Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 22

Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 „Báknið burt“ eftirKarl Ormsson Þetta sögðu ungir sjálfstæðis- menn. Hvar eru stóru orðin um enga miðstýringu? Er það ekki kjör- orð sjálfstæðismanna að einkafram- takið verði í fyrirrúmi fram yfir ríkisrekstur? Óneitanlega varð uppi fótur og fit er starfsfólk Borgarspítalans heyrði það í útvarpinu þann 1. des. sl. að verið væri að semja um sölu á Borgarspítalanum, vinnustað á annað þúsund manns, en §öldi þeirra hefur helgað spítalanum blómann af starfsævi sinni. Borgarspítalinn hefur verið stolt borgarinnar og þá helst fyrir kosn- ingar til borgarstjómar. Það framsýna fólk, sem árum saman vann ötullega að því að borgin eign- aðist sitt eigið sjúkrahús, hefur eflaust orðið hvumsa við þessi tíðindi. Það munu eflaust margir mót- mæla þessu gerræði og árásum, sem gerðar hafa verið á starfslið Borgarspítalans að undanföru. Frá því að ég byijaði að starfa við Borgarspítalann, fyrir nær 22 árum, hef ég ýmislegt reynt, en aldrei fyrr hefur starfsfólki spítal- ans verið sýnd önnur eins lítilsvirð- ing og nú. Við, sem höfum lyft þessum mönnum upp í æðstu stöður hjá borginni, hljótum að eiga heimtingu á því að við séum virt viðlits. Það ber vott um gerræði hvemig þessi frétt barst okkur. Já, eins og um sé að ræða smásölu á togara eða öðru slíku. Maður hélt að það væri liðin tíð að stjómað væri með til- skipunum. Borgarspítalinn hefur alveg sér- staka þýðingu og stöðu í hugum okkar, er starfa þar. Fjöldi starfs- manna hefur unnið í u.þ.b. 10—20 ár og þaðan af lengur. Það hefur hingað til verið gott samstarf milli starfsfólks þessa stóra fyrirtækis. Hinar ýmsu deildir hafa haldið árs- hátíðir — farið í ferðalög saman og má segja að fólk hafi staðið saman í blíðu og stríðu. Borgarspítalinn hefur verið að ýmsu leyti brautryðjandi á mörgum sviðum. Með framsýni var fyrsta og eina tauga- og heilaskurðdeildin sett hér upp. Við hana starfa mjög hæfir læknar á heimsmælikvarða. Fyrsta gammakameran var sett hér upp til isotóparannsókna. Fyrsta tölvusneiðmyndatækið var sett hér upp svo og fullkomin sónarstofa, svo að fátt eitt sé nefnt. Öll eiga þessi tæki það sameiginlegt að með þeim er hægt að greina sjúkdóma, sem ekki var hægt áður. Þessi tæki og tækni hafa í raun valdið byltingu í sjúkdómsgreiningu. Áður þurfti að senda fólk erlendis til þessara rannsókna og allir vita hvaða áhættu og kostnað slíkt hafði í for með sér. Á Borgarspítalanum hafa verið unnin kraftaverk af læknum og hjúkrunarliði að öðrum sjúkra- húsum ólöstuðum. Maður á erfitt með að skilja að til séu ráðandi menn hjá borginni, sem sjá ekki hvers virði er að borgin eigi sitt eigið sjúkrahús. Mér er sagt af fróð- um mönnum að í allri V-Evrópu sé ekki sú höfuðborg sem ekki á sitt eigið sjúkrahús. Annað hefi ég nú gert fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og þar með Davíð borgarstjóra, heldur en að skrifa gegn borgarstjóminni og það á kosningaári. En Davíð lætur hafa eftir sér í DV 2. des. sl. að það sé ekkert að óttast fyrir starfsfólkið — það verði engin breyting þótt ríkið taki við eignum og rekstri sjúkra- hússins. Ég bara spyr, Davíð, ætlar þú að stjóma næstu ríkisstjómum? Ef af þessari sölu verður er ég nú hræddur um að ríkisstjómir kom- Karl Ormsson „ Við erum öli í sama f lokki og ef þau sjá ekki að með þessari aðgerð er Sjálfstæðis- flokkurinn að hefja e.t.v. sína örlagaríkustu baráttu í næstu kosn- ingum, þá er þeim vorkunn. Eg vildi ekki vera formaður yfir þeim stjórnmálaflokki, sem myndi missa stóran hluta af þingmönnum í Reykjavík vegna van- hugsaðra stjórnarað- gerða.