiðslu og mjólk- urframleiðslu. Kindakjötsfram- leiðsla héraðsins var 5—7% umfram svonefnt svæðabúmark. Almennt eru menn nokkuð ugg- andi vegna þróunar í landbúnaðar- málum og þá sérstaklega með tillit til byggðaröskunar, sem af þeirri þróun getur orðið. Skiptar skoðanir eru um framkvæmd þessara mála og finnst mörgum að ákvarðanir þessara mála séu allt of almennar og það, að yngri bændur, sem land- búnaður héraðsins mun byggja á næstu áratugi, skuli vera skomir niður við trog og gert ógerlegt að hafa afkomu af búrekstri sínum og greiða niður fjárfestingar sem þeir hafa jaftivel verið að fá lánað til frá Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 3 mánuðum. Öll áform um búháttabreytingar og atvinnusköpun á öðrum sviðum eru mjög óljós, enda stutt síðan „bréfin" komu, en manna á meðal gengur tilkynning um fullvirðisrétt undir því heiti. Kristjana Ragnhildur Tryggvadóttír i hlutverki Nínu. Sýningnm á Veruleika lýkur á næstunni SÝNINGUM á Veruleika eftír Súsönnu Svavarsdóttur, sem sýnt hefur verið í kaffistofu Hlað- varpans Vesturgötu 3, fer senn að ljúka. Sýningin hefur hlotið góðar und- irtektir hjá áhorfendum, ekki hvað síst hjá konum, þar sem þær mæðg- ur Nína og Hallbera velta fyrir sér ýmsum hliðum á tilverunni og sýn- ist hverri sitt. Á kaffistofu Hlaðvarpans er boð- ið upp á kaffi og konfekt á meðan á sýningu stendur. Sýninguna á Veruleika má panta fyrir starfshópa og/eða félagasamtök, hvort heldur sem er í Hlaðvarpanum, á vinnu- staði eða félagsheimili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.