Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 12

Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Heimsmynd vísindanna MÁL og menning hefur sent frá sér bókina Heimsmynd á hverf- andi hveli — Heimsmynd visinda frá öndverðu til Kóperníkusar eftir Þorstein Vilhjálmsson eðlis- fræðing. í fréttatilkynningu frá Máli og menningu segir m.a.: „Hér segir frá frumbemsku stjömufræðinnar hjá Fomegyptum og Babýloníumönn- um. Þá er ijallað um hugmyndir Fomgrikkja um heimsmynd, sól, tungl og stjörnur. Þar er að finna tilraunir til að koma tölum yfir fyr- irbærin, kenningar um kristalshvel og krafta. Síðan er sagt frá við- horfum kirkjufeðranna til grískrar þekkingar og frá breyttri afstöðu kirkjunnar til vísinda og fræða eftir að hún festist í sessi. Einnig kemur fram hvemig Arabar á miðöldum héldu arfi Fomgrikkja til skila til okkar. Rakinn er aðdragandinn að byltingu Kópemíkusar á síðmiðöld- um. Síðasti kafli þessa bindis flallar um endurreisn og upphaf nýaldar og um sólmiðjukenningu Kóperník- usar eins og hún kom frá hans hendi. I síðara bindi, sem kemur út á næsta ári, verður sagan rakin áfram fram yfir daga Newtons eða fram á 18. öld, en þá má segja að „bylt- ingu Kópemíkusar" hafi lokið. í bókinni eru töflur og kort til yfirlits og fjölmargar skýringar- myndir gerðar sérstaklega fyrir þetta verk. Þá er hún prýdd ýmsum gömlum myndum er tengjast við- fangsefnunum. í viðaukum er að Þorsteinn Vilhjálmsson. finna fræðiorðaskrá með skýringum og rækilega nafna- og atriðaorða- skrá, auk þess sem ýmis atriði eru skýrð nánar. Höfundur hefur gert sér far um að gera bókina sem aðgengilegasta almennum lesanda sem hefur áhuga á viðfangsefnum hennar, án þess þó að slaka á fræðilegum kröfum." Heimsmynd á hverfandi hveli er 323 bls. að stærð. Ari Kr. Jónsson og Bjöm Þorsteinsson önnuðust tölvuvinnslu hennar í samvinnu við höfundinn. Sigurður Ármannsson gerði kápu og teiknaði kort og skýr- ingarmyndir. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Morgunblaðið/Júlíus Útgefendur og höfundur bókarinnar um Elliðaárnar, Leo Löve, einn aðaleigandi Isafoldar, Ásgeir Ingólfsson og Eygló Guðmundsdóttir. ísafold: Elliðaámar - hand- bók veiðimanna „ELLIÐAÁRNAR“ nefnist nýút- komin bók frá ísafold eftir Ásgeir Ingólfsson. í bókinni er sögð saga Elliðaánna að fornu og nýju, auk ítarlegra lýsinga á veiðistöðum i ánni. Að sögn höfundar eru 15 ár síðan hann byijaði að skrifa bókina, en í fyrri hluta bókarinnar er m.a. stuðst við heimildir úr skjaiasöfnum, svo sem Þjóðskjalasafni, Borgarskjala- safni, Borgarbókasafni og Lands- bókasafni. Þá eru í bókinni viðtöl við menn sem sumir hverjir eru löngu látnir. í síðari hluta bókarinn- ar er gefin ítarleg lýsing á veiðistöð- um í ánni, og er bókin að hluta til handbók fyrir veiðimenn. Ásgeir lýsir helstu veiðistöðum laxins á flugu og Þórarinn Sigþórsson veiði stöðum á maðk á svæðinu frá og með Hrauni og að ósum. Ásgeir Ingólfsson er fyrrum varaformaður og framkvæmda- stjóri Stangaveiðifélags Reykjavík- ur og er fjórði ættliður sem stundar veiðar í ánni, og miðlar hann í bók sinni m.a. upplýsingum sem borist hafa mann fram að manni, þekk- ingu forfeðranna sem stunduðu veiðar í ánum með breskum veiði- mönnum fyrr á öldinni. „Ég er að reyna að halda þeim upplýsingum til haga, því þessir menn fara brátt að týna tölunni, og þá er hætt við að þekkingin glatist." Ásgeir segist hafa dregið fyrsta laxinn í ánum 1947 og farið þangað svo að segja á hverju ári síðan. Bókin er gefin út hjá ísafold, í henni er fjöldi ljósmynda, litmynda sem svart hvítra, en ljósmyndir tóku Gunnar Vigfússon, Rafn Hafnijörð og Bjöm Rúriksson, auk þess er fjöldi mynda fenginn að láni frá Þjóðminjasafninu og birtar eru myndir úr ferðabók Pauls Gaim- ards. Ennfremur er að finna kort af Elliðaánum í bókinni, gert eftir loftmynd sem landmælingar íslands lánuðu og eru allir helstu veiðistað- imir merktir inn á kortið. Bókin er gefin út í Ijögur þúsund eintökum og kemur væntanlega út á ensku á næsta ári. Morgunblaðið/Kr. Ben Gamla rafveitustöðin í Grindavík, byijað er að grafa fyrir nýju stöðinni eins og sjá má á myndinni. Endurbætur á raf orku- kerfum fyrir 70 milljón- ir króna á Suðurnesjum Hitaveita Suðurnesia: Á ÁRINU sem er að liða lætur nærri að 70 milljónum króna verði varið í endurbætur og nýframkvæmdir á raforkukerfum Hitaveitu Suðumesja. Eftir að rafveitur sveitarfélaganna á