Morgunblaðið - 21.11.1986, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 21.11.1986, Qupperneq 56
jólflb^ jólflg)^r Bókaverslunin ISAFOLD Austurstræti 10 ■ Simi 14527 STERKT KORT FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Da víð ræður „ Golíat“ í vinnu NÝR „starfskraftur" hefur verið ráðinn til lagerstarfa hjá Sól hf., og voru þessar mynd- ir teknar þegar hann kom í „vinnuna" í gær í fyrsta skipti. „Vélmennið" er keypt frá Þýzkalandi, rennur á jámbrautarspori og er 15 metra hátt. Að sögn Davíðs Scheving Thorsteinssonar, forstjóra, hefur verksmiðjan reist hús utan um „véltröllið" og í því mun það eitt síns liðs sjá um alla birgðavörslu verksmiðjunnar, taka við hráefni og afgreiða vörur til tfu bflstjóra. Inn á lagerinn má enginn stíga fæti, því þar verður niðamyrkur og véltröllið er blint. „Tröllið kostar 20 milljónir króna, er ráðið ævilangt, ætlar að vinna 24 tíma á dag og fer aldrei í sumarfrí. í raun kostar það okkur ekki krónu, því nýtingin á húsinu er svo góð að við spörum verð vélmennisins í steinsteypu," sagði Davíð. Samkomulag um könn- un á emkabankaleiðinni VIÐRÆÐIJR um samruna Útvegs- bankans, Iðnaðarbankans og Verslunarbankans í nýjum hluta- félagsbanka með aðild fleiri aðila hefjast í dag, samkvæmt sam- komulagi um málsmeðferð í Útvegsbankamálinu sem náðist á milli forystumanna stjórnar- flokkanna i gær. Matthías Bjama- son viðskiptaráðherra, Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra ásamt öðrum fulltrúa Framsóknarflokksins taka þátt í viðræðunum við einkabankana og aðra aðila að hiniun nýja hlutafé- lagsbanka. Á ríkisstjómarfundi í gærmorgun lagði Framsóknarflokkurinn fram til- lögur sínar til lausnar vanda Útvegs- bankans og er þar mælt með yfirtöku Búnaðarbankans á Útvegsbankan- um. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn samþykkt tillögu bankastjómar Seðlabankans um einkabankaleiðina. Á ríkisstjómarfundinum var sam- þykkt að fela fjórum ráðhermm, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- ráðherra, að taka málið til athugunar samdægurs og finna sameiginlega afstöðu ríkisstjómarinnar. Síðan var kallaður saman aukafundur í þing- flokki framsóknarmanna. Á fundi ráðherranefndarinnar síðdegis var síðan samþykkt að hefia viðræður um einkabankaleiðina og athuga til þrautar hvort hún væri fær. Þorsteinn Pálsson fiármálaráð- herra sagði að menn vildu láta reyna á þessa leið og ganga hana til enda ef hún reyndist fýsilegur kostur, en auðvitað væm allir aðilar, ríkisstjóm- in jafnt og einkabankamir, óbundnir af niðurstöðum viðræðnanna. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra sagði að flokkamir hefðu þama mæst á miðri leið og ákveðið að loka ekki á tillögur hvor annars. Sagði forsætisráðherra að tillaga framsóknarmanna væri óbreytt, en viðskiptaráðherra hefði viljað kanna ýmis atriði í einkabankaleiðinni og flokkurinn samþykkt að taka þátt í ÚTLIT er fyrir að gjaldskrár Pósts og síma og Landsvirkjunar hækki á næstunni. Guðmundur Björnsson aðstoðarpóst- og sfma- málastjóri segir að allar gjald- skrár Pósts og síma þurfi að hækka um 30—40% til að mæta halla sem verður kominn í 170 milljónir kr. f lok ársins, auknum rekstrarkostnaði á næsta ári og fyrirhuguðu 300 milljóna króna þeirri athugun. Sjálfstæðisflokkurinn hefði aftur á móti fallið frá því að krefjast niðurstöðu strax með fram- lagningu frumvarps um einkabanka- leiðina. „Við höfum alls ekki samþykkt þessa leið en lokum ekki á hana á meðan viðskiptaráðherra er að kanna ýmsa lausa enda í henni. En ef dæmið gengur upp