Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 Sjónarmið Verslunarráðsins: Vextir og afborg- unarviðskipti eftír Sigmar Þormar í tímariti Alþýðusambands ís- lands, Vinnunni, var nýlega býsnast yfír því sem kallað var „okurvextir í afborgunarviðskiptum". Þar var því haldið fram að afborgunarkjör í nokkrum raftækjaverslunum af vörum sem greiddar eru á nokkrum mánuðum, samsvöruðu allt að 85% ársvöxtum. Þegar tillit er tekið til þess að fýrirtæki seldu bönkum skuldabréfín á gengi sem samsvar- aði mun lægri vöxtum hlytu fyrir- tækin að græða óhóflega á þessum viðskiptum. Hér er ætlunin að taka þetta mál fyrir á ábyrgari hátt en kemur fram í fyrmefndu tímariti. Vaxta- og lánamál hafa tekið víðtækum breytingum hér á íslandi að undan- fömu og færst til meira fíjálsræðis. Við breytingar af þessu tagi er etv. skiljanlegt að upp komi misskilning- ur. Það gerir hins vegar illt verra að setja vaxta- og lánamál upp á villandi hátt og sverta með því ein- staklinga eða fyrirtæki með ásök- unum um svindl og okur. Við skulum athuga þetta mál nánar. Okur? Til að byija með má athuga hvort óeðlilegt sé að töluverður munur sé á staðgreiðslu- og afborgana- verði tiltekinnar vöru. Ef vara er keypt með afborgunum þarf selj- andinn að mæta aukakostnaði sem setja má fram í þremur liðum, en til þess að jafna þennan mun og til að hvetja til staðgreiðslu hafa fyrir- tæki veitt allt að 12% afslátt þegar vara er borguð út í hönd: 1) Almennur fjármögnunar- kostnaður. Fram að 1. nóvember sl. reiknuðu fyrirtæki almennt 15,5% vexti af skuldabréfum í af- borgunarviðskiptum, en það voru sömu vextir og bankamir notuðu þegar þeir lánuðu einstaklingum. Þegar fyrirtæki seldi hins vegar viðkomandi skuldabréf í banka eða sparisjóði var bréfíð ekki keypt á nafnverði, heldur með afföllum. Afföll af sex mánaða bréfí voru t.d. 5% en þau þurftu fyrirtæki að taka á sig. 2) Skrifstofukostnaður. Láns- viðskiptum fylgir meiri pappírs- vinna en staðgreiðsluviðskiptum. Fyrirtæki sem ákveða að auka stað- greiðsluviðskipti í stað lánsvið- skipta gætu t.d. komist hjá því að ráða nýjan starfsmann á skrifstofu sína til að sinna þessum málum. 3) Áhætta. í sumum tilfellum standa kaupendur ekki í skilum og erfítt getur reynst að ganga að vörunni, eða þá að hún hefur skemmst. Tjón vegna þessa lendir á seljandanum. í tilfellum af þessu tagi getur kostnaður vegna inn- heimtu orðið mun meiri en sú fjárhæð sem er í vanskilum. Hvað viðskiptavininn varðar er ljóst að hann hefur ýmsa valkosti. Hann getur safnað fyrir vörunni og staðgreitt hana. Með því er öllum vaxtagreiðslum sleppt. Hann getur einnig tekið bankalán ef vaxtakjör bankans eru hagstæðari. Eða í þriðja lagi keypt vöruna með af- borgunum og á þeim vaxtakjörum sem verslunin býður uppá. Það virð- ist augljóst, að síðasti valkosturinn verður ávallt fyrirhafnarmestur fyr- ir seljandann, en getur verið fyrir- hafnarminnstur fyrir kaupandann. Hinsvegar geta verslanir boðið uppá mismunandi hagstæð vaxta- og af- borgunarkjör alveg eins og þær geta boðið uppá mishátt verð. Kaupandinn getur vegið og metið hvar og hvemig hann kaupir vörur. Með vaxtafrjálsræðinu sem varð 1. nóvember má ætla að afborgun- arkjör verði einfaldari og aðgengi- legri. Fyrstu viðbrögð sumra banka voru að hætta kaupum með afföll- um eða lækka afföll verulega, en hækka jafnframt skuldabréfavexti. Fyrir bragðið jafnast vaxtakjörin en jafnframt má vænta þess að staðgreiðsiuafslættir lækki