Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 41 afskipti af félagsmálum. Fyrst á vettvangi ungmennafélaganna, var formaður félags síns í Hraungerðis- hreppi. Hann hafði nýt og góð sambönd við forustumenn hreyfing- arinnar á Eyrarbakka og hlaut þar kynni af breyttum félagslegum stefnum vaknandi verkamanna- stéttar. En jafnhliða kynntist hann hinum raunverulega Grúntvigisma í sveitinni heima, því hann hafði dafnað þar meðal ættmenna fóstra hans. Hann varð honum líka ný stefnumkörkun á sviði ungmenna- hreyfingarinnar á breyttum tímum vaxandi frelsis þjóðarinnar á þriðja og fjórða áratug líðandi aldar. Á þessari öld varð rísandi fram- farastefna í landbúnaðarmálum hafin í fijósömum og gjöfulum sveitum Flóans. Þar hófst til vegs fyrsta ríkisrekna stórfyrirtæki í at- vinnumálum á Islandi, Flóaáveitan, með lögum frá Alþingi 1917, efld og fest í framkvæmd af þekkingu tilkvaddra manna er kunnu til verka af menntun og verkþekkingu. Um- rót og framkvæmd áveitunnar vakti unga menn til vitundar um breytta tíma. Þeir fundu að morgun var á lofti í atvinnumálum hreppanna fimm í Flóanum. Áður hafði stór hópur af Flóa- bændum brotið blað í atvinnu- og viðskiptasögu Flóans, en það var með stofnun Hróarslækjanjóma- búsins, er framleiddi smjör undir sérstöku vörumerki, og seldi beint til Englands, það eina í landinu. Af stofni þess rann hugsjónin um stofnun Mjólkurbús Flóamanna, og var efld og fest raunsæi laga af rótum löggjafarinnar frá 1917. Fjármagn skorti ekki, þar sem nkið var á bak við, enda var hér um að ræða stærstu framkvæmd um norð- anverða Evrópu á millistríðsárun- um. Ungur maður eins og Ágúst á Brúnastöðum hlaut að hrífast og mótast af hugsjónum slíkra fram- kvæmda. Þær mótuðu lífsviðhorf hans og lífsstefnu. Undiralda vissra úrkastamanna utan Flóans urðu andstæðingar hans af fullum sann. Þegar Framsóknarflokkurinn þurfti á nýjum foringja að halda, þegar Jörundur Brynjólfsson hætti þingmennsku, bundust nokkrir bændur í Flóanum leynilegum sam- tökum, að koma í veg fyrir að úrkastsmenn næðu sæti hans. Þeir leituðu til Ágústs Þorvaldssonar að hann færi fram, en til þess að svo yrði var háð prófkjör, sem hann var kjörinn með miklum meirihluta. Næstu kosningar urðu mikil sigur- ganga fyrir Ágúst og Framsóknar- fiokkinn. Hann hlaut fleiri atkvæði en nokkur annar alþingismaður hefur fengið í foma kjördæminu Ámessýslu. En þar kom til náið samband hans við æskusveit hans, Eyrarabakka, tengsl hans við fom- ar hugsjónir sannra jafnaðar- manna. Ágúst varð mjög nýtur og merk- ur þingmaður. Hann studdi ákveðið framfaramál í framleiðslumálum sunnlendinga og sókn fólksins á ströndinni til betri stöðu í lífsbarátt- unni. Af því er mikil saga, er síðar verður skráð. Hann var líka fomstu- maður í samtökum bænda í fram- leiðslufyrirtækjum þeirra og reyndist þar framsýnn og fram- kvæmdasinnaður eins og miklar og stórar byggingar fyrirtækjanna bera greinilegt vitni. Ágúst var sannur bændahöfðingi eins og forfeður hans fyrr á öldum. Hann qt dæmi um þróttinn og fram- sýnina sem býr í afkomendum Haukdæla hinna fomu. Lífið og erfðir þess em fjölbreytt mynstur fjarlægðarinnar í rökum erfða og ættareinkenna. Annað dæmi slíks er í þingmannasögu Ámessýslu. Magnús Andrésson bóndi í Syðra Langholti var mikill alþingsmaður, og stóð ásamt tveimur öðmm þing- mönnum úr bændastétt fyrir fyrstu stéttarsamtökum á Alþingi með miklum og nýtum árangri, þó þess sé lítt getið. Magnús var mikill áhrifamaður á mörgum sviðum og ber frægð hans hátt í sögunni. Hann var