Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.11.1986, Blaðsíða 31
Leikhúsið Frú Emilía: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 31 Fnimsýning á Mercedes - eftir Thomas Brasch NÝTT leikhús, sem ber nafnið Frú Emilia, hefur tekið til starfa í Reykjavík og verður frumsýn- ing á fyrsta leikverkinu á laugardagskvöld í Hlaðvarpan- um. „Eitt af markmiðum leikhússins er að sýna samtímaleikrit, leikrit sem höfða til fólks nú í dag“ segir Guðjón Pedersen einn af forsvars- mönnum leikhússins. Fyrsta leikri- tið sem Frú Emilía tekur til Hafnarfjörður: Stofnfundur um fiskmarkað Undirbúningsnefnd um stofn- un hlutafélags um rekstur fiskmarkaðar í Hafnarfirði hef- ur boðað til stofnfundar laugar- daginn 22. nóvember kl. 13.30 í Gaflinum við Reykjanesbraut. Þegar hafa um áttatíu einstak- lingar og fyrirtæki skrifað sig fyrir hlutafé að upphæð rúmlega 14 milljónum króna. Bæjarstjóm Hafn- arfjarðar stendur í samningavið- ræðum við væntanlega verktaka um byggingu markaðarins í Suður- höfninni en stefnt er að því að hann taki til starfa eigi síðar en 1. febrú- ar nk. sýningar er „Mercedes" eftir Thom- as Brasch. Flestir aðstandenda Frú Emilíu störfuðu í leikhópnum Svörtu og Sykurlausu, en Frú Emilía er þó ekki að þeirra sögn framhald þeirrar samvinnu, heldur nýtt og sjálfstætt leikhús. „Önnur ástæða fyrir því að við stofnuðum þetta leikhús var að okkur langaði til að vinna saman. Við erum öll útskrifuð úr sama skólanum og vinnum því öðruvísi saman en fólk sem hefur mismund- andi skóla að baki.“ Þetta er í fyrsta skipti sem leik- rit eftir Thomas Brasch er sýnt hér á landi, en ieikritið „Mercedes" hef- ur verið sýnt víða, svo sem í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð. Thomas Brasch fæddist í Englandi 1945, foreldrar hans höfðu flúið nasismann og flutt aftur til Þýska- lands 1947. Að loknu stúdentsprófi stundaði hann ýmis störf og var við nám í kvikmyndaháskólanum í Potsdam, auk þess sem hann lagði stund á blaðamennsku. Hann hefur lifað á ritstörfum frá 1972 og hlo- tið ýmis bókmenntaverðlaun. Leikritið Mercedes fjallar um Rómeo og Júlíu nútímans, fólk sem hittist af tilviljun og verður ást- fangið án þess að vita að þau eru einmitt ætluð hvort öðru eins og segir í kynningu á leikritinu, en leikritið verður gefíð út í heild sinni í leikskránni sem telst til nýmæla. Elskendurnir í Mercedes. Leikarar og leikstjóri Mercedes, frá vinstri Ellert A. Ingimundar- son, Bryndís Petra Bragadóttir, Þröstur Guðbjartsson og leik- stjórinn Guðjón Pedersen. Að sögn leikaranna gefur textinn tilefni til margs konar útfærslu og umgjarðar og mikil vinna því farið í að setja það upp, en leikið verður í kjallara Hlaðvarpans. Leikendur í Mercedes eru Bryndís Petra Bragadóttir, Ellert A. Ingimundarson, og Þröstur Guð- bjartsson. Leikstjóri er Guðjón Pedersen. Þýðingu gerði Hafliði Amgrímsson, lýsingu annast Ágúst Pétursson og búningagerð er í höndum Önnu Jónu Jónsdóttur. Stöð 2: Innlend dagskrár- gerð að aukast STÖÐ 2 er þessa dagana að auka innlenda dagskrárgerð og verður hún fyrst um sinn öll sýnd í opna sjónvarpinu, a.m.k. á meðan ekki er hægt að fullnægja eftirspurn eftir lyklum, að sögn Jónasar R. Jónssonar, dagskrárstjóra. Á sunnudaginn hefst fyrsti þátt- ur Jóns Óttars Ragnarssonar um menningarmál. Á döfinni er þáttur er nefnist Þjóðmál í umsjá Páls Magnússonar, fréttastjóra, og fréttamanna Stöðvar 2. Erlendur fréttaskýringaþáttur mun einnig heQast innan skamms í umsjá Þóris Guðmundssonar og Bryndís Schram verður umsjónarmaður þáttar af léttara taginu sem ekki hefur ennþá hlotið nafn. Tökur á matreiðsluþáttum eru að hefjast og er ráðgert að þeir verði viku- lega á dagskrá Stöðvar 2. Umsjónarmaður þeirra verður Ari Garðar Georgsson, sem verið hefur m.a. yfírkokkur í einu af fímm stjömu hótelum Bandaríkjanna og nýlega starfaði við Hótel Holt. Selst hafa u.