til sam- ræmis, þegar sala á skuldabréfum með ábyrgð fyrirtækja reiknast á sömu vaxtakjörum og skuldabréfa- lán til einstaklinga. En hvað er þá óeðlilegt við þetta allt saman? Tímaritið Vinnan talar um að verið sé að nýta sér ókunnug- leika neytenda og athugunarleysi. Það er rangt. Engin verslun kýs fremur að lána vöruna en fá hana staðgreidda. Verslanir em fyrst og fremst að selja vömr. Til þess að losna við að lána söluandvirðið bjóða þær iðulega staðgreiðsluaf- slátt, sem sérstaka hvatningu til kaupanda. Þegar seljendur hafa þannig lagt sig sérstaklega fram við að lækka vömverðið við stað- greiðslu er í meira lagi ósanngjamt að nota þá viðleitni gegn verslunum þeim til ófrægingar. Hugsunarháttur síðasta áratugar sem flest í þeirri hugmynd að ávallt sé hagstætt að fá lánað sem mest á ekki lengur við. Þær breytingar sem átt hafa sér stað í vaxta- og lánamálum hér á landi fela í sér stórvægilega framför, en menn verða einnig að gera sér grein fyrir hvað í þeim felst. Vaxtamál á Islandi Eitt af þeim málefnum sem Verslunarráð íslands hefur lengi beitt sér fyrir er meira frjálsræði í Sigmar Þormar „Með vaxtafrjálsræðinu sem varð 1. nóvember má ætla að afborgnnar- kjör verði einfaldari og aðgengilegri. Fyrstu viðbrögð sumra banka voru að hætta kaupum með afföllum eða lækka afföll verulega, en hækka jafnframt skuldabréfavexti.“ vaxta- og lánamálum. Þetta þýðir einfaldlega að lánshæfni manna á að ráðast af því hvort þeir eru borg- unarmenn lána eða ekki. Óþarft er að orðlengja um það hve hagstætt það er hinum almenna neytenda að geta gengið að lánum vísum en vera ekki háðir kunningja og fyrir- greiðslutengslum líkt og tíðkaðist hér áður fyrr. Þar sem lán eru hins- vegar verðtryggð núorðið og bera þar að auki misháa vexti þarf að leggja dæmið vel niður fyrir sér áður en tekið er lán (hvort sem um er að ræða bankalán, húsnæðislán eða vegna viðskipta við verslun). Þær umbætur í vaxta- og lána- málum sem náðst hafa fram á síðustu árum leggja því þær „byrð- ar“ á herðar íslenskra neytenda að þeir kynni sér vel þau kjör sem í boði eru áður en keypt er með af- borgunum. Erlendir neytendur fylgjst vel með slíku. Nýlega ákváðu bandarískir bílaframleiðendur að örva sölu til að rýma fyrir nýrri bílaárgerð. En hvemig fóra þeir að því: Var það með því að lækka sölu- verð bifreiðanna? Nei, heldur með því að lækka afborgunarvexti. Bílaframleiðendur þar í landi vissu að kaupendur fylgjast það vel með vöxtum af vörakaupalánum að þeir ákváðu að fara þessa leið til að örva söluna. Eftir þær umbætur sem átt hafa sér'stað hér á landi í vaxta- og lánamálum komast kaupendur eða lántakendur alls ekki hjá því að leggja öll lánamál vel niður fyrir sér. Æskilegt er einnig að seljendur upplýsi viðskiptavini sína vel um vaxtabyrði lána af vöram sem seld- ar era í verslunum, Verslunarráð íslands hefur ávallt lagt áherslu á þennan þátt við aðildarfélaga sína og mun frekari hvatning varðandi þetta efni birtast í næsta frétta- bréfí ráðsins. Málflutningur vinnunnar Af þessu má vera ljóst að sá málflutningur sem kemur fram í tímaritinu Vinnunni er í hæsta máta óeðlilegur. í stað þess að beina þeim tilmælum til lesenda sinna að þeir kynni sér vel þau kjör sem í boði era og versli þar sem skilmálar era hagstæðastir, er birt staðlaus æsifrétt um okur og svindl. Sá sveigjanleiki og frelsi sem komið hefur verið á í vaxtamálum er til hagsbóta fyrir alla aðila. Hvetja þarf hinsvegar kaupendur