Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 Af dýru jólakorti Athugasemd vegna frásagnar í skýrslu um Hjálparstofnun kirkjunnar eftirBolla Gústavsson íLaufási Þann 30. október sl. birtist skýrsla nefndar þeirrar, sem kirkju- málaráðherra skipaði 2. október 1986 samkvæmt ósk Hjálparstofn- unar kirkjunnar „til að upplýsa staðreyndir um starfsemi stofnun- arinnar". Þessa skýrslu sendi biskup íslands öllum prestum Þjóð- kirkjunnar og auk þess birtist hún í heild hér í Morgunblaðinu. Satt að segja brá mér í brún, þegar ég hóf lestur 5. kafla skýrslunnar á bls. 16. Þar segir í upphafi fyrstu greinar undir fyrirsögninni, Skipti Hjálparstofnunar kirkjunnar og Skálholtsútgáfunnar: „Sam- kvæmt viðskiptamannareikningi 31. desember 1985 er skuld Skál- holtsútgáfunnar við Hjálparstofnun kirkjunnar kr. 230.494,00. Skuld þessi er þannig til komin (auk smáfjárhæða) að á árinu 1984 er Skálholtsútgáfunni veitt 40.000,00 króna lán í sambandi við jólakort er séra Bolli Gústavsson hafði gert og gefa átti út til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar." Síðan eru taldir fleiri þættir þess- arar skuldar. Tengsl mín við þennan dapurlega þátt í skýrslunni, sem komu mér öldungis á óvart við lest- urinn, gerðu mér jafnframt ljóst, að skýrslan getur ekki verið áreið- anleg ef j>annig er yfírleitt á málum haldið. Eg hef aldrei teiknað jóla- kort, sem gefa átti út til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og hefði til þess komið, að mér hefði verið falið að teikna jólakort fyrir þá stofnun, þá get ég staðhæft það, að mér hefði aldrei komið til hugar að þiggja eina krónu fyrir þá teikningu, hvað þá 40 þúsundir. En þó virðist ástæða fyrir því, að þessi misskilningur er birtur á FORD THUNDERBIRD 4 CYL TURBO COUPEÁRGERÐ1983 5 gíra beinskiptur. Þessi glæsibifreið er nú til sölu hlaðin aukahlutum t.d.: sportfelgum, veltistýri, Cruise Control, rafmagnsrúðum, rafmagnsspeglum, fullkomnu stereo- setti og fl. og fl. Til sýnis á bílasölunni Bílahöllinni, Lágmúla, sími 688888 eða á kvöldin i síma 43738 og 45548. Blaðburóarfólk óskast! . I UTHVERFI Heiðargerði 2-124 MEÐEINUSÍMTAU er hægt að breyta innheimtuaö- ferðinni. Eftir það verða áskri argjöldin skuldfær viðkomandi greiðslukortareikn ing manaðarlega SÍMINN ER 1 691140 691141 þessum stað. Árið 1983 kom Gunn- laugur Snævarr, þáverandi fram- kvæmdastjóri bókaútgáfunnar Skálholts, að máli við mig og kvaðst hafa fengið þá hugmynd, að út- gáfan léti teikna allar kirkjur landsins, sem eru rúmlega 300 tals- ins. Síðan yrði söfnuðunum gefínn kostur á að njóta þessara teikninga þannig, að Skálholtsútgáfan léti prenta kort eftir þeim, sem söfnuð- imir fengju síðan við vægu verði og seldu til ágóða fyrir kirlg'ulegt starf eða til viðhalds kirkjubygging- um. Þá var og ákveðið, að þegar allar teikningarnar lægu fyrir, yrðu þær gefnar út í bók með upplýsing- um um hveija kirkju. Mæltist Gunnlaugur til þess við mig, að ég tækist þetta verk á hendur. Fór svo að gerður var samningur milli mín og Skálholtsútgáfunnar, að ég teiknaði kirkjumar og árið 1983 varð ákveðið að ég fengi kr. 2.000,00 fyrir hveija teikningu. Tekið skal fram, að um pennateikn- ingar var að ræða. Auk þess samdi Skálholtsútgáfan við Prentverk Odds Bjömssonar á Akureyri um að það tæki að sér prentun kor- tanna og síðar bókarinnar. Ég hófst þegar handa á haustdögum 1983, þegar tómstundir gáfust við teikni- borðið, og sóttist verkið allvel. Þegar kom fram á árið 1984 barst Sr. Bolli Gústavsson „Ég hef aldrei teiknað jólakort, sem gefa átti ót til ágóða fyrir Hjálp- arstofnun kirkjunnar og hefði til þess komið, að mér hefði verið falið að teikna jólakort fyrir þá stofnun, þá get ég staðhæft það, að mér hefði aldrei komið til hugar að þiggja eina krónu fyrir þá teikn- ingu, hvað þá 40 þúsundir.