Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 4

Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Bókagerðarmenn: Krefjast 36.000 kr. lágmarkslauna FYRSTI samningafundur Félags bókagerðarmanna og Félags íslenska prentiðnaðarins verður haldinn á þriðjudag. Að sögn Svans Jóhannessonar, varaform- anns Félags bókagerðarmanna, samþykkti almennur félagsfund- ur s.l. fimmtudag forsendur kröfugerðar sem stjórn og trún- aðarmannaráð lögðu fram. Fara þeir fram á 36.000 króna lág- markslaun, uppstokkun launa- taxta og 35 stunda vinnuviku. Morgunblaðið hafði samband við Svein Sigurðsson, framkvæmda- 1NNLEN7\ stjóra Félags íslenzka prentiðn- aðarins, en hann vildi ekkert um málið segja að svo stöddu. Svanur Jóhannesson sagði að niðurstöðu úr kjararannsókn FB væri að vænta áður en samningalot- an hefst, en lélegar heimtur framanaf hefðu tafíð úrvinnslu hennar. Svanur sagði að ljóst væri að launataxtar félagsmanna væru í engu samræmi við raunverulei- kann. í kröfum sínum við samn- ingaborðið myndi félagið leggja áherslu á almennar launahækkanir og nýja taxta. Bókagerðarmenn vilja nú láta endurskoða samkomulag um lág- marks mannskap sem þarf til að stjóma hverri prentvél. Telja þeir endurskoðun brýna vegna tækni- breytinga. Svanur sagði að áhersla yrði einnig lögð á kröfur um viku orlofsuppbót og laun í veikindum barna, sem bókagerðarmenn hafa áður lagt fram í samningaviðræð- um. Morgunblaflið/Olafur S. Ásgrlmsson VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heímild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir norðaustanverðu Grænlandi er 1025 millibara hæð, en 973 millibara djúp lægð við norðausturströndina sem þokast norðaustur. Um 750 km suðvestur af Reykjanesi er önnur lægð, 979 millibara djúp, sem fer austnorðaustur og þriðja lægðin, vaxandi 986 millibara djúp, við Nýfundnaland og þokast norðaustur. SPÁ: Austan- og suðaustanátt verður ríkjandi á landinu, víðast kaldi (5 vindstig). Snjókoma víða um sunnanvert landið en dálítii él á víð og dreif í öðrum landshlutum. Frost 0 til 5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Austan- og suðaustanátt og frostlaust um mest allt land. Skúrir eða slydduél um sunnan- vert landiö en úrkomulítið fyrir norðan. TÁKN: •O Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r / r r r r Rigninp / r r * r * r * r * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [T Þrumuveður X'i r w VEÐUR VIÐA UM HEIM ki 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 1 skýjað Reykjavík -1 hálfskýjað Bergen a rigning Helsinki -2 skýjað Jan Mayen 2 slydda Kaupmannah. 4 þokumóða Narssarssuaq -16 skýjað Nuuk -10 skýjað Osló 6 alskýjað Stokkhólmur 4 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 12 skýjað AÞena 15 skýjað Barceiona 12 þokumóða Berlín 4 súld Chicago 3 súld Glasgow 5 rigning Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 10 þokumóða Hamborg 7 þokumóða LasPalmas 22 rykmistur London 13 alskýjað LosAngeles 11 hálfskýjað Lúxemborg 11 léttskýjað Madríd 7 súld Malaga 15 súld Mallorca 18 léttskýjað Miami 24 léttskýjað Montreal -19 léttskýjað Nice 13 alskýjað NewYork 6 alskýjað París 13 skýjað Róm 16 þokumóöa Vfn vantar Washington 6 alskýjað Winnipeg -8 snjókoma Forsætisráðherra tók á móti skáksveitinni ÍSLENSKA skákslandsliðið fékk hlýjar móttökur þegar það kom til Islands aðfaranótt mánudags- ins eftir frægðarför á Ólympíu- skákmótið í Dubai. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra tók á móti skáksveitinni og stjórnarmenn i Skáksambandi íslands færðu hverjum og einum blómvönd. Þessi mynd var tekin á Keflavíkurflugvelli við komu skákmannanna til landsins og eru á myndinni frá vinstri: Jó- hann Hjartarson, Jón L. Arnason, Karl Þorsteins, Steingrímur Her- mannsson, Helgi Ólafsson, Kristján Guðmundsson liðsstjóri og Þráinn Guðmundsson farar- sfjóri. Þeir Margeir Pétursson og Guðmundur Sigurjónsson voru komnir til landsins áður. „Aðgerðir vag’nstjóra vanhugsaðar“ - sagði Haraldur Hannesson, ÞEGAR akstur hófst hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur í gærmorg- un höfðu sex menn tilkynnt um veikindi og þrátt fyrir itrekaðar tilraunir fengust engir til að aka í þeirra stað. Á kvöldvakt vant- aði aftur átta bilstjóra, og engin sinnti kalli um að hlaupa í skarð- ið. Þetta olli töluverðum truflun- um á áætlun strætisvagnanna í gær. Að sögn Sveins Bjömsson- ar, forstjóra SVR, virðist hér um skipulagðar aðgerðir að ræða. Trúnaðarmaður starfsmanna, Kjartan Þórhallsson, sagði að hann hefði ekki vitað um aðgerð- irnar fyrirfram og vissi ekki hveijir hefðu skipulagt þær. „Þessi mótmæli virðast eiga sér langan aðdraganda. Vagnstjórar em láglaunamenn og krefjast þess að störf þeirra verði hærra metin,“ sagði Kjartan. Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, taldi að aðgerðir strætis- vagnastjóra væru vanhugsaðar í ljósi þess að kjarasamningar væru lausir í lok ársins. „Eg lít aðgerðim- ar alvarlegum augum, því þær hafa mikil óþægindi í för með sér fyrir það fólk sem treystir strætisvögn- unum og styður þá.“ Hann sagði að sér þætti óánægja strætisvagna- stjóra skiljanleg. „Það rignir yfír mann yfirlýsingum um að endur- skoða þurfí laun kvenna, en hér höfum við dæmi um karlastétt sem telur tvö hundmð menn og er hreinn láglaunahópur. Engu að síður tel ég að vagnstjórar geti vel við unað, því mikið hefur verið gert til þess að hækka laun þeirra á undanförnu ári. Ætli þau hafí ekki hækkað um fímm til sex prósent umfram laun annarra félagsmanna á árinu." Sveinn sagði að svo virtist sem aðgerðimar hefðu ekki verið skipu- lagðar í samráði við trúnaðarmenn starfsmanna. „Hér er um hreinan skæruhemað að ræða. Mér fínnst þetta hæpinn aðdragandi að kjara- samningum. Maður hefði frekar átt von á þessu sem neyðarúrræði þeg- ar fokið væri í öll skjól." V erkamannafélagið Dagsbrún: Kr öfurnar tilbúnar „Við fórum i gegnum þennan samning lið fyrir Iið og það var enginn stjórnarmaður sem lagði til að stjórnin mælti með að hann yrði samþykktur," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar aðspurður um stjórnarfund i Dagsbrún í gær, þar sem nýgerður kjarasamning- ur ASÍ og VSÍ var til umræðu. Eins og kunnugt er af fréttum er Dagsbrún ekki aðili að samn- ingunum sem gerðir voru á laugardaginn. Guðmundur sagðist búast við því að Dagsbrún myndi láta frá sér fara ítarlegt álit um samninginn á morgunn, miðvikudag. Hann sagði að samningurinn yrði borinn undir félagsfund, en hann teldi hann ákaflega óaðgengilegan fyrir fé- lagsmenn f Dagsbrún. Guðmundur sagði að kröfur Dagsbrúnar í samningum félagsins við vinnuveitendur væru tilbúnar. Þær yrðu hins vegar ekki lagðar fram að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.