Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 52
nrig.MavóM jí fn'/it 'ím'jj cro\iht •:>;i m 52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 rnmám »Heyrbu, 'eq verb að bsettcu.þessi pcxunQi hcunqfir htrenn b'i<bandi e-ft'ir simanum. \U~ m- c,-,° ... að brúa kyn- slóðabilið TM Reg. U.S. Pat Oft,—all rights reservsd © 1986 Los Angeles Times Syndicate Hér á vinnusvæðinu verða allir að vera með hjálm. Skiptir ekki máli hver þú ert! ÖSl GlC~ Þessi vill helst heitan mat? HÖGNI HREKKVISI „FKÁB/eR. OPPFINMINS ÞeSSI 0LÍSTRANDI KETILI_.',/ Það er kominn tími til að borgað sé fyrir unnin störf, segir bréfritari, en ekki út á titilinn einan sam- an. Hvemig væri nú að framkvæmdastjóri VSÍ ynni eina viku að hinum svokölluðu kvennastörfum og þægi þau laun sem venja er að borga fyrir þau? Ætli kæmi þá ekki annað hljóð í strokkinn? Vegna ummæla framkvæmda- stjóra VSI um launahækkanir í svokölluðum kvennastörfum Þá veit maður það. Það er hægt að verða framkvæmdastjóri hjá Vinnuveitendasambandi íslands án þess að vita nokkuð um störf fólks- ins í landinu. Þórarinn V. Þórarinsson ætti að prófa að vinna svona eins og einn dag í fiskinum, auðvitað í bónus. Næsta dag mætti láta hann sjá um hóp af háværum og óstýrilátum bömum. Þriðja daginn gæti hann unnið f eldhúsi og stundað sjúklinga þann §órða. Fimmta daginn mætti t.d. setja hann á kassa í kjörbúð og sjá hvort hann stæði sig ekki. Nú, í vikulokin eftir helgarhrein- geminguna heima hjá sér væri hann kannske orðinn nokkum veginn fær um að meta það hvort ástæða væri til að halda launum kvennastétt- anna niðri. Það er kominn tími til að fólk reyni að sjá í gegnum blekkinguna sem viðhöfð er til að mismuna fólki í kjörum. Auðvitað ætti að greiða laun fyrir unnin störf, en ekki stöðu- príl og titlatog. Ekki ætla ég mér að gera lítið úr störfum karla al- mennt, en sú ábyrgð sem gjama er vitnað til, er oft meiri í orði en á borði. Þeir sem fá háu launin, eru ekki endilega alltaf þeir sömu og vinna fyrir þeim, þetta vita nú flest- ir svona innst inni. En það er ekki nóg að vita staðreyndimar, það verður líka að viðurkenna þær og þora að takast á við fordómana og blekkinguna. Og sem betur fer er til fólk sem þorir og vill. Með kveðju til allra sem beijast fyrir jafnrétti. Guðrún Halldórsdóttir Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 17 og 18, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuð- borgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Yíkverji skrifar Sjúklingar, sem jafnvel þurfa að dvelja langdvölum á sjúkrahús- um, hafa ekki úr miklu að velja í frístundum. Bækur og fjölmiðlar dagsins eru því kærkomin afþreying og liggja dagblöð frammi á deildum spítala. Gömul kona, sem Víkveiji hafði tal af, kvartaði hins vegar undan því, að sjúklingum gengi oft erfiðlega að fá þau til aflestrar. Astæðuna sagði hún, að starfs- fólkið tæki blöðin og væru þau í herbergjum starfsfólks stóran hluta dagsins, en ekki á stofum sjúklinga. XXX Innkaupaferðir til útlanda hafa verið fréttaefni að undanfömu og margur maðurinn gert góð kaup í Glasgow, London eða annars stað- ar. Tollverðir hafa fett fíngur út í allt það magn sem ferðalangar hafa komið með heim í pokum sínum og pinklum, margfalt umfangsmeiri og þyngri, en á útleiðinni. í sjálfu sér hafa þessir opinberu starfsmenn ekki gert annað en þeim er uppá- lagt að gera. Víkveiji veltir því þó fyrir sér hvort ekki sé meiri ástæða til að yfirvöld spymi við fótum á ýmsum öðrum sviðum tollgæzlu og eftirlits. Víkveiji tekur undir með konunni sem sagði í Dagblaðinu í vikunni: „Auðvitað keypti ég fyrir meira en 7 þúsund krónur. Þeirri upphæð eyddi ég í Fríhöfninni. Ég held að það sé kominn tími til að breyta þessum fáránlegu reglum um há- marksupphæð. Það fer hvort sem er enginn eftir þeim, hvorki toll- verðir né ferðamenn". XXX Framhaldssögu lauk á íþrótta- síðu Morgunblaðsins á þriðju- dag með fyrirsögninni „Guðmundur kominn heim". í frétt sem fylgdi var sagt frá því, að sterkasti leik- maður síðasta íslandsmóts í knatt- spymu, Guðmundur Torfason, væri nú kominn heim eftir að hafa þvælzt um hálfa Evrópu á vegum þýzks umboðsmanns síðan knatt- spyrnutímabilinu lauk hér á landi. Guðmundur hefur verið í Belgíu einn daginn, í Þýzkalandi þann næsta, Sviss, Grikkland og fleiri lönd hafa verið nefnd og útilegan var orðin löng hjá þessum afreks- manni í íþróttum. Reyndar hefur sölumaðurinn þýzki oftsinnis staðið sig vel í viðskiptum sínum fyrir og með íslenzka knattspymumenn. Hins vegar er spuming hvort íslenzkir knattspymumenn geti ekki tekið sig saman og á einhvem hátt komið í veg fyrir svona sölu- og sýningarferðir, sem oft hefur virzt ábyrgðalaus hringlandaháttur. Ef erlend knattspymufélög vilja sækja eitthvað hingað eiga þau að snúa sér beint til slíkra samtaka. Undanfarin ár hafa þau sótt marg- an góðan leikmanninn hingað og Víkveiji hefur trú á að þau geri það áfram þó það kosti þau eitthvað. Smávegis af stolti skemmir ekkert í þessu sambandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.