kynsæll og er hin merka Langholtsætt komin frá honum. Fleiri alþingismenn og ráðherrar em frá honum komnir en nokkmm alþingismanni 19. aldarinnar. Ágúst á Brúnastöðum verður ltka kynsæll. Hann á 16 böm, öll mann- vænleg og framsækin á vettvangi athafna og félagsmála. Sonur hans er orðinn alþingismaður. Komandi tímar brosa því við Brúnastaðaætt. Eftir hundraiið ár verður það mikill meiður, og þar rís af stofni mikil knemn til áhrifa í þjóðfélaginu. Ágúst kvæntist 12. maí 1942 Ingveldi Ástgeirsdóttur frá Syðri Hömmm í Holtum. Hún er af þekkt- um og kynsælum ættum í Ames- sýslu og Rangárþingi, en á líka ættir sínar til þekkts fólks á Norður- landi, sumra mjög þekktra manna í landsmálum og sagnaritun. Ég minnist langra og góðra kynna við Ágúst á Brúnastöðum, og mun alltaf minnast hans af mik- illi ánægju og söknuðu. Ég sendi ekkju hans og bömum og öllum nánustu samúð mína við fráfall hans. Jón Gíslason í dag kveðjum við Ágúst Þor- valdsson bónda_ á Brúnastöðum hinstu kveðju. Ágúst tók við for- mennsku í stjóm Mjólkursamsöl- unnar árið 1969 og gegndi henni fram að síðasta aðalfundi í apríl sl. en gaf þá ekki kost á sér til endur- kjörs. Á þeim tíma ekki síður en áður voru viðfangsefnin í rekstri Mjólkursamsölunnar margvísleg og oft vandmeðfarin. í því sambandi má nefna breytingar á mjólkursölu- málum sem gerðar vora 1976 og leiddu m.a. til þess að Mjólkursam- salan hætti rekstri eigin sölubúða og nauðsynlegt reyndist að segja upp fjölmörgum afgreiðslustúlkum sem unnið höfðu vel og lengi fyrir fyrirtækið. Þá er ekki síður ástæða til að nefna margvísleg verkefni sem tengdust framtíðarappbygg- ingu Mjólkursamsölunnar og staðið hafa yfir síðustu árin. Til þessara verka sem og annarra gekk Ágúst sem hinn trausti foringi. Hann gerði sér glögga grein fyrir sameiginleg- um hagsmunamálum mjólkurfram- leiðenda og neytenda. Þá mat hann hlut starfsfólks Mjólkursamsölunn- ar mjög mikils. Hann var áræðinn og stórhuga. Hann var ekki aðeins framsýnn heldur einnig víðsýnn en ávallt sanngjam og mannlegur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar og samstjóraarmenn sjá á bak góð- um liðsmanni og traustum vini. Fyrir störf hans í þágu Mjólkursam- sölunnar og samskipti öll eru honum því færðar alúðarþakkir. Persónulega færi ég honum þakkir fyrir mikið og ánægjulegt samstarf. Það hlýtur að vera gæfa hvers manns að hitta fyrir góða lærifeður í skóla lífsins. Eg kynnt- ist Ágústi fyrir 12 áram og tel það hafa verið mér til mikillar gæfu. Honum fylgdu afskaplega miklir persónutöfrar. Jafnframt fylgdu hans návist mikil hlýja og öryggi. Ágúst varmiklum og góðum gáfum gæddur. Á mönnum og málefnum hafði hann ákveðnar skoðanir sem hann átti manna auðveldast með að koma á framfæri á þann hátt að eftir væri tekið. Ágúst var því bæði áhrifamikill og fræðandi. Ég mun sérstaklega minnast þeirra mannbætandi áhrifa sem ég tel að hann hafi haft. í mínum huga var Ágúst Þorvaldsson hinn frábæri lærifaðir í skóla lifsins. Ég syrgi hann sem mannkostamann og góð- an dreng. Að lokum þakka ég Ágústi öll hans hollu ráð og miklu vinsemd um leið og ég votta ástvinum hans mína dýpstu samúð. Guðlaugur Björgvinsson Þegar góðir félagar falla frá er okkur sem eftir lifum efst í huga virðing og tregi. Oft er sagt að maður komi manns í stað, en í þessu tilviki er það erfitt, persónuleiki Ágústar á Brúnastöðum vævmeð þeim hætti að allir hlutu eftir að taka, með ákveðinni en ljúfmann- legri framkomu duldist fáum að þar fór maður er var trausts verður. Ágúst Þorvaldsson fæddist