Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 56
jólflb^ jólflg)^r Bókaverslunin ISAFOLD Austurstræti 10 ■ Simi 14527 STERKT KORT FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Da víð ræður „ Golíat“ í vinnu NÝR „starfskraftur" hefur verið ráðinn til lagerstarfa hjá Sól hf., og voru þessar mynd- ir teknar þegar hann kom í „vinnuna" í gær í fyrsta skipti. „Vélmennið" er keypt frá Þýzkalandi, rennur á jámbrautarspori og er 15 metra hátt. Að sögn Davíðs Scheving Thorsteinssonar, forstjóra, hefur verksmiðjan reist hús utan um „véltröllið" og í því mun það eitt síns liðs sjá um alla birgðavörslu verksmiðjunnar, taka við hráefni og afgreiða vörur til tfu bflstjóra. Inn á lagerinn má enginn stíga fæti, því þar verður niðamyrkur og véltröllið er blint. „Tröllið kostar 20 milljónir króna, er ráðið ævilangt, ætlar að vinna 24 tíma á dag og fer aldrei í sumarfrí. í raun kostar það okkur ekki krónu, því nýtingin á húsinu er svo góð að við spörum verð vélmennisins í steinsteypu," sagði Davíð. Samkomulag um könn- un á emkabankaleiðinni VIÐRÆÐIJR um samruna Útvegs- bankans, Iðnaðarbankans og Verslunarbankans í nýjum hluta- félagsbanka með aðild fleiri aðila hefjast í dag, samkvæmt sam- komulagi um málsmeðferð í Útvegsbankamálinu sem náðist á milli forystumanna stjórnar- flokkanna i gær. Matthías Bjama- son viðskiptaráðherra, Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra ásamt öðrum fulltrúa Framsóknarflokksins taka þátt í viðræðunum við einkabankana og aðra aðila að hiniun nýja hlutafé- lagsbanka. Á ríkisstjómarfundi í gærmorgun lagði Framsóknarflokkurinn fram til- lögur sínar til lausnar vanda Útvegs- bankans og er þar mælt með yfirtöku Búnaðarbankans á Útvegsbankan- um. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn samþykkt tillögu bankastjómar Seðlabankans um einkabankaleiðina. Á ríkisstjómarfundinum var sam- þykkt að fela fjórum ráðhermm, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- ráðherra, að taka málið til athugunar samdægurs og finna sameiginlega afstöðu ríkisstjómarinnar. Síðan var kallaður saman aukafundur í þing- flokki framsóknarmanna. Á fundi ráðherranefndarinnar síðdegis var síðan samþykkt að hefia viðræður um einkabankaleiðina og athuga til þrautar hvort hún væri fær. Þorsteinn Pálsson fiármálaráð- herra sagði að menn vildu láta reyna á þessa leið og ganga hana til enda ef hún reyndist fýsilegur kostur, en auðvitað væm allir aðilar, ríkisstjóm- in jafnt og einkabankamir, óbundnir af niðurstöðum viðræðnanna. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra sagði að flokkamir hefðu þama mæst á miðri leið og ákveðið að loka ekki á tillögur hvor annars. Sagði forsætisráðherra að tillaga framsóknarmanna væri óbreytt, en viðskiptaráðherra hefði viljað kanna ýmis atriði í einkabankaleiðinni og flokkurinn samþykkt að taka þátt í ÚTLIT er fyrir að gjaldskrár Pósts og síma og Landsvirkjunar hækki á næstunni. Guðmundur Björnsson aðstoðarpóst- og sfma- málastjóri segir að allar gjald- skrár Pósts og síma þurfi að hækka um 30—40% til að mæta halla sem verður kominn í 170 milljónir kr. f lok ársins, auknum rekstrarkostnaði á næsta ári og fyrirhuguðu 300 milljóna króna þeirri athugun. Sjálfstæðisflokkurinn hefði aftur á móti fallið frá því að krefjast niðurstöðu strax með fram- lagningu frumvarps um einkabanka- leiðina. „Við höfum alls ekki samþykkt þessa leið en lokum ekki á hana á meðan viðskiptaráðherra er að kanna ýmsa lausa enda í henni. En ef dæmið gengur upp erum við aðilar að þeirri