Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 5
ÍEJSM3VÓM IS í UP/ (T ITP.Ö'3 (CCÍAjaMÖÍIÍIOM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986
5
Reykjavík;
150 ár frá
fyrsta bæj-
ar stjórn-
ar fundi
ÞANN 26. nóvember nk. eru lið-
in 150 ár frá þvi fyrsti fundur
bæjarstjómar Reykjavíkur var
haldinn árið 1836.
Að sögn Gunnars Eydal skrif-
stofustjóra borgarstjómar, hefur
ekki verið tekin endanleg ákvörðun
um með hvaða hætti þessara tíma-
móta verði minnst.
Vatnúr
landi leitt
í Viðey
Á FUNDI borgarráðs 11. nóv-
ember sl., vakti Katrin Fjeldsted
athygli á því að vatnið í Viðey
er ekki neysluhæft. Hún benti á
að sérstaklega þyrfti að kanna
leiðir til að hreinsa vatnið eða
flytja vatn úr landi i eynna.
Að sögn Gunnars Eydal skrif-
stofustjóra borgarstjómar var vitað
um ástand vatnsins í Viðey. Verið
er að gera ráðstafanir til að bæta
úr vatnsskortinum og er stefnt að
því að leiða vatn úr landi út í eynna
en nauðsynlegt er meðal annars að
koma upp vatnstank í eynni vegna
eldvama.
Borgarráð;
Lóð und-
ir lyfja-
fræðihús
SAMÞYKKT hefur verið i borg-
arráði að afmarka lóð fyrir
lyfjafræðihús við Njarðargötu, á
lóð sem Hafskip hf. hafði til
umráða.
Lyfjadeild Háskóla íslands og
Reykjavíkur Apótek, sem er sjálfs-
eignarstofnun munu verða þar til
húsa og er fyrirhugað að kennsla
í lyfjafræði fari þar fram. Stefnt
er að því að hefja byggingarfram-
kvæmdir næsta vor.
Verður 000
valið neyð-
arnúmer?
í BORGARRÁÐI hafa verið lagð-
ar fram umsagnir Almannavarna
ríkisins, póst- og simamálastjóra
og borgarlæknis um tillögu
Katrinar Fjeldsted um samræmt
neyðarnúmer í Reykjavík.
Samdóma álit þeirra sem leitað
var umsagnar hjá, er að koma beri
á neyðarnúmeri fyrir símnotendur
í Reykjavík. í bréfi póst- og
símamaálastjóra segir að neyðar-
þjónusta hafi verið starfrækt í mörg
ár í Keflavík fyrir Suðumesin og í
skemmri tíma á Selfossi fyrir Sel-
foss og nágrenni. Þar segir einnig:
„Símanúmerið fyrir neyðarþjón-
ustuna hefur verið valið 000.
Símanúmmerið 999 gengur ekki því
að 99 er svæðisnúmmer fyrir Suð-
urland."
a morgun
laugardag
Verslanir í Gamla miðbænum verða almennt
opnar til kl. 16.00 e.h. á morgun.
Vitið þið að í Gamla miðbænum eru:
93 fata- og tískuverslanir
14 barnafataverslanir
31 bóka- og ritfangaverslanir
15 gjafavöruverslanir
10 gleraugnaverslanir
11 matvöruverslanir
20 skóverslanir
27 úra- og skartgripaverslanir
25 snyrtivöruverslanir
~i útvarps- og hljómtækjaverslanir
5 raftækjaverslanir
15 vefnaðar- og hannyrðaverslanir
4 apótek
~F blómaverslanir
5 bakari
~I hljómplötuverslanir
38 veitinga- og kaffihús
og margt, margt fleira.
Nú veróur íjör í Gamla imðbænum
— miðbæ allra landsmanna