Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 Sviss: Efnaslys í Basel Basel, AP. EFNASKÝ steig á loft í Basel í gær þegar tilraun efnfræðinga fór út um þúfur. Óhappið átti sér stað eigi fjarri vöruskemmu Sandoz-efnafyrirtækisins, sem fuðraði upp i eldi um síðustu mánaðamót með þeim afleiðing- um að lífriki Rínarfljóts stór- spilltist. Efnið, sem slapp út úr verk- smiðju Ciba-Geige-fyrirtækisins í gær, er ekki eitrað og var almenn- ingi því engin hætta búin. Fólk var hvatt til að loka gluggum og dyrum þegar efnaskýið barst til vesturs jrfír borgina. Slysið átti sér stað í tilraunastofu Ciba-Geige, sem er stærsta efnafyr- irtæki Sviss. Efnið, sem vísinda- menn voru að vinna með, ofhitnaði og breyttist í lofttegund með fyrr- greindum afleiðingum. 31. október láku 400 lítrar af illgresiseyði út í Rín frá Ciba-Geige-verksmiðjunni í Basel. Ekki hlaust teljandi tjón af vegna þess að efnið hafði verið þynnt út og var því langt frá upp- runalegum styrkleika. ERLENT Rabin í Helsinki: Ósammála Finnum um friðargæslu Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaósins. YITZHAK Rabin, vamarmála- ráðherra ísraels, hefur án árangurs reynt að sannfæra ríkisstjóra Finnlands um það að óæskiiegt sé friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna séu í Suð- ur-Líbanon. Finnskt herlið tekur virkan þátt í starfi sveitanna og yfirmaður þeirra er finnskur hershöfðingi. Þetta kom fram á fundi Rabins með fréttamönnum í Iok tveggja heimsóknar hans til Finnlands á miðvikudag. Rabin sagðist hafa komið til Finnlands til að skýra afstöðu ísra- elsstjómar til friðargæslusveitanna í Suður-Líbanon. Hann vildi einfald- lega að Finnar öðluðust skilning á sjónarmiðum ísraela. Rabin varð þó að játa að fínnskir viðmæjendur hans hefðu sýnt afstöðu ísraela lítinn skilning. Rabin hitti Mauno Koivisto for- seta á þriðjudag og síðan ræddi hann við vamarmálaráðherra Finna og yfirmann hersins. Viðmælendur Rabins ítrekuðu allir að brýnt væri að Sameinuðu þjóðimar tækju þátt friðaraðgerðum í Líbanon. ísraelar segjast aftur á móti ekki vilja utan- aðkomandi aðstoð, heldur treysti þeir á mátt sinn. Á fréttamannafundinum kvaðst Rabin skilja að Finnar vildu fylgja stefnu Sameinuðu þjóðanna, en hann vonaði að sjónarmið sín fengju einhveija áhejm. Rabin játaði einnig óbeint að ísraelar ættu kjamorkuvopn, en hann lofaði að þeir yrðu ekki fyrst- ir til að nota gjöreyðingarmátt þeirra ef til styijaldar kæmi í Mið- Austurlöndum. Að sögn Rabins er stjómmála- samband Israela og Finna nú í góðu lagi. í júní í fyrra voru samskipti ríkjanna mjög stirð vegna þess að bandamenn Israela í Suður-Líbanon tóku fínnska hermenn í gíslingu með þegjandi samþykki ísraelsku ríkisstjórnarinnar. AP/Símamynd Skæruliðabúðir á Indlandi Ungur Tamíli frá Sri Lanka við þjálfun í skæmliða- I landi, en ljósmyndari AP fréttastofunnar tók þessa búðum á Suður-Indlandi. Indverks yfírvöld hafa I mynd Tamil Nadu ríki. þráfaldlega neitað að slíkar búðar væru þar í I Dóttir flóttamanna fær brottfararleyfi Frá Erik Liden, fréttaritara MorgnnbladsinB í Stokkhólmi. ALMENNINGSALITIÐ getur haft áhrif á ráðamenn í Sovétíkj- unum. í gærmorgun barst þeim Leilu Miller og Valdo Randpere, sem bæði eru flóttamenn frá Eistlandi, sú ánægjulega frétt að þriggja ára dóttir þeirra fengi að fara frá Sovétríkjunum. Þau Miller og Ranpere flúðu yfír til Finnlands árið 1984. Þaðan kom- ust þau með feiju til Svíþjóðar. Síðustu fjóra mánuði hefur Leila Miller mótmælt fyrir framan sendi- ráð Sovétríkjanna í Stokkhólmi og krafíst þess að dóttir hennar fái að flytjast til Svíþjóðar. Mál þetta hef- ur vakið mikla athygli í Svíþjóð og tóku ökumenn upp á því að flauta jafnan þegar þeir áttu leið framhjá sendiráðinu. í gær bárust þær fréttir að for- eldrum Leilu Miller og dóttur hennar hefði verið veitt leyfí til að fljdjast fá Sovétríkjunum. Bróðir hennar fékk hins vegar ekki farar- lejrfi þar eð hann gegnir herþjón- ustu. Þegar Ingvar Carlsson, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, var í Moskvu í apríl á þessu ári ræddi hann mál Leilu Miller við þarlenda ráðamenn. Starfsmenn sendiráðs Svíþjóðar í Moskvu hafa einnig þrýst á sovéska embættismenn vegna máls þessa. Valdo Randpere sagði í útvarps- viðtali í gær að dóttir hans og tengdaforeldrar væru væntanleg til Svíþjóðar eftir hálfan mánuð. Austurríki: Stóru flokkarnir berjast um kanslaraembættið ZOrích, frá Önnu Bjaraadóttur, fréttaritara Morgunblaðains. Kosningabaráttan