Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 13 Hálfvegis barið Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Jón Helgason: KVÆÐABÓK Mál og menning 1986. í Kvæðabók er nóg að lesa fyrir þá sem kunna að meta Jón Helga- son, frumsamin kvæði hans og þýðingar, alvarleg ljóð og gaman- kviðlinga. Þótt góð málkennd Jóns og orð- kyngi njóti sín vel í ýmsum þýðing- um hans og stælingum eru þau ljóð hans áhrifaríkust sem höfða beint til samtímans, jafnt að formi sem efnislega. Eitt þessara ljóða heitir Einn: Einn hef ég bam á óstyrkum fótum tifað, einn hef ég fullorðinn þarflitlar bækur skrifað, einn hef ég vitað mín álðg sem varð ekki bifað, einn mun ég heyja mitt stríð þegar nóg er lifað. Annað ljóð, og eitt hið merkasta sem Jón Helgason orti, er Það var eitt kvöld: Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi lifíð sér dyra, og nú er það farið. Og á áttunda áratugnum, nánar tiltekið 1974, laðaði hann fram álíka tóna úr hörpunni. Miðerindið í Kom milda nótt er svona: Kom þunga starf og þreyt hinn aldna mann sem þekkti vel hve lítil var hans dáð. Feyk stormur tímans öllu sem ég ann. Lát arð minn jafnan því sem til var sáð. í þessum ljóðum var Jón Helga- son eins nálægt samtímanum og hugsast gat. Hann er að fást við að draga upp myndir tilgangsleysis og tómleika eins og Steinn Steinarr gerði. Það sem aftur á móti gerir Stein nákomnari okkur en Jón er það að Steinn gekk eins langt og unnt var í því að spegla nakta og sára kennd nútímans og sigraði með nýju formi sem ekki var aðeins samkvæmt tímanum heldur tíminn sjálfur. Jón Helgason var vissulega háður liðnum tíma og mótaður af fornöld, einkum gömlum textum. En til þess Jón Helgason að velqa fomöldina til lífs í skáld- skap þarf nýtt form. Það skildu þeir Ezra Pound og T. S. Eliot til dæmis. Þetta er ekki sagt í því skyni að hvetja til vanmats á skáJd- skap Jóns Helgasonar. Það er gott að geta notið málsins og kliðsins sem kvæði Jóns eru þrungin af. Við slíkar lindir geta menn setið endalaust. Meirihluti kvæða Jóns Helgason- ar er ortur með varðveislusjónarmið hefðar í huga, það sem sumir kalla ræktun. Hann er oftast í búningi áhugamannsins, tómstundaskálds- ins, en bestur þegar hann kemst ekki hjá því að verða aðeins skáld og yrkir tilfinningaljóð. Ég býst ekki við að heiti margra ljóða þurfí að nefna, ljóð hans af þessu tagi eru sígild. Hvað um í vorþeynum, Á Rauðsgili og Áfanga til dæmis? Maður skilur að Jón vildi ekki hlusta á lof um þessi ljóð. Þau voru hluti af persónunni og um leið þjóðarsög- unni. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! PHIUPS RYKSUGUR SERTILBOD JónsSort’ ritstj': au5®“n<1”t J £ IfgústÓlP1 gaiDgsMé ffliUBÍKBJ m iMra<i|raTífi\ »nk-iitD>rrtriyD5*fTTT>t(trij«Tii7iirrtriiranx. cg? jV^íkcgiig GUÐMUNDUR JONSSON «immm\TOnuniþi MH|omigiIín3airálEí3[|Nup 0^juðfnffiSSom3^na®c BONDX EB BÚSTÓLPl SAGT FRÁ NOKKRUM GÓÐBÆNDUM ral Porsteinssoni i lungu Pétur Jónsson í Reynihlíð Sérhver ný bók í þessum flokki er fagnaðarefni fyrir bændur og aðra áhugamenn um Iandbúnað, auk þess að vera ómetanleg heimild fyrir hvem þann sem lætur sig menningu og at- vinnusögu íslands skipta. V|f 1.595 " ll=fl BÓKHLADAN ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.