Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Fiskmarkaður Afkomureikningar útgerðar sýna hagnað — á heildina litið — í fyrsta sinn í háifan annan áratug. Astæðan er þríþætt: lækkað olíuverð, góður afli og hækkað verð sjávarvöru, einkum ferskfísks, erlendis. Allir eru þessir þættir óvissu háðir, þegar horft er til fram- tíðar. Sveiflur í aflabrögðum og verði sjávarvöru hafa fylgt íslenzkum sjávarútvegi fyrr og síðar. Afkomubati útgerðarinnar kemur að drjúgum hluta frá hagstæðri ferskfísksölu erlend- is. Útflutningur á ferskum físki hefur aukizt úr 36 þúsund tonnum 1982 í 95 þúsund tonna áætlaða sölu 1986. Aukningin er mestöll í útflutningi í gámum en segir einnig lítillega til sín í sölu ísfísks úr skipum, er sigla með afla. Hátt verð á fískmörk- uðum í Evrópu á að hluta til rætur í aflabresti við Noreg og írland. Afkomubati útgerðar, sem að hluta á rætur í hagstæðu verði á fískmörkuðum í Evrópu, þar sem gæði físks, framboð og eftirspurn ráða verðþróun, hefur styrkt áhuga fyrir tilraun með ferskfískmarkað hér. Áhuginn er mestur hjá útvegs- mönnum og sjómönnum, sem telja slíkan markað tryggja betur réttlátt fískverð en það verðlagskerfí, sem fískveiðar okkar hafa búið við í aldarfjórð- ung — og margir telja úr sér gengið. Sjávarútvegsráðherra fól sérstakri nefnd að kanna þessi mál. Hún lagði til að komið yrði á fót tilraunamarkaði með ferskfísk, þar sem verðmyndun yrði fíjáls. Þrír aðilar hafa sýnt áhuga á hugmyndinni, Reykjavíkurhöfn og bæjaryfír- völd í Hafnarfírði og á Dalvík. Frá þessu er greint í fréttaskýr- ingu á miðopnu Morgunblaðs- ins í gær. Þetta mál hefur, eins og öll önnur, fleiri en eina hlið, sem gefa verður gætur að. Eignar- aðild fískvinnslu á fískiskipum hlýtur að hafa áhrif á fram- vindu þessa máls víða um land. Sama máli gegnir um atvinnu- hagsmuni í fjölmörgum sjávar- plássum, þar sem afkoma fólks er nær eingöngu byggð á vinnslu físks, ekki sízt á mark- aði fyrir frystan físk í Banda- ríkjunum og raunar einnig í Evrópuríkjum. í kjarasamning- um sjómanna eru ákvæði um að afla skuli landað í heima- byggð. Spumingar hafa og vaknað um greiðsluform á físki sem seldur yrði á hugsanlegum ferskfískmörkuðum hér á landi. Fleira mælir hinsvegar með því að tilraun verði gerð með ferskfískmarkað eða markaði hér á landi, er lúti sömu verð- þróunarlögmálum og ráða ferð í hinum vestræna heimi. Haft er eftir Friðriki Pálssyni, for- stjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, í fréttaskýringu Morgunblaðsins, að verðlagn- ingarkerfí það, sem við höfum búið við í 25 ár, sé löngu úr sér gengið. Hann segir að með tilkomu fískmarkaðar fáist „beinna samband milli seljenda á hráefni úr auðlindum okkar og kaupenda, sem vinna hann á Islandi í frystihúsum eða físk- iðjuverum. Það er stór kostur". Jón Friðjónsson, framkvæmda- stjóri Hvaleyrar í Hafnarfírði, segir að slíkur fiskmarkaður „bjóði upp á möguleika á sér- hæfíngu í vinnslu, en það sé mjög mishagkvæmt að vinna físk eftir tegundum. Við mun- um einnig eiga möguleika á betri físki að jafnaði", segir hann, „sem eykur hlutfall físks sem unninn er í dýrari pakkn- ingar". Fiskmarkaður kemur og ýmsum smáum fískvinnslu- fyrirtækjum, sem sérhæfa sig í vinnslu á ákveðinni fískteg- und, mjög til góða. Fisk- og sjávarvörumarkaðir breytast frá ári til árs. Við verð- um að halda vöku okkar gagnvart nýjum markaðstæki- færum, jafnhliða því að treysta þá markaðsstöðu, er við höfum þegar byggt upp, t.d. í Banda- ríkjunum. Tilraunamarkaður með ferskfísk er nýjung, sem reyna verður. Hann er senni- lega bezt staðsettur við Faxa- flóa, þar sem innlendi markaðurinn er stærstur. Slíkum markaði fylgja mikil og margs konar umsvif. Um- ferð skipa í viðkomandi höfn eykst mikið, sem og þjónusta hverskonar við