Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 - en hefur aldrei leikið í 1. deild á íslandi RÚNAR GuAmundsson er algjörlega óþekktur knattspyrnumaður á islandi og hefur aldrei leikið f fyrstu eða annarri deild, hvað þá með iandsliðum. En hann gerði sár iftið fyrir og œfði og lék með hinu aeimsfraaga félagi Manchester United f sumar - og skoraði gott íkallamark fyrir llðið í leik gegn Norwich. Rúnar dvaldi einnig hjá jlasgow Celtic f Skotlandi og lék með þeim tvo leiki. Eftir þessa aevintýraferð f sumar hefur fyrstudeildarlið frá írlandi og annarardeild- arlið frá Frakklandi spurst fyrir um hann, og gert tilboð, með atvinnu- mennsku f huga. Rúnar gerir Irtið úr spádómum um atvinnumennsku og segist munu bfða sallarólegur eftir frekari fréttum af slfku. En iiann hefur áhuga á að leika f Reykjavfk næsta sumar. Rúnar er 23 ára gamall, fæddur og uppalinn í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu þar sem foreldrar hans búa. Hann fór að leika sér í knattspyrnu um 10 ára aldur að undirlagi séra Róberts Jack sem ar gamalkunnur knattspyrnu- íhugamaður og sóknarprestur að Tjörn í Vatnsnesi. „Ég á mína knattspyrnugetu honum að þakka. Hann er minn eini eiginlegi þjálf- ari. Annað er í rauninni sjálflært, auk þess sem ég tel mig hafa lært mikið af því að horfa á knatt- spyrnu," sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur leikið með Ungmennafélaginu Kormáki á Hvammstanga í fjórðu deild und- anfarin ár og þjálfaði liðið jafnframt í sumar. [ eitt sumar lék hann með Val í öðrum flokki. Það var fyrir 4 árum síðan. „Það var Róbert Jack sem var aðal hvatamaðurinn að því að ég íæri út. Hann hefur verið að tala um það í mörg ár að sig langaði il að sýna mig einhverjum liðum. í vetur var svo ákveðið aö slá til. Hánn sendi þá Sir Matt Busby, fyrrum framkvæmdastjóra United, bréf, og einnig David Hay, fram- kvæmdastjóra Celtic. Nokkru seinna komu svarbréf þar sem við vorum boðnir velkomnir," sagði Rúnar. „Við fórum þrjú út - ég, séra Róbert og unnusta mín, Kristín Pétursdóttir. Klukkan tíu að morgni þann þrítugasta júlí mætti ég svo á æfingasvæöi Manchester United, sém heitir Cliff. Þar tók á móti mér Eric Harrison aðstoðar- þjálfari og hann fylgdi mér til búningsklefa. Þar stóð ég svo skyndilega hálf frosin af tauga- skrekk innan um allar stjörnurnar sem óg hef fylgst með frá því óg var strákur. En mór var vel tekið. Frank Stapleton stóð strax upp, tók í hendina á mér, bauð mig velkominn og sagðist tvisvar hafa komið til íslands - og þótt gaman þar. Ron Atkinson og Ken Brown ( rauðum búnlngi númar 9 • Gary Bailey, markvörður Manchester Untted var á hækjum í sum- ar en gaf sár tíma til að spjalla heilmikið við Rúnar. stjórnuðu þessari fyrstu æfingu liðsins eftir sumarleyfi. Hún var létt, menn gerðu að gamni sínu og skemmtu sér greinilega vel. Það var greinilegt á þeim æfingum sem ég fór á þarna að Stapleton og Gordon Strachan eru í miklum metum, því þeir stjórnuðu oft upp- hitun liðsins og höfðu sig mjög í frammi á æfingum. Þá þótti mór mikið til Paul MacGrath koma bæði sem leikmanns og féiaga. En bestur þótti mér Jesper Olsen. Hann er rosalega snöggur og leik- inn með boltann. Svo eftir eina æfinguna fékk ég að vita að fyrirhugaður væri leikur daginn eftir við Norwich og var sagt að mæta á æfingasvæðið klukkan hálf tíu um morguninn. Ég mætti að sjálfsögðu tímanlega og var olýsanlega strekktur á taugum. Ron Atkinson kom inn í búnings- klefann skömmu áður en leikurinn átti að hefjast, gaf nokkur fyrir- mæli og las svo upp liðið. Ég var númer níu. Liöiö var skipað leik- mönnum í aðalliðinu og varaliðinu. Chris Turner var í marki, miöverðir voru Hogg og Mark Higgins, sem áður var hjá Everton, Arthur Albist- on og John Sivebæk voru bak- verðir, á miðjunni voru m.a. Colin Gibson og Clayton Blackmore og í framlínunni voru ég og Peter Davenport. Það var stórkostleg tilfinning að hlaupa með þessum mönnum inn á völlinn í búningi Manchester United. Leikurinn var fjörugur og bæði liðin spiluðu fast. Á þrí- tugustu mínútu fer Blackmore upp hægri kantinn og mér tókst að skalla fyrirgjöfina í netið með því að kasta mérfram. Þeir komu strax til mín, sögðu að þetta hefði verið „great goal" eða frábært mark. Undir lok leiksins skoraði Paul Dempsey, ungur leikmaður sem er að vinna sér sæti í aðalliöinu, annað mark og við unnum 2:0. Forráðamenn liðsins sögðu mér að í flestum tilfellum hefði frammi- staða mín í þessum leik nægt til þess að fá reynslusamning að minnsta kosti í nokkrar vikur, en þar sem ég er útlendingur í Eng- landi, og ekki landsliðsmaöur á Islandi, er nánast útilokað fyrir mig að fá atvinnuleyfi þar," sagði Rúnar. Eftir um tíu daga stórkostlega dvöl hjá United fóru þau þrju til Glasgow. Þar æfði Rúnar og lék í um tvær vikur. „Ég fór þangað óhræddur eftir dvölina hjá United. Hjá Celtic er alit talsvert minna í sniðum, en aðstaðan er engu síður frábær. Ég fékk að spila tvo æf- ingaleiki með þeim, þann fyrri með aöalliðinu gegn varaliðinu. Þann leik unnum við 5:0 og ég skoraöi þrjú mörk, Mo Johnstone tvö. Mér tókst líka að skora eitt mark í leikn- um með varaliðinu sem við unnum 3:0. En það er sama sagan og í Englandi. Það kemur í rauninni ekki til greina að komast á samn- ing hjá þessum liðum nema vera landsliðsmaður því aðeins viður- kenndir landsliðsmenn fá atvinnu- leyfi með breskum liðum," sagði Rúnar. - GA # Séra Róbart Jack og Rúnar á Parkhead leikvellinum - heimavelli Ceitic • Rúnar hvítklæddur í miðjum hóp á æfingu á æfingasvæði Manchester United. Ef grannt er skoðað má greina á myndinni kappa eins og Jesper Olsen, John Gidman, Frank Stapieton og Pet- er Barnes. Rúnar Guðmundsson Morgunblaðið/RAX leik með Manchester United Rúnar Guðmundsson: Skoraði í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.