þ.b. 3.500 lyklar alls og er biðtíminn nú 3 til 5 vik- ur. Um 500 íbúðir eru í svokölluð- um fjölbýlishúsasamningum, sem bjóða upp á einn afruglara fyrir hvert fjölbýlishús. Að sögn for- ■ ráðamanna Stöðvar 2 verður að öllum líkindum hægt að anna eftir- spum eftir lyklum um áramótin. Hispania: „Talaðu mállausa stúlka“ í Regnboganum á morgun Elisabeth Saguar kennir tólf krökkum, 5-12 ára, spænsku á vegum Hispania Spurningakeppni grunnskólanna: Urslitin munu ráðast í kvöld REGNBOGINN sýnir á morgun, laugardag, kvikmyndina „Habla, mudita“ eða „Talaðu mállausa stúlka". Sýningin hefst kl. 15.15 í E-sal. Kvikmyndin er saga um náttúruunnanda, sem hittir mál- lausa stúlku í fjallahéraði og hann kennir henni að tala og hegða sér. Bændur í héraðinu sýna þessu lítinn skilning. Menningarsamtök íslendinga og Spánveija á íslandi, Hispania, standa fyrir sýningunni. Félagið var formlega hleypt af stokkunum í desember 1984. Spænskukennslu bama félagsmanna á aldrinum 5-12 ára var komið á fót sl. vetur og annast kennsluna í ár Elisabeth Saguar, EGB-kennari og sálfræð- ingur. Skráðir em 12 nemendur í kennsluna nú. Þá hefur Hispania stofnað kvik- myndaklúbb í samvinnu við Altor Yraola sendikennara þar sem mán- aðarlega eru sýndar spænskar kvikmyndir í Regnboganum. Auk þessa hefur Hispania skipulagt tón- leika og samkomur af margvíslegu tagi m.a. til að kynna menningu, siði, tónlist, bókmenntir og aðrar listgreinar sem tengjast Spáni og Suður-Ameríku og einnig til að efla tengsl og kynni félagsmanna inn- byrðis. Leiðrétting Nafn stúlkunnar, sem lést í Norð- fírði á sunnudaginn misritaðist í Morgunblaðinu í gær. Hún hét Karin P. D. van der Stam. í KVÖLD fara fram úrslit í Þrautalendingu, spurninga- keppni grunnskóla Reykjavíkur, sem fram hefur farið í nóvember í öllum félagsmiðstöðvum borg- arinnar. Sautján skólar hafa tekið þátt í keppninni, þijú lið frá hveijum skóla. Fjórir skólar eru eftir í keppn- inni og keppa þriggja manna lið úr 9. bekk Árbæjarskóla, Lauga- lækjarskóla, Réttarholtsskóla og Ölduselsskóla til verðlauna. Fýrstu verðlaun eru fataúttekt frá tísku- vöruversluninni Partý, bókaverð- laun frá Pennanum, blómvöndur frá blómastofu Friðfinns og veitinga- staðurinn American Style býður sigurvegurum og skólastjóra út að borða. Þeir sem lenda í öðru til fjórða sæti fá einnig verðlaun. Urslitakeppnin hefst klukkan 21 og fer fram í félagsmiðstöðinni Frostaskjól. Swen Wollter og Tomas von Brömssen i hlutverkum sinum í mynd- inni „Maðurinn frá Mallorka.“ „Maðurinn frá Mall- orka“ sýnd í Tonabíói TÓNABÍÓ frumsýndi nýverið sænsku kvikmyndina „Maðurinn frá Mallorka" sem Bo Widerberg leikstýrir. Kvikmyndin fjallar um tvo lögregluþjóna sem vinna að þvi að rannsaka póstrán í Stokkhólmi. Þegar á rannsókn- ina líður gera þeir félagar sér grein fyrir að verkefnið er lífshættulegt. í fréttatilkynningu kvikmynda- hússins kemur fram að Bo Wider- berg hafí upphaflega áunnið sér nafn sem rithöfundur. Ein bóka hans fjallar um Ingmar Bergman, og gagnrýnir Widerberg leikstjó- rann harðlega. Eftir að Widerberg fór sjálfur að fást við kvikmynda- gerð hefur hann margoft hlotið alþjóðleg verðlaun, fyrir myndir sínar „Elvira Madigan", „Joe Hill“ og „Adalen 31“. Þekktasta mynd Widerberg er þó án efa „Maðurinn á þakinu" sem nýlega var sýnd f Ríkissjónvarpinu. Basar fyrir kristniboðs- INNLEN-T starfið BASAR Kristniboðsfélaga kvenna í Reykjavík, verður hald- inn í Betaníu, Laufásvegi 13, á morgun, laugardag. Basarinn hefst kl. 14.00. Allur ágóði af basamum rennur til Sam- bands ísl. kristniboðsfélaga, sem rekur kristniboðs- og hjálparstarf í Eþíópíu og Kenýu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.