“ andi tíma láti Davíð ekki segja sér fyrir verkum og mig minnir að ég hafi heyrt það að ekki eigi að breyta bara breytinganna vegna. Nei, Davíð, þetta er ekki hægt. Það hlýt- ur að vera einhver önnur leið fær. Svo er það hin mannlega hlið þessa máls. Á Borgarspítalanum er starfsmannaráð og fulltrúaráð Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Það hlýtur að hafa verið Moss Utsölustaðlr: Georg, Austurstrœti 8, Reykjavík. Goldie, Laugavegi 39, Reykjavík. Nr. 2, Skólavörðustíg 2, Reykjavík. Saron, Hraunbergi 4, Reykjavík. Útilíf, Glæsibæ, Reykjavik. Ylfa, Engihjalla 8, Kópavogi. H-búöin, Hrísmóum 4, Garöabæ. Gloría, Strandgötu, Hafnarfiröi. Rocky, Ólafsvík. Ari Jónsson, Patreksfiröi. Eplið, isafíröi. Einar Guðfinnsson, Bolungarvík. Kaupfélag Steíngrímsfjaröar, Hólmavik. Verslun Siguröar Pálmasonar, Hvammstanga. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga. Verslunin V/sir, Blönduósi. Bjólfsbær, Seyöisfirði. Verslun Hákonar Sófussonar, Eskifirði. ii Steini og Stjáni, Vestmannaeyjum. Kaupfélag Árnesinga, Selfossi. Hlein, Þorlókshöfn. Samkaup, Keflavik. Drelfing: Jóhann Ágústsson, heildverslun hf. Húsi verslunarinnar, Reykjavik, simi 91-687044. HÖNNUN: ÞÓRDlS KRISTLEIFSDÓTTIR ÞÞtFA kf. HÖFÐABRAUT 6, 530 HVAMMSTANGA, V SlMI 95-1453. hægt að bera þetta upp í þessum ráðum áður en farið var út í samn- inga um sölu. Ég hef enga skoðun á því hvort taka ætti sjúkrahúsið inn á fjárlög. Það eru aðrir, sem munu ijalla um það. En að leggja allt undir hramm ríkisins — það er ekki í anda sjálf- stæðismanna. Ólafur Öm Amarson yfirlæknir á Landakotsspítala bendir á það sama í ágætri grein, er hann ritar í Morgunblaðið 4. des. sl. Hann er forustumaður heilbrigðis- og trygg- inganefndar Sjálfstæðisflokksins og telur að þetta bijóti alfarið í bága við stefnu sjálfstæðismanna og bendir á að verið sé að hverfa til stórfelldrar miðstýringar, sem ég hélt nú að væri ekki á stefnu- skrá sjálfstæðismanna. Ólafur bendir einnig á þá miklu áhættu, sem fólgin er í þessu fyrir borg- arbúa, ef af þessari sölu verður. Það hefur verið mikið skrifað um þann halla, sem er á Borgarspítal- anum. Það væri eitthvað bogið við þann spítala, sem skilaði hagnaði. Ég er hræddur um að það kæmi fljótt niður á sjúklingum og öllum rekstri. Það þekkist ömgglega ekki sú sjúkrastofnun í veröldinni, sem skilar hagnaði, nema e.t.v. ein- hveijir einkaspítalar í Ameríku, sem geta tekið þúsundir dollara fyrir minnstu aðgerðir. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er í ríkiseign, en rekið af Akur- eyrarbæ og er því allt starfsfólk þar bæjarstarfsmenn og á því bær- inn ítök í stjómun sjúkrahússins. Þótt sjúkrahúsið sé á fjárlögum, má fullyrða að ekki er bruðlað með fjármuni til sjúkrahússins. Þegar stjóm fjórðungssjúkrahússins tók það á sig að hækka laun starfs- fólksins örlítið yfir almennan taxta, ætlaði allt um koll að keyra, og ef ég man rétt, þá hótaði þáverandi fjármálaráðherra að ekki yrði um aukafjárframlög að ræða af hálfu ríkisins þrátt fyrir það að stjóm fjórðungssjúkrahússins gerði þetta af illri nauðsyn til að missa ekki gott starfsfólk. Reyndar varð raun- in sú að sjúkrahúsið tapaði ekki á þessu, en það er önnur saga. Ég vil þakka Ólafi Emi yfirlækni fyrir skrif hans í Mbl. og fyrr þann stuðning, sem hann sýnir okkur starfsfólki Borgarspítalans. Hann hefur reynsluna af sínum vinnu- stað. Hann talar tæpitungulaust um þær öldur, sem risið gætu innan Sjálfstæðisflokksins, ef í flaustri yrði farið að selja Borgarspítalann vegna þess að hann sýni „tap“. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt að sjúkrahús skila ekki arði ef þau eiga að standa undir nafni og þjóna hlutverki sínu sem líknarstofnun. Ef af þessari sölu verður verður ekki gaman að vera sjálfstæðismað- ur á ríkisspítalanum í Fossvogi — hvað þá gamalgróinn fulltrúaráðs- meðlimur. Auðvitað viðurkenni ég það að ekki þýðir að skella allri skuldinni á Davíð, borgarstjóra. Hann hlýtur að vera undir afar mikilli pressu, en frá hveijum? Auðvitað frá heil- brigðismálaráðherra, Ragnhildi Helgadóttur, og fjármálaráðherra, Þorsteini Pálssyni. Sumir gætu haldið að þau væru að klekkja á Davíð vegna þess að hann væri þeirra pólitíski andstæðingur. En það er nú öðm nær. Við emm öll í sama flokki og ef þau sjá ekki að með þessari aðgerð er Sjálfstæð- isflokkurinn að hefja e.t.v. sína örlagaríkustu baráttu í næstu kosn- ingum, þá er þeim vorkunn. Ég vildi ekki vera formaður yfir þeim stjóm- málaflokki, sem myndi missa stóran hluta af þingmönnum í Reykjavík vegna vanhugsaðra stjómarað- gerða. Gætið þess að starfsfólk Borgarspítalans, skyldulið þess og aðrir, sem vilja að spítalinn verði áfram í eigu borgarinnar, gæti orð- ið nokkuð stór áhrifahópur í kosn- ingum. Eftir 38 ára vinnu fyrir stærsta stjómmálaflokk landsins þekki ég það mikið til verka flokk- anna, að það er hægt að flytja breytingatillögu á ijárlagafrum- varpinu um meira fjármagn til spítalans og þar með jafna hallann. Það hafa ýmsir óskað eftir því að þingmenn okkar Reykvíkinga komi í veg fyrir sölu spítalans. Ég trúi því ekki að óreyndu að við þurfum að biðja aðra þingmenn að veita okkur aðstoð með aukafjárlög til spítalans. Þegar þessi ríkisstjóm tók við völdum, ætlaði hún að selja öll ríkis- fyrirtæki. Nýlega fór Bessí Jó- hannsdóttir inn sem varamaður á Alþingi og hennar jómfrúrræða fjallaði um að leggja niður einka- sölu ríkisins á áfengi og tóbaki. Hún er framsýnni í að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins en sum flokks- systkini hennar. Ríkið tapar hundmðum milljóna á nokkmm togurum og öðmm fyrir- tækjum, en svo er ekki hægt að láta rífleg fjárframlög, hvort sem það er í formi daggjalda eða íjár- laga til þessarar þjóðþrifastofnunar. Borgarspítalinn er og hefur að mörgu leyti verið brautryðjandi og er í dag að öllu leyti hæfilega stór rekstrareining. Það er einnig viður- kennt af mörgum að spítalanum hefur verið vel stjómað. Að lokum þetta. Gunnar heitinn Thoroddsen fv. borgarstjóri sýndi þann stórhug að ráðast á sínum tíma í kaup á stærsta jarðbor, sem nokkum óraði fyrir til að afla okkur meiri hita og ömggari hitaveitu. Geir Hallgrímsson fv. borgarstjóri afhenti okkur stóra jörð að Úlfljóts- vatni undir sumarhús, Birgir ísleif- ur Gunnarsson fv. borgarstjóri hélt áfram á sömu braut og í hans tíð var G-álma Borgarspítalans byggð og hafist handa við B-álmuna. Á 200 ára afmæli Reylcjavíkurborgar getur þú, Davíð, ekki verið minni og látið okkur borgarbúa njóta Borgarspítalans án frekari ríkisaf- skipta. Höfundur er raftækja vörður við Borgnrspítalann. Ljóð Else Lasker-Schiiler ELSEIASKEK ■ SCHOlM MÁNATURNINN er úrval Ijóða eftir þýsku skáldkonuna Else Lasker-Schttler, sem Bókaútgáfan Iðunn gefur út. í fréttatilkynningu Iðnunnar segin „Else Lasker-Schuler (1869—1945) er af sumum talin fremsta skáldkona sem ort hefur á þýska tungu. Ljóð hennar eru gædd listrænum töfrum, þau eru tilfínningarík og myndræn, auð- ug af nútímalegri skynjun og málbeitingu, en eiga sér um leið vissar rætur í fomri orðlist. Það er Hannes Pétursson sem þýtt hefur þau ljóð skáldkonunn- ar sem hér birtast og hann kynnir hana jafnframt fyrir les- endum í grein að bókarlokum. Þar segir m.a.: „Frægðarorð skáldkonunnar stígur ... sífellt hærra eftir því sem lengra líður frá dauða hennar og dýpra er grafíð eftir eðli og sérkennum þeirra bókmennta sem hún lét eftir sig. Sá arfur liggur ekki MANA TURNINN HASNMPEnmON þsM aðeins fólginn í ljóðum, heldur líka í sagnagerð, leikritum, rit- gerðasmíð og bréfum.““

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.