til að kynna sér vel að hveiju verið er að ganga áður en þeir skrifa undir og að seljendur skýri vel og legp fram Ijósa greiðsluskiimála afborgana. Þar sem málefni varðandi vaxta- og greiðslumál geta stundum verið flókin þarf að leggja þessi mál fram á skýran og greinargóðan hátt, en forðast þarf villandi og óheiðarleg- an málflutning. Með slíkum mál- flutningi þjónar Vinnan ekki hagsmunum félaga verkalýðshreyf- ingarinnar. Höfundur er blaðafulltrúi Versl- unarr&ðs íslands. Okurvextir í afborg- unarviðskiptum • ávöxtun 118%; veztir sem hver viðskiptavinur greiðir 85% ..EF ÞÚ átt 5.000 kr. þá elgum vlö sjónvarp.” Eltthvaö á þessa lelð hljómar auglýslng frá elnnl af raftækjaverslun- um borgarlnnar. Sem- sagt þaö er hægt aö fá sjónvarpstækl gegn 5.000 króna útborgun og afganglnn á skulda- bréfl. Vlnnan kannaól afborgunar- vlðsklpU nokkurra vrrslana og komst að þvi að vlð að kaupa •jðnvarpsuekj með alborgun- um gátu vexttmlr aí cftlrstððv- unum numtð 85%. Og þar sem lAnlð grclðlst upp á 6 mánuð- um mcð jðfnum afborgunum. jafngtldlr það að 611 upphjcðln hafl verlð Unuð I 3 mAnuðl og þannlg verður ávðxtunln um 118% fyrtr þá sem lána. En hverjlr eru það sem lána? I flestum tllfellum er það við- sklpubankl viðkomandl veral- unar sem kauplr skuldabrCfld samdaegura. þannlg aö veral- unln lánar kaupandanum ekk- ert sjálf. En samt er það veral- unln sem htrðlr um helmlng grððans. t>esslr okurvextlr llggja fyrat og fremst I mlsmunandi verö- lagnlngu taekja. eflir þvl hvem- Ig tsckið er greltt. tunnig er al- gengt að txl. sjönvarpstaekl sem kosta um 43.000 hackkl um 5—6.000 krönur vlð það eltt að vlðskiptavlnurlnn nýtir sör ..sertllboð" veralunarlnnar hvað varðar grelðslukjðr. Siðan bætast skuldabreiavextlr og kostnaður ofan á. Ef kaupandlnn leggur (t fyrtr og staðgrelðlr sjönvarplð kost- ar það hann rúmum 10.000 kr. mlnna en ef hann borgar tarklð með aíborgunum. SJá síðu 8 Úrklippa úr Vinnunni. Byggung- hinhliðin eftir Konráð Eyjólfsson Þegar rökin þrýtur, tekur níðið við. Þetta er enganveginn ný kenn- ing, en af og til koma upp bólur sem minna rækilega á sannleiks- gildi hennar. Nú er svo komið með nýjum hátt- um í blaðamennsku að ryk sest varla á þessa kenningu. Eitt fyrirtækjanna, sem orðið hefur fyrir slíkri holskeflu undan- farið, er Byggung í Reykjavík. Aldan sú átti upptök sín í upp- gjöri á 5. áfanga Byggung-verkefn- anna við Reka- og Seilugranda. Það sem skeði í grófum dráttum var að hækkanir (bakreikn.) urðu talsvert meiri en kaupendumir áttu von á. Það var jafnvel svo að ein- hveijir bjuggust við endurgreiðslu. Skyldi því engan undra að áfallið var mikið þegar í stað inneignarinn- ar rejmdust að meðaltali 300 þús. vangoldin af 2ja herbergja íbúðum og 450 þús. af 3ja herbergja íbúð- um. En bíðum nú við. Örðugleikar húsbyggjenda und- anfarin ár hafa verið slíkir að stofnuð vora baráttusamtök (Sig- túnshópurinn) til að knýja á um lausn þeirra. Húsnæðismálastofnun var gert að setja upp neyðaraðstoð, og fékk til þess hundrað milljónir, sem dugðu samt hvergi nærri. Hvað eftir annað hafa verið birtar fréttir, fréttaskýringar og umijallanir, sem sýnt hafa svart á hvítu að söluverð fasteigna væri jafnvel 30% undir byggingarkostnaði þeirra. Ef Bygg- ung hefði verið þess umkomið að halda fbúðum þessum á áætlun, þá hefði það að líkindum verið eina fyrirtækið í greininni sem svo hefði afrekað. Hafandi þessar staðreyndir fyrir augunum allan byggingartímann má það teljast mikil bjartsýni af fólkinu að halda að eitthvað annað ætti við það en aðra húsbyggjendur þessara ára. Samkvæmt reikning- unum sem nú liggja frammi er endanlegt verð 2ja herbergja íbúða fullfrágenginna fyrir utan á gólf, 1.947 þúsund. 