í Austurríki fyrir þingkosningarnar á sunnudag er komin á lokastig. Stóru flokkarnir, Jafnaðarmannaflokkurinn, SPÖ, og Þjóðflokkurinn, ÖVP, beijast um sigur í kosningunum og þar með um kanslaraembættið. Þeir eru svo til jafnir í skoðana- könnunum. Þjóðflokkurinn, stærsti borgarlegi flokkur Austurrík- is, hefur þó aðeins meira fylgi en Jafnaðarmannaflokkurinn, eða 45% á móti 44,5% fylgis, samkvæmt nýjustu könnunum. Það er fastlega búist við að stóru flokkamir myndi samsteypustjóra eftir kosningaraar en óvíst er hvor verður kanslari, Franz Vran- itzky, núverandi kanslari samsteypustjómar SPÖ og Fijálslynda flokksins, eða Alois Mock, formaður ÖVP. Almennt áhugaleysi ríkir um kosningamar. Búist er við að allt að 13% kjósenda undir þrítugu og 4% kjósenda yfír fímmtugu sitji heima á kjördag. Þó gætu þetta verið mikilvægustu kosning- ar í Austurríki í langan tíma. En kjósendur sjá lítinn mun á flokk- unum. Sjónvarpsviðræður kansl- araefnanna í byijun mánðarins voru svo flatneskjulegar og leiðin- legar að fjöldi áhorfenda gafst upp og skipti jrfír á aðra stöð. Óákveðnir kjósendur, sem horfðu á viðræðumar til enda, vom engu nær um hvor mannanna væri betra kanslaraefni. Frambjóðend- unum var svo umhugað um að styggja ekki hvor annan og spilla ekki fyrir hugsanlegu stjómar- samstarfí að afar lítill stefnumun- ur kom í ljós í viðræðunum. Austurríki á við alvarleg vanda- mál að stríða. Stáliðnaðurinn er rekinn með gífurlegu tapi, at- vinnuleysi er mikið og á eftir að aukast, ríkisbáknið er stórt og verulegur halli er á fjárlögum. Hvorugur stóm flokkanna er tal- inn þora að takast á við erfiðleik- ana án stuðnings hins. Jafnaðarmannaflokkurinn hef- ur verið í stjóm síðan 1970 og ber að miklu leyti ábyrgð á hvem- ig komið er fyrir þjóðinni. En kanslaraskiptin í sumar björguðu flokknum. Vranitzky tók við kanslaraembættinu af Fred Sinowatz, heldur óframbærileg- um formanni flokksins, eftir að frambjóðandi jafnaðarmanna tap- aði fyrir Kurt Waldheim í forseta- kosningunum. Vranitsky nýtur vinsælda og hefur endurlífgað flokkinn. Hann er viðskiptafræð- ingur að mennt og er sagður hafa áhuga á að verða seðlabankastjóri þegar hann hættir í pólitík. Hann vill draga úr fjárstuðningi við ríkisrekin fyrirtæki, selja hluta þeirra og lækka útgjöld til félags- legrar þjónustu. Þjóðflokkurinn hefur svipaða hluti á stefnuskrá sinni auk þess sem hann vill að skattakerfið verði endurskoðað og lýðræði í landinu aukið með því að auðvelda framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslna. Hinn nýi formaður Fijálsljmda flokksins, Jörg Haider, hefur vak- ið einna mesta athygli í kosninga- baráttunni. Hann er 36 ára og þykir mjög myndarlegur maður. Kosningafundir hans eru vel sótt- ir og hann höfðar til fólksins. Hann er hægrisinnaður þjóðemis- sinni og er oft nefndur í sömu andrá og Hitler. Jafnaðarmenn ákváðu að slíta stjómarsamstarf- Franz Vranitsky (til vinstri) tók við embætti kanslara Austurrikis í sumar. Myndin var tekin er hann hafði svarið embættiseiðinn. Aðrir á myndinni era, frá vinstritRudolf Kirchslager, fyrrum forseti, Fred Sinowatz, fjrrum kanslari, og Leopold Gratz, sem gegndi embætti utanrikisráðherra i stjóra Sinowatz. inu og ganga til kosninga eftir að hann var kjörinn formaður Fijálslynda flokksins nú í haust. Alois Mock fullyrðir í viðtali við vikublaðið Profíl nú í vikunni að Jafnaðarmannaflokkurinn muni halda stjómarsamstarfínu með fijálslyndum áfram, ef jafnaðar- menn hljóta fleiri atkvæði en Þjóðflokkurinn í kosningunum. Ifylgi fijálslyndra í skoðanakönn- unum minnkaði fyrst eftir kosn- ingu Haiders en nú er talið að flokkurinn geti náð nokkm fylgi af Þjóðflokknum. Mock hefur ekki útilokað þann möguleika að hann myndi stjóm með frjálsyndum ef flokkurinn eykur fylgi sitt í kosn- ingunum. Eilífar deilur hafa sett svip á kosningabaráttu Græningja og það kemur jafnaðarmönnum vel. Freda Meissner-Blau, sem hlaut 5% atkvæða í forsetakosningun- um í sumar, er helsti frambjóðandi Græningja og þykir helst til ráðrík. Hvorugur stóru fíokkanna hefur sýnt áhuga á samstarfi við Græningja. Þeir eru báðir með umhverfísvemdunarmál á stefnu- skrá sinni en leggja minni áherslu á þau en efnahagsmálin. Kosning- amar snúast um viðreisn efna- hagslífsins í Austurríki. Kjósendur þurfa að gera upp við sig hvorum þeir treysta betur í embætti kanslara, Vranitzky eða Mock, en báðir ætla að gera sömu hlutina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.