sjávarútvegs- fyrirtæki. Líklegt er að ný orka leysist úr læðingi við sjávarsíð- una. Og fróðlegt verður að sjá, hver áhrif slíks markaðar verða á verðþróun ferskfísks, rekstr- arstöðu útgerðar, samskipti hagsmunaðila innan sjávarút- vegs og mannlíf allt í samfélagi okkar. Ný tegund happdrættis: Milljónir í pottinum Lukkutölurnar dregnar út í sjónvarpsal,ágóði rennur til ÍSÍ, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags íslands NÝRRI tegund getraunaleiks eða happadrættis sem nefndur hefur verið „Lottó“ verður hleypt af stokkunum hér á landi laugar- daginn 29. nóvember nk. Það er félagið íslensk getspá sem rekur getraunaleikinn, en að því standa Oryrkjabandalag íslands, íþróttasamband íslands og Ung- mennafélag íslands. Búast er við því að getspáin greiði vikuiega a.m.k. tvær milljónir króna i vinninga. Aðstandendur íslenskrar getspár kynntu blaðamönnum leikinn á mið- vikudag. Hann felst í því að velja fímm tölur frá 1-32 og leggja und- ir 25 krónur. Þáttakendur fylla út raðir á getraunaseðlum, líkt og í knattspymugetraunum og skila seðlunum inn á sölustöðum sem verða um sextíu á landinu fyrst um sinn. Tölur vikunnar verða dregnar út á laugardagskvöldum í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV. Þeir sem giska á allar fímm töium- ar réttar skipta á milli sín helmingi „pottsins" en afgangurinn skiptist milli þeirra sem hafa fjórar eða þijár réttar tölur. Líkumar á því að giska á fímm réttar tölur eru samkvæmt upplýsingum íslenskrar getspár 1:201.376, fjórar réttar einn á móti 1492 og þijár einn á móti 57. Sala getraunaseðlanna fer fram á sölustöðum um allt land. Þeir eru allir búnir „útstöðvum", tölvum sem tengdar eru með símalínu við móð- urtölvu í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Umboðsmaðurinn setur getraunaseðilinn í útstöðina sem les hvaða tölur þáttakandinn hafí valið og gefur honum kvittun fyrir því að ágiskun hans hafí verið skráð í tölvuna í Reykjavík. Þannig verður hægt að kaupa seðla allt fram á síðustu stundu, og sölu ekki hætt FJÖLDÍ I VÍKNA I J O JH Ö' anRð°A 22 2 2 2 2 2 2 2 S S 2 13 g 15 « 2 S S i S § i i § i a § 8 æ 3Í 32 I röoB 1 1 1 2 2 2 2 2 ffl S 2 1 S 1 S S S S 1 S § i i i S § i 29 38 5í 32 ÓGÍLD I §1 ÓGÍLD I Á getraunaseðlinum eru finun raðir, og í hverri röð þrátíu og tvær tölur. Leikurinn fellst í því að merkja við finun tölur í einni eða fleiri röðum, en fyrir hveija röð greiðast 25 krónur. Öll úrvinnsla getraunaseðlanna er síðan sjálfvirk. Seðillinn sjálfur er raunar verðlaus og ókeypis, kvittun sem „útstöð- in“ gefur þáttakendum er eina sönnunin fyrir því hvaða tölur voru valdar. Arnar Gunnarsson, 7 ára, og meistarinn sjálfur, Þröstur ÞórhaUsson, leiða hér saman hesta sína. Unglingameistaramót íslands í skák: Þröstur Þórhallsson sigraði í þriðja sinn ÞRÖSTUR Þórhallsson bar sigur úr býtum á Unglinga- meistaramóti íslands i skák sem haldið var 14. tíl 17. nóv- ember siðastliðinn. Þröstur hlaut 6V2 vinninga. Í öðru sæti var Tómas Björnsson með 5'/2 vinninga og í þriðja sæti Davíð Ólafsson, sem einnig hlaut 5‘A vinninga. Þetta er í þriðja sinn, sem Þröst- ur Þórhallsson ber sigur úr býtum á þessu móti. Hann vann fyrst mótið árið 1983, þá aðeins 14 ára gamall. Hann varð svo ungiinga- meistari Islands í skák á mótinu f fyrra, en Davíð Ólafsson, sem nú varð í þriðja sæti, sigraði í mótinu árið 1984. Alls tóku 56 ungir og efnilegir skákmenn þátt í mótinu að þessu sinni og voru þeir ekki allir háir í loftinu. Má þar nefna sjö ára snáða, Amar Gunnarsson, sem vakti mikla athygli fyrir skemmtileg tilþrif, en hann hlaut 3 vinninga á mótinu og varð í 35. sæti. Keppt er um „Morg- unblaðsbikarinn" svonefnda, sem Morgunblaðið gaf til þessa móts árið 1984.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.