Morgunblaðið - 09.12.1986, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986
Framtíð Borgarspítalans
eftir Ólaf Þ.
Jónsson
Aðeins nokkrir dagar eru síðan
skýrt var frá því að viðræður stæðu
yfir milli borgarstjóra, heilbrigðis-
ráðherra og fjármálaráðherra um
sölu Borgarspítalans til ríkisins.
Mikil umræða hefur orðið meðal
starfsfólks og einnig í fjölmiðlum
vegna máls þessa. Af þessu tilefni
tel ég rétt að draga fram nokkrar
staðreyndir varðandi heilbrigðismál
og Borgarspítalann.
Sala Borgarspítalans
Heilbrigðisráðherra hefur ákveð-
ið að Borgarspítalinn fari á fjárlög
um næstu áramót og er markmiðið
með þeirri ráðstöfun, að sögn ráð-
herra, betri stýring á fjármagni
með daggjöldum, en þau hafa ekki
verið nægilega há til þess að standa
undir rekstri spítalans. Þess vegna
myndast hinn svokallaði „halli“.
Borgin hefur staðið undir þessum
kostnaði til að byija með, en fengið
endurgreitt hjá ríkinu síðar. Þetta
hefur þó haft í för með sér minnk-
að svigrúm borgarsjóðs vegna
bankaviðskipta. Borgarstjóri telur
að vegna þess að spítalinn verði
settur á fjárlög geti farið svo að
borgarsjóður verði að greiða „hall-
ann“ án bóta og því sé eðlilegast
að borgin losi sig alfarið við spítal-
ann. Rekstrarleg og fjárhagsleg
ábyrgð verði að fara saman.
Þegar fréttir af samningamálum
þessum bárust til eyma starfsfólks
spítalans fyrir nokkrum dögum ollu
þær miklu Qaðrafoki sem eðlilegt
er. Hefur þeirri áætlun að selja
spftalann verið harðlega mótmælt
af starfsfólki, bæði á fundum og
með mörg hundruð undirskriftum.
Helstu röksemdir starfsfólks gegn
sölunni em eftirfarandi:
1. Ekkert samráð var haft við
starfsmenn spítalans, en þeir em
um það bil 1500 í 1000 stöðugild-
um. Ekki hefur verið skýrt frá því
hvað við taki eftir að salan hefur
farið fram. Spumingar hafa komið
upp varðandi það, hvort gripið verði
til uppsagna eða starfsfólk fært
milli spítala, spumingar um lífeyris-
réttindi og fleira. Borgarstjóri hefur
kynnt viðhorf sín á fundi starfs-
manna, en fulltrúar ríkisins hafa
ekki kynnt málið af sinni hálfu.
2. Menn óttast þá auknu mið-
stýringu sem af yfirtöku ríkisins
leiðir. Slíkt gæti leitt til lélegrar
þjónustu við sjúklinga og jafnvel
gæti þurft að draga starfsemi
spítalans vemlega saman. Fjár-
framlög þau sem em ætluð til
reksturs spítalans á fjárframlögum
næsta árs nægja ekki til að halda
í horfinu, hvað þá til að mæta auk-
inni starfsemi. Ekki hefur verið
sýnt fram á að fjárlagakerfið sé
betra en daggjaldakerfíð, þar sem
„halli" er einnig á þeim spítölum
sem em á fjárlögum. Menn óttast
ósjálfstæði spítalans.
3. Þá em uppi vissar áhyggjur
um það, að ekki verði um að ræða
frekari þróun og uppbyggingu á
starfsemi spítalans. Ef lóð spítalans
verður skert verða minni möguleik-
ar á nýbyggingum í framtíðinni,
t.d. eftir 20—30 ár, og er bent á
hin miklu þrengsli á lóðum Landa-
kotsspítala og Landspítala í því
sambandi.
Starfsfólk álítur nauðsynlegt að
ef áform um sölu ná fram að ganga
verði spítalinn rekinn sem sjálfstæð
stofnun innan ríkiskerfísins. Þá
hefur starfsfólk óskað eftir því að
athugað verði hvort stofnun sjálfs-
eignarstofnunar sé ekki fysilegur
kostur.
Skýrsla um rekstur
Borgarspítalans
í umræðum um sölumálið hafa
sumir ráðamenn vitnað í skýrslu
Björns Friðfínnssonar og Eggerts
Jónssonar, embættismanna borgar-
innar, sem unnin var að beiðni
borgarstjóra. Þessi skýrsla var fyrir
nokkm lögð fram í borgarráði. Telja
margir að skýrslan í heild hafi skað-
að orðstír spítalans, ekki síst vegna
ummæla sumra ráðamanna í fjöl-
miðlum. Rétt vinnubrögð hefðu
verið þau að starfsmenn spítalans
hefðu fengið tækifæri til að koma
á framfæri athugasemdum um
skýrsluna áður en hún var lögð fram
opinberlega og niðurstöður hennar
birtar í fjölmiðlum.