3jaherb., Kkafullfrá- genginna 2.597 þús. og inni í þessu verði þvottavélar og frágangur á sameign. Til samanburðar fletti ég í gegn- um fasteignaauglýsingar og viti menn, þetta er ekki einu sinni slæmt hvað þá afleitt. Ég hef sem kaup- andi hjá Byggung (öðra sinni) svo sannarlega ekki á móti því að alls- heijar endurskoðun á starfsemi Byggung fari fram. Vona að hún verði sem ítarlegust. En á hinn bóginn tel ég níð það, dylgjur og svívirðingar, sem beint hefur verið gegn stjómarmönnum þess og fyrirtækinu, slíka ósvinnu að ég fínn mig knúinn til að taka upp fyrir þá hanskann. Frá upphafí þessa máls hafa bæði framkvæmdastjóri og stjóm- armenn staðið sig eins og hetjur. í stað þess að svara skítkastinu á sama hátt, hafa þeir boðið sam- starf sitt og liðkað fyrir hverri þeirri endurskoðun er fólkið óskaði. Og það er trú mín að það hefðu þeir einnig gert og enn frekar ef málsaðilar hefðu aðeins óskað þess við þá beint, í stað þess að gera málið að æsifregn og skaða þar með sjálfa sig og okkur sambyggj- endur þeirra alveg ótrúlega mikið. Sjálfa sig með því að enn er tölu- vert óunnið í þeirra áfanga og allar framkvæmdir stopp. Þar eð fávís- legar yfírlýsingar þeirra um órök- studda fjárglæfra höfðu þau áhrif að lokað var á Byggung öllum eðli- legum viðskiptasamningum. Okkur sambyggjendum sem enn eram að bíða eftir íbúðum okkar gerðu þeir enn verri grikk, því að með því að stoppa fyrirtækið lengist enn sá tími sem við þurfum að leigja út I bæ. Og okkur öllum er kannski mest- ur skaðinn af þessum órökstudda málflutningi sá að I Seltjamames- áfanga er óselt verslunarhúsnæði fyrir um 30 milljónir kr. f Selás- áfanga era óseldar fbúðir fyrir um 18 milljónir króna, um hvorugt hefur síðan verið spurt. Við þessar 48 milljónir bætast Konráð Eyjólfsson síðan þær 32 milljónir sem 5. áfangi er að láta endurskoða og fréttalýsa. Hafandi ofangreind vandamál fyrir augum getur varla nokkur álasað undirrituð- um fyrir kaldhæðnislegt glott yfir þeirri ótrúlega almennu skoðun á fundinum fræga: „Úr þvi að Byggung hefur klúðrað áætlunum sínum, geta þeir bara sjálfir borgað það sem á vantar.“ Spurningin er: Hver er Bygg- ung? Erum það ekki við sem byggj- um? Höfundur er sölumaður. Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir NÚ ER KOMIN út ný íslensk hljómplata á vegum Hins Leik- hússins sem heitir Kötturinn sem fer sinar eigin leiðir. Höfundur laga og Ijóða er Ólafur Haukur Simonarson, en um helmingur laganna er sóttur í samnefndan söngleik hans fyrir börn og full- orðna, sem nú er sýndur í Bæjarbíói f Hafnarfirði, en hinn helmingurinn er úr stóru söngva- safni Olafs. Kötturinn, eins og platan er köll- uð, hefur að geyma sautján lög. Annaðist Gunnar Þórðarson útsetn- ingar og stjómaði upptöku, en flytjendur söngvanna era þau Edda Heiðrún Bachman, Eiríkur Hauks- son, Gunnar Guðmundsson, Jóhann Sigurðsson, Lísa Pálsdóttir og Ólaf- ur Haukur. Efni plötunnar er fjölbreytt og skírskotar til flestra aldurshópa. Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir er fáanlegur á plötu og kassettu og fæst í hljómplötuversl- unum um land allt. (Fréttatilkynning). Metsölublað á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.