“ mér til ejrma, að hagur Skálholts- útgáfunnar væri erfíður og fór svo að lyktum, að Gunnlaugur Snævarr lét af starfí framkvæmdastjóra. Hafði ég þá hægt á ferðinni, en um þær mundir lágu fyrir 20 teikningar og hafði Prentverk Odds Bjömsson- ar gert fílmur af allmörgum þeirra og ljósmyndir verið sendar Skál- holtsútgáfunni. En þegar ég ræddi við menn í stjóm útgáfunnar töldu þeir ekki lengur Qárhagslegan gmndvöll fyrir áframhaldi þessa verks og því yrði Skálholtsútgáfan að rifta samningi okkar. Ég kvaðst þá reiðubúinn að sætta mig við þær dapurlegu málalyktir, en taldi hins vegar næsta eðlilegt, að ég fengi umsamda greiðslu fyrir þær mynd- ir, sem ég hafði þegar teiknað og væru ógreiddar. Því var vel tekið og mér greiddar umyrðalaust kr. 40.000,00 fyrir 20 teikningar. Að sjálfsögðu var mér með öllu ókunn- ugt um, hvert útgáfan sótti það fé til greiðslu, enda kom mér ekki til hugar að spyija að því. Af þessum myndum er það að segja, að þær em ennþá í minni vörslu og ekki verið eftir þeim geng- ið, hvað sem síðar verður. Hitt tel ég nauðsynlegt, að hið sanna komi í ljós, vegna þess að margir hafa óskað eftir skýringum á þeim við- skiptum mínum við Hjálparstofnun kirlqunnar, sem skýrslan greinir frá. Jafnframt er ekki síður æski- legt að fram komi hér, hvers vegna hið umfangsmikla verkefni, sem ég tók að mér fyrir Skálholtsútgáfuna, var ekki til lykta leitt. Frá því var greint í fjölmiðlum fyrir þrernur ámm og ég því ósjaldan inntur eft- ir framvindu þess verks. Félag jámiðnaðamanna og Félag dráttarbrauta og skipasmiðja: Alltof mikið um að verk- efni séu unnin erlendis STJÓRN Félags járniðnaðar- manna hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess hve mikið af viðhaldi skipa er unnið erlendis og telur að þær afleiðingar, sem þessi þróun geti haft, sé að verk- þekking og tækniþróun við þessi verkefni muni staðna. í sam- þykkt aðalfundar Félags dráttar- brauta og skipasmiðja, segir að þó verkefnastaða skipasmiða- stöðva sé góð um þessar mundir vegna bættrar stöðu útgerðar og aukinna viðhaldsverkefna, þá gefi það ekki tilefni til þess að beina verkefnum við skipasmíðar og viðhald til útlanda. Starfsfólki skipasmiðastöðvanna hafi fækk- að og sé það í samræmi við fyrri reynslu, að því fækki þegar nýsmíðar liggi niðri í fréttatilkynningu frá stjóm Félags jámiðnaðarmanna segir að samkvæmt fréttum hafí mörg íslensk fískiskip verið send til er- lendra skipasmíðastöðva til breyt- inga og nú sé fyrirhugað að senda sex skuttogara smíðaða í Japan til breytinga í 'Póllandi. Sjaldnast hafí verið leitað eftir tilboðum í þessi verkefni innanlands, þó ljóst sé að íslenskar skipasmíðastöðvar séu samkeppnisfærar bæði hvað varðar verð og framkvæmdatíma. Síðan segir: „Stjóm Félags jámiðnaðar- manna hvetur stjómvöld að gera ráðstafanir til að beina þessum verkefnum til innlendra skipaiðnað- arfyrirtækja og tryggja að þau fái tækifæri til að gera tilboð í þau verkefni, sem nú em framundan við skipaviðgerðir og skipasmíðar og jafnframt að bankaábyrgðir fáist frir greiðslum þegar verkefnin em leyst af hendi innanlands, ekki síður en þegar greitt er fyrir þau með erlendum gjaldeyri". Fundarmenn á aðalfundi dráttar- Ertu að byggja — Viltu breyta J3 «o (0 3 € © JQ. I © £ © > I © '55 I «o © 3 tr LU Þarftu að bæta LÆKKAÐ VERÐ Afsl. Málning .. 15% Penslar, bakkar, rúllusett .. 20% Veggfóður og veggdúkur.... .. 40% __ Veggkorkur .. 40% Veggdúkursomvyl .. 50% LÆKKAÐVERÐ til hagræðis fyrir þá sem eru að BYGGJA - BREYTA EÐA BÆTA Líttu við í LITAVERI því það hefur ávallt borgað sig. o- I 0> I z 3- C © o« ö- Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta m 3 c. © o> O" *< (Q (Q brauta og skipasmiðja vom sammála um að verði ekki gripið til ákveðinna aðgerða í málefnum skipaiðnaðarins, stefni í enn eina flóðbylgju í innflutningi skipa og jafnframt færist nú mjög í aukanna að skip séu send til útlanda til við- gerða og endumýjunar. í ályktun sem fundurinn samþykkti er bent á eftirfarandi leiðir til úrbóta. Tryggt verði að að innlend lán og heimildir til erlendra lántöku vegna nýsmíða eða viðgerða á fískiskipum verði ekki veitt án undangenginna útboða á verkþáttum. Veittar verði sambærilegar bankaábyrgðir vegna skipaiðnaðarverkefna innanlands og veittar em, þegar verkefnin em unnin erlendis. Ávallt verði tryggt 80% lánshlutfall til allra skipaiðnað- arverkefna, sem unnin em hér á landi. Framleiðslulán til skipaiðnað- arfyrirtækja verði aðgreind frá hinum endanlegu lánveitingum til kaupandans. Lánshlutfall Fiskveiði- sjóðs til nýsmfða innanlands verði hækkað a.m.k. upp í 75%. Lögum um Fiskveiðasjóð verði breytt á þann veg, að skipaiðnaðurinn til- nefni einn mann í stjóm sjóðsins á meðan hann er framleiðslulánasjóð- ur skipaiðnaðarins. Veitt verði sérstök samkeppnislán, óafturkræf að hluta, til þess að mæta einstök- um undirboðstilboðum frá erlendum skipasmfðastöðvum. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.