Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 33 - 'm,~ r'rv Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Það styttist! ÞAÐ styttist óðum í að vegarspottarnir á Leirunum nái saman. Eftir um það bil mánuð á vegurinn að verða tilbúinn og eins og sjá má á myndinni er ekki langt í að hægt verði að aka yfir. Starfsmenn Norðurverks hf., sem vinna verkið, munu eflaust nota sér það óspart tU að stytta sér leið en „óbreyttum" verður ekki hleypt á nýja veginn strax. Það verður þó fyrir jól þegar vegurinn og brúin verða vígð með pompi og pragt. Þelamerkurskóli: 450 þúsund kr. víxill til greiðslu skólaakstursins Peningar fást ekki frá menntamálaráðuneytinu ÞELAMERKURSKÓLI tók fyrir stuttu víxil að upphæð 450 þúsund krónur í Búnaðarbankanum á Akureyri til að geta greitt fyrir skóla- akstur í októbermánuði. Karl Erlendsson, skólastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði verið neyðarúrræði þar sem ekki hefði borist króna frá rikinu í haust af hlut þess í akstrinum. „Aksturinn hér kostar tæpar 500 þúsund krónur á mánuði. Okkur tókst að greiða fyrir aksturinn í september, sem var reyndar aðeins hálfur mánuður, með eigin fé skól- ans en það gátum við ekki aftur fyrir október. Við urðum því að grípa til þess að taka þennan víxil - við stóðum frammi fyrir því að annars yrði að loka skólanum," sagði Karl Erlendsson. í Þelamerk- urskóla eru 112 börn og þeim er öllum ekið í skóla. Það kom fram í máli Karls að síðastliðin tvö ár hafi skólaakstur- inn verið boðinn út og greiðsla fyrir hann hafi verið undir viðmiðunar- taxta menntamalaráðuneytisins. „Aksturinn er því ódýrari en hann hefði getað orðið. Það er í lagi að þetta komi fram því oft er talað um óráðsíu og bruðl í þessu sam- bandi," sagði hann. Bílstjórar sem sjá um skólaakst- urinn fá greidd laun sín um mánaðarmót fyrir nýliðinn mánuð. Karl sagði það liggja i augum uppi að ef ekki bærust neinir peningar frá ríkinu fjótlega myndi sama ástand ríkja áfram. „Hér hefst jóla- frí 20. desember og ef við verðum ekki búnir að greiða bílstjórunum þá fyrir nóvember veit ég ekki hvort þeir hafa áhuga á að byrja að vinna fyrir okkur aftur eftir jólafríið. Það er undir góðvild þeirra komið hvem- ig þetta fer. Það kostar sitt að reka bílana og það er spuming hve lengi þeir geta rekið bfla á þennan hátt fyrir ríkið." Ríkið á að greiða 85% af skóla- akstrinum og er skuld þess nú við Þelamerkurskóla um hálf milljón króna. Karl sagði það ekkert nýtt að ríkið skuldaði skólanum „en ástandið hefur sjaldan verið svona slæmt á hausti. Á síðasta skólaári fór þetta að verða vandamál í febrú- ar og mars.“ Þau svör hafa fengist í mennta- málaráðuneytinu að Norðurland eystra sé komið fram úr fjárhags- áætlun í skólamálum og því geti ráðuneytið ekki greitt til skólaakst- urs. Karl sagði „meðalkennara" á Norðurlandi eystra hafa verið dýr- ari „í rekstri" undanfarin ár en á landsmælikvarða, m.a. vegna hærri starfsaldurs og betri menntunar, en ekki væri tekið tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar. Óvissa ríkir hjá iðnaðarmönnum - segir Marinó Jónsson hjá Meistara- félagi byggingamanna „ÞAÐ var nóg að gera í sumar en ástandið er svolítið óljóst núna. Það er erfitt að segja til um hvernig það verður í vetur,“ sagði Marinó Jónsson hjá Meistarafélagi bygginga- manna er hann var spurður um ástandið í byggingamálum í bænum. Marinó sagði að hefði aldrei verið eins lítið um nýbyggingar K. Jónsson og Co: Fyrirtækið þarf að tilnefna annan