á Eyrarbakka 1. ágúst 1907 og ólst þar upp við kröpp kjör til tíu ára aldurs en fluttist þá til Ketils og Guðlaugar á Brúnastöðum í Hraun- gerðishreppi og átti þar heima síðan. Ágúst tók við búi á Brúnastöðum af fóstra sínum vorið 1932. Hann var mikill búmaður, ræktaði jörð sína og hýsti vel. Árið 1942 giftist Ágúst eftirlif- andi konu sinni Ingveldi Ástgeirs- dóttur frá Syðri-Hömram í Holtum. Ágúst hafði snemma áhuga á félagsmálum og heillaðist af ung- mennafélags- og samvinnuhreyf- ingunni, hann var sannur félagshyggjumaður. Eins og hjá svo mörgum hófust félagsstörfin í ungmennafélagi sveitarinnar, hann var formaður Ungmennafélagsins Baldurs um níu ára skeið, frá 1932—41. Ágúst Þorvaldsson var afburða snjall ræðumaður og flutti sérstak- lega gott mál svo unun var á að hlýða. Það var lán fyrir þjóðina að Ágúst gaf kost á sér til setu á Al- þingi en hann var kosinn þingmaður Ámesinga 1956 fyrir Framsóknar- flokkinn og sat sem þingmaður Sunnlendinga á Alþingi til vors 1974 að hann dró sig í hlé, þá í fullu fjöri en vildi gefa öðram tæki- færi að reyna sig. Sveitungar Ágústar og sunn- lenskir bændur kusu hann til fjölmargra trúnaðarstarfa og vil ég hér sérstaklega geta tveggja. Ágúst var kosinn í stjóm Mjólk- urbús Flóamanna 1961 og sat þar í 20 ár og í stjóm Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík 1966 og formað- ur stjómar þar frá 1969 þar til hann lét af störfum í vor sem leið. Ég átti þess kost að kynnast Ágústi vel er ég sat með honum í stjóm Mjólkurbús Flóamanna í nokkur ár. Fannst mér það góður skóli að kynnast svo mætum manni. Hann var alltaf yfirvegaður og rök- fastur, færði öll vandasöm mál til betri vegar og leysti. Þá era mér sérstaklega minnis- stæðir aðalfundir Mjólkursamsöl- unnar þar sem hann sat í forsæti og stjómaði af festu og öryggi. Ágúst vissi vel hve mikla þýðingu öflug starfsemi þessara samvinnu- fyrirtækja bændanna hafði að segja fyrir afkomu þeirra, því lagði hann mikla alúð í þessi störf. Bændafólk á þessum svæðum á Ágústi mikið að þakka vegna þess- ara starfa hans. Þrátt fyrir félagsmálastörfín var Ágúst alla tíð fyrst og fremst bónd- inn á Brúnastöðum. Heimilið þar var stórt. Þeim Ágústi og Ingveldi varð 16 bama auðið sem öll bera foreldrum sínum gott vitni. Við hjónin sendum Ingveldi og fjölskyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur. Magnús H. Sigurðsson Birtingaholti. Þeim fækkar þingbræðranum er ég eignaðist á Viðreisnaráranum. Með Agústi á Brúnastöðum er enn einn fallinn úr hópi þeirra sem öðr- um fremur urðu minnisstæðir. Og árin sem liðin era eftir að ég hvarf af Alþingi hafa mjög styrkt það álit er myndaðist við kynni okkar þar. Ágúst krafðist virðingar hvar sem á hann var litið. Hann var ein- staklega gjörvilegur, stilltur vel, festulegur svo af bar, og þó hlýleg- ur á svip. Rómurinn frábærlega karlmannlegur, eins og persónan öll, og handtakið einstakt að festu, krafti og innileik. Viðreisnarárin færðu mér ekki að jafnaði hrósyrði úr munni framsóknarmanna. En aldrei hefi ég gleymt þvf að í um- ræðu á Alþingi er ég var að þrýsta áfram framvarp um loðdýrarækt, að eitt sinn er ég kom úr ræðustól frá því að svara Benedikt Gröndal í loðdýraumræðu, en hann beitti sér einna mest gegn því máli, þá segir Ágúst við mig, en hann var sessu- nautur: Þú talaðir vel núna, Jónas! Þetta mat ég mikils — ég reyndi að vanda minn málfíutning að hóg- værð og rökum. Hér var stórt áhugamál í mínum huga og viður- kenning Ágústs meira virði en margra annarra. Ég kom að Brúnastöðum fyrir