Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 Páll Pétursson um reglugerð landbúnaðarráðherra: Slysalega til tekizt Fullvirðisréttur utan dagskrár á Alþingi Sauðkindin á lífið í íslendingum, sagði einn þingmanna í utandag- skrárumræðu um búmark og fullvirðisrétt í gær. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sagði í utandagskrár- umræðu um búmark og fullvirð- isrétt á Alþingi í gær, að bændur hefðu fengið fullt verð fyrir sauðfjárafurðir fyrsta árið eftir setningu laga um þetta efni (1985). Kjötframleiðsla 1986 væri 100 tonnum umfram samnings- bundna framleiðslu. Spár um umframframleiðslu komandi árs stæðu tíl svipaðrar niðurstöðu. Staða bænda væri þvi alls ekki eins afleit og sumir gagnrýnend- ur landbúnaðarstefnunnar vildu vera láta. Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, sagði hinsvegar að slysalega hafi tekizt til með reglugerð land- búnaðarráðherra, stefnt væri í mikla „blóðtöku“ hjá bændum, verið væri að ýta smærri bænd- um út úr hefðbundinni land- búnaðarframleiðslu og gera þá rfku ríkari en fátæku fátækari. Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.) hóf umræðuna og gagnrýndi harð- lega, hve seint reglugerð land- búnaðarráðherra, varðandi sauðflárframleiðslu, væri fram komin - eða ekki fyrr en í endaða sláturtíð. Hann gagmýndi flutning búmarks frá Vestfjörðum, viðmiðun við léleg framleiðsluár og fækkun bænda sem leitt gæti landauðnar f byggðum, er höllum fæti stæðu fýrir. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sagði að hann hafi f gjörðum sínum byggt á tillögum frá Stéttasambandi bænda. Gögn þau, sem reglugerðin byggði á, hafí fyrst legið fyrir í september. Það væri orsök þess, hve sfðla árs hún hafi verið fullfrágengin. Ráðherra gerði samanburð á fækkun bú§ár í einstökum lands- hlutum frá 1977-78. Fækkun á Vestfjörðum næmi 3% en t.d. 19% Fundur var í Sameinuðu þingi í gær. Fimm þingsályktunartil- lögur vóru afgreiddar til nefnda: um endurmat á störfum kvenna, um áhríf markaðshyggju, um umhverfismál og náttúruvemd, um nýtingu sjávarfangs og um afnám einokunar ríkisins á inn- Halldór Blöndal (S.-Ne.) hefur mælt fyrir frumvarpi, þessefnis, að Fiskveiðasjóður veiti hærra lánahlutfall (75% kostnaðar) til nýsmíði skipa innanlands en nýsmíði skipa hjá erlendum skipasmíðastöðvum (60%). Halldór sagði f framsögu að frumvarpið væri flutt af þeirri ástæðu að sjávarútvegsráðherra hafí á síðast liðnum vetri gefíð út reglugerð um Fiskveiðasjóða þar sem kveðið væri á um jaftihá lán - f Skagafírði og 28% í Ámessýslu. Framleiðsluskerðing, sem miðaði að því að færa búvöruframleiðslu að markaðsstaðreyndum, hefði gengið jafnt yfír, og kjötframleiðsla í ár og ráðgerð framleiðsia næsta ár, umfram samninga, væri ekki það mikil að bændur þyrftu að ör- vænta. Páll Pétursson (F.-Nv.) sagði slysalega hafa til tekist með reglu- gerð ráðherrans. Stefnan væri illframkvæmanleg nema með mjög mikilli bióðtöku bænda. Verið væri að ýta smábændum út úr hefð- bundinni framleiðslu. Sumir hefðu meiri framleiðslurétt en þeir hefðu þörf fyrir. Aðrir minni en þeir gætu lifað af. Ekki væri sjálfgefíð að stærri bú hefðu hagkvæmari fram- leiðslu en smærri. Hann lét að því liggja að rétt væri að fresta fram- kvæmd á reglugerð ráðherrans. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) réðst harkalega á land- búnaðarstefnuna. Óhjákvæmilegt væri að taka reglugerð ráðherrans til endurskoðunar og leiðréttingar. Hann nefndi sérstaklega bændur á Hólsfjöllum, sem færu illa út úr framleiðsluskerðingu, en það væri samgöngulegt öryggismál að halda við byggð þar. Svo væri komið að bændur almennt þyrfti fremur að biðja um hallæri en góðæri til að laga sig að Iandbúnaðarstefnunni. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) sagði stefnu Framsóknar- flokksins f landbúnaðarmálum undraverða. Landbúnaðarráðherra héldi því fram að bændur þyrftu ekki að örvænta, bráðum kæmi betri tíð, en formaður þingflokks framsóknarmanna hrópaði stefn- una af í þingræðu. Árni Johnsen (S.-Sl.) minnti á fjárhagslega könnun á stöðu bænda 1984-1985. Meðal skilyrða sem bændum hafí þá verið sett, sem fengu lánafyrirgreiðslu til fjárfest- flutningi áfengis. Kristín S. Kvaran (S.-Rvk.) mælti fyrir tillögu sinni um sam- félagsþjónustu, það er beitingu vinnuskyldu i stað fangelsunar vegna afbrota, sem ekki teldust til hinna grófarí. Fríðrik Sophus- son (S.-Rvik.) mælti fyrir tillögu sem hlutfall af kostnaði - úr sjóðn- um til nýsmíði fískiskipa, hvort sem í hlut ættu skip smíðuð hér á landi eða erlendis. Hann sagði nýsmíði skipa innan- lands nánast hafa legið niðri næstliðin ár og nauðsynlegt væri að styrkja stöðu innlendrar skipa- smíði gagnvart erlendri samkeppni, en erlendur skipasmíðaiðnaður njóti bæði framleiðslustyrkja og niður- greiðslna. Fiskveiðiþjóð væri nauðsynlegt að búa að traustum skipasmíðaiðnaði. ingar, var það, að þeir hefðu óskerta framleiðslu næstu 10 árin. Sfðan gerðist það að með einu bréfí frá Framleiðsluráði var grundvellinum kippt undan búskap margra við- komandi. í flestum tilfellum hafí verið um frumbýlinga að ræða með góðar byggingar og mikla fjárfest- ingu. Hringlandaháttur stjómunar á þessu sviði væri óveijandi. Betur þurfí að standa að þessum málum. Halldór Blöndal (S.-Ne) sagði m.a. að við ákvörðun fullvirðisréttar væri ekki tekið nægjanlegt tillit til byggða sem standi höllum fæti, svo frekari þrenging geti leitt til byggðahruns. Pálmi Jónsson (S.-Nv.) gagn- rýndi viðmiðum við ákvörðun full- virðisréttar. Miðað væri við framleiðslu áranna 1984-1985. Þeir bændur, sem ekkert tillit hefðu tek- ið til fyrri viðvarana, jafnvel aukið framleiðslu á þessum árum, væru í raun verðlaunaðir. Þeir bændur, sem tekið hafí tillit til óska stjór- valda og dregið þessi ár úr fram- leiðslu, sættu refsingu. Þórður Skúlason (Abl.-Nv.) sagði fjölda smærri bænda við að flosna upp, þeir sættu grisjun, og byggð í heilum sveitum gæti bros- tið. Þórður talaði um stefnu ráð- herrans sem „aðför að bændum" og „eyðibýlastefnu landbúnaðarráð- herra". Kristfn Halldórsdóttir (Kl.Rn.) sagði bændum hafa verið att út í íjárfestingar og offramleiðslu. Meira hafí verið horft til hagsmuna fólksins í Bændahöllinni en búandi manna, sem færu nú bónleiðir frá úthlutunarkóngum. Enginn endir væri á vitleysunni. Nýlega hafí ve- rið lánað til 80 ijósa eins og ekki væri nóg af þeim fyrir. Siggeir Björnsson (S.-Sl.) sagði ekki margra góðra kosta völ. Fram- leiðslugetan hafí vaxið, m.a. vegna tækniframfara, umfram markaðs- þörf. Hinsvegar mætti betur standa að framleiðslusljómun og aðlögun að markaðsaðstæðum, sem hljóti sinni um útboð á opinberum rekstrarverkefnum. Endurgjaldslaus vinnu- þjónusta Tillaga Kristínar S. Kvaran og fleiri þingmanna fjallar um könnun á því, hvort endurgjaldslaus þjón- usta í þágu samfélagsins geti við ákveðnar aðstæður komið í stað afplánunar dóma í fangelsi og einn- ig orðið til þess að gera skilorðs- dóma markvissari. Kristín vitnaði til reynslu af samskonar viðurlögum erlendis, bæði f Bretlandi og á Norðurlönd- um, sem gefíð hafí góða raun. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og tóku allir vel í þá hug- mynd, sem tillaga Krístínar felur í sér. Einn þingmaður, Guðmundur J. Guðmundsson, (Abl.