Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 55 Pétur bætir sig mikið Kúluvarp: af neinni alvöru undanfarin ár vegna meiðsla og húsbygginga. Nú ætla ég hins vegar að setja kraft í þetta og stefni á enn betri árangur næsta sumar," sagði Pétur, sem er húsasmiður og lögregluþjónn. Framfarir Péturs hafa verið mikl- ar í ár. Hann varpaði 17,18 metra fyrir tveimur vikum og 17,89 sl. laugardag. Bezti árangur hans þar til í haust var 16,89 metrar. Þeim árangri náði hann á móti í Alabama vorið 1983, þar sem hann var vetur- langt við nám. „Ég held að Pétur eigi eftir að ná miklu lengra," sagði Erlendur Valdimarsson, fyrrum íslandsmet- hafi í kringlukasti, sem Pétur hefur haft stuðning af í æfíngum sínum að undanfömu og keppni. Pétur er 24 ára gamali og ætti að eiga mik- ið inni í kúluvarpinu. Ýmsir af beztu kösturum heims í dag eru t.d. marg- ir um þrítugt. Til fróðleiks fer hér á eftir árang- ur tíu beztu kúluvarpara landsins frá upphafí: Hreinn Halldórsson, KR 21,091977 Óskar Jakobsson, (R 20,611992 Guðnnundur Hermannsson, KR 18,481969 Eggert Bogason, FH 18,321986 GuAni Halldórsson, KR 17,931978 Pótur GuAmundsson, UMSK 17,811986 Vósteinn Hafstelnsson, HSK 17,351984 ErlendurValdimarsson, (R 17,141969 Pótur Pótursaon, UÍA 17,131980 Gunnar Huseby, KR 16,741950 Pílukast: ^ Fy rsta íslands- mótið FYRSTA íslandsmótið í pflukasti hefst í dag klukkan 19.30 f Ball- skák að Skúlagötu 46 meö þvf aft keppt verftur f riftlum. Á morgun verður síðan mótinu fram haldið og hefst þá klukkan 12.30 en úrslitakeppnin verður á sunnudaginn klukkan 13. Þaö er til mikils að vinna hjá þeim sem þátt taka því fyrstu tveir fá ferö til Lundúna á opna breska meistaramótið sem þar fer fram 2. og 3. janúar á næsta ári. Ef til vill mitt síð- asta keppnishlaup - segir Sigurður Pétur Sigmundsson „ÞETTA var ef til vill síðasta alvöruhlaup mitt sem keppnis- manns. Ég er tekínn að lýjast á þvi að æfa eins og nauðsynlegt er við þau skilyrði, sem íslenzkir afreksmenn búa við. Fórnar- kostnaðurinn er orðinn of mikill. Ég ætla að taka því rólega næstu vikurnar og hugsa málið," sagði Sigurður Pétur Sigmundsson, íslandsmethafi í maraþonhlaupi, nýkominn úr alþjóðlegu mara- þonhlaupi á eynni Krít í Miðjarð- arhafi. Sigurður sagði að nær útilokað væri fyrir sig að halda áfram æfing- um og keppni af fullum krafti með því að þurfa að sinna brauðstriti samtímis. Hann sagði nauðsynlegt fyrir langhlaupara, sem dveljast á íslandi, að komast helzt tvisvar til útlanda til æfíngadvalar meðan vet- urinn er hvað harðastur heima. Einnig þyrftu þeir að geta tekið þátt í nokkrum góðum hlaupum ytra. Félögin og íþróttahreyfíngin væri þess ekki megnug að styðja menn nema sem svaraði broti af tiikostnaði. „Það þurfa því að verða miklar breytingar á högum mínum, ef ég á að halda áfram,“ sagði Sig- urður. „Ég er þokkalega ánægður með árangurinn á Krít, varð í sjötta sæti, en 110 hlauparar frá 11 lönd- um kepptu í hlaupinu. Átti ég 9. bezta tímann fyrir hlaupið. Tími keppenda var hins vegar svolítið frá þeirra bezta vegna gífurlegs hita. Brezkur hlaupari að nafni John Wheway sigraði á 2:22,53, klst. en hann á 2:15 f maraþonhlaupi. Ég hljóp á 2:29,31 og varð sjötti og Sighvatur Dýri Guðmundsson varð f 22. sæti á 2:50,35 klst. Steinar Friðgeirsson varð að hætta hlaupi eftir 32 kílómetra vegna hitans." ALOHA- mótið: GR — sveitin í sjötta sæti Morgunblaðið/Ámi Sæberg Pétur Guðmundsson slær hvergi slöku við i æfingum sinum og það hefur skilað sér i stórum betri árangri í kúluvarpinu að undanfömu. Sigurður Pétur Sigmundsson i maraþonhlaupinu á Krit. _ Kepptu í maraþonhlaupi á Krít: SVEIT GR hækkaði sig um sex sæti á öðrum degi ALOHA golf- mótsins sem fram fer á Spáni. í gær láku strákarnir á 153 högg- um og hafa þvf samtals leikið á 312 höggum og eru í sjötta sæti. Sveitin er þegar búinn að skjóta öllum sveitum frá Skandinavíu aftur fyrir sig og nú eru þeir að nálgast toppinn en þar ætiuðu þejr sór að vera f þessu móti. í gær lék Ragnar