Alltof langt mál yrði að ræða
skýrsluna hér í smáatriðum. Þar
er rætt um stjómsýslu spítalans,
starfsmannahald, bráðaþjónustuna,
fyrirkomulag innlagna, lækna-
mönnun, húsnæðismál og fleira.
Taka má undir mörg atriði í skýrsl-
unni svo sem nauðsyn þess að
endurskoðun fari fram á ýmsu í
starfsmannahaldi og skipulagn-
ingu. Mjög nauðsynlegt er að slík
endurskoðun fari fram öðru hveiju
í jafn stóru fyrirtæki. Hins vegar
eru margar fullyrðingar í skýrslunni
óljósar og órökstuddar og beinlínis
móðgandi við starfsfólk, svo sem
sú fullyrðing að kröfur starfsfólks
um bætt kjör og aðstöðu skyggi á
þarfír þeirra sjúklinga sem ekki
þarfnast bráðrar aðhlynningar.
Sagt var að endurskoða þyrfti
innlagningakerfí spftalans. Þessi
fullyrðing hefur verið hrakin. Ekki
hafa komið fram neinar athuga-
Ólafur Þ. Jónsson
„Starfsfólk álítur nauð-
synlegt að ef áform um
sölu ná fram að ganga
verði spítalinn rekinn
sem sjálfstæð stofnun
innan ríkiskerfisins. Þá
hefur starfsfólk óskað
eftir því að athugað
verði hvort stofnun
sj álf seignarstofnunar
sé ekki fýsilegur kost-
ur.“
semdir um núverandi innlagninga-
kerfí, en þetta kerfí hefur þvert á
móti leitt til hagræðingar.
Fullyrðingar af hálfu spítalans
varðandi skort á starfsfólki voru
sagðar yfírdrifnar og hjúkra hefði
mátt fleiri sjúklingum er raun varð
á 1985 miðað við árið 1983. Sýnt
hefur verið fram á að allt aðrar
forsendur voru 1985 með tilkomu
legudeilda fyrir aldraða. A því ári
voru samt 1500 fleiri sjúklingar á
spítalanum en 1983 og meðallegu-
tími styttist um tvo daga, þrátt
fyrir öldrunarsjúklingana.
Þá er fullyrt að læknar séu senni-
lega of margir. Það þyrfti að kanna
betur. Ef miðað er við heildarfjölda
starfsmanna er læknafjöldi óbreytt-
ur frá 1978 eða rúmlega 8% og er
þetta heldur lægra hlutfall en hjá
ríkisspítölunum og Landakotsspít-
ala.
Þá var því haldið fram að „kröf-
ur“ stjórnar og starfsliðs spítalans
um aukið húsrými væru óraun-
hæfar. Kafli skýrslunnar um
húsnæðismál spítalans var unnin
af vanþekkingu og niðurstöður
rangar.
Samvinna og verka-
skipting sjúkrahúsa
í framangreindri skýrslu og í
umræðum um sölu spítalans hefur
verið rætt um nauðsyn á hagræð-
ingu og aukinni verkaskiptingu
sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu.
Sannleikurinn er sá, að verkaskipt-
ing milli spítala er umtalsverð. Á
öllum spítölunum er viss kjama-
starfsemi, handlækningar, lyflækn-
ingar, röntgendeildir, svæfínga-
deildir og rannsóknadeildir. Á
Landakotsspítala er augndeild, á
Landspítala er kvennadeild, bijóst-
hols- og hjartaskurðlækningadeild,
bamaspítali Hringsins, krabba-
meinsdeild og á Borgarspítala er
slysadeild, háls-, nef- og eymadeild
og heila- og taugaskurðlækninga-
deild, svo nokkur dæmi séu tekin.
Þá er mikið um það að spítalalækn-
ar séu ráðgjafar á öðram sjúkrahús-
um. Þannig koma krabbameins-
læknar frá hinum spítölunum á
Borgarspítalann, en taugaskurð-
læknar Borgarspítalans fara á hina
spftalana og talsverð samvinna hef-
ak
Góð bók
Hús sem hreyfist.
Sjö bókmenntaritgerðir
eftir Kristján Karisson sem
allar flytja að einhverju
leyti nýja túlkun á verkum
þeirra skálda, sem um er
ð.