erum við aðilar að þeirri lausn", sagði Steingrímur. Þorsteinn Pálsson sagði að langur aðdragandi væri búinn að vera að framlagi stofnunarinnar f ríkis- sjóð á næsta ári. Stjórn Lands- virkjunar hefur ákveðið að stefna að 10—16,4% gjaldskrár- hækkun þann 1. janúar næstkom- andi. Póstur og sími benti á tvo mögu- leika. „í fyrsta lagi fórum við fram á 10% hækkun 1. nóvember sl. og síðan 13% hækkun aftur 1. febrúar á öllum gjaldskrám Pósts og síma. þessu máli og væri þessi niðurstaða um málsmeðferð nú í rökréttu fram- haldi af því sem á undan væri gengið. Það hefði verið mjög óeðlilegt að stöðva málið á lokastigi, áður en reynt hefði á hvort samkomulag tækist. Þingflokkur Alþýðubandalagsins studdi tillögu framsóknarmanna um yfirtöku Búnaðarbankans á Útvegs- bankanum, en hinir stjómarand- stöðuflokkamir hafa ekki gert formlegar samþykktir í málinu. Hinsvegar lögðum við til að gjald- skrár Pósts og síma hækkuðu um 21% þann 1. nóvember sl. Þessir kostir tóku þó ekki tillit til 300 milljóna króna framlags Pósts og síma í ríkissjóð á næsta ári og þarf því að hækka gjaldskrána enn frek- ar til að ná þeim markmiðum fjárlagafrumvarpsins. Það þarf um 15% hækkun ofan á aðrar hækkan- ir til að geta mætt því,“ sagði Meinatækn- ar ganga út 1. janúar MEINATÆKNAR á Borg- arspítalanum hafa hafnað tveggja flokka launahækkun, sem meinatæknar starfandi hjá rikinu sömdu um og krefj- ast 45% launahækkunar auk 16 daga lengingar á orlofi. Á fundi borgarráðs sl. þriðju- dag var lagt fram bréf fram- kvæmdastjóra Borgarspítalans, þar sem fram kemur að uppsagn- ir meinatækna á spítalanum komi til framkvæmda 1. janúar. Að sögn Gunnars Eydal skrifstofu- stjóra borgarstjómar, hefur Reykjavíkurborg átt í viðræðum við stéttarfélag meinatækna og boðið sömu launahækkun og ríkið samdi um, en því hefur verið hafn- að. Viðræður við Starfsmannafé- lag Reykjavíkurborgar um nýja kjarasamninga eru ekki hafnar en núgildandi samningur rennur út 1. janúar nk. Guðmundur. Erindi Pósts og síma hefur verið lagt fyrir ríkisstjóm. Fyrirhuguð hækkun Landsvirkj- unar byggist á þeim forsendum að verðbólga verði 14% í ár, en gjald- skrá stofnunarinnar var lækkuð þann k mars síðastliðinn um 10% og var þá reiknað með að verð- bólgan héldist á bilinu 7—9%. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar sagði að stefnt hefði verið að 3% raunverðslækkun á gjaldskrám á ári en með núgild- andi orkuverði stefndi í 10% lækkun sem hann sagði að væri of mikið. Lagt tíl að gjaldskrár síma hækki um 30-40% Landsvirkjun stefnir að 10-16,4% hækkun um áramót Foreldrar telja einka- skóla betri en ríkisskóla EINKASKÓLI tekur meira tillit til einstaklingsins, hvað varðar andlegan og líkamleg- an þroska og mismunandi námshæfileika og náms- árangur er þar almennt betri en í almennum grunnskólum. Þessa niðurstöðu má meðal annars lesa út úr könnun, sem Bragi Jósepsson, dósent við Kenn- araháskóla íslands, hefur gert á viðhorfum foreldra sjö ára bama til kennslu og starfsemi skóla í Reykjavík. í könnuninni kemur einnig fram að skólar í nýju hverf- unum, Selja-, Breiðholts- og Árbæjarhverfum, koma betur út en aðrir gmnnskólar í Reykjavík, en könnunin náði til rúmlega þriðj- ungs sjö ára bama í 10 skólum í Reykjavík. Sjá frétt á bls. 2. Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Véltröllið", sem unnið var við að koma fyrir í verksmiðjuhúsinu í gær, er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og engin smásmíði. Hæð þess er á við fjög- urra hæða húss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.