Ólafsson best en hann sló hvíta boltann 76 sinn- um til þess að koma honum niður í holurnar 18. Hannes Eyvindsson notaði einu höggi meira en Sigurð- ur Pótursson var ekki í essinu sínu og lék á 82 höggum. Ragnar lék þrettán holur í gær á pari, eina lék hann á einu höggi undir pari, þrjár á einu höggi yfir pari og eina á tveimur höggum yfir pari. Fyrri níu holurnar lék hann á pari, eða 36 höggum, en síðari níu á 40 höggum. Hannes fékk einnig 13 pör og eina holu lék hann einu undir pari eins og Ragnar. Hann lék tvær hofur á einu höggi yfir pari og aðr- ar tvær á tveimur höggum yfir pari. Hann lék fyrri hringinn á 38 höggum og þann síðari á 39. Sigurður lék fyrri hringinn vel og kom þá inn á 37 höggum sem er einu höggi yfir pari. Það var á KR og IS á toppnum KR og ÍS eru nú í efsta sæti f 1. deild kvenna í körfuknattleik en þessi tvö lið hafa hlotið 10 stig. KR burstaði Grindvikinga í gær og ÍS komu á óvart með að vinna ÍBK stórt. Það voru 18 stig sem skildu ÍS og ÍBK þegar flautað var til leiks- loka í Kennaraskólanum í gær. Stúdínur höfðu þá gert 55 stig en ÍBK-dömurnar 37. Staðan í leikhléi var 29:19 fyrir ÍS. Hafdís Heigadóttir skoraði 10 stig fyrir (S en þær Vanda Sigur- geirsdóttir, Anna B. Bjarnadóttir, Kristín Magnúsdóttir og Vigdís Þórisdóttir gerðu allar 8 stig. Hjá ÍBK var Anna M. Sveinsdóttir at- kvæðamest og skoraði 14 stig og Guðlaug Sveinsdóttir gerði 11 stig. íslandsmeistarar KR áttu ekki t erfiðleikum með Grindvíkinga og þegar upp var staðið hafði KR skorað 71 stig en UMFG 28 þann- ig að munurinn var mikill. „ÉG Á vonandi eftir að bæta þennan árangur áður en árið er úti. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að keppa meðan veðrið leikur við mann,“ sagði Pétur Guðmundsson í samtali við Morg- unblaðið, en hann náði sjötta bezta árangri íslendings í kúlu- varpi sl. laugardag, varpaði 17,81 metra á kastmóti ÍR. „Ég hef lítið keppt og ekki æft • Ragnar Ólafsson lák vel f gær og ísland er nú í 6. sæti. 14. holu sem það byrjaði að ganga illa hjá honum og eftir það náði hann sér ekki á strik. Á 16. braut fékk hann tvö högg yfir pari og þeirri næstu lék hann á þremur yfir pari. Þessi hola er 225 metra löng par 3 með geysilega erfiðri flöt og það fékk Siguröur að reyna í gær. Hann þrípúttaöi en átti að eiga möguleika á að leika einu undir pari. Fyrri hringurinn á 37 hjá honum en sá síðari á 45 högg- um. Þess má geta hér að þekktur írskur kylfingur lék 14 holur af 18 í gær á pari en þær fjórar sem eftir voru lék hann samtals á 12 höggum yfir pari þannig að hann kom inn á 84 höggum. Greinilega erfiður völlur ef menn eru ekki al- veg á boltanum. Frakkar eru enn efstir og hafa nú notað 292 högg. Þjóðverjar eru í öröu sæti með 297, þá Englend- ingar á 299 höggum, Wales er með 300 högg, Spánverjar á 311 og ísland og Finnland með 312 högg. Næstir eru Belgar með 313 og Norðmenn hafa það einnig en Svíar eru búnir að nota 314 högg. Danir léku herfilega í gær en besti maður þeirra lék á 84 högg- um og sá versti á 92 höggum og eru þeir nú í 17. sæti með 332 högg. Ragnar er í 14. sæti yfir einstakl- inga eftir fyrstu tvo dagana og Hannes í því 16. en Sigurður er komin niður í 28. sæti af þeim 60 keppendum sem eru í þessu móti. I gær léku (slendingar með Skotum og Svtum en í dag eru þeir komnir í næst síðasta rás- hópinn og leika með Wales og Spáni. Luxemborg er í 14. sæti á 326 höggum en í þeirri sveit er íslend- ingurinn Ingi Jóhannesson. Ingi lék vel fyrsta dag mótsins en þá not- aði hann 79 högg en í gær lék hann á 88 höggum. • Úrleik ÍSogÍBKf gærkvöldi. Getrauna- seðillinn EFTIRFARANDI leikir eru á getraunaseðlinum laugardag- inn 22. nóvember 1986: Uerdingen — Bayern Munchen Charlton — Southampton Chelsea — Newcastle Coventry — Norwich Everton — Liverpool Man. United — QPR Nottrh Forest — Wimbledon Oxford — Tottenham Sheff. Wed. — Luton Watford — Leicester West Ham — Aston Villa Derby — Sheff. United
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.