KRISTJÁN KARLSSÖN
HIJS
SEM HREYFIST
ljoðskakl
ur verið vegna vakta vegna
sumarleyfa. Þá hafa spítalamir
mikla samvinnu á öðrum sviðum,
svo sem vegna innkaupa á hjúkr-
unargögnum, eitt þvottahús og
fleira. Sjálfsagt er að kanna hvort
meiri samvinna geti ekki tekist og
einnig er eðlilegt að nánari verka-
skipting verði rædd. Borgarspítal-
inn hefur tilnefnt fulltrúa til slíkra
viðræðna.
Þá er einnig starfandi samvinnu-
nefnd sjúkrahúsa, sem sett var á
laggimar af Matthíasi Bjamasyni,
fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Nefnd þessi hefur unnið mikið og
era vonir bundnar við árangur af
starfi hennar.
Horft til framtíðar
Borgarspítalinn er stórt fyrirtæki
með fjölda starfsmanna eins og
áður segir, og starfsemin er mikil
og blómleg. A síðasta ári var fjöldi
sjúklinga 10.682, legudagar
170.906, yfír 6000 svæfíngar, á
göngudeild háls-, nef- og eyma-
deildar komu 13.570 sjúklingar, á
slysadeild komu 42.674 sjúklingar
og á endurkomudeild slysadeildar
komu 23.177 sjúklingar svo dæmi
séu nefnd. Meirihluti sjúklinga er
úr Reykjavík, en einnig fjöldi alls
staðar af landinu þannig að þetta
er að mörgu leyti spítali allra lands-
manna. Margir hafa stutt vel við
spítalann og starfsemi hans á und-
anfömum árum og félagasamtök
fært honum stórgjafír, sem ber að
þakka af alúð. Þannig hefur Banda-
lag kvenna ákveðið að hefja lands-
söfnun til þess að kaupa tölvusneið-
myndatæki fyrir spítalann, en það
gamla er orðið mjög lélegt og slit-
ið, og þjónusta spítalans færðist
mörg ár aftur á bak ef slíkt tæki
kæmi ekki.
B-álma spítalans stendur svo að
segja tóm. Áðeins hafa verið opnað-
ar tvær sjúkradeildir af sex og eru
þar eingöngu öldranarsjúklingar og
hafa alltaf verið. Nauðsynlegt er
að tryggja fjármagn þannig að á
næsta ári verði hægt að innrétta
eina sjúkradeild til viðbótar og
nauðsynlegt er jafnframt að full-
gera húsnæði fyrir iðjuþjálfun til
þess að þjálfa megi hina öldraðu.
Þá vantar einnig lyftur í B-álmuna.
Nauðsynlegt er að átak verði gert
í því að ljúka byggingu B-álmu.
Allir vita um hið erfiða hlutskipti
margs gamals fólks og aðstandenda
þeirra. Þá er nauðsynlegt að átak
verði gert til að minnka biðlista á
landinu vegna sjúklinga sem bíða
eftir aðgerðum á mjöðmum og
hnjám vegna slitgigtar, en flestir
þeirra era aldraðir. Nú þurfa marg-
ir þeirra að bíða í allt að þijú ár
eða meira og allir þekkja til bæklun-
ar þeirra og stöðugra þjáninga, sem
oft halda fyrir þeim vöku á nóttunni.
Alvarlegasti vandi sem blasir við
heilbrigðisþjónustunni á íslandi í
framtíðinni er hins vegar hinn mikli
skortur á starfsfólki í heilbrigðis-
stéttum. Þannig hefur heilbrigðis-
ráðherra nýlega skýrt frá því að
nú vanti um það bil 200 hjúkrunar-
fræðinga til starfa og enn þá fleiri
sjúkraliða. Borið hefur á skorti á
röntgentæknum og meinatæknum
ög ræstingafólki. Þetta er svo alvar-
legt vandamál að lausn þess þolir
enga bið.
Lokaorð
Starfsfólk Borgarspítalans og
fjölmargir aðrir hafa mótmælt sölu
Borgarspítalans. Ástæðumar vora
greindar hér í upphafí, sem sé mik-
il óánægja með málsmeðferðina þar
sem ákvarðanir vora teknar í skyndi
án samráðs við starfsmenn spítal-
ans, efasemdir um að hin aukna
miðstýring leiði til spamaðar, fram-
dráttar málefnum hinna sjúku eða
til hagsbóta fyrir starfsemi spital-
ans.
Dregið er í efa að þetta mál sam-
rýmist stefnu Sjálfstæðisflokksins
og sé vænlegt til að afla honum
fylgis á viðkvæmum tíma.
Væri ekki betra að flýta sér
hægar og fresta ákvörðunum um
eitt ár meðan allir þættir málsins
era kannaðir miklu betur?
Höfitndur er formaður læknariða
Borgarapítalana.