fáum áram og naut stundar hjá þessum virðulegu bændahjónum, sem roskin að áram bára naumast ellimerki þrátt fyrir að hafa skilað íslandi 16 bömum — nei — ekki þrátt fyrir, heldur, að minni hyggju, vegna þess. Það er mikil gæfa þeirra hjóna; Ingveldur gæti eins virzt 20 áram yngri. Ég vil með þessum fáu orðum láta fylgja þakklæti fyrir grein er Ágúst skrifaði í sumar undir yfir- skriftinni Nokkur orð um valdið. Grein sú birtist í Tímanum 14. ágúst. Dýrmæt aðvöranarorð hins lífsreynda bónda — því bóndi var Ágúst að öllu eðli. Er vonlaust orð- ið að nokkur taki mark á svo alvarlegum aðvöranum? Lífssaga Ágústs er merkileg og farsæl. Hann er vitni um það að úr röðum bændafólksins hafa styrk- ustu stofnar íslenzkrar þjóðar ávallt sprottið. Framtíð okkar veltur á því að við skiljum þetta. Ekkjunni á Brúnastöðum, bama- hópnum stóra og niðjum öllum bið ég blessunar í þeirri framtíð sem er í vonum okkar. Jónas Pétursson Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöð- um er allur. Með honum er horfínn af sjónarsviðinu virtur bændahöfð- ingi og drengskaparmaður. Á síðastliðnu ári skiptumst við á bókum. Ég sendi honum bók sem ég var höfundur að, hann sendi mér Minn- ingar sínar, áritaðar. Með bókinni fylgdi hlýlegt og vinalegt bréf. Hann hafði orð á því að honum þætti miður að ég hefði ekki áritað bókina. Ég svaraði því til að það hefði verið með vilja gert, ég ætl- aði að hafa það sem erindi til að koma að Brúnastöðum. Þá verður þú að hringja áður, svo ég verði heima, svaraði hann. Sú ferð var ekki farin. Ég þakka Ágústi Þorvaldssyni fyrir góð kynni og óska honum góðrar ferðar. Ástvinum hans sendi ég samúðarkveðjur._ Lárus Ág. Gíslason Kennari minn í guðfræðideild Háskóla íslands, Magnús Jónsson, vék að mörgu í kennslustundum, enda flug gáfna og lærdóms með fádæmum. Eitt sinn fór hann yfir heitustu og mestu bænir skálda vorra fyrir þjóð og fóstuijörð. Einkum dvaldi hann við ljóð Jóns Thoroddsen í „Pilti og stúlku": „Ó, fögur er vor fóstuijörð" og einna mest við niðurlagið: „Ó, blessuð vertu fagra fold, og pldinn þinna bama, á raeðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjama." Grösin, moldin og stjaman hafa átt sér tjáanda, þar sem er Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum. Hugtökin þijú í ljóði skáldsins mynda eins konar heilaga þrenn- ingu rómantísku stefnunnar. Spuming kynni að vera, hver væri eining þessarar þrenningar. Rómantíski skáldjöfurinn, í eina tíð, Bjami Thorarensen yrkir um hina jarðnesku þrenningu“ og kallar eigingimina einingu hennar. Vissu- lega er óeigingimin, félagslundin, hin guðdómlega eining í ljóði Jóns Thoroddsen og stjaman umfram allt tákn hennar. Jón Sigurðsson vann af þeim anda, að guðdómurinn væri félags- leg vera. Hann skynjar heilagleik- ann í hugum manna umfram allt, sem era félagslyndir, era félags- hyggjumenn í þeim skilningi, að þeir fóma eigin hag fyrir ljölda landsins bama. Ágúst Þorvaldsson var aldamóta- maður í beztum skilningi þess orðs. Við Ágúst á Brúnastöðum voram báðir Eyrbekkingar og samferða- menn lengi innan ungmennafélags- hreyfingarinnar. En ekki kynntist ég Ágústi á fyrstu Skarphéðins- þingum minum upp úr 1925. Fundum okkar bar fyrst saman á sambandsþingi UMFI í Haukadal árið 1940, félagslega. Ég hafði þá verið formaður ung- mennafélaganna í nokkur ár. Fannst mér þegar mikið koma til þessa þingfulltrúa og leitaði til hans með viðkvæmt vandamái. Einhveija krókaleiðarlausn var ég með, en Ágúst kom í veg fyrir hana: Röddin var þung og styrk: „Hér verður að