Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 263. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vopnasendingarnar til írans: Reagan á enn í vök að veriast Þingmenn vilja fá betri upplýsingar AP/Símamynd Mikið fjölmenni fylgdi verkalýðsleiðtoganum Rolando Olalia til grafar og voru höfð uppi köll um bylt- ingfu og stuðning við kommúniska skæruliða. Útförin fór þó friðsamlega fram en hermenn gráir fyrir járnum voru við öllu búnir. Filippseyjar: Skæruliðarnir hætta samninffaviðræðum Uanilo A P Rnidor Manila, AP, Reuter. UM 100.000 manns fylgdu í gær til grafar verkalýðsleiðtoganum Rolando Olalia, sem myrtur var fyrir fáum dögum. Hrópuðu margir á byltingu og skrifuðu kommúnísk slagorð á veggi. Skæruliðar ákváðu í gær að hætta viðræðum við stjórnina um líklegt, að andstæðingar Enriles hafi verið að verki þegar vinur hans var drepinn fyrir tveimur dögum. Fulltrúar skæruliða í samninga- viðræðunum við stjómvöld ákváðu í gær að hætta þeim þar til Aqu- ino, forseti, hefði sýnt, að hún hefði stjóm á hemum. Washington, AP. Reuter. RONALD Reagan, Banda- ríkjaforseti, þótti ekki bæta mikið stöðu sína með frétta- mannafundinum, sem hann hélt í fyrrakvöld um leynivið- ræðurnar við írani. Eftir sem áður telja flestir Bandaríkja- menn, að honum hafi orðið á alvarleg mistök. Á fréttamannfundinum sagði Reagan, að ekki yrði um að ræða frekari vopnasendingar til írans en að hann myndi áfram reyna að bæta samskipti ríkjanna. Var forsetinn ekki jafn öruggur með sjálfan sig og oft- ast áður, rak í vörðumar og málflutningur hans þótti stund- um mótsagnakenndur. Er það mál manna, að hann hafi komist illa frá fundinum og að ræða hans hafí vakið upp fleiri spum- ingar en hún svaraði. í skoðana- könnunum kemur fram, að aðeins 38% Bandaríkjamanna telja, að Reagan hafi haldið vel á utanríkismálunum og em það mikil umskipti frá því, sem áður var. Evrópuráðið í Strassborg um Sea Shepherd: Ronald Reagan. Stuðningsmenn jafnt sem andstæðingar Reagans á þingi kröfðust þess í gær, að hann segði frá leyniviðræðunum við Irani án þess að draga neitt undan og sumir vildu, að stefnu- mótun Hvíta hússins í utanríkis- málum yrði tekin til endurskoð- unar. Sjá „Reagan tekur...“ á bls. 25. sinn a.m.k. í göngunni voru flestir helstu leiðtogar vinstriflokka og kommún- istaflokka á Filippseyjum en þeir voru bannaðir meðan Marcos var við völd. Hvöttu sumir til byltingar og lýstu yfír stuðningi við komm- úníska skæruliða. Herinn var með mikinn viðbúnað en ekki er vitað, að til neinna átaka hafí komið. Flesta grunar, að einhverjir stuðn- ingsmanna Enriles, vamarmálaráð- herra, hafí myrt Olalia og eins þykir Fordæmir skemmdar- verkin og vill lögsókn „Mikilvægur stuðningur við okkur,“ segir Kjartan Jóhannsson, alþingismaður Evrópuráðið fordæmdi i gær skemmdarverkin, sem menn frá Sea Shepherd-samtökunum unnu í Reykjavikurhöfn og Hvalfirði fyrr í mánuðinum. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu og i viðtali við Kjartan Jóhannsson, alþingismann, en hann tók þetta mál upp á fundinum. Fjárdráttar- mál í Noregi Ósló, frá Jan Erík Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. YFIRMAÐUR útgáfufélags norsku verkalýðsfélaganna og Verkamannaflokksins, Einar Olsen, var handtekinn i gær vegna gruns um mikinn fjár- drátt. Auk Olsens var Hans Asklund, forstjóri samnefnds fyrirtækis í Svíþjóð, einnig handtekinn en talið er, að fjárdráttur þeirra beggja geti numið 16-17 millj. ísl. kr. Eru þessi tíðindi mikið áfall fyrir verka- lýðshreyfinguna og Verkamanna- flokkinn. Talið er, að svikin hafi farið þannig fram, að Olsen keypti nýjar -prentvélar af Asklund, sem aftur sá um að selja þær gömlu. And- virði þeirra hefur hins vegar hvergi komið fram. „Þetta er mjög mikilvægur stuðningur við okkur," sagði Kjart- an Jóhannsson í viðtali við blm. Morgunblaðins um samþykkt Evr- ópuráðsins en í henni er þess krafist, að gripið verði til alþjóð- legra aðgerða til að unnt verði að lögsækja þá, sem að skemmdar- verkunum stóðu. Var einhugur um samþykktina og stóðu að henni þingmenn vinstri-, mið- og hægri- flokka í aðildarlöndum ráðsins. Kjartan vakti máls á skemmdar- verkum Sea Shepherd á fundi, sem Evrópuráðið efndi til um alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og setinn var af utanríkisráðherrum og þing- mönnum frá aðildarlöndunum. „Eg sagði í ræðu minni," sagði Kjartan, „að Sea Shepherd-samtökin væru hópur, sem hefði tekið lögin í sínar hendur og reyndu með hryðjuverk- um að þvinga lýðræðislega kjöma nkisstjóm til að lúta vilja sínum. Ég benti á og það vakti auðsjáan- lega mikla athygli, að yrðu þessir menn látnir komast upp með her- verk af þessu tagi myndi það greiða götuna fyrir önnur öfgasamtök, sem hugsanlega vildu sprengja upp efhaverksmiðjur eða kjamorkuver með alvartegum afleiðingum fyrir allt mannkyn." Kjartan kvaðst hafa lagt áherslu á, að íslendingar hefðu ekki brotið samþykktir Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, sem heimilaði hvalveiðar í vísindaskyni, og varað við Sea Shepherd-samtökunum, sem hefðu hótað frekari skemmdarverkum á íslandi og í Noregi. „Ég hvatti aðild- arþjóðirnar til að standa við al- þjóðlegar samþykktir um framsal og aðstoð i glæpamálum og sagði, að talið væri, að lagt hefði verið á ráðin um skemmdarverkin í Bret- landi. Nú em Bretar að vísu ekki aðilar að öllum samþykktum, sem að þessu lúta, en það kom fram hjá bresku þingmönnunum, að unnt ætti að vera að semja sérstaklega um þetta mál,“ sagði Kjartan að lokum. Tvísýnar kosningar í Austurríki á sunnudag Vín, Router, AP. ALMENNAR þingkosningar verda í Austurríki á sunnudag og kann svo að fara, að með þeim verði bundinn endi á 16 ára stíórnartima- bil jafnaðarmannaflokksins. Skoðanakannanir segja, að stærstu flokkamir, jafnaðarmenn og ihaldsmenn, séu jafnir með 45% hvor en önnur atkvæði skiptast á Frelsisflokkinn og Græningja. Odd- vitar stóru flokkanna eru þeir Franz Vranitzky. kanslari, og Alois Mock, formaður íhaldsflokksins, og hafa margir talið, að eftir kosningar myndur þeir endurvekja „miklu samsteypuna", samstjóm íhalds- manna og jafnaðarmanna, en hún fór með völdin lengi eftir síðasta stríð. í gær sagði Mock hins vegar, að hann ætlaði sér ekki að setjast í ríkisstjóm undir forsæti Vranitzk- ys’ Sjá grein Onnu Bjarna- dóttur, „Stóru flokkarn- ir...“ á bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.