Suður- nesjum vom sameinaðar undir eina stjórn kom í ljós að mikil þörf var á úrbótum í öllum sveitarfélögunum og ekki síður á dreifikerfi og aðveitukerfum sem keypt vora af RARIK. Að sögn Júlíusar Jónssonar framkvæmdastjóra fjármálasviðs Hitaveitu Suðumesja eru helstu framkvæmdir í Grindavík, en þar er hafin stækkun aðveitustöðvar- innar úr 2 Mwa í 6.3 Mwa. Byggt verður viðbótarhúsnæði, kjallari og hæð, alls 122 fermetrar. Áætl- aður kostnaður verður um 12 milljónir króna. Auk þess eru aðr- ar framkvæmdir í bænum þessu tengdar og heildarkostnaður í Grindavík fer í 16-18 milljónir króna. Mikið álag hefur verið á gömlu stöðinnni og um of annað slagið undanfarin tvö ár. Kemur það til af því að raforkuþörf hefur aukist mjög í Grindavík einkum með tilkomu laxeldisstöðvanna. I sumar var fenginn spennir að láni til að bjarga ástandinu sem skap- aðist vegna rafmagnsskorts. Stefnt er að því að nýja húsið verði tilbúið í febrúar. Síðastliðið sumar var unnið við að auka götulýsingu í Vogunum. Alls voru settir upp um 60 nýir ljósastaurar. Þá var byggð ný spennistöð og tengt á milli hverfa. í Keflavík-Njarðvíkur aðveitu- stöðinni þurfti að skipta um rofa, þar sem sá gamli var ónýtur. Þá var lokið við að tengja nýju flug- stöðina sem verður að teljast til nýframkvæmda, en kostnaður við verkið er allt að 8 milljónum króna. „Stærstu verkefni sem liggja fyrir og eru orðin brýn“ sagði Júlíus að lokum, „er stækk- un á aðveitustöðinni í Sandgerði en þar er sama vandamálið og í Grindavík. Þá þarf að færa að- veituspennirinn í Garðinum, en hann er nú staðsettur í miðjum bæ. Kr. Ben. Þjóð bjamarins mikla Ný bók frá Vöku-Helgafelli HJÁ bókaútgáfunni Vöku-Helga- fellí er komin út íslensk þýðing á verkinu Þjóð bjarnarins mikla. Fríða Á. Sigurðardóttir rithöf- undur islenskaði þessa bók sem er um 500 blaðsíður. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Þjóð bjamarins mikla er hrifandi, dulúðug og spennandi skáldsaga frá árdögum nútíma- mannsins. Sagan fjallar um Aylu, stúlku af ættstofni nútímamanns- ins, sem verður viðskila við fólk sitt og elst upp í helli hjá fomri kynkvísl Neanderdalsmanna sem ekki getur náð lengra á þróunar- brautinni. Með áhrifamiklum hætti leiðir höfundurinn lesandann inn í nýjan og áður óþekktan heim þar sem hann kynnist lífsháttum og lífsbar- áttu forfeðra okkar fyrir 35.000 ámm, tilfinningum þeirra, lífsvið- horfum og heimsmynd. Höfundurinn, Jean M. Auei, bandarísk skáldkona frá borginni Portland Oregonríki í Bandaríkjun- um lagði á sig mikla undirbúnings- og rannsóknarvinnu áður en að endanlegri ritun sögunnar kom. M.a. lærði hún að smíða vopn og áhöld úr steini, bjó í íshelli um tíma og sótti háskólafyrirlestra sem fjöl- luðu um líf steinaldarmanna. Þá varði hún þúsundum vinnustunda við heimildarýni á bókasöfnum og ræddi við vísindamenn á þessu sviði. í verkinu fjallar Jean M. Auel á næman hátt um stöðu kvenna í því samfélagi sem verkið snýst um. Hún lýsir því hvemig hin frjálslega og sjálfstæða hugsun Aylu rýfur fastbundnar hefðir og venjur hins foma karlaveldis. Þjóð bjamarins mikla er einstætt skáldverk sem er í senn spennandi og lestrarefni, fróðleiksbmnnur og áleitið umhugsunarefni. Skáldsag- an hefur hlotið einróma lof gagn- rýnenda um víða veröld og er ekki að efa að þetta stórvirki falli lesend- um hérlendis jafn vel í geð og fólki í nágrannalöndunum þar sem það hefur slegið öll sölumet.“ Bókin er gefin út með styrk frá Þýðingarsjóði. Vaka-Helgafell sá um setningu texta og Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist prentvinnslu og bókband. Ráðstefna um fram- tíð íslands í SÞ UM þessar mundir em liðin 40 ár frá því að ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum. Af því tilefni verður haldin ráðstefna á vegum utanríkismálanefndar Sambands ungra sjálfstæðis- manna í kvöld, þriðjudag, að Valhöll, Háaleitisbraut 1 í Reyhjavik, og hefst hún kl. 20.30. Framsögumenn verða Birgir ísleifur Gunnarsson, sem flallar um öryggis- og afvopnunarmál, Gunnar G. Schram, sem fjallar um þróun- arsamvinnu, Bjöm Dagbjartsson, sem fjallar m.a. um þann ágreining sem risið hefur um UNESCO og að lokum mun Eyjólfur Konráð Jónsson Ijalla um framtíð Samein- uðu þjóðanna. Að loknum fram- söguerindum verða pallborðsum- ræður en þeim stjómar Geir H. Haarde. Ráðstefna er opin öllum áhugamönnum um utanríkismál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.