ganga hreint til verks!" Árið 1965 hittumst við Ágúst í Ríkisútvarpinu og stóðum þar sam- an um endurreisn Alþingis á Þingvöllum. Mér er og ríkt í huga hve Ágúst flutti viðamiklar ræður á Alþingi um endurreisn biskupsstóls í Skál- holti. Bjami Benediktsson var ekki alls kostar á því, meðan kirkjunnar menn vora ekki einhuga að meiri- hluta um það mál, en lét í ljós aðdáun á málflutningi Ágústs. Ágúst leit svo á, að endurreisn Þingvalla og Skálholts horfði til landshlutajafnvægis, m.a. Á Eyrarbakka vora unglingar snemma látnir lesa Njálu á kvöld- vökum, Péturspostillu og jafnvel Vídalín. Rímur kváðu aftur hinir eldri. Ágúst varð snemma fluglæs enda ræðumaður með ágætum utan þings og innan og skorti ekki tilvitn- anir í Hávamál og íslendingasögur og Ijóð skáldanna. Eitt sinn staðnæmdumst við Ágúst frammi fyrir legsteini Einars Benediktssonar á Þingvöllum. „Mér er móðurmálið hjartfólgið. Ég er ekki alltaf sammála sóknarpresti mínum, Sigurði Pálssyni vígslu- biskupi, en málsnilld hans er mér aðdáunarverð," mælti Ágúst. „Allt- af era ræður hans mér íhugunar- efni.“ Eyrbekkingar áttu tvö orð vond í fóram sínum: Skýjaglópur og höf- uðhleypingur. Hugsjónamenn vora þeir ekki allir, að vísu kirkjuræknir og guðsorðsiðkendur góðir, en jarðneskir líka, enda moldin og grösin mjúk og gjöful. Brimið gat skyggt á stjömuna. Agúst lifði lengst af í menningar- sveit og Eyrarbakki reyndist honum nokkurt veganesti: Lífskjörin ýttu ekki undir sýndarmennsku. Ég minnist móðurföður Ágústs, Jóhanns Magnússonar. Ekki var hann hár í loftinu né stórfenglegur ásýndum, en eitt mesta hraust- menni og sægarpur í verstöðvum austanfjalls og kjarkurinn óbilandi. Hann vará þilskipum, skútum, um hríð. Skip hans sýndist vera að farast i ofsaveðri. En Jóhann brást svo hart við í orði og verki, að hann hlaut viðumefni af, reyndar ekki Guðs nafns. Þorvaldur Bjömsson, faðir Ágústs, er gullið nafn í minning- unni. Hann var prúðmenni mikið, ágætum gáfum gæddur og orð- heppinn vel. — Þegar amma mín kom af fundi Þorvaldar úr næsta húsi, Austur- velli, sem oft skeði, birti í kotinu eins og ljós bæri hún, er Þorvaldur hafði kveikt með glettni sinni og skynsemi, þar sem oflátungar fóra og komu við sögu. Guðný Jóhannsdóttir, móðir Ágústs, var kvenskörangur. Ég á til mynd af henni: Hún kemur aust- an þorpsgötuna og bamahópurinn hennar eins og skjaldborg í kringum hana. Sum halda sér í pils hennar, hin hvert í annað. Hún er líklega á leið í Neistakot. Vigdís þar var að missa manninn sinn i sjóinn frá stóram bamanóp. En það sem mér fannst skrýtn- ast: Guðný gekk nokkuð hratt, en hún var með pijóna í höndum og þeir vora á fullri ferð eins og hún sæti á rúmi sínu. Systkini Ágústs era mér einkar kær, er ég lít til baka. Sólveig, glæsileg stúlka, Kristjana, ferming- arsystir mín, gáfuð, björt yfirlitum og hrein í lund. Bræðumir harðdug- legir og drenglundaðir. Fólkið á Eyrarbakka, einkum held ég á Austur-Bakkanum kring- um Austurvöll, var eins og ein flölskylda. Væri húsbóndinn veikur og kæmist ekki á sjóinn var fiskur fyrir dyram úti að morgni. Sagt var um einn mesta aflamanninn austan- §alls, að hann hafði komið tóm- hentur heim úr fengsælli sjóferð. Húsfreyjan spurði einskis, hún vissi um nágranna, sem engan áttu að til þess að fara á sjóinn. „Þú fiskar líka á morgun, góði,“ mælti hún aðeins. Jón Sigurðsson barðist fyrir því, að fátækt bægði mönnum ekki frá kosningarétti né þingsetu. Jónas Hallgrímsson taldi hásætið Sjá næstu slðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.