Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986
Kvosartillagan í borgarsljórn:
Miðbænum
forðað frá
„kaldauða“
FYRRI umræða um deiliskipulag að Kvosinni fór fram í borgar-
stjórn Reykjavíkur s.l. fimmtudag. Miklar umræður urðu um deili-
skipulagið og fer útdráttur úr þeim hér á eftir. Akveðið var að vísa
málinu til annarrar umræðu í borgarsljórn og mun hún fara fram
18. desember n.k. Borgarfulltrúar Alþýðubandalags, Kvennalista og
Alþýðuflokks lögðu til að málinu yrði frestað en sú tillaga var felld.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (S), hluta miðbæjarins en þær hefðu
Likan af Kvosinni samkvæmt tillögunum. Tjörnin i forgrunni, 1) Ráðhús, 2) Austurvöllur, 3) Morgun-
blaðshúsið og 4) bílageymslur
formaður skipulagsnefndar, mælti
með deiliskipulaginu og sagði hann
að umræður síðustu ára um stöðu
og hlutverk miðbæjarins hefðu
hægt og sígandi leitt til þess að
áhugafólk um miðbæinn hefði
skipst upp í tvo hópa. Annarsvegar
þá sem vildu halda miðbænum nán-
ast óbreyttum eins og hann blasir
við í dag, en endurbæta, fegra og
lagfæra ýmsa þætti og hins vegar
þá sem vilja stuðla að ákveðinni
uppbyggingu, fegrun og endurbót-
um samtímis vemdun fjölmargra
eldri bygginga. Vilhjálmur sagði
togstreitu þessara tveggja hópa
hafa leitt til nánast „algjörrar
stöðnunar" í uppbyggingu mið-
bæjarins. Engin heildarstefna hefði
verið mörkuð og „ákvarðanaleysi
og úrræðaleysi borgaryfirvalda lagt
grunninn að því“.
Nokkrar tilraunir hefðu verið
gerðar til að skipuleggja ákveðna
flestar mistekist þar sem heildar-
yfirsýn yfir margvíslega skipulags-
þætti Kvosarinnar hefði skort.
Óllum væri ljóst í dag að miðbærinn
væri óijúfanleg heild og skipulagsá-
kvarðanir um ákveðinn hluta hans
hafa mikil áhrif á framvindu hluta
annars staðar í miðbænum.
Þegar skipulagsvinnan hófst
1983, sagði Vilhjálmur, var einung-
is ætlunin að athuga sérstaklega
skipulag Aðalstrætis og nánasta
umhverfis og var arkitektunum
Dagnýju Helgadóttur og Guðna
Pálssyni falið það verkefni og lögðu
þau í desember 1983 fram tillöguna
„Aðalstræti og umhverfi". Þessi til-
laga, en í henni fólst m.a. að stór
hluti miðbæjarins yrði gerður að
göngusvæði ásamt töluverðri upp-
byggingu, hafði í för með sér
verulega breytingu á umferð í mið-
bænum og var þá í framhaldi af
því ákveðið að ráðast í að gera
heildarskipulag yfir allan miðbæinn
og taka afstöðu til nauðsynlegra
skipulagsþátta og uppbyggingar
svæðisins í heild, vemdunarsjónar-
miða, byggingarmagns, umferðar-
og bílastæðamála, almenningssam-
gangna, göngugatna og möguleik-
um á fjölbreyttari starfsemi í
miðbænum sem einnig væri starf-
rækt eftir að verslunum, skrifstof-
um og stofnunum væri lokað.
Þessi skipulagsvinna stóð í u.þ.b.
þijú ár og sagði Vilhjálmur að aldr-
ei hefði skipulag þessa svæðis verið
tekið jafn föstum tökum og allir
nauðsynlegir skipulagsþættir skoð-
aðir jafn ítarlega.
Einungis hluti af miðbænum
hefði verið deiliskipulagður áður og
staðfestur af ráðherra. Það var árið
1981 er gert var deiliskipulag að
s.k. Pósthússtrætisreit, en sá reitur
afmarkast af Lækjargötu, Austur-
stræti, Pósthússtræti og Skólabrú.
Þessi reitur hefði verið skipulagður
án þess að nokkuð tillit hefði verið
tekið til annarra svæða í miðbænum
og auk þess nánast engin grein
gerð fyrir umferðar- og bílastæða-
málum, sem væri þó mikilvæg
forsenda þess að skipulag væri
raunhæft og framkvæmanlegt.
í þessu staðfesta deiliskipulagi,
sem í gildi er í dag, var gert ráð
fyrir að kæmi til endurbyggingar á
sjö lóðum, þ.e. Austurstræti 20,
Austurstræti 22, Lækjargötu 2,
Lækjargötu 4, Lækjargötu 6a og
6b og Lækjargötu 8. Þessi ákvörðun
hefði verið tekin undir forystu Al-
þýðubandalagsmanna og sagðist
Vilhjálmur ekki muna eftir því að
hafa heyrt yfirlýsingar frá þeim þá
að samþykkt þessarar tillögu væri
„menningarsögulegt áfall" fyrir
Reykjavíkurborg né heldur að
„Torfusamtökin hefðu haft eitthvað
við það að athuga“. Hann gæti hins-
vegar fallist á það með fulltrúum
Alþýðubandalagsins að þetta skipu-
lag væri „flausturslega unnið,
skipulagsforsendur afar óljósar og
víða mjög óljós rökstuðningur í
greinargerð með skipulaginu".