framleiðslustíóra og á þessu ári, en í Morgunblaðinu hefur komið fram áður að til dæmis var aðeins hafist handa við fjórar íbúðir í bænum á árinu. Arin 1976-1979 var mjög mikil vinna við nýbyggingar og sagði Marinó að einungis 47% af þeim mönnum sem unnu í byggingar- vinnu þá væru enn í þeim störfum. Það hefur sem sagt orðið rúmlega helmings fækkun starfsmanna í byggingariðnaði í bænum. „Ég er hræddur við ástandið hjá múrurum og pípulagningar- mönnum í vetur - horfumar hjá þeim eru ekki álitlegar. Málarar hafa aftur á móti nóg að gera. Það er eina stéttin sem hefur haldið velli - þeim hefur frekar fjölgað undanfarið en hitt,“ sagði Marinó. ^ RÍKISMAT Sjávarafurða leggur í dag fram kæru hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins á hendur Kristján JÓnssyni, framleiðslu- stjóra hjá K. Jónsson og Co. á Akureyri, vegna vísvitandi brots á reglugerð um eftirlit með framleiðslu á lagmeti til útflutn- ings. Þetta kom fram í samtali við Halldór Arnason forstöðu- mann Ríkismatsins í gær. Hann sagði að verið væri að ganga frá formsatriðum varðandi kæruna og hún yrði lögð fram í dag. þeir hafa ekki rækt það nægilega vel,“ sagði Halldór í gær. Kristján Jónsson tók ekki síma í gær er blaðamaður reyndi að ná tali af honum vegna þessa máls. í dag verður þess einnig kraf- ist, bréflega eða í skeyti, að Kristján Jónsson hætti sem fram- leiðslustjóri fyrirtækisins þannig að verksmiðjan fái að starfa áfram.i í reglugerð frá 1985 seg- ir: „Sannist þær misfellur á störfiim framleiðslustjóra að álíta verði að starfi af vítaverðu gá- leysi eða vanrækslu geta viðkom- andi eftirlitsstofnanir hafnað honum til þessa starfs", og það mun Ríkismatið gera að sögn Halldórs. Framleiðslustjóri í niðursuðu- verksmiðju er í svipaðri stöðu og matsmaður í frystihúsi og það hefur komið fyrir að mönnum hafí verið vikið úr slíku starfí ef Margrét EA fljótlega heim eftir breytingar ÞORSTEINN Vilhelmsson, skipstjóri, og einn eigenda Samheija hf. er nú farinn til Noregs til að ná í Margréti EA sem þar hefur verið í breytingum í nokkra mánuði. Þorsteinn sagði í samtali við blaðamann áður en hann fór að Norðmenn ætluðu að reyna að afhenda skipið á láugardag en ekki væri öruggt að það tækist. Það yrði að minnsta kosti í næstu viku. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fé til Rauða Krossins ÞESSAR ungu dömur litu við á ritstjómarskrifstofu Morgun- blaðsins með peninga sem þær höfðu safnað tíl styrktar Rauða Krossinum á Akureyri. Þær héldu hlutaveltu í Kristnesi og söfn- uðu 805 krónum sem komið verður til skila. Stúlkuraar eru, frá vinstri: Sunna Björk Hreiðarsdóttir, 11 ára, sem býr í Skák í Eyjafirði, Ingibjörg Marta Bjaraadóttir 9 ára og Ragnheiður Dagný Bjaraadóttir, 11 ára. Þær síðaraefndu eru systur og búa í Kristnesi. Iðnaðardeild Sambandsins: • • Oll skinna- framleiðsla næsta árs er þegarseld IÐNAÐARDEILD Sambands- ins hefur nú gengið frá sölu á aliri framleiðslu sútunarinn- ar á næsta ári. Samið hefur verið um sölu á um 600 þús- und fullunnum skinnum og er heildarverðmæti þeirrar framleiðslu um 600 miUjónir króna. Skinnin selur Iðnaðardeildin til Noregs, Danmerkur, Finnlands, Bretlands, Þýskalands og Ítalíu - til gamalla og nýrra viðskipta- vina og eru það allir stærstu framleiðendur mokkafatnaðar í viðkomandi löndum. Framleiðslan á yfirstandandi ári verður um 450 þúsund skinn þannig að töluverð aukning verð- ur milli áranna 85 og 86 - rúm 30%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.