-Rvk.) talaði um refsigleði embættismanna í dómsmálaráðuneyti. Sagðist hann hafa skömm á þeim vinnubrögðum sem tíðkuðust við framkvæmd dóma af hálfu manna í þessu ráðu- neyti. Jón Helgason, dómsmálaráð- herra, mótmælti „rakalausum og ósönnum fullyrðingum" um refsi- að taka nokkum tíma. Bændur, sem eigi ævistarf í jörðum, eigi að geta mætt morgundeginum með reisn, hvort sem þeir hætti eða haldi áfram búskap. Ólafur Óskarsson (S.-Nv.) taldi fyrirheit landbúnaðarráðherra, þessefnis, að bændur þurfí hvorki að kvíða þessu né næsta ári, létt í vasa. Hann hélt því fram að þegar hefðbundnar búgreinar hyrfu úr einstökum sveitum þá hryndi byggðin. Stefán Valgeirsson (F.-Ne.) var eini stjómarþingmaðurinn sem skjaldaði landbúnaðarráðherra. gleði embættismanna í ráðuneyti dómsmála. Ráðuneytinu væri falin fullnusta dóma með lögum og hvert og eitt mál fengi þar vandaða skoð- un og meðferð. + Utboð rekstrarverk- efna Tillaga Friðriks Sophussonar fjallar um útboð opinberra rekstrar- verkefna. Hann minnti á útboð framkvæmda, sem hafí leitt til þess, m.a. í vegagerð, að peningar skatt- borgaranna nýttust betur. Meira fengizt fyrir sömu fjármuni. Víða erlendis væra rekstrarverkefni, sem þættu henta til útboðs, einnig boðin út. Hvort sem boðnar væru út fram- kvæmdir eða boðin út rekstrarverk- efni væri eftirlit með framkvæmd verks og úttekt þess hjá verksala, ríkinu eða ríkisstofnunum. Útboð þýddi því ekki skerðingu þjónustu heldur betri flármagnsnýtingu. Hjörleifur Guttormsson og fleiri þingmenn Alþýðbandalags mæltu hart gegn tillögunni, sem þeir mörkuðu fíjálshyggju og töldu að- fór að opinberri þjónustu. Friðrik þakkaði andófíð. And- staða af hálfu „mesta afurhaldsins á þingi“ væri út af fyrir sig viður- kenning á því að tillagan vísaði til réttrar áttar. Vandinn, sem við væri að glíma, hafí orðið til á tímum nokkurra ríkisstjóma og landbúnaðarráð- herra, en ekki með komu Jóns Helgasonar í landbúnaðarráðuney- tið. Margur réðist nú að ráðherra sem ekki hefði hreinan skjöld í þessu efni. En víst væri vandinn mikill og við honum þyrfti að bregð- ast. Gagnrýnendur ráðherrans gætu bætt um betur í afstöðu til þessarar atvinnugreinar það sem eftir væri þings, ef hugur fylgdi máli. Friðjón Þórðarson (S.-Vl.) sagði bændur hafa sætt Iátlausum, óréttmætum áróðri í áraraðir, ekki sízt í vissum fjölmiðlum, sem meir en tímabært væri að mótmæla. All- ir flokkar hefðu á stefnuskrá sinni að byggja landið allt. Því stefnum- iði þyrfti að fylgja vel eftir, ekki sízt nú. Vigfús Jónsson (S.-Ne.) sagði það rótgróinn en leiðan sið, þegar hamaði í ári, að leita þyrfti uppi sökudólg, einhvem til að hengja, og skipti þá ekki ævinlega máli hvort bakari eða smiður yrði fyrir. Fleira kæmi við sögu kjötfallsins, margumtalaða, en sauðkindin, sem ætti lífíð í íslendingum. Sauðfé hafí fækkað um allt að 30% á fáum áram, en ekki minnkaði kjötfjallið, enda kæmi önnur framleiðsla einnig við sögu. Máske er sá tími, sagði Vigfús, sem við ætlum okkur til búháttabreytinga, allt of skammur. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sagði fullyrðingar Páls Péturssonar um gífurlegar blóð- tökur bænda furðulegar. Hann kvaðst heldur ekki skilja stóryrði Steingríms J. Sigfússonar um að bændur þyrftu að leggjast á bæn og biðja um hallæri. Framleiðslu- stjómun við ríkjandi aðstæður hlyti að koma við ýmsa en stóryrðin fælu ekki í sér neina lausn. fllMflGI Alþingi í gær: Refsigleði o g verkútboð Ráðherra mótmælir ummælum um embættismenn Innlend skipasmíði: Fái hærra lánahlutfall Frumvarp Halldórs Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.