En þrátt fyrir samþykkt þessa
skipulags og aðra skipulagsvinnu
áður fyrr hefði lítið gerst í upp-
byggingu og endurbyggingu
miðbæjarins. Örfá hús hefðu risið
án þess að nokkur heildarstefna
lægi fyrir og á meðan hefðu nýjir
verslunar- og þjónustukjamar
byggst upp víða í bænum. Með
nýju skipulagi sköpuðust forsendur
fyrir því að borgaiyfirvöld og hags-
munaaðilar gætu sameinast um að
gera stórátak í því að „efla og glæða
miðbæ Reykjavíkur lífi“. Staðfest
deiliskipulag væri forsenda þess að
hægt væri að styrkja stöðu mið-
bæjarins og í raun forsenda þess
að hann gæti áfram gegnt hiut-
verki sínu sem miðstöð stjómsýslu,
viðskipta og þjónustu og skapa betri
skilyrði fyrir fjölbreytt mannlíf,
menningarstarfsemi og skemmtan-
ir.
Til að ná þessum markmiðum
sagði Vilhjálmur m.a. að í skipu-
lagstillögunum væri byggt á þeim
forsendum að bæta umhverfi og
skapa betri aðstöðu fyrir gangandi
vegfarendur, úrbótum í umferðar-
og bílastæðamálum, þar sem lögð
yrði áhersla á að draga úr um-
ferðarþunga í kjama miðbæjarins,
LITGREINING MEÐ
CROSFIELD
64BIE
LASER
LYKILUNN AÐ VANDADRI
LITPRENTUN
MYNDAMÓT HF.
vemlegri fjölgun íbúða, úr 15 í
60-80, möguleikar yrðu skapaðir
fyrir fjölbreyttari starfsemi sem
einnig væri starfrækt eftir að versl-
anir, skrifstofur og stofnanir loka,
lagt er til að Austurstræti allt verði
gert að göngugötu og Aðalstræti
verði göngugata með strætisvag-
naumferð. Pósthússtræti yrði með
göngugötuyfírbragði, tijágróðri
yrði komið fyrir í göngugötum, við
torg og meðfram gangstéttum o.fl.
Einnig væri gert ráð fyrir nýrri
enda- og skiptastöð almennings-
vagna fyrir Kvosina.
Samkvæmt skipulagstillögunum
eykst byggingarmagn í miðbænum
um u.þ.b. 36.000 fermetra en þar
af em byggingar Alþingis 9000
fermetrar, ráðhús 6000 fermetrar,
s. k. Borgarhús sem staðsett verður
á Steindórsplani 2000 fermetrar,
íbúðir 7000 fermetrar og skrifstofur
6000 fermetrar.
Vilhjálmur sagði það „misskiln-
ing eða vísvitandi rangfærslur" að
„breikka eigi götur gífurlega,
sneiða græn svæði af Hljómskálan-
um og ráðast langt út í Tjöm“ eins
og einhver borgarfulltrúi hafði full-
yrt. T.d. myndi Lækjargata mjókka.
Meginviðleitni skipulagsins væri að
draga úr umferð í sjálfri Kvosinni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
(Kvl) sagði að sér fyndist sem búið
væri að segja allt sem þyrfti að
segja. Nú ættu borgarfulltrúar að
setjast niður með þær greinar sem
skrifaðar hefðu verið í blöðin og
melta þetta. Síðan gætu þeir komið
saman og rætt málin á ný.
Ingibjörg taldi að verið væri að
reyna að koma málinu í ákveðinn
farveg, togstreitu milli Alþýðu-
bandalags og Sjálfstæðisflokks með
því að benda á tillögumar frá 1981
og segja sem svo „að ef ykkur
finnst okkar tillaga vond þá hafið
i huga að tillaga vinstri meirihlut-
ans var engu betri.
Hún taldi að nú þegar væri ,fyöl-
skrúðugt mannlíf í miðbænum. Fólk
sækti þangað af því að þar væri
„fjölbreytileikinn og sjarminn". Það
ætti að „gera út á fjölbreytileikann,
styrkja sérkennin, auka sjarmann".
Leyfa ætti miðbænum að keppa á
sínum eigin forsendum. Menn
þyrftu að spyija sig hvort væri
markaður fyrir fleiri matsölustaði,
kaffihús og vínveitingastaði. Hún
taldi að þetta væri ekki spuming
um aðstöðuleysi heldur um rekstr-
argrundvöll. Skipulag væri aðeins
ein af forsendum uppbyggingar,
það þyrfti að vera „í samræmi við
þörf því annars fjárfestir engin í
því“.
Ingibjörg Sólrún lýsti einnig yfír
áhyggjum vegna „niðurrifs" gam-
alla húsa og uppbyggingar bfla-
stæðahúsa. Bflageymslumar
myndu kosta um 500 milljónir
króna og fengi borgin ekki nema
brot af þessum kostnaði í bílastæða-
gjöldum. Umferðaráþjánin væri
mikil og sjálfsagt að leysa hana
t. d. með einu bflageymsluhúsi en
ekki ætti að auka hana með því „að
laða að einkabfla". Fyrirhuguð
skiptistöð væri „mjög gott mál“ en
Ingibjörg taldi hana vera of aftar-
lega á framkvæmdaáætlun.
Að lokum sagði Ingibjörg að