lausn", sagði Steingrímur. Þorsteinn Pálsson sagði að langur aðdragandi væri búinn að vera að framlagi stofnunarinnar f ríkis- sjóð á næsta ári. Stjórn Lands- virkjunar hefur ákveðið að stefna að 10—16,4% gjaldskrár- hækkun þann 1. janúar næstkom- andi. Póstur og sími benti á tvo mögu- leika. „í fyrsta lagi fórum við fram á 10% hækkun 1. nóvember sl. og síðan 13% hækkun aftur 1. febrúar á öllum gjaldskrám Pósts og síma. þessu máli og væri þessi niðurstaða um málsmeðferð nú í rökréttu fram- haldi af því sem á undan væri gengið. Það hefði verið mjög óeðlilegt að stöðva málið á lokastigi, áður en reynt hefði á hvort samkomulag tækist. Þingflokkur Alþýðubandalagsins studdi tillögu framsóknarmanna um yfirtöku Búnaðarbankans á Útvegs- bankanum, en hinir stjómarand- stöðuflokkamir hafa ekki gert formlegar samþykktir í málinu. Hinsvegar lögðum við til að gjald- skrár Pósts og síma hækkuðu um 21% þann 1. nóvember sl. Þessir kostir tóku þó ekki tillit til 300 milljóna króna framlags Pósts og síma í ríkissjóð á næsta ári og þarf því að hækka gjaldskrána enn frek- ar til að ná þeim markmiðum fjárlagafrumvarpsins. Það þarf um 15% hækkun ofan á aðrar hækkan- ir til að geta mætt því,“ sagði Meinatækn- ar ganga út 1. janúar MEINATÆKNAR á Borg- arspítalanum hafa hafnað tveggja flokka launahækkun, sem meinatæknar starfandi hjá rikinu sömdu um og krefj- ast 45% launahækkunar auk 16 daga lengingar á orlofi. Á fundi borgarráðs sl. þriðju- dag var lagt fram bréf fram- kvæmdastjóra Borgarspítalans, þar sem fram kemur að uppsagn- ir meinatækna á spítalanum komi til framkvæmda 1. janúar. Að sögn Gunnars Eydal skrifstofu- stjóra borgarstjómar, hefur Reykjavíkurborg átt í viðræðum við stéttarfélag meinatækna og boðið sömu launahækkun og ríkið samdi um, en því hefur verið hafn- að. Viðræður við Starfsmannafé- lag Reykjavíkurborgar um nýja kjarasamninga eru ekki hafnar en núgildandi samningur rennur út 1. janúar nk. Guðmundur. Erindi Pósts og síma hefur verið lagt fyrir ríkisstjóm. Fyrirhuguð hækkun Landsvirkj- unar byggist á þeim forsendum að verðbólga verði 14% í ár, en gjald- skrá stofnunarinnar var lækkuð þann k mars síðastliðinn um 10% og var þá reiknað með að verð- bólgan héldist á bilinu 7—9%. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar sagði að stefnt hefði verið að 3% raunverðslækkun á gjaldskrám á ári en með núgild- andi orkuverði stefndi í 10% lækkun sem hann sagði að væri of mikið. Lagt tíl að gjaldskrár síma hækki um 30-40% Landsvirkjun stefnir að 10-16,4% hækkun um áramót Foreldrar telja einka- skóla betri en ríkisskóla EINKASKÓLI tekur meira tillit til einstaklingsins, hvað varðar andlegan og líkamleg- an þroska og mismunandi námshæfileika og náms- árangur er þar almennt betri en í almennum grunnskólum. Þessa niðurstöðu má meðal annars lesa út úr könnun, sem Bragi Jósepsson, dósent við Kenn- araháskóla íslands, hefur gert á viðhorfum foreldra sjö ára bama til kennslu og starfsemi skóla í Reykjavík. í könnuninni kemur einnig fram að skólar í nýju hverf- unum, Selja-, Breiðholts- og Árbæjarhverfum, koma betur út en aðrir gmnnskólar í Reykjavík, en könnunin náði til rúmlega þriðj- ungs sjö ára bama í 10 skólum í Reykjavík. Sjá frétt á bls. 2. Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Véltröllið", sem unnið var við að koma fyrir í verksmiðjuhúsinu í gær, er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og engin smásmíði. Hæð